Neisti - 26.11.1978, Page 8

Neisti - 26.11.1978, Page 8
Áskriftargjald seinni hluta ’78 - venjuleg áskrift kr. 1.700 - stuðningsáskrift ” 2.500 - til Evrópuianda ” 2.500 - utan Evrópu ” 2.800 Merktar greinar túlka ekki endi- lega stefnu Fylkingarinnar. Útgefandi: Fylking byltingarsinnaðra kommúnista Aðsetur: Laugavegur 53A, sími 17513 Ábm.: Birna Þórðardóttir Gírónúmer Neista er 17513-7 Kjaraskeröingartillögur verkalýðsflokkanna! Tillögur Alþýðubandalagsins Tillögur Alþýðuflokksins Verkalý5smálaráð verkalýðsflokksins samþykkir kaupránið. (ljósm. Þjv. ) „Opni“ flokkurinn hefur þagað eins og steinn um tillögur sínar um lækkun vísitölunnar 1. des. Einhvern veginn hafa þessar tillögur engu að síður komist í hendur allra dagblaðanna nema Alþýðublaðsins. Þessar tillögur fela í sér: 1. Niðurgreiðslur, sem lækki vísitöluna um 2,5% 2. Kjaraskerðing vegna versnandi viðskiptakjara 2,0% 3. Kjaraskerðing, sem kallast „framlag tið viðnáms gegn verðbólgu" 3,0% 4. Lækkun vísitölu vegna minni búvöruhækkunar 1,0% 5. Lækkun vísitölu vegna lækkunar tekjuskatts 2,0% Samtals 10,5% Afgangurinr.«af vísitirluhækkuninni 1. des., 3,6% á að koma fram í launa- hækkun. Hér er lagt til að laun verði skert 1. des. um 5%. Auk þess ætlar Alþ.fl. að selja verkafólki baráttu sína fyrir lækkun tekjuskatts gegn 2% af vísitöl- unni. (Hver sagði að ekki væri hægt að éta kökuna og eiga hana samt eftir!) Til viðbótar má síðan nefna 1% vegna búvöruhækkunar-minnkunar (!) og minnst 1% vegna fölsunar á vísitöl- unni með niðurgreiðslum. Kjaraskerðing alls: 9%. Hver á að bera byrðarnar? Alþ.fl. hefur lagt á það áherslu að undanförnu að „allir" verði að taka á sig byrðar til að lækka verðbólguna. Efndirnar eru þær að kjör launafólks skuli skert um 9% strax I. des. Og hver á að fá þau verðmæti, sem þannig eru tekin af verkafólki? Þeir sem fyrst fá þessa glaðningu eru atvinnurekendur, sem þurfa nú að borga mun lægri laun en ella! „Verðbólguvandinn" í dag er ekki vegna þess að útgjöld þjóðarinnar séu umfram tekjur hennar. Þótt það verði dregið úr verðbólgunni, þá munu tekjur þjóðarinnar ekki minnka. Til- laga Alþ.fl. felur þannig í sér að leysa á „verðbólguvandann" á kostnað launa- fólks, en til hagsbóta fyrir atvinnu- rekendur. Afnám vísitölubóta! Forysta Alþ.fl. ætlar ekki að láta 9% kjaraskerðingu 1. des. nægja. Auk þess sem að framan greinir, leggja þeir til að verðbætur á laun verði afnumdar þangað til nýtt vísitölukerfi verði ákveðið, en laun hækki um 4% á þriggja mánaða fresti þangað til. 4% launahækkun á sama tíma og verð- bólgan er 10%! Forysta Alþ.fl. ætlar sem sagt að gera betur en Sjálfst.fl. og Framsóknarfl. gerðu í vor. Og síðan ætlast forystumenn Alþ.fl. til þess að verkalýðshreyfingin geri sáttmála við ríkisvaldið upp á þessi býtti! Kjara- sáttmála um kauprán, sem á að nema að minnsta kosti 10-20%! Vísitalan og niðurgreiðslur Abl. var fyrst til að birta tillögur sín- ar um lækkun vísitölunnar 1. des. Þess- ar tillögur, sem samþykktar voru í stjórnmálaályktun flokksráðsfundar Abl., eru þessar: 1. Niðurgreiðslur, sem lækki visitöluna um 3,5% 2. Lækkun beinna skatta 2,0% 3. Félagslegar umbætur 2,0% 4. Dregið verði úr hækkun landbúnaðarvara 1. des. 0,5% Samtals 8,0% Afgangurinn af 14,1% vísitöluhækk- un 1. des, á að koma fram í hækkuðum launum. Launahækkunin yrði þá6,l%. Það er ofur eðlilegt að margir full- trúar á