Neisti - 24.09.1975, Blaðsíða 4

Neisti - 24.09.1975, Blaðsíða 4
4 VERKFALLSALDA I DANMORKU r mars sl. birtist 1 Neista grein um verkfalliS 1 Uniprint-prentsmiSjun- um 1 Danmörku, hið fyrsta sinnar tegundar - og hið fyrsta 1 langri röS slíkra verkfalla. Þjóðfélagslegur bakgrunnur þeirra mótast af hinni efnahagslegu og pólitisku kreppu borgarastéttarinnar og tilraunum ríkisvaldsins til að velta byrðum kreppunnar yfir á herðar verkalýðs- stéttarinnar, m. a. með sparnaðarráðstöfunum og lögum um launastöðv- un. Sósíaldemókrataflokkurinn hefur farið með stjórn siðan í kosningun um í janúar s. 1. , en af verkalýðsflokkunum er hann sá flokkur, sem hef- ur mest ítök innan verkalýðsstéttarinnar (aðrir eru sósialíski þjóðar- flokkurinn, Kommúnistaflokkurinn og Vinstrisósíalistar). Vakning meðal verkalýósins Verkföllin, sem verið hafa það sem af er þessu sumri, eru ólík verkföllunum fyrri hluta sumarsins 1974, að því leyti að þá átti sér stað gífurleg vakning innan verka- lýðs stéttarinnar í heild; verkföll- in voru viðtæk og leidd af fagfélog- um eða sjálfkjörinni forystu, en ekki sérstaklega tengd einstaka vinnustöðum og virkni einstakra verkamanna. Það sem aftur á móti er um að ræða um þessar mundir, er að verkföllin þróast á einstaka vinnustöðum eða innan afmarkaðs hóps og byggja á samstöðu, einstak- lingsbundinni virkni og vitund verka- fólksins. f þvi felst bæði styrkur og veikleiki. Það má nefna helstu verkföllin: Uniprint, Hin konunglega postulfns- verksmiðja, Sabroe og Tóbaksverk- smiðjan í Alaborg. Á þessum stöð- um áttu sér stað verkföll x velur, og það er dæmi um það hvernig unnið hefur verið úr reynslunni af þessum aðgerðum, að um hverja þeirra hefur verið gefin út bók, ýmist skrifuð af verkamönnunum sjálfum eða áhugasömum hópum. Þetta eru fremur hrá verk, ópólitiskar skýrsl- ur um gang aðgerðanna og þá vitund um samstöðu og styrkleika sem verkafólkið öðlaðist. En þau bera þvi vitni að verkafólkið hefur ekki gefist upp, þótt aðgerðirnar séu löngu yfirstaðnar. Þessar bækur eru ætlaðar til nota í væntanlegum verkföllum verkalýðsstéttarinnar. Bilstjóraverkfall Þau verkföll, sem hæst ber í sumar eru: verkföll strætisvagna- bílstjóra f Kaupmannahöfn, verk- fall f SAS, verkfall f Nilfisk, verk- fall f fyrirtækinu Dansk vandings industri. Þess ber að j*eta að þetta eru verkföll sem eru „ólögleg", þ. e. strfða gegn framlengingunni á gild- andi kjarasamningum. Verkföll bflstjóranna dreifðust yfir tfmabilið frá maf til júlf. Upp- hafið var að bílstjórar f úthverfun- um kröfðust þess að fá jafn há laun og bflstjórar f miðbor^inni. Hér var um að ræða 300 bilstjóra, en það er aðeins lftill hluti strætisvagn- abílstjóra f Kaupmannahöfn. Engu að siður var þeim unnt að lama meira og minna strætisvagnaakstur um borgina með þvf að nota svonefnda fljúgandi verkfallsverði;. þ. e. a. s. ef af þvf fréttist að ekið væri á ein- hverri leið, var hópur verkfalls- manna sendur á endastöð, til að stöðva aksturinn með þvi að setjast á götuna. Seinna var sú tækni tekin upp að vakta strætisvagnabflskúra. Þótt lögreglunni væri beitt hafði það ekkert að segja, vegna þess að aðr- ir bflstjórar gáfu stuðningsyfirlýs- ingu og neituðu að aka undir lögreglu- vernd. Þar sem sósfaldemókratar eru sterkir f þeim fágfélögum sem hlut áttu að máli, var vitaskuld ekki mikils stuðnings að vænta úr þeirri átt. Verkfallsnefnd leiddi verkfallið. Hún starfaði sjálfstætt a þann hátt að ekki voru haldnir stöðugir fundir með þeim sem þátt tóku f verkfallinu þar sem umræð- ur og sameiginleg ákvarðanatekt færu fram og eftirlit haft meðstörfum nefndarinnar. Verkföllunum