Neisti - 23.09.1979, Blaðsíða 5

Neisti - 23.09.1979, Blaðsíða 5
Þekktar og óþekktar baráttukonur Flora Tristan Baráttukonan sem var fyrst til að taka upp slagorðið: Öreigar allra landa ' sameinist! Flora Tristan Dag einn 1835 skaut stein- höggvarinn André Chazal konu sína á götu í París, en hún hafði yfirgefið hann. Deilan snérist um forræði barna. Atburðurinn vakti athygli í París. Sérstaklega vegna þess að eiginkona Chazals Flora Tristan fæddist 1803. Faðir hennar var af spænskri aðalsætt, en Flora fæddist utan hjónabands. Óskil- getin og arflaus varð hún að vinna fyrir sér. 1821 giftist Flora André Chazal. Hjónabandið stóð ekki lengi. Að fjórum árum liðnum yfirgaf Flora Tristan mann sinn, fét börn sín þrjú í hendur móður sinnar og fór til Englands sem „selskapsdama". Flora Tristan var fátæk, og ekki fór hjá því að hún hugsaði til ríkrar ættar föður síns. 1833 ferðaðist hún ein- sömul til Perú til að heimsækja föður- bróður sinn, jarðeigandann don Pio dé Tristan. Þar var henni vel tekið en enginn varð arfurinn. Þegar Flora Tristan kom til baka frá ^ Perú skrifaði hún bók um reynslu sína og athuganir, „Péregrinations d’une paria". Lýsing hennar af óþekktri Suður Ameríku vöktu athygli. Hið óþekkta var í tísku. En mörgum þótti bókin bölsýn og óviðeigandi. Hún var nefnilega ekki aðeins ferðalýsing, heldur einnig hreinskilin og óskreytt lýsing á þjóðfélagsástandinu í Perú. Skömmu eftir útgáfu bókarinnar komst André Chazal að því að Flora var þá þegar þekkt sem rit- höfundur. Flora Tristan lifði af. Hún varð síðar þekkt sem ein af fyrstu sósíalísku baráttu- konunum, ein af þeim fyrstu til að beina athyglinni að stöðu verkakvenna. Tristan var komin til Parísar á ný. Hann hafði upp á henni og krafðist þess að fá dóttur þeirra í sínar hendur. Flora neitaði og afleiðing þess leiða fjölskyldurifrildis sem sigldi í kjölfarið var skot á götu úti og umtöluð réttar- höld. Hún flutti mál þeirra kúguðu: Flora Tristan, dóttir aðalsmanns, verkakona, brotthlaupin eiginkona verkamanns, rithöfundur... Flora hélt áfram að skrifa. Hún varð stöðugt ákveðnari samfélagsgagnrýnandi, sem flutti mál þeirra kúguðu. Hún lýsti lífs- skilyrðum verkamanna í myrkum fréttagreinum frá verksmiðjum og verkstæðum. Hún heimsótti fangelsi, hún heimsótti melluhverfið í London, hún heimsótti næturklúbba og skemmtistaði. Allsstaðar sá hún hvernig konur voru kúgaðar og niðurlægðar: Hvernig þær voru notaðar í verksmiðjum, hvernig þeim voru greidd hungurlaun sem þvingaði þær til skækjulífs. Flora gerði þeirra mál að sínu. Hún var ein af þeim allra fyrstu sem hvatti til baráttu huguðustu verkakvenn- anna. Flora Tristan var ekki sú fyrsta sem tók upp málefni kvenna í Frakklandi. í frönsku byltingunni, hálfri öld áður, höfðu konur eins og Olympe de Gouges og Théroigne de Méricourt krafist þess að frelsið og jafnréttið skyldi einnig ná til kvenna. Claire Lacombe og Pauline Léon stofnuðu „klúbb byltingarsinn- aðra meðborgarkvenna lýðveldisins" til að berjast gegn verðhækkunum og matvælagróðaseggjum. En þær biðu ósigur. Byltingin náði aldrei til kvenna. í lýðréttindaskrá (Code civil) Napoleons frá 1804 voru konur rændar næstum öllum réttind- um. Þar teljast konur ósjálfráða, á bekk með börnum og geðsjúkum. Upp úr 1830 hefja konur á nýjan leik að krefjast réttinda sinna. Þessi vakning meðal kvenna tengdist vakn- ingu meðal hinnar nýju vaxandi iðn- verkamannastéttar í Frakklandi. 1831 gerðu ferjukonur í Lyon uppþot. 