Neisti - 23.09.1979, Blaðsíða 2

Neisti - 23.09.1979, Blaðsíða 2
9. tbl. bls. 2 Gegn sókn atvinnurekenda dugar einungis virk og öflug verkalýðshreyfing, sem berst fyrir verkalýðsstjóm Á eins árs afmæli ríkisstjórnarinnar lét Geir Hallgrímsson þau orð falla að sér þætti leitt að geta ekkert gott sagt um afmælisbarnið. Það var óneitanlega undarlegt að heyra þessi orð fyrrverandi forsætisráðherra í íhaldsstjórninni. Núverandi stjórn hefur í öllum meginatriðum fylgt nákvæmlega sömu stefnu og íhaldsstjórnin sem Geir veitti forstöðu. Það sem meira er: Núverandi ríkisstjórn hefur tekist að framkvæma þær kjaraskerðingar, sem íhaldsstjórn Geirs mistókst að framkvæma í fyrra. Henni hefur tekist að ná fram 15% skerðingu á þeim kaup- mætti, sem um var samið í samningunum 1977 og það án þess að til átaka kæmi við verkalýðshreyf- inguna. Hin nýja forysta VSÍ hefur glögglega áttað sig á þessum mismun, sem er á milli núverandi vinstri stjórnar og íhaldsstjórnar Geirs Hallgrímssonar. Þrátt fyrir vissa óánægju innan Sjálfstæðisflokks- ins hefur forysta VSÍ haldið fast við þá stefnu sína að nýta sem best þær aðstæður sem núverandi vinstri stjórn hefur upp á að bjóða. Hún veit að þátttaka stóru verkalýðsflokkanna í ríkisstjórn- inni hefur gert forystu þeirra og verkalýðshreyf- ingarinnar viljugri til að samþykkja árásir á kjör og jafnvel réttindi launafólks. Atvinnurekendur hafa þess vegna náð miklum áfangasigrum með markvissum og vígreifum aðgerðum, eins og t.d. í farmannaverkfallinu og nú síðast í verkfalli Graf- íska Sveinafélagsins. Þessar aðgerðir hafa miðað að því að skapa sem öflugastan þrýsting í hvert sinn, jafnframt því sem þess hefur verið gætt að ekki kæmi til stórátaka, eða aðgerðir þeirra leiddu til þess að ríkisstjórnin félli. Skipti forystu VSÍ og vinstri stjórnarinnar á 3% kauphækkun fyrir bráðabirgðalög gegn löglegu verkfalli farmanna sýndi vel baráttuaðferðir atvinnurek- enda í dag. Gleði forystumanna VSÍ eftir að þau „viðskipti“ höfðu farið fram sýndu ljóslega hver var sigurvegarinn í þeim átökum. Það er af þessum ástæðum sem forysta VSÍ hefur staðið gegn þeim öflum innan Sjálfstæðis- flokksins, sem vilja um fram allt knýja fram nýjar kosningar og komast í stjórn. Forysta VSÍ hefur fleiri markmið með núverandi baráttuaðferð sinni. Þótt núverandi vinstri stjórn skapi þeim hentugar aðstæður í dag til að ná fram kjaraskerðingum, þá er þessi ríkis- stjórn ekki óskastjórn þeirra. hin nýja forysta atvinnurekenda stefnir á öfluga og sótsvarta íhaldsstjórn. En hún er sér meðvitandi um að hvorki hún, né heldur Sjálfstæðisflokkurinn eru undir það búnir að skapa slíka stjórn í dag. Að því marki stefnir hún í dag og til þess vill hún nota núverandi vinstri stjórn. í þessu sambandi er fróðlegt að rifja upp það sem framkvæmdastjóri VSÍ, Þorsteinn Pálsson, ritaði í bókinni „Uppreisnfrjálshyggjunnar“, sem kom s.l. vor: „Næstu kosningar mega ekki vinnast áþvíeinu, að fólk hafnar stjórnleysi og ringulreið þriðju „vinstri" stjórnarinnar frá lýðveldisstofn- un. Við megum ekki vinna kosningar án þess að hafa unnið traust kjósenda, fengið þá til þess að samþykkja nýjar leiðir. Þótt Sjálfstæðisflokkur- inn hafi samþykkt frjálshyggjuyfirlýsingu í efna- hagsmálum undir kjörorðinu. Endurreisn í anda frjálshyggju, er þingflokkurinn jafnilla