flokksráðsfundi Abl. tor- tryggðu þessa mixtúru. Þessi tillaga forystumanna Abl. verður enn tor- tryggilegri þegar þess er gætt að bæði Ragnar Arnalds og Svavar Gestsson hafa lýst því yfir að kostnaður ríkis- sjóðs vegna þeirra atriða í tillögu Abl, sem eru umfram það sem þegar er búið að ákveða, verði einungis 6 milljarðar. Það á sem sagt að lækka vísitöluna um 5% fyrir aðeins 6 milljarða, eða 1200 milljónir fyrir hvert prósent. Þessi 5% eru: 1. Niðurgreiðslur umfram þau 2,5%, sem búið er að ákveða 1,0% 2. Lækkun beinna skatta 2,0% 3. Félagslegar umbætur 2,0% Kjaraskerðingar Ef kostnaður vegna niðurgreiðsla um 1% umfram þau 2,5%, sem búið er að samþykkja, er áætlaður 1700 milljónir, þá eru eftir 4300 milljónir af 6 milljörðunum, eða 1075 milljónir fyrir hvert prósent af vísitölubótunum. Ef skattvísitalan verður hækkuð upp í það, sem laun hafa hækkað um, þá lækka skattar um 3000 milljónir. Þá eru 1300 milljónir eftir og 2% af vísi- tölubótunum, eða 650 milljónir fyrir hvert prósent vísitölunnar. Þetta er það sem Abl. ætlar að kosta til félagslegra umbóta! Ef við reiknum með því að 1% af launum sé í dag um 2500-3000 milljón- ir (sjá greinina „Vísitalan og niður- greíðslur“), þá má það Ijóst vera að 6 milljarðar hrökkva skammt fyrir 5% af vísitölunni. Gróft áætlað fela tillögur Abl. í sér kjaraskerðingu 1. des., sem hér segir. (Hér er ekki tekið tillit til þess hver á að borga niðurgreiðslurnar!): 1. Kjaraskerðing með niðurgreiðslum um 3,5% 1,5% 2. Kjaraskerðing með skattabreytingu 1,0% 3. Kjaraskerðing með félagslegum umbótum 1,5% Kjaraskerðing samtals 4,0% Við þetta má síðan bæta 0,5% vegna hækkunar á landbúnaðarvörum. í því sambandi hefur forysta Abl. reyndar þá vörnina, að hér er um að ræða atriði, sem skerðir kaupmátt launa hvort eð er. Ef „launaliður búvöru", þ.e. reikn- uð laun bóndans verður látinn standa undir þessari verðlækkun, þá er þar um að ræða verðhækkun sem vísitalan, sem nú er í gildi, bætir ekki. Með hvað er verið að versla? Kjaraskerðing, sem nemur 4% er all nokkuð. En hvernig lítur dæmið út í heild? Með hverjuætlarforysta Abl. að kaupa launahækkanir af verkafólki? Jú með skattalækkun (í fyrra börðust þingmenn Abl. fyrir því að skattvísi- talan hækkaði eins og laun en ekkieins og framfærsluvísitalan) og félagslegum umbótum, sem eru á stefnuskrá Abl. og getið er um í stjórnarsáttmála ríkis- stjórnarinnar!! Verkafólk á að kaupa forystu Abl. til að framkvæma stefnu- mál flokksins! (Hver sagði að kjara- bæturnar yrðu taldar upp úr kjör- kössunum?) Auðvitað er út í hött að líta á þessi atriði sem „ígildi kaup- hækkunar". Tillögur forystu Abl. hljóða í raun upp á 6% kjaraskerðingu 1. des. Þau eru merkileg viðskiptin á íslandi þessa dagana. Fyrst hækkar ríkis- stjórnin beinu skattana og sker niður útgjöld til félagslegra framkvæmda til að standa undir niðurgreiðslum, sem lækka vísitöluna. Síðan býðst ríkis- stjórnin til þess að leiðrétta þetta lítil- lega gegn því að verkafólk falli frá umsömdum vísitölubótum. Og það eru flokkar, sem kalla sig verkalýðsflokka og umbótaflokka, sem standa and- spænis verkafólki í þessum makalausa business! Raunhæfar efnahags- ráðstafanir. Myndeftir Stoxm P. Sú aðferð, sem notuð hefur verið að undanförnu, til að draga úr vísitölu- hækkunum launa er að fella niður sölu- skatt af vissum vörutegundum og greiða niður vöruverð. Ef tekna til