Neisti - 23.09.1979, Blaðsíða 9

Neisti - 23.09.1979, Blaðsíða 9
9. tbl. bls. 9 Sænsku þingkosningamar Hægri vindar blása um sal- arkynni evrópskra þingsala á þessu ári. Sigur hægri flokka í Frakklandi síðastliðið haust, dágóður byr í kosn- ingabaráttu Strauss í Þýska- Að leysa kreppur Hægri vindar blása um salrkynni evrópskra þingsala á þessu ári. Sigur hægri flokka í Frakklandi síðastliðið haust, dágóður byr í kosningabaráttu Strauss í Þýskalandi, sigur íhalds- flokksins í Englandi, sigur íhaldsafla í Evrópuþingkosningunum, sigur borg- araflokka í Noregi og nú síðast sigur borgaraflokkana í Svíþjóð. Allstaðar fara kosningarnar fram í skugga kreppu auðvaldsskipulagsins með rýrnandi kjör fyrir verkalýðs- stéttina, þrátt fyrir loforð um bætta tíð, bara ef ekki verði slakað á sultarólinni. 17 milljónir eru atvinnulausir í Vestur- Evrópu og USA, tala sem vex oe hækkar. í Englandi, Danmörku, Sví- þjóð, Italíu og Spáni hefur kaupmáttur launa verið takmarkaður með gerðar- dómsskipunum eða í samningum verkalýðsaðals og atvinnurekenda, félagsleg þjónusta skorin niður og blásið í glæður borgaralegra fordóma. í Svíþjóð eru um 80-100 þúsund manns atvinnulausir og talan mundi sjálfsagt ná hátt í 300 þúsund ef taldir væru með þeir sem fá sitt takmarkaða lifibrauð af atvinnubótavinnu. Það eru aðeins tvær lausnir á þessari kreppu. Ein er á grundvelli auðmagnsins, sem þýðir að gróðahlutfallið er hækkað á kostnað launa, félagsleg þjónusta skorin niður, þjóðhagslega nauðsyn- legum fyrirtækjum komið fyrir kattar- nef ef þau ekki skila tilætluðum hagnaði og svo á verkafólk að bíða eftir að máttarstólparnir sjái eitthvers- staðar nægilega gróðravon til að geta veitt þeim atvinnu. önnur leið er að leysa kreppuna á grundvelli verkalýðs og á kostnað atvinnurekenda. Það þýðir að eignar- réttur á öllum helstu atvinnutækjum er félagslegur og markmið framleiðsl- unnar ekki að skapa gróða, heldur full- landi, sigur íhaldsflokksins í Englandi, sigur íhaldsafla í Evrópuþingkosningunum, sigur borgaraflokka í Noregi og nú síðast sigur borgara- flokkana í Svíþjóð. nægja þörfum einstaklinganna. Sósíal- ískum áætlunarbúskap er komið á fót, skipulögðum af og undir stjórn verka- fólks. Sósíaldemókratar hafa hálshöggvið skugga auðvaldsskipulagsins, en látið sjálft auðvaldsskipulagið lifa. Lausn Sósíaldemókrata á þessari kreppu er að reyna að dubba skipulagið upp í verkalýðssinnuð föt. Þessi stefna hefur beðið svo hroðalegt skipsbrot að fólk er að missa trúna á vinstristefnu og þá er oft leitað eftir hinni sterku stjórn sem íhaldsflokkarnir bjóða. Það er augljóst að núverandi vinstri- flokkum sem eru á þingi, ekki aðeins í Svíþjóð heldur í allri Evrópu, hefur mistekist að skapa raunhæfan valkost við hinum borgaralegu lausnum á kreppunni. Allir sænsku borgaraflokkarnir, íhaldsflokkurinn, frjálslyndiflokkur- inn og miðflokkurinn sem hafa verið með stjórn landsins síðastliðin þrjú ár, og ásamt forstjórum iðnfyrirtækj- anna, vilja leysa efnahagskreppuna á kostnað launþega. Þeir hafa heldur ekki neina „patent" lausn á vanda- málum auðvaldsins, þar þjónar hver sínum byltingasveinum og sænska vinnuveitendasambandið þrýstir á með heildarlausn fyrir auðmagnið. Þessi lausn nær þó ekki lengra en til sænska kapítalismans, því markmiðið er að styrkja samkeppnisaðstöðu útflutningsatvinnuveganna á kostnað borgara í öðrum löndum og skapa þar með viðsiptastríð. Kjarnorka og kosningar Eitt aðal mál kosninganna 1976 var afstaðan til kjarnorkunnar. Kjarn- orkan og launasjóðsmálið felldi sósíal- demókrata, eftir 44 ára stjórn, í kosn- ingunum 1976 og eftir