lauk í juli - a. m. k. f bili. Bflstjórarnir fengu engri af kröfum sínum fullnægt. Fundur var haldinn, þar sem verk- fallsnefndin lagði til að vinna yrði tekin upp að nýju og var það sam- þykkt. Að halda áfram verkfallinu hefði orðið bflstjórunum og fjölskyld— um þeirra þung byrði án utanaðkom- andi stuðnings. Sá möguleiki var þvf fyrir hendi að samstaðan og ein- ingin hefði brostið. Það var einnig um það að ræða, að atvinnurekendur höfðu krafist þess af kjaradómi, að störfin yrðu auglýst laus, þannig að atvinnulausum bflstjorum byðust þau. Neituðu þeir að taka boðinu og sýndu þannig samstöðu með verkfallsmönn- um, yrði það til þess að þeir misstu réttinn til atvinnuleysisbóta. Á fund- inum var atvinnurekendum gefinn ákveðinn frestur til þess að leggja fram tillögur sfnar. Verkfallsmenn eru sér meðvitaðir um eigin styrk og reiðubúnir til að taka aðgerðirn- ar upp að nýju. „Ólögleg verkföll" Verkföll hjá SAS hafa venjulega gengið þannig fyrir sig, að viðgerðar- menn, rafvirkjar eða hverjir þeir sem hafa farið f verkfall, hafa lagt niður vinnu og farið heim. Það hefur haft f för með sér smá seink- anir hjá SAS og minni háttar trufl- anir. Að þessu sinniákváðu verka- mennirnir á fundum, sem þeir héldu f vinnutfmanum, að undirstrika launakrölur sínar með þvf að halda fundina á stöðum eins og flug^ brautum og fyrir framan bensm— geymslurnar. Ennfremur lögðu þeir geymslurnar undir sig. Þetta þýddi það að flugumferðin lamaðist algerlega á köflum. Verkfallinu lyktaði með því að þeir fengu kröfum sfnum framgengt. Þessar aðgerðir hafa orðið for- dæmi annarra, sífellt fleiri lfta fram hjá þvf sem nefnist ,,lögleg verkföll". f fyrri hluta júnfmánaðar var um að ræða tvöfalt fleiri „olög- leg" verkföll f járn- og málmiðnað- inum, en f öllum sama mánuði f fyrra. Og f júnílok og í júlf má segja, að hvern einasta dag hafi hafist aðgerðir vegna launakrafna. Betri skipulagning Verkföll verkamanna f Nilfisk-verk- smiðjunum eru eftirtektarverð bæði hvað snertir skipulagningu og kröf- urnar, sem settar voru fram. Þeir kröfðust launahækkunar um 1. 50 kr. danskar, þannig að laun þeirra sam- svöruðu launum fyrir samsvarandi störf'á öðrum vinnustöðum. En um leið lögðu þeir frá byrjun áherslu á að barátta þeirra væri ekki aðeins fyrif hærri launum, heldur einnig gegn launastöðvuninni. Einnig að það mundi grafa undan gildandi samningum, ef þeir fengju kröfum sfnum framfylgt og gæti það orðið til þess að ryðja brautina fyrir aðra verkamenn. Enn fremur sögðu þeir að þó Matvirinuvegunum" gengi illa væri það engin röksemd fyrir þvf að verkamenn sættu sig þegjandi við að lffskjör þeirra séu skert. Verka— fólk gæti aldrei tekið tillit til þess- hvernig kapftalistunum gangi, það sé um stéttabaráttu að ræða, þar sem verkamenn tækju enga ábyrgð á auðvaldsskipulaginu. Hvað skipulagninguna snerti, kusu verka- menn ýmis konar nefndir, héldu allsherjarfundi daglega og gerðu tilraunir til að skipuleggja stuðnings— starfsemi. Eigi að sfður biðu verkamennirnir f Nilfisk nokkurn ósigur. Þeir fengu aðeins hluta af kröfum sfnum framgengt. En þar er öðru um að kenna. Þeir nutu ekki stuðnings forystu fagfélag s sfns og tilraunir þeirra til að vfkka út stuðn- ingsstarfsemina runnu út f sandinn, m. a. vegna þess að verkfallið stóð yfir á þeim tfma þegar sumarfrí eru. Eftir að verkfallið hafði staðið stuttan tfma féllust þeir á að taka sumarfrf, en mæta til fundar áður en vinna hæfist að nýju og ákveða um áframhaldandi aðgerðir. Allt þetta varð til þess að einangra og veikja baráttuna. Naubsyn samstobu Hér ætti að vera orðið ljóst að það sem