Neisti - 25.03.1982, Síða 10

Neisti - 25.03.1982, Síða 10
HERFORINGJASTJÓRNIN í EL SALVADOR SEGIR: «VIÐ ERUM AÐ TAPA STRÍÐINU>» i rt* «Við erum að tapa i baráttunni við skæruliðana úti á landsbyggðinni» sagði José N. Duarte forseti E1 Salvador 15. febrúar. Degi siðar birtist Weinberger öryggismálaráð- herra á skjánum i Bandarikj- unum og sagði að «mikil hætta væri á falli stjórnar Duartes i E1 Salvador ef Bandarikjastjórn kæmi ekki til hjálpar.» Wein- berger tjáði áhorfendum að ekki yrði við það unað að komið væri upp «stjórnum kommún- ista» á meginlandi Ameriku. Haig varnarmálaráðherra tók i sama streng og sagði að «öllum brögðum yrði beitt» til að tryggja að frelsissveitir i E1 Salvador ynnu ekki sigur. EKKI SETIÐ VIÐ ORÐIN TÓM Bandarikjastjórn er jafnan skjótráð þegar herforingjar, kapítalistar og annað afætufólk hefur lent i vandræðiun eftir arðrán, morð og dráp á lands- mönnumsínum. Aðeins fáeinum dögum eftir neyðaróp Duartes sendi Reaganstjómin honum hergögn og flugvélar að andvirði 55 milljónir $. Þetta litil- ræði mun þó aðeins vera smá spasl því ákveðið var að senda hernaðar- og efnahagsaðstoð fyrir 400 milljónir $ til viðbótar á næstu tveimur árum. Reagan, sem staðið hefur í ströngu við fordæmingar á mannréttindabrotum í Póllandi, réttlætti vopnasendingamar með því að stjórnin i E1 Salvador hefði «gert stórátak í mannréttindamálum á síðasta ári.» Samkvæmt upplýsingum óháðra mannréttindasamtaka i San Salvador, þá vom 9,239 óbreyttir borgarar myrtir á árunum 1978-1980, en tala myrtra á árinu 1981 var 12,501. Dagana 7.-17. desember s.l. fóm dauðasveitir E1 Salvador stjórnar um Morazán hérað og myrtu 1.009 bændur en sam- Kröfuganga 5000 manna í New York 20. febrúar s.l. kvæmt heimildum New York Times 27. og 28. janúar s.l. var þorpið E1 Mozete þá lagt i rúst og af þeim 472 manns sem voru drepnir vom 92 börn undir fjórtán ára aldri. Fjöldi myrtra borgara er i raun mun meiri en fram kemur i ofan- greindum tölum, því eitt hættu- legasta starf sem fólk tekur sér fyrir hendur í E1 Salvador i dag, er að fylgjast með út- rýmingaraðgerðum stjómar- innar. Höfuðlausir, handalausir og sýruétnir líkamar halda því áfram að rotna á öskuhaugum E1 Salvador. EFNAHAGSAÐSTOÐ 24. febrúar flutti Ronald Reagan þann boðskap á ráð- stefnu Samtaka Amerikurikja (OAS) að Bandarikin hygðust stórauka efnahagsaðstoð við riki Mið-Ameríku og Karabíahafs- ins. Reagan bar lof á skjól- stæðinga sina sem stjóma í skjóli hervalds, en sendi stjóm- um Kúbu, Grenada og Nicar- agua hinar verstu kveðjur. Áætlun Reagans sem nefnist «aðstoð, viðskipti og fjárfest- íngar» inniheldur aðeins gamal- kunn íhaldsúrræði, sem í raun þýða meiri kúgun og aukið arðrán á alþýðu landanna. Al- þýðu þessara landa til nokkurrar vorkunnar er efnahagspakki Reagans fremur rýr. Forsetinn sagðist mundu biðja þingið að fella niður tolla á vöram sem fluttar eru inn frá Mið-Ameriku- rikjum. í 1. mars hefti Newsweek segir að «um 87% af öllum innflutningi frá rikjum Karabíahafsins, sé tollfijáls i Bandarikjunum.» Veiíiaðarvörur eru um 4-5% af innflutningnum og þá eru eftir um 8% af innflutningi sem mun njóta góðs af áætlun Reagans. Það er því engin furða þó News- week telji «þróunina verða afar hæga.» Á fjórða áratugnum bauð Franklin Roosewelt ríkjum Róm- önsku Ameríku upp á stefnu «góða grannans». Niðurstaða þeirrar stefnu var meiri fátækt, fleiri einræðisherrar og fleiri bandarískar herstöðvar. 