þessara niðurgreiðsla er aflað með skatti á háar tekjur og fyrirtæki, þá felst í þessu tilfærsla á tekjum til launafólks og eðlilegt værí að samþykkja lækkun vísitölubóta, sem næmi slfkri tekjutil- faérslu eins og gert hefur verið. Annars væri launafólk að borga sjálft niður kaupið með sköttum og samdrætti í opinberri þjónustu. Engin ástæða væri til að samþykkja lækkun vísitölubóta út á slíkar verðlækkanir. Hver borgar niðurgreiðslurnar? Sá grunur hefur læðst að mörgum, að þessi leikur með niðurgreiðslurnar sé ekki jafn saklaus og Abl. og aðrir flokkar í ríkisstjórninni hafa haldið fram. Fólk spyr sig eðlilega að því,. hvers vegna séveriðað þessu. Afhverju geta fyrirtækin ekki borið þann launa- kostnað, sem hlýst af vísitöluhækkun- inni, alveg eins og að greiða sömu upphæð til ríkissjóðs? Þegar svo fjármálafrumvarpið sá dagsins ljós, sást, að í stað þess að fjármagna niðurgreiðslurnar með skatti á háar tekjur og fyrirtæki, þá er ætlunin að auka beina skatta af al- mennum launatekjum og skera niður félagslegar framkvæmdir. Það er þannig ljóst, að launafólk á sjálft að greiða verulegan hluta af niðurgreiðsl- unum. Fölsun vísitölunnar Með þessu eru ekki öll kurl komin til grafar. Þegar niðurgreiðslurnar voru ákveðnar i september tóku menn eftir því, að þær vörur, sem minnst voru niðurgreiddar, voru einmitt þær vörur, sem fólk spyr mikið eftir og kaupir í auknum mæli í dag. Það er jú vitaðað neysla fólks á íslandi hefur breyst æði mikið frá þvf á árinu 1965, þegar sú neyslukönnun var gerð, sem vísitalan er reiknuð út frá. Það er þess vegna mögulegt að falsa vísitöluna með því að greiða sérstaklega niður verð þeirra vara, sem eru stærri huti af vísitölunni heldur en neyslu launafólks. Þannig væri vísitalan lækkuð meir en neyslu- útgjöld launafólks og launin væru skert. Tökum sem dæmi að kjöt væri 8% af útgjöldunum í vísitölunni, en ein- ungis 4% af neyslu launafólks í dag. Þá væri hægt að lækka vísitölubætur á laun um 4% með því að lækka verð á kjöti um helming með niðurgreiðslum. Aftur á móti sparaði þessi verðlækkun launafólki einungis 2%af tekjum þess. Hin 2% af vísitöluskcrðingunni 'væru óbætt, nema launafólk tæki upp á því að tvöfalda neyslu sina af kjöti. Það er ákaflega erfitt að gera sér grein fyrir því, að hve miklu leyti vísitalan hafi verið fölsuð á þennan hátt. Það er þó hægt að fá vissa vísbendingu um þá fölsun. sem hér um ræðir, með því að athuga, hvað ríkis- stjórnin reiknar með að þurfa að greiða háar upphæðir í niðurgreiðslur fyrir hvert prósent, sem vísitölubætur eiga að lækka, vegna niðurgreiðslanna. Þessi tala virðist nokkuð á reiki. í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir því að 2,5% lækkun vísitölunnar I. des., með niðurgreiðslum, muni kosta ríkissjóð 3873 milljónir á árinu 1979, eða 1549 milljónir hvert prósent. í öðru samhengi virðist áætlað, að þessi kostnaður sé um 1700-1800 milljónir fyrir hvert prósent, sem vísitölubæt- urnar séu lækkaðar með niðurgreiðsl- um eða lækkun söluskatts. [ fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir því að launagreiðslur ríkissjóðs til ríkisstarfsmanna verði á næsta ári um 54 milljarðar. Fyrir hvert prósent, sem vísitölubætur lækka, sparar ríkissjóður þannig 540 milljónir, eða um þriðjung þess, sem niðurgrciðslurnar kosta! Frh. á bls. 2

x

Neisti

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.