um er að ræða er að brjota einangrunina, að halda samstöðu og samstarfi, koma á fót öflugri stuðn— ingsstarfsemi og að fagfélögin standi að baki verkfallinu. Einnig að dregnar séu réttar ályktanir um baráttutækni. Þeim sem eru f verkfalli f Dansk vandings industri, hef ur einmitt tekist að koma a fot stuðningsstarfi, nfljúgandi verkfallsvörðum". Upphaflega krafðist verkafólkið launahækkunar sem nam 3 kr. En kapftalistarnir voru alls ekki til við- ræðu um kjör. Seinna voru fjórir verkamenn sem virkir voru f kjara- baráttunni reknir. Eftir þriggja vikna verkfall voru störfin auglýst - opnuð atvinnulausum. Verkamenn- irnir stóðu verkfallsvörð, sem fyrst bar fullkomlega árangur þegar fag- félagið og fjölskyldur verkamannanna hófu að skipuleggja stuðning við verkfallið. Það er kostur þeirra aðgerða, sem hér hefur verið lýst,að þær skuli vera svo þróaðar sem raun er á, að þær byggja á þáttöku sérhvers verka- manns, sem þær snerta, tilhneiging- ar eru til að allar ákvarðanir séu teknar á fjöldafundum o. sv.fr. Veik— leiki þeirra er hins vegar að þær skuli vera svo einangraðar og dreifð— ar sem raun er á. Átvinnurekendur kunna vel skil á nauðsyn þess að standa saman. og þeir beita þvf vopni. f MVinnuveit- andanum" stendur eftirfarandi: „Gefi einstaka vinnuveitandi eftir samsvarar það þvf að tekinn sé sandpoki úr þeim hlaða, sem bæði rfkisstjórnin, fagfélögin og samtök vinnuveitenda líta á sem eina af forsendum þess að hægt sé að tryggja verðlagsjafnvægi og stöðug- leika á vinnumarkaðnum. " Þau fyrirtæki sem verða fyrir barðinu á ólöglegum verkföllum fá sérstakt framlag frá samtökum at- vinnurekenda, til þess að geta staðið gegn kröfum verkalýðsins. Það er þvf nauðsyniegt nú sem áður, að verkafólk standi saman og samræmi baráttuna, aðeins með sameiginlegu átaki mun fullur sigur vinnast. . . . juli - agust 75 CHILE FRH. AF SIÐU 3 la um alþjóðlega stöðu stjórnarinn- ar. Þar kemur fram að Chilestarfið erlendis hefur borið þann ágæta ár- angur, að herforingjarnir viður- kenna nú erfiðleika sína og finna að þeir eru æ einangraðri. Erlent auðvald þorir varla lengur^að fjár- festa f landinu og dollaraflóðið frá Bandarfkjunum nægir alls ekki til að bjarga við efnahag landsins . f skjalinu telur ráðuneytið upp þau lönd er Chile eru vinveitt, óvin- veitt og loks hlutlaus og afskipta- laus rfki. Að sjálfsö^ðu eru Banda- rfkin, S-KÓrea, Indonesfa og S-Afr- íka talin til vinarfkja, og Svíþjóð, Mexfkó og Sovétríkin fjandsamleg rfki. Athyglisvert er þó að-Kfna er í hópi þeirra ríkja sem talin eru hlutlaus f afstöðu til fasismans f Chile og er einmitt lögð sérstök áhersla á að auka samskiptin við Kfna og Vatfkanið. Sýnir það enn einu sinni,að kfnverska skrifræðið metur stórveldahagsmuni sfna meir en hagsmuni sósfalfsku heimsbylt- ingarinnar. Framtióin Allt er f óvissu um framtfð hern- aðareinræðisins f Chile. Skjöl utan- rfki sráðuneytisins vekja vonir um að herforingjastjórnin verði ekki langlff og hljóta að eggja alþjóðlegu samstöðuhreyfinguna til frekari dáða. Það mikilvægast er þó að chileska vinstrihreyfingin kunni að læra af osigrinum 1973. Fordæmið frá Rúss- landi er verðugt athygli, en þar biðu byltingaröflin ósigur árið 1905, er gaf þeim þann lærdóm sem árið 1917 braut á bak aftur borgaralega stjórn og innleiddi sósfalfskt alræði öreiganna. Chilestarf á fslandi hlýtur að byggja mjög á þeim grundvelli er sænska Chilenefndin hefur lagt fram og við tökum eindregið undir kjör- orðin: GEGN FASISMANUM f CHILE - FYRIR SÖSfA LISMA ! LÁTIÐ LAUSA ALLA PÖLITÍSKA fanga '. G T

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.