Neisti - 25.03.1982, Blaðsíða 6

Neisti - 25.03.1982, Blaðsíða 6
Nýju N ato-flaugarnar: ótal b 1 pkkl n O-íl r Friðarhreyfing og UlC/lVlVlIlg cll Vigbunaður -1 Hér með hefst nýr greinaflokkur i Neista, um friðarhreyfingu og vigbúnað. Ætlunin er að kynna staðreyndir vigbúnaðar- kapphlaupsins og mismunandi rök baráttunnar gegn þvi. I eftirfarandi greinum verða ekki felldir dómar Fylkingarinnar um menn og málefni - enda ályktanir hennar og Fjórða Al- þjóðasambandsins birtar i siðustu tölublöðum - heldur hyggst fréttaritari Neista i Kaupmannahöfn koma á framfæri bita- stæðu efni úr kappræðu fólks um þessu mál á meginlandinu, þar sem striðsóttinn magnast óðum. Það væri strax til nokkurs unnið ef þær mættu hjálpa lesendum Neista við að höggva sér leið i gegnum skammstafanafrumskóg herforingja og vopnaframleiðanda og sjá hvað leynist i «hjarta myrkur- sins». Þann 12. des. 1979 tók forysta Nato þá örlagaríku ákvörðun að koma fyrir 572 nýjum meðal- drægum eldflaugum á vestur- evrópskri grund (Pershing II og Cruise-flugskeytum, sbr. kassa). Meginþungi evrópskrar friðar- baráttu hefur réttilega beinst gegn þessari ákvörðun. Áróður Nato-sinna síðustu tvö ár hefur lýst þessum nýju flaug- um sem óhjákvæmilegum við- brögðum við stórauknum vig- búnaði Sovétríkjanna, einkum SS-20 flugskeytunum. En það er einber tilbúningur. Sú « hemað- arlega» ástæða, sem her- foringjar Nato færðu upphaflega til, visaði þvert á móti til aukinn- ar varnargetu Sovétmanna. Vegna þess að flugvarnir Sovét- rikjanna hefðu eflst mjög, þyrfti ný tegund miklu nákvæmari flugskeyta að koma til, svo tryggja mætti kjarnorkuvopna- yfirburði Nato í Evrópu. Eftir á hefur hins vegar mörg- um evrópskum stjórnmálamann-. inum þótt vænlegra að vísa til hættunnar af SS-20 til að rétt- læta ákvörðun Nato. En SS-20 er engin ný hætta. í meira en 20 ár hafa Sovétmenn beint svonefndum SS-4 og SS-5 meðaldrægum flugskeytum gegn skotmörkum i Vestur- evrópu. Nato-herforingjar hafa lengi átt von á þvi að þessi kerfi yrðu endumýjuð. SS-20 skeytin eru nákvæmari og á færanlegum skotpöllum, en ekki nándar jafn fullkomin árásarvopn og nýju meðaldrægu Nato-flaugamar. Hjá Nato er stundum visað til þess að SS-20 hafa upp undir 3 sprengjuodda. En eldflaugar á bandariskum Poseidon-kafbátum i Atlantshafi hafa í 10 ár verið búnar mörgum sprengjuoddum hver. Sama er að segja um bresku Polaris-eldflaugarnar. Auk þess hafa Bandaríkjamenn nú í mörg ár verið að væða kaf- báta sina og flugher Cruise- skeytum, skv. loforði sem Nixon stjómin gaf hernum þegar SALT- I sáttmálinn var undirritaður. Þessir kafbátar em í höfunum við Evrópu og geta skotið beint á Sovétrikin án þess að þau eigi möguleika á að eyða þeim. Meðal raunverulegra orsaka þess að Nato hefur ákveðið að koma nýju nfeðaldrægu flaug- unum fyrir, eru: Þrýstingur her- gagnaframleiðenda og her- foringja sem vilja nýta hina nýju vopnatækni jafnóðum í fram- leiðslu til stríðsógnunar, ósk Nato um að halda Sovétmönnum stöðugt í helgreipum, draumórar margra bandariskra herforingja um að hægt sé «að sigra» Sovét- rikin í takmarkaðri kjarnorku- styrjöld í Evrópu, og ekki sist ósk um að létta dáHtið á hefð- bundnum bandarískum herafla i Vesturevrópu svo hann geti hvenær sem er komið að haldi í Austurlöndum nær. HÆTTAN AF NÝJU SPRENGI- FLAUGUNUM: EÐLISBREYT- ING VÍGBÚNAÐAR. Það er ekki of sterkt til orða tekið að standi Nato við ákvörðun sina, verður eðlisbreyting á vig- búnaðinum í Evrópu. Þessar nýju eldflaugar stórauka árásar- getu Nato ( eða «first strike capability» eins og svonefndir herfræðingar segja, þegar þeir reyna að gefa geðveikinni vís- indalegt