Harrisburg- slysið tókst þeim að lauma þessu máli út úr kosningabaráttunni með því að setja tilveru kjarnorkunnar undir þjóð- aratkvæði vorið 1980. Stjórn borgaraflokkanna þriggja sprakk sem kunnugt er einmitt út af afstöðunni til kjarnorkunnar, en þar var miðflokkurinn upphaflega á móti kjarnorkunni. Fálldin formaður mið- flokksins sem var forsætisráðherra í stjórn borgaraflokkana þriggja, hafði þó varla hitað upp forsætisráðherra- stólinn þegar hann gaf loforð um gang- setningu og hleðslu eins kjarnorku- versins. Þó svo að miðflokkurinn og kommúnistar hafi gefið út margar yfirlýsingar um andstöðu við kjarn- orkuna þá virðast þeir vera tilbúnir til að hafna þeirri baráttu þegar á þing er komið. í Barsebáck sem aðeins 30 km. frá Kaupmannahöfn eru tvö kjarn- orkuver, líklega þau sem eru verst staðsett af öllum kjarnorkuverum í heiminum. Nokkrum dögum fyrir þingkosningarnar mótmæltu um 12000 manns rekstri þessara kjarnorkuvera, en hvorki miðflokkurinn né kommún- istar hafa krafist þess, utan þings eða innan að þessi kjamorkuver skuli hætta rekstri strax. Það er með kjarnorkuna eins og önnur baráttumál sænskrar verkalýðs- stéttar að úrslitin verða ekki ráðin á þingi, heldur af þátttöku verkafólks í daglegri baráttu. Kosningaloforðin Flestir fréttaskýrendur sem hafa fjallað um þingkosningarnar í Svíþjóð eru sammála um að kosningabaráttan hafi verið afar dauf og varla hægt að segja að um nokkuð hafi verið deilt. Eitt dagblað í Svíþjóð tók sig til og reyndi að fá fólk til að gera greinar- mun á slagorðum og kröfum þing- flokkana. Þegar .flokksmerkin höfðu verið klippt burtu, voru mjög fáir sem þekktu slagorð þess flokks sem það ætlaði að kjósa. Trúin á stjórnmála- mennina dvínar, enda lofa þeir og lofa og þurfa svo ekki að standa við neitt. Fyrir kosningarnar 1976 var enginn flokkur sem lofaði að reka 7000 manns frá vinnu við skipasmíðastöðvarnar eða 4000 verkamenn úr stáliðnaðinum. Samt voru allir einhuga um þetta á þingi. Á sama hátt hefur það verið fyrir þessar kosningar. Nú þegar atkvæðin eru talin og ljóst er að borgaraflokk- Neistar utanúr heimi Ný deild Fjórða Alþjóða- sambandsins Irsku byltingarsamtökin Alþýðulýð- veldið (Peoples Republic) hafa ákveð- ið að sækja um aðild að Fjórða Al- þjóðasambandinu. Fyrir tíu mánuðum sameinaðist Alþýðulýðveldið þáverandi deild F.A. á Irlandi, Hreyfingunni Fyrir Sósíal- ísku Lýðveldi (Movement for a Socialist Republic). Síðan þá hafa hin sameinuðu samtök gegnt lykilhlut- verki í fjölmörgum aðgerðum og bar- áttumálum. Þó fyrst og fremst innan kvennahreyfingarinnar, í baráttunni gegn kúguninni, og fyrir því að farið verði með fangana í hinni illræmdu H- Bloc sem pólitíska fanga. Alþýðulýðveldið var sömuleiðis einu samtökin sem studdi framboð Bernadettu DevIin-McAliskys í Evr- ópukosningunum. Allan þennan tíma hefur spurningin um afstöðuna til Fjórða Alþjóðasam- bandsins verið til umræðu í samtök- unum. Á ráðstefnu í Dublin í byrjun september, var svo loks einhuga ákveð- ið að sækja um aðild að Fjórða Alþjóðasambandinu. Frá ráðstefnu óháðra ríkja í Hvana á Kúbu öflug mótmæli gegn friðarsamning- um Egypta og fsraelsmanna, sem und- irritaðir voru í Camp David. Sæti Kampútseu var óskipað og voru málefni hennar sett í nefnd. Undirstrikað var sjálfstæði ríkjanna frá Sovét og USA. Þetta voru nokkur af atriðunum sem fram komu í lokaályktun sem samin var á ráðstefnu óháðra ríkja sem lauk í Havana 9. sept. síðastliðinn. Egyptaland fær að halda sæti sínu meðal óháðu r íkjanna sem eru 95 talsins, en framtíðarstöðu landsins á að taka til gaumgæfilegrar athugunar. Krafa Arabaríkjanna