1962 boðaði John Kennedy «bandalag til framsóknar» sem átti að út- rýma fátækt með fijálsum fjárfestingum. Það sem enn er eftir af þessari stefnu er ein- ræði, fátækt og kúgun. Flest bendir til að stefna Reagans sé með svipuðu sniði og fyrir- rennara hans. NATO-ÆFINGAR OG VINAR- ÞEL Þegar ríkisstjórn Reagans sendir frá sér efnahagspakka til vina i nágrannarikjunum þá finnst henni tilhlýðilegt að láta herskip og NATO-æfingar koma í kjölfarið. Bandarísk herskip skiptast á um að vakta strendur E1 Salvador og siglt er inn i landhelgi Nicaragua ef þess gerist þörf. Frá 8. til 18. mars hefur NATO skipulagt heræfingar í Mexikóflóanum og munu 28 herskip og 8 flug- vélar taka þátt í æfingunum. Reaganminnti á Rió-samkomu lagið í tölu sinni, en það samkomulag er m.a. undirritað Neisti 2. tbl. 20. árg. 1982, bls.10 af stjórn Bandarikjanna og tutt- ugu öðrum rikjum Ameriku. í Rio-samkomulaginu (frá 1947) segir m.a. að «hemaðarárás frá öðru ríki gegn Ameríku- ríki er álitin vera árás á öll Ameríkuriki.» Þegar Lyndon Johnson sendi 23.000 land- gönguliða inn í Dominikanska lýðveldið 1965 og braut á bak aftur frelsishreyfingu landsins þá var það gert undir yfirskini Rio-samkomulagsins. Reagan mundi beita sam- bærilegum rökum ef hann sendir bandariska hermenn inn i E1 Salvador. En til greina kemur að senda herlið frá Argentinu, enda hefur hernaðarráðherra landsins Vaquero lýst þvi yfir, að stjóm Argentínu sé «tilbúin til að veita alla aðstoð.» NÝTT VÍETNAM I timaritinu Newsweek frá 1. mars er sagt frá Gallup-skoðana- könnun sem lýsir afstöðu Banda- ríkjamanna til íhlutunar stjómar Reagans i E1 Salvador. 54% Bandarílqamanna telja að stjóm- in í Washington «eigi að halda sig alveg utan við» málefni E1 Salvador, 89% eru andvigir hernaðarlegri ihlutun og 44% telja miklar likur á að E1 Salvador geti þróast upp i nýtt Vietnam. I Bandaríkjunum er fyrirhugað að mótmæla hernaðaríhlutun Reaganstjómarinnar í E1 Salva- dor með mótmælagöngu 27. mars n.k. í Washington. And- staða námsmanna og launafólks í Bandaríkjunum átti dijúgan þátt í að stjórnin í Washing- ton varð að láta af hinum glórulausa striðsrekstri í Viet- nam. Almenningur í Bandaríkj- unum sem byggði upp fjölda- hreyfingu og barðist gegn stríðinu i Vietnam, getur komið í veg fyrir að stjóm Reagans sendi vopnaðar sveitir til stuðnings böðlunum i E1 Salvador. 25. mars era fyrirhugaðar mótmælaaðgerðir i Reykjavik gegn hernaðarihlutun Banda- ríkjastjórnar í E1 Salvador. Geram mótmælin að alþjóðlegri baráttu gegn heimsvaldastefn- unni. m.g. (11. mars) &UMn£ baráttan heldur áfram. i þá samstöðu, sem náðst hafði milli bænda og verkamanna. Stjómvöld hafa lika tekið menntamenn og aðra millihópa sýndu mildari tökum en verka- fólk og er sýnilega verið að reyna að einangra verkEilýðsstéttina, Nú hafa herlög verið í gildi í meira en þrjá mánuði. I lok febrúar var loksins haldinn mið- stjörnarfundur i Kommúnista- flokknum. Voru þar rædd næstu skref, sem skrifræðið hyggst taka til að tryggja völd sín. «Stöðugleiki