1832 stofnsettu tvær ungar verkakonur, Désirée Gay og Reine Guinsdorf, tímaritið „La Femme Libre" frjálsa konan. Désirée Gay og Reine Guinsdorf voru útópiskir sósíalistar og fylgis- menn Saint-Simons. Henri de Saint- Simon, Charles Fourier og Robert Owen fordæmdu kúgun verkalýðsstétt- arinnar og töluðu um nauðsyn sósíal- ismans. En þeir sáu ekki að eina leiðin til frelsunar verkalýðsstéttarinnar var vegur stéttabaráttu. Þeir trúðu að sósíalísk samfélagsbreyting væri mögu- leg eftir leiðum skynsemi og sannfær- ingar. > Barns síns tíma Flora Tristan var einnig barn síns tíma. Hún las bækur útópísku sósíal- istanna og varð fyrir áhrifum af hug- myndum þeirra. Þannig þróaðist hennar eigin sósíalíski feminismi. Mikilvægasta verkefnið taldi hún það að vekja meðvitund verkalýðs, með því að stofna „alheims bandalag verka- manna og verkakvenna." Hugmyndir sínar tekur hún saman í bókinni „L’Union ouvriére". Peninga til prentunar hennar fékk hún með undirskriftasöfnun og fjárstyrkjum. Flora Tristan skrifaði um stöðu konunnar í fjölskyldu verkalýðsstétt- arinnar: Verkalýðsfjölskyldurnar eru næstum allar óhamingjusamar. Maður hlyti að vera engill ef óþol og rudda- skapur brytist ekki fram innan hennar. Eiginmenn meðhöndla konur sínar með hæðni og fyrirlitningu. Konurnar finna til undirokunnar og gera uppþot opinskátt eða í felum. Afleiðingin eru fjölskyldudeilur sem enda í ofbeldi. Flora staðhæfir því, að svo lengi sem konan er efnahagslega háð karlmann- inum verði hvorki raunveruleg ást né hamingja möguleg. Flora Tristan benti sömuleiðis á, og var þar á undan Marx og Engels, að vinnukaupendur hagnýti sér lægri laun kvenna til að sundra verkalýðsstétt- inni. Að áliti Floru Tristan var menntun hluti af lausn vandans. Menntun kvenna myndi leiða til framfara fyrir alla verkalýðsstéttina. Konur sem hefðu öðlast menntun gætu alið börn sín upp þannig að þau yrðu frjálsir einstakl- ingar, og þær yrðu sjálfar góðar mæður og verkakonur með góð laun. Og þá yrði ekki lengur litið á konuna sem þjón karlsins, heldur sem vin hans og félaga. Tristan hvatti þessvegna verkakarla til að mótmæla þeim lögum sem héldu konum niðri. Verkakarlar ættu að ganga í fararbroddi og sýna kúgurun- um og veröldinni allri að þeir, sem að lokum myndu stjórna heiminum, ætluðu ekki að ríkja með grófu ofbeldi heldur með réttvísi. Þeir ættu að taka konurnar inní verkalýðsfélögin á jafnréttisgrundvelli, og þeir ættu að lýsa yfir réttindum kvenna í stefnu- grundvelli félaganna. Með því full- komnuðu þeir verk frönsku byltingar- innar, og frelsuðu síðustu þrælana í samfélaginu. En Flora Tristan undirstrikaði sömuleiðis takmarkanir slíkrar rétt- indayfirlýsingar. 1789 lýsti réttinda- yFirlýsing byltingarinnar yfir jafnrétti allra manna. En ennþá var mannkyn- inu skipt upp í eigendur og eignalausa. Öreigarnir vildu með réttindayfirlýs- ingunni fá rétt til vinnu og velmegunar meðan eignastéttin notaði hana til að friðlýsa einkaeignarréttinn. Flora trúði ekki á stéttarbaráttuna: Flora Tristan sósíalisti og feministi trúði ekki á stéttabaráttuna. Hún snéri sér til allra með boðskap sinn. Hún hvatti konunginn og aðalinn til að hjálpa til við skipulagningu verkalýðs- félaganna. En þrátt fyrir það var hún frumherji og forgöngukona. Hún var sú fyrsta sem skýrt kvað upp úr að frelsun kon- unnar er skilyrði fyrir frelsun verka- lýðsstéttarinnar. Með sínu „alheims bandalagi verkamanna og verka- kvenna“ lagði Tristan í fyrsta skipti fram hugsunina um sósíalískt alþjóða- samband. og í „L’Union Ouvriére" tók hún í fyrsta skipti upp slagorðið sem fimm árum síðar urðu lokaorð Kommúnistaávarpsins: öreigar allra landa, sameinist! 