undir það búinn og 1974, að takast á við vandamálin. Sjálf- stœðisþingmenn þurfa jafnvel að sannfœra sjálfa sig um gildi einstaklingsfrelsis, einkaeignarréttar og takmarkaðra opinberra umsvifa... Þingflokk- ur Sjálfstæðismanna nýtur enn á ný óvinsœlda og skipbrots „vinstri" stjórnar. En hann hefur ekki hafið frjálshyggjuna til þess vegs, aðfólk trúi því, að um raunverulega kosti sé að rœða í íslenskum stjórnmálum". (Gœsalappirnar utan um orðið „vinstri" eru Þorsteins). Innan íslenskrár borgárastéttar eiga sér í dag stað átök um leiðir. Hin nýja forysta atvinnu- rekenda á því mikið verk framundan til að þjappa borgaralegum öflum á bak við stefnu sína, og efla faglegan og pólitískan styrk sinn. Reynslan frá árinu 1977 sýnir það. Engu að síður er sorglegt að bera saman mark- vissa og vígreifa baráttu hinnar nýju forystu atvinnurekenda og ráð- og dáðleysi forystu verka- lðshreyfingarinnar og stóru verkalýðsflokkanna. Þrátt fyrir tilraunir til að klóra í bakkann var leiðari Þjóðviljans sunnudaginn 16. september dæmi um ráðleysið á þeim bæ. Eftir að lesendur höfðu verið „fræddir" á því að gengisbreytingar- leið vinstri stjórnarinnar nú í sumar sé „þó frá- brugðin gengisbreytingum Sjálfstœðisflokksins þeim grundvallaratriðum, að verðlagsáhrif geng- isbreytinga bœtast í kaupi"! Þá tekur leiðarhöf- undur til við að útlista hina pólitísku stöðu. Fyrst fullyrðir hann hið ómótmælanlega: „Sú braut, sem mörkuð var á miðjum valdaferli stjórnarinn- ar, hefur ekki orðið til heilla, það liggur fyrir". Næst bætir hann við þessum merkilegu setningu: „Ef stjórnin ætlar að sitja verður að markastefnu í baráttunni gegn verðbólgunni, sem byggir á sömu forsendum og í öndverðu(I), tryggingu fullrar atvinnu og varðveislu(l) kaupmáttarlauna. Sú er skoðun Alþýðubandalagsins, en til þess að raunhœf stefna íþessa átt nái fram að ganga þarf atfylgi flokksins og fjöldahreyfingar fólksins að koma til". Undir lok leiðarans er þessi „raunhæfa stefna“ talin felast í „því að sækja fram, auka framleiðslu og framleiðni, og þar af leiðandi skapa tekjur til þess að standa undir aukinni sam- neyslu og varðveislu kaupmáttar“, þessi gamla kosningastefna Abl. var augljóslega óraunsæ strax í fyrra vor, þegar efnahagssamdráttur auðvaldshagkerfisins var að byrja og er það enn frekar í dag. Þessi leið stéttasamvinnunnar hvílir á þeim forsendum að uppsveifla sé í efnahagslífinu og atvinnurekendur séu samvinnuþýðir. Hvorug þessara forsenda er fyrir hendi í dag. Það er þess vegna sem leið stéttasamvinnunnar mun aðeins leiða til ósigra fyrir launafólk. Það er þó eitt atriði í þessum leiðara Þjóðvilj- ans, sem við getum tekið heils hugar undir. Raunhæf stefnumörkun verkalýðshreyfingar- innar og flokka hennar verður að byggjast á því að þessar hreyfingar séu virkjaðar í baráttu. f stað þess að þessar hreyfingar séu látnar halda að sér höndum til að vernda ríkisstjórnina - og ráðast gegn hópum launafólks sem eiga í baráttu gegn atvinnurekendum - þá verður að virkja verkalýðshreyfinguna 1 markvissri baráttu gegn sókn atvinnurekenda. Stefna af þessu tagi myndi óhjákvæmilega leiða til þess að núverandi ríkisstjórn félli. Hennar hlut- verk er fyrst og fremst að nýta möguleika skrifræðisins í stóru verkalýðsflokkunum til að halda aftur af baráttu launafólks. Þetta hlutverk