fer vaxandi en bar- áttan heldur áfram» sagði Jaruzelski hershöfðingi við Brésnef á fundi þeirra í byijun mars. Þessi fullyrðing Jaru- zelskis lýsir nokkuð vel hvemig skrifræðið metur ástandið í land- inu. Verkalýðsstéttin hefur beðið ósigur en hann er samt ekki meiri en svo, að skrifræðið treystir sér ekki til að aflétta her- lögunum heldur býr sig undir margra mánaða þóf og gerir sér grein fyrir að úrslitin era Íangt frá því að vera viss. Miðstjórnin samþykkti sam- hljóða stuðningsyfirlýsingu við herlögin og allar aðgerðir herfor- ingjanna. Að visu var þegar búið að reka úr miðstjórninni tvö menn, sem liklegt þótti að yrðu með mótmæli. Það era þeir Marian Arendt frá Toran, sem mótmæhr herlögunum opinber- lega og Jan Malanowsky frá Varsjá, sem neitaði að ganga úr Samstöðu. Allir aðrir miðstjóm- armenn fylktu sér undir merki herforingjanna og var enginn munur á þeim, sem taldir hafa verið hófsamir hingað til eða hinum. Hreinsanir i flokknum Viðtækar hreinsanir hafa farið fram í flokknum og virðast þær vera hluti af stjórnarlistaráætl- unum skriffinnanna. Sex héraðs- stjórar, 17 aðstoðarhéraðsstjór- ar, 160 borgarstjórar og formenn héraðsnefnda hafa þegar fengið reisupassann. Skriffinnarnir eru nú að reyna að vinna sér fýlgi meðal sjálfseignarbænda en þeir era mjög margir í Póllandi - öfugt við það, sem er i öðrum BOGDAN LIS Bogdan Lis var einn af forystu- mönnum í verkfallinu í Lenin- skipasmíðastöðinni í Gdansk 1980. Hann var varaformaður Samstöðu fyrsta árið, sem hún starfaði og var kjörinn í mið- stjórn hennar á þinginu í sept- ember síðastliðinn. Hann var einnig félagi í Kommúnista- flokknum þar til hann var rek- inn úr honum ó október 1981 vegna starfa sinna í Samstöðu. Honum tókst að komast hjá handtöku þegar herlögin voru sett og fer nú huldu höfði og vinnur að endurskipulagningu Samstöðu. verkalýðsrikjum i Austur- Evrópu. Jarðnæði, sem bænd- ur mega eiga hefur nú verið fimmfaldað. Þessi ráðstöfun er greinilega ætluð til að reka fleyg og draga úr tengslum, sem mynduðust milli menntamanna og Samstöðu. Helsta tæki skrifræðisins til að vinna endanlega bug á Samstöðu er þó kirkjan. Eftir að herlögin voru sett hefur kirkjan stöðugt reynt að halda aftur af þeim, sem vilja skipuleggja verkafólk og aðra til andstöðu gegn kúgun hersins. Kirkjuyfirvöldin hafa allan tímann síðan herlögin voru sett reynt að telja forystumenn Samstöðu - bæði þá, sem eru í haldi og hina sem era í felum - á að ganga nú til samkomulags við yfirvöldin og láta af ólöglegri skipulagningu. Skrifræðið setur skilyrði til samkomulags Rakowsky, forsætisráðherra, lagði fram tillögur að nýrri lög- gjöf um starfsemi verkalýðs- félaga í lok febrúar. Þessar til- lögur eru þau skilyrði, sem skrif- ræðið setur Samstöðu ef ganga á til samkomulags. það eru þessi skilyrði, sem kirkjuleiðtogamir reyna nú að fá foiystumenn Samstöðu til að fallast á . Skemmst er frá þvi að segja að þessar tillögur eru þannig, að féllist Samstaða á að starfa sam- kvæmt þeim, væri hún i raun- inni að samþykkja algera uppgjöf því tillögurnar ganga út frá því að verkalýðshreyfingin geti ekki gert nokkum skapaðan hlut framhald bls. 5

x

Neisti

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.