1843 hélt Flora Tristan í hringferð um Frakkland til að flytja boðskap sinn. Hún ferðaðist ein síns liðs, sterk í sannfæringu sinni, en þróttlítil vegna sjúkdóms. Hálfu ári síðarendaði ferðin í Bordeaux. Þar andaðist FloraTristan 41 árs gömul. Int ernat ionalen / ÓHS Hér birtist fyrsti hluti af grein- aröð um þekktar og óþekktar baráttukonur úr kvenfrelsisbar- áttunni. Greinarröðin er þýðing úr Internationalen, vikublaði KAF, sem er deild sænskra trotskíista í Fjórða alþjóða- sambandinu. Leigjendamál ► Vænkast hagur strympu Nú er rétt liðið eitt ár frá því að Leigjendasamtökin opnuðu skrifstofu sína að Bókhlöðustíg 7, og rúmt eitt og hálft ár frá því að samtökin voru stofn- uð. Á þessum stutta tíma hafa ótrúleg- ar framfarir orðið í málefnum leigj- enda. Þótt húsaleiga sé í mörgum til- fellum alltof há enn sem komið er, er samt búið að sníða af marga þá van- kanta sem leigjendur hafa átt við að stríða um áratuga skeið. Þegar leið að lokum Alþingis síðast- liðið vor flaut í gegnum þingið, and- stöðulítið, frumvarp til laga um húsa- leigusamninga. Þessi lög eru mjög til bóta bæði fyrir leigjendur og húseig- endur. í þeim er gert ráð fyrir allsæmi- legum uppsagnarfresti á leiguhúsnæði sem lengist í réttu hlutfalli við þann tíma sem leigjandi hefur búið í hús- næðinu; leigjendum er tryggður for- leiguréttur á núsnæðinu, og húseigend- ur eru vel tryggðir fyrir öllum skemmdum sem verða af völdum leigjenda á hinu leigða húsnæði. Sam- kvæmt lögunum er gert ráð fyrir að Félagsmálaráðuneytið gefi út lögleg samningseyðublöð og komu þau út nú fyrir stuttu og falla þá öll önnur eyðu- blöð úr gildi, þar á meðal hinir ólög- legu samningar Húseigendafélagsins, sem voru jafnvel ólöglegir áður en lögin voru sett. Sama er að segja um samningseyðublöð sem hægt hefur verið að fá hjá V (si og Dagblaðinu. Þau brjóta gegn lögunum. Frumvarp um hámarks húsaleigu Þessi löggjöf hefur þó engin áhrif á húsaleiguna og okur viðgegnst eftir sem áður. Það stendur þó til bóta því nú er að störfum nefnd, á vegum Félagsmálaráðuneytis sem á að undirbúa frumvarp til laga um hámarkshúsaleigu. Þar starfar fyrir hönd Leigjendasamtakanna, hinn ó- þreytandi lögfræðingur villta vinstris- ins, Ragnar Aðalsteinsson. Ef frum- varp þetta siglir jafn auðveldlega í gegnum þingið og hið fyrra þá geta leigjendur vissulega litið bjartari augum til framtíðarinnar. En löggjöf dugir skammt meðan uggvænlegur húsnæðisskortur hrjáir íbúa borga og bæja á Skerinu, og kætir okurleigusala og braskara. Hér þurfa að koma til hliðaraðgerðir og þá fyrst og fremst félagslegar aðgerðir í húsnæðismálum, svo sem bygging leiguíbúða á vegum sveitarfélaga, og þó síðast en_ekki síst að öll leiga á ibúðarhúsnæði fari í gegnum hið opinbera. Hér er átt við að á vegum ríkis og sveitarfélaga sé starf- rækt leigumiðlun þar sem allt íbúðar- húsnæði, sem er leigt, sé skráð, og svo verð á því. Leigumiðlun á vegum opinbera Nú fer sjálfsagt að fara um ýmsa hús- eigendur sem eiga leiguibúðir og lesa þessar línur, (en trúlega lesa þeir ekki Neista), en þegar betur er að gáð kemur í ljós að hér fara í meginatriðum saman hagsmunir leigusala og leigutaka. Leigumiðlun ríkis og sveitarfélaga myndi tryggja leigjendum löglegt verð á íbúðum þeim sem þeir leigja, og leigusölum skilvísar greiðslur án tillits til þess hvort leigjandi borgar eða ekki. Leigusali fengi greitt inná reikning sinn um hver mánaðamót umsamda leigu og leigumiðlunin myndi innheimta leiguna hjá leigutaka með gíró eða ein- hverjum öðrum aðgerðum ef um vanskil væri að ræða. Með þessu kerfi væri í mörgum tilfellum hægt að komast hjá hinum hvimleiðu útburð- um með fógetavaldi td. ef orsök vanskila hjá leigutaka væri vegna skertrar greiðslugetu af völdum sjúk- dóma slysa eða atvinnuleysis, því þá hleypur sveitarfélagið undir bagga. frh. á bls. 11

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.