hefur skrifræðinu tekist að leika í rúmt ár, til hagsbóta fyrir atvinnurekendur. Þess vegna verður launafólk að krefjast þess að Alþ.fl. og Abl. segi sig úr ríkisstjórninni. Markmið okkar verður að vera öflug verkalýðshreyfing sem getur staðið á bak við róttæka ríkisstjórn verkalýðs- flokka og hafnar öllu samstarfi við borgaralegu kaupránsflokka. Þetta markmið verður verka- lýðshreyfingin að setja sér til að mæta núverandi sókn atvinnurekenda og íhaldsaflanna. Á.D. * Bréf til blaðsins Frá frystihúsakerlingu útá landi Ég var að lesa grein um streitu í síðasta tbl. Neista og fór að hugsa um stöðu okkar frystihúsakvenna. Af hverju látum við fara með okkur eins og gert er? Af hverju fara frystihúsakon- urnar til vinnu á hveijum einasta degi og vinna eins og skepnur, en ekki á venjulegum vinnuhraða, til þess eins „að bjarga fiskinum frá skemmdum“, en hafa samt ekki undan. í kaup fá þær 1200 kr. á tímann. Þær vinna frá 7-7 sex daga vikunnar, nema núna i sumar hefur verið helgarvinnubann, en þá hafa þær byijað klukkan 4 tvo morgna (Hætur) í viku og fengið greitt næt- urvinnukaup frá 4-8, en dagvinnu- kaup eftir það. Þetta er gert til þess að atvinnurekandinn þurfi ekki að greiða næturvinnukaup í kvöld- matartímanum frá 7-8, sem nátt- úrulega er ekki unninn. Finnst honum því betra - fyrir sig - að konurnar hætti klukkan 7 á kvöldin og byrji aftur klukkan 4 á nóttunni. Þá hafa þær fengið nægilega langa hvíld til þess að ekki þarf að greiða þeim næturvinnukaup eftir klukk- an 8 næsta morgun. Atvinnurek- andanum kemur ekki til hugar að yfirborga okkur, og við lútum vilja ASÍ-forystunnar; sálina skiljym við eftir fyrir utan dyrnar og heilinn er inni í ísskáp. Héðan eru gerðir út 3 skuttogar- ar og nokkrir smábátar og það má sjá á vinnutímanum okkar, að selja mætti einn skuttogarann og hafa hér eðlilegan vinnutíma. En ef ein- hver heyrir mig minnast á þetta, er eins og ég hafi sagt eitthvað mjög ókristilegt. Nei, hér skulu vera 3 skuttogarar sem koma með afla, sem ekki má liggja undir skemmd- um, og við sem yfirleitt erum húsmæður líka, eigum að vinna 60 tíma á viku - og oft lengur - í fiskinum, svo að þjóðarbúið fari ekki á hausinn. Svona er nú velferðarþjóðfélagið ísland, með tvo verkalýðsflokka í ríkisstjórn. í síðustu viku vann ég 50 tíma og kaupið sem ég fékk var 61 þúsund krónur. Hugsið ykkur, 61 þúsund krónur! Ég keypti í matinn fyrir helgina fyrir 10 þúsund kr., raf- magnsreikningur beið mín sem var 13 þúsund kr., og svo er það sjón- varpsafnotagjaldið sem er yfir 20 þúsund kr., og eftir er að borga barnagæslu. Mikið á ég gott að vera ekki einstæð móðir. í sumar hefur verið í gildi helgar- vinnubann, eins og ég sagði áður, þannig að við húsmæðurnar höfum haft tvo daga frí til þess að undir- búa heimilið undir næstu viku. Þetta bann hefur æst upp sjómenn- ina það mikið, að nú álíta þeir lönd- unarkallana og okkur i frystihúsun- um stéttaróvin númer 1,2 og 3, því að nú fá þeir ekki löndun á laugar- dögum og sunnudögum. Útgerðarmennirnir segja við þá að þetta sé okkur að kenna. Svona geta kapítalistarnir æst upp verka- lýðshópa hvern gegn öðrum. Og að lokum, hvar er svo gróðinn sem við sköpum, hann hef ég ekki séð ennþá. Baráttukveðjur. Frystihúsakerling útá landi.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.