Neisti - 01.09.1970, Page 1

Neisti - 01.09.1970, Page 1
KREPPA í AB Líklegt er, að einhverjar stöðubreytingar verði innan Alþýðubandalagsins á næstunni. Haegristefnan er í kreppu.Lesið grein a bls. 6 MÁLGAGN IYIKINGARINNAR— RETTARHOLD BARÁTTIISAMTAKA SÓSlflLISTfl VEGNA þORLÁKS MESSUSLA GSINS Réttarhöld munu hefjast á næstunni vegna hins svonefnda Þorláksmessuslags, 1968. Aðeins einn maður verður sóttur til saka, a. m. k. x fyrstu atrennu, en það er Ragnar Stefánsson. Ekki virðist hins vegar neinn verða sóttur til saka í sambandi við blóðsuthellingarnar á Aust- urvelli og við Tjarnarbúð tveimur dögum áður, eða 21. des. 1968. Hinn 19. janúar 1969 sendu milli 30 og 40 manns kæru til yfirsakadómara, vegna líkams- árása , meiðsla og annarra óþæginda, sem þeir höfðu orðið fyrir af hendi lögreglunnar, bæði hinn 21. des. "*68 við Tjarnarbúð og á Austur- velli, svo og á Þorláksmessu f Austurstræti Það hefur nu komið í ljós, að yfirsakadómari let ekki framkvæma neina rannsokn a grundvelli þeirrar kæru . Saksoknari rikisins virðist hafa þurft mikinn tíma til að velta málinu fyrir sér, þvi það var ekki fyrr en í april s. 1. , að hann sendi Saka- dómi Reykjavíkur kröfu um málssókn á hendur Ragnari Stefánssyni. Þeir sem kæra vegna meiðsla, sem þeir höfðu orðið fyrir af hendi lögreglunnar eru ekki virtir viðlits. Sú saga, sem hér er rakin kemur okkur ekki a ovart. Lögregla og dómsvald er augljóslega í höndum versta afturhalds landsins, sem beit- ir þessum stofnunum fyrir sig á hinn níðings- legasta hatt. Það glittir viða í fasisma á íslandi. w w /1 f WL í \V\T J J ^ t 4 llt wm r i ■ nuiiimi>imiiiif^x ■ ........... 21.DES 196». ^ CL _.Ov ° AUSf^ ........... Fylkingin og Félag róttækra stúdenta héldu þennan dag sameiginlegan fund í Tjarnarbuð í tilefni alþjóðlegs Vietnamdags. Fundinn sátu um 100 manns. Að fundinum loknum var ætlunin að ganga með mótmælaorðsendingu að bandaríska sendiráðinu og afhenda hana þar. Var lögregluyfirvöldum tilkynnt um göng- uleiðina, þótt ekki væri um að ræða sérlega mikinn fjölda. Lögreglan gat hins vegar ekki unnt þessu fólki að ganga vissar götur. Stoð x stappi og þófi um þetta þar til fundurinn var búinn og menn fóru að tinast út úr Tjarnarbúð. Var fyrst reynt að króa fólk af, þannig að það kæmist ekki frá húsinu. ÞÓ smugu ýmsir á milli, svo lögreglan sá ekki annan kost en handtökur og barsmíðar. Nokkrir fóru út á Austurvöll, en þar átti gangan að hefjast og biðu þar hinna með fána . Þar gerði lögregl- an aðra árás og bera sumir enn merki eftir kylfuhöggin, sem þar voru veitt. Þetta var einhver sú fruntalegasta og ástæðulausasta lögregluárás, sem um gat þá. bGTÚM oG^S...... 5i-SS(y 1968 Tveimur dögum eftir þá atburði, sem að ofan eru nefndir, héldu Fylkingin og Félag róttækra stúdenta fund í Sigtúni. Var markmið fundarins og göngunnar, sem farin var á eftir að leggja áherzlu á kröfur um skoðana og tjáningarfrelsi. Frelsi til að fara hópgöng- ur, frelsi til að útbreiða skoðanir sinar. Þetta markmið göngunnar var að sjálfsögðu tengt atburðunum tveimur dögum áður. . Einnig var það markmið fundarins og göng- unnar að styðja kröfur verkalýðsins um þær mundir. Var lögreglunni tilkynnt urri fundinn °g gönguna. Á siðustu stundu gerðu lögreglu- yfirvöld athugasemd við gönguleiðina. Voru forsvarsmenn göngunnar tilbúnir að semja um þetta við lögregluna innan vissra takmarka Vildi lögreglan hins vegar stytta mjög göngu- leiðina og færa hana þannig til, að það hefði veikt áhrif hennar mjög mikið. Gat lögregl- an ekki fallizt á neinar málamiðlunartillögur göngumanna. Hafði ekki naðst neitt samkomu- lag um gönguleið, þegar gangan átti að hefjast. Stoð þvi ekki annað til en að fara þá göngu- leið, sem upphaflega hafði verið tilkynnt lög- reglunni. Fundarmenn í Sigtuni og göngumenn að loknum fundi voru 500-700. Þegar gangan kom að gatnamótum Lækjargötu og Austur- strætis ,var þar fyrir mikill fjöldi lögreglu- manna og hjálparmanna þeirra og hindruðu göngumenn að ganga fyrir fram ákveðnu leið Fór gangan þétt að lögreglunni, sem fljót- lega hóf kylfubarsmið , meiðingar og hand- tökur. Var Ragnar Stefánsson m. a. handtek- inn strax í upphafi. Siðar hélt hluti göngu manna áfram hina fyrirfram ákveðnu leið og var göngunni slitið á Lækjartorgi. ha%árnuð\J^w Bæði 21. des. og á Þorláksmessu hlutu fundarmenn talsverð meiðsl. Voru jafnvel nokkur dæmi um það, að mönnum væri mis þyrmt handjárnuðum inni \ lögreglubílum og inn á lögreglustöð. Reykjavxkurgangan 5. janúar. Strax eftir áramót, 5. janúar, 1969, efndu sömu aðilar til Reykja- vikurgöngu undir sömu kröfum og gangan á Þorláksmessu. Var göngu- leið mjög löng, gengið um bæinn frá Austurvelli, alla leið austur að Kri Kringlumýrarbraut, og göngunni slitið með útifundi við Miðbæjarskól- ann. Hörkufrost var og norðanhvass- viðri þennan dag. Þrátt fyrir mjög slæmar aðstæður, tóku þátt í Reykja- víkurgöngunni 5. janúar 1500 manns. Verður þetta að teljast mjög mikil þátttaka miðað við aðstæður, og benti til þess, að málstaður Fylking- arinnar og Félags róttækra nyti mikils stuðnings. Það er liklegast einmitt vegna þessa, sem málssókn hefur dregizt þangað til núna. Reiði almennings í garð lögreglunnar var mikil á þessum txma, og hefur vafa- laust verið talið öruggara að bíða með málssóknina, þangað til al -• menningi væri runnin reiðin.

x

Neisti

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.