yfirbragð). Pershing II eldflaugarnar eru ótrúlega nákvæmar, og Cruise- skeytin fljúga undir radarhæð. Þau verða á færanlegum skot- pöllum, auk allra þeirra sem eru um borð i kafbátum og flugvél- um. Eldflaugamar em 5 mínút- ur á leiðinni til Moskvu. Það er allur sá tími sem Sovétmenn hafa til að ákveða hvort þeir eigi að svara aftur með allsheijar kjarn- orkustyijöld. Að dómi herforingja Nato em þetta því vopn, sem hugsanlegt er að beita til sigurs, ekki bara hefðbundin viðbót til að tryggja ógnaijafnvægið. Og fátt er íbúum heimsins hætulegra en sá þankagangur sem gengur að þvi vísu að hægt sé að vinna sigur i kjarnorkustyrjöld. Þar við bætist, að með tiltölu- lega litlum og meðfærilegum eldflaugum eins og Cruise-skeyt- unum er miklu meiri hætta á að kjarnorkuvopnakapphlaupið fari endanlega úr böndunum. Ef marka má gang vigbúnaðarins til þessa, verður sovéski herinn komin með hliðstæð vopn eftir 4-5 ár, stríðshættan hefur þá stóraukist og brostin er eina von Evrópubúa andspænis vopna- kapphlaupinu: að keppendur komi aldrei í mark. Við höfum nú síðast orð for- stöðumanns hinnar íhaldssömu ISS-rannsóknarstofnunar í Lon- don fyrir því að útilokað sé að takmarka kjarnorkustyrjöld, sé hún á annað borð hafin. Ger- eyðingin ein biður. ÞURFA SOVÉTRÍKIN Á SS-20 AÐ HALDA Svarið við þessari spurningu er að mínum dómi tvímælalaust nei. Sovétrikin geta án þeirra margejdt Vesturevrópu: SS-4 og SS-5 flugskeytum er miðað á skotmörk um alla Vesturevrópu auk þess er hluta af strategískum (sbr. kassa) vopnakerfum Sovét- manna, SS-18 og SS-19 líka beint gegn evrópskum borgum. Sú ógnun ætti að duga þeim «i varn- arskyni». Sovétríkin eru sannanlega «á eftir» í kjarnorkuvopnakapp- hlaupinu, en það er ekki þar með sagt að Nato-andstæðingar eigi að lita á hvert skref þeirra sem e.k. óhjákvæmilega varnarráð- stöfun. Því hvaða merkingu hef- ur það að vera á eftir, þegar Sovétmenn geta engu að siður gereytt andstæðingi sínum 12 sinnum. Má vel vera að New York springi ekki - komi til styrj- aldar - fyrr en 15 minútum á eftir Moskvu: Bandaríska sigurviman getur ekki varað lengur. Sovéskir leiðtogar geta hæg- lega látið núverandi kjarnorku- vopnaógnun sina duga til að aftra Nato frá árás. Dugi hún ekki geta þeir engu að síður tekið árásaraðilann með sér í fallinu, sé það einhveijum huggun. Það er sjálfsögð krafa evrópskrar friðarhreyfingar að Sovétmenn falli frá SS-20 áætlun sinni. Tækju þeir slíkt skref einhliða, misstu Nato-haukarnir glæpinn og málstaður evrópskra friðar- hreyfinga styrktist stórkostlega. Hitt er svo allt annað mál, hvort Sovétmenn hafi minnsta áhuga á að styrkja þá hreyfingu í raun. Vissulega er vigbúnaðurinn stórkostlegur baggi á sovésku efnahagslífi, sé á heildina litið. En sovéski herinn og hergagna- iðnaðurinn er löngu orðinn sjálf- stæður valdaaðili innan sovéska skrifræðisbáknsins, og þvi fer fjarri að hann taki alltaf skyn- samlegar ákvarðanir frá land- varnarsjónarmiði (sbr. kafbáta- málið í Sviþjóð), alveg burtséð frá hersetuhlutverki Rauða hersins í Afganistan og í Austur- evrópuleppríkjunum. Sú stað- reynd gleymist nefninlega stund- um, að Sovétmenn hafa i mörg ár reynt að byggja upp styrk til að heyja takmarkaða kjarnorku- styrjöld, um það ber SS-20 ein- mitt vott. Sú stjórnlist er einhver mesta ógnunin við heimsfriðinn hvorum megin járntjalds sem henni er fylgt. Baráttan gegn nýju meðal- drægu Nato-flaugunum er mikil- vægasta markmið vestur- evrópskrar friðarhreyfingar nú. En þessi breyting á trúverðug-. leik sinn undir þvi að hún faUi ekki fyrir sovésku smjaðri og reyni líka að ná tenglsum við andófs- o g