var að Egypta- landi yrði vikið úr samtökunum, en því mótmæltu mörg Afríkuríki, sem sætt- ust á harðorða mótmælayfirlýsingu eftir loforð um ódýra olíu frá Irak. Kúba og Víetnam gerðu ítrekaðar tilraunir til að fá samþykkt að stjórn Heng Samrins tæki sæti Kampútseu á ráðstefnunni, en því var mótmælt af öðrum aðildarríkjum sem sögðu að það væri brot á þeirri grundvallarreglu samtakanna, að eitt aðildarríki mætti ekki ráðast á annað með hervaldi. Málið leystist á þann hátt að sæti Kampútseu verður óskipað, á meðan sérstök nefnd fylgist með þróun mála í landinu. Sumir álíta þetta vera nokkurn sigur fyrir stjórn Heng Samrins, þar sem SÞ viðurkenna stjórn Rauðu khmeranna í Kampútseu. í efnahagsályktun ráðstefnunnar var lagt hart að olíuríkjunum að gefa loforð um stöðuga sölu á olíu á hagkvæmu verði til fátækari landanna, en þau fara yfirleitt verst allra út úr olíuhækkunum. arnir hafa eins sætis þingmeirihluta geta þingmennirnir snúið bökum við alþýðunni og snúið sér að því sem þeir raunverulega ætla að gera þ.e. leysa kreppuna á kostnað verkafólks. Þó svo að flestir fréttamenn tali um deyfð í þessum kosningum þá er augljóst að stór fjöldi svía lætur sér ekki nægja að hlusta á kosningaloforð og bíða svo eftir efndum. 26. ágúst söfnuðust 20.000 manns i kvennabar- áttugöngu gegn kjarnorkunni. 8. sept. söfnuðust 12.000 og kröfðust þess að Jcjarnorkuverin í Baresbáck væru stöðvuð. Sama dag söfnuðust líka milli tvö og þrjú þúsund manns í Stokk- hólmi sem mótmæltu niðurskurði á út- gjöldúm til félagsmála. Fyrir nokkrum vikum kröfðust verkamenn við VOLVO-bílaverksmiðjurnar að þeir fengju að kjósa um þá samninga sem Kínverskir trotskyistar látnir lausir Samkvæmt áreiðanlegum heimild- um var 8 kínverskum trotskyistum sleppt úr fangelsi í Kína þann 5. júní síðastliðinn og þeim veitt full borgara- réttindi á ný. Meðal þeirra er Zheng Chaolin (Cheng Ch’aolin) sem var einn af stofnendum Kommúnistaflokks Kína. Auk Zhengs er talið fullvíst að kona hans, Wu Jingru (Wu Ching-Ju) og Jiang Zhengdong (Chiang Chen-tung, einn leiðtoga Shanghai uppreisnar- innar 1927) séu meðal þeirra sem látnir voru lausir, en nöfn hinna eru ekki á hreinu. Kínversku félagarnir voru handtekn- ir ásamt yfir 200 öðrum trotskyistum aðfaranótt 22. desember 1952, af leyni- lögreglu kínverska kommúnistaflokks- ins. Allt frá þeim tíma hafa þeir verið í fangelsum og vinnubúðum, þrátt fyrir að engin opinber réttarhöld fóru fram, eða dómur yfir þeim felldur. Vitað er að síðastliðin 27 ár hafa skrifað væri undir. Allt þetta eru dæmi um verkafólk sem tekur loforðum þingmanna með varúð og vill aðra lausn á kreppu auð- valdsskipulagsins. Þó svo að það sé aftur kominn borgaralegur meirihluti á sænska þingpalla þá verður upp- bygging kjarnorkunnar ekki stöðvuð þar. Atvinnuleysið og skert kjör alþýðufólks verða ekki endanlega ráðin þegar talið hefur verið upp úr kjörkössunum. Það sem endanlega sker úr um hvaða lausn verður valin á sænskum efnahags- og stjórnmála- vanda er barátta verkafólks utanþings, í verkalýðsfélögum og baráttuhreyf- ingum. nokkrir úr þessum hóp verið látnir lausir og sendir til fæðingarbæja sinna, undir öruggu eftirliti, þar sem þeir voru látnir vinna líkamlega erfiðisvinnu, kauplaust eða fyrir lítið kaup. Margir dóu í fangelsi, og talið er að þeir sem nú voru látnir lausir, séu þeir síðustu af hópnum sem fangelsaður var 1952, til að losna. Meðal þeirra sem lýst höfðu áhyggj- um sínum yfir afdrifum trotskyistanna, voru mannréttindasamtökin Amnesty International. Zheng Chaolin árið 1941.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.