lýðræðisöfl fyrir austan, og þann mjóa vísi að sjálfstæðum friðarhreyfingum, sem séð hefur dagsins ljós þar t.d. i Austur-Þýskalandi. Liðs- menn friðarhreyfingarinnar geta ekki horft á þegjandi á meðan Solidarnosc er brotið á bak aftur i Póllandi. Það er friður en ekki grafarþögn sem barist er fyrir. Halldór Guðmundsson. SS-20, Pershing II og Cruise-flugskeytin. SS-20: Sovétmenn eru nú í óðaönn að koma fyrir þessum nýju kjarnorkueldflaugum, sem hafa allt að 3 sprengjuodda. Um 250 þeirra verður að öllum líkindum beint gegn skotmörkum í Vesturevrópu. Þær eru nákvæmari en eldri flaugar Sovét- manna (CEP = 400 m, sem þýðir að það eru 50% likur á að flaugin hitti í innan við 400 m radíus frá skotmarki sínu). Flugþol um 5000 km. Pershing II: Nákvæmasta flaugskeytið til þessa (CEP 45 m), flugþol 1600 km, áformað er að koma alls 108 fýrir í V-Þýska- landi. Cruise-flugskeyti: Óvenju litil og meðfærileg, flugþol um 2500 km. Skeytið er sérstaklega hættulegt vegna þess að það getur flogið undir radarhæð. Nato hefur samþykkt að koma 464 slíkum fyrir á vesturevrópskri grund. Meðaldræg eða taktísk kjarnorkuvopn: Flugþol frá 1000 til 5500 km. Langdræg eða strategisk kjarnorkuvopn: Flugþol meira en 5500 km, þ.e.vopn sem stórveldin geta skotið beint hvort á annað, mestu gereyðingarvopnin. Yfirlýsing frá Miðnefnd Sam- taka Herstöðvaandstæðinga. Vegna umræðna um staðsetn- ingu nýrra flugskýla á Kefla- víkurflugvelli og að bandariska herstjórnin fái að reisa nýja oliubirgðastöð og oliuhöfn við Helguvík vilja iskenskir her- stöðvaandstæðingar leggja áherslu á eftirfarandi: 1) Herstöðvaandstæðingar skoða byggingu kjarnorku- heldra flugskýla á Keflavikur- flugvelli og stórfellda aukningu á eldsneytisbirgðarými hersins sem augljóst skref i þá átt að auka mjög umsvif hins erlenda hers á landi. 2) Meðferð Varnarmáladeildar og bandariska hersins á áætl- unargerð og framkvæmdum er tengjast Keflavikurflugvelli og öðrum svæðum bandariska hersins hér á landi er skýlaust brot á islenskum lögum og skulu í því sambandi sérstak- lega nefnd skipulagslög frá 1978 og byggingarlög frá sama ári. 3) Að gefnu tilefni fordæmir Miðnefnd Samtaka herstöðva- andstæðinga trúnaðarbrot embættismanna Varnarmála- deildar Utanríkisráðuneytisins við islenskan almenning. Sér- staklega eru fordæmd þau Iög- brot og valdaniðslu sem framin hafa verið gagnvart ibúum Njarðvíkur og Keflavíkur. Koma þau einkum fram með staðsetningu flugskýla, þannig að flugi orustuflugvéla verði um fyrirsjáanlega framtið beint yfir fjölmenn ibúðasvæði og fram- tiðarbyggingarsvæði sam- kvæmt staðfestu aðalskipulagi. Þessi lögbrot verða að skoðast sem beint tilræði við lifsskilyrði yfir 8000 íbúa þessara sveita- félaga og er enn ein sönnun þess, að Varnarmáladeild Utan- ríkisráðuneytis svifist einskis þegar hagsmunir Bandaríkja- hers eru annars vegar. 4) Miðnefnd Samtaka her- stöðvaandstæðinga hvetur ibúa Suðurnesja, svo og aðra lands- menn að vera vel á verði gagn- vart yfirgangi bandariska her- sins og islenskra embættis- manna er honum þjóna. Sú þögn sem rikir yfir áætl- anagerð um nýja oliuhöfn og birgðastöð í nágrenni Helgu- víkur og þögn Varnarmáladeild- ar yfir forsendum þeirrar áætl- unargerðar bendir til þess, að enn stefni Varnarmáladeild að grófum lögbrotum. Miðnefnd Samtaka herstöðva- andstæðinga ítrekar þá skoðun sina að vera erlends herliðs hér á landi geti aldrei samrýmst hagsmunum islenskrar þjóðar. Aukning á umsvifum banda- riska hersins og framkoma ýmissa islenskra embættis- manna við íbúa Suðurnesja er enn ein sönnun þess. 9.mars 1982.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.