Neisti - 25.03.1982, Page 11

Neisti - 25.03.1982, Page 11
Kventreisisbarattan Neisti 2. tbl. 20. árg. 1982, bls.ll RÉTTIR ÚR KÚTNUM -fundur 8. mars- Eins og lesendum Neista mun vera kunnugt hélt Rauð- sokkahreyfingin fund á Hótel Borg að kvöldi 8. mars og hélt þannig i heiðri þá hefð sem komist hefur á viða um lönd að helga þann dag baráttu verkakvenna. Fundurinn var vel sóttur, húsið fullskipað og stóðu margir upp á endann eða sátu á gólfinu. Þarna var mœtt fólk á öllum aldri af báðum kynjum. Sérstaklega bar þó á ungu fólki. Anna Karin Júliussen flutti ávarp Rauðsokkahreyfingar- innar. Þar hnykkti hún m.a. á róttækum markmiðum Rshr. og ólíku eðli verkalýðssinnaðrar (sósíaliskrar) og borgaralegrar kvennabaráttu bæði stefnu- og starfslega séð. Hún kvað Rshr. hafa í bígerð umræðu og ákvarðanatekt um pólitískan grundvöll og starfshætti hreyf- ingarinnar. Hvatti hún fólk til að koma til liðs við Rshr. og taka þátt i þeirri umræðu. Hanna Haraldsdóttir Sóknar- kona flutti einnig ávarp og Agatha Agnarsdóttir starfs- maður á Kleppsspítala skýrði frá nýafstöðnum verkfallsátökum ófaglærðs starfsfólks á Kleppi og Kópavogshæli sem verið hafa i brennidepli að undanförnu. Hér var tekið á málum sem brenna á konum: lág laun og launamisrétti. Hanna fjallaði á skemmtilegan hátt um stöðu eldri verkakvenna og umbreyt- inguna frá því að vera önnum kafin húsmóðir - sem verður af fremsta megni að drýgja laun eiginmannsins, «staga og stoppa» - yfir í að vinna úti, á smánarlaunum. Dagskráin var krydduð með söng og tengd alþjóðlega með upplestri úr texta eftir bóliviönsku námu- verkamannskonuna Domitila Chungara. VIÐREISN Skömmu fyrir 8. mars gaf Rshr. út nýtt tölublað af For- vitinni Rauðri og er þar tekið á Klepps- og Kópavogshælis- verkfallinu, tæpt á sögu Rauð- sokkahreyfingarinnar, fjallað um kvennaframboðið i Rvk., birt við- tal við verkakonu í Hampiðjunni o.m.fl. Fundurinn og útgáfa blaðsins verða að teljast lyfti- stöng fyrir Rauðsokkahreyfing- una. Mikil deyfð hafði einkennt hana um skeið og bar hún merki upplausnar og pólitísks gjaldþrots vinstrihreyfingar- innar. Konur sem hafa staðið framarlega i Rshr. hafa leitað á ný mið, yfirgefið hreyfinguna, hafnað stefnu hennar og farið að starfa í pólitiskt mislitri hjörð, að kvennaframboði i Rvk. Þær hafa að markmiði nýja stefnu (hentistefnu), annars konar málflutning og vilja mynda «nýja kvennahreyfingu» með öðrum formerkjum. Til að forð- ast pólitiskt uppgjör við Rshr. leituðust þær við að veita henni banahöggið með því að leggja til að hún yrði lögð niður. Röksemdir voru m.a. þær að Rshr. hefði «lokið hlutverki sinu». Fundurinn á Hótel Borg 8. mars sýnir svo ekki verður um villst að Rshr. hefur við núver- andi aðstæður ekki lokið neinu hlutverki sem kvennaframboðs- hópurinn getur leikið. Á hann mættu jafnmargir ef ekki fleiri en á stofnfund samtaka um kvennaframboð. Skýrustu mark- mið sem kvennaframboðshópur- inn hefur sett fram til þessa og nokkur þekkt allaballaandlit sáust á fundinum. Miðviku- daginn 10. mars birti Þjóð- viljinn viðtal við Hildi Jóns- dóttur um fundinn og útdrátt úr grein hennar i Forvitinni Rauðri um Rshr. og kvennafram- boðið i Rvk. Þetta er allt gott og blessað, en hér skýtur skökku við þar sem Abl. og Þjóðviljinn hafa ekki sýnt Rshr. neinn áhuga lengi og yfirleitt ekki lagt sig í líma við að styðja við bakið á henni. Sér í lagi stingur i augu að dálkurinn «klippt og skorið» skuli vitna til konu .(Hildar Jónsdóttur) sem fyrir aðeins þrem mánuðum var i eru þau að vekja umræður og athygli á málefnum kvenna og þau að virkja konur (1. tbl. Neista ’82). Á 8. mars fundinum var tekið á ákveðnum málum sem brenna á verka- konum i dag og er það meira þessum sama ^álki uppnefnd (Fylkingarfjóla» sem hefði erindi um daginn og veginn farið með rangt mál og haldið fram þeirri ósvinnu að kaup- máttur líjuna hefði lækkað á tímabili núverandi ríkisstjórnar!! en sagt verður um kvennafram- boðshópinn enn sem komið er. Þar tókst að vekja athygli á þessum málum; að safna fólki til stuðnings við þau og við tilvist Rauðsokkahreyfingar- innar. í dag er Rauðsokkahreyf- ingin höfuðvígi róttækrar, verka- lýðssinnaðrar kvenfrelsisbaráttu. Meðvitundin um nauðsyn slikra kvenfrelsissamtaka hefur knúið núverandi félaga hennar til að halda merkjum hennar á lofti og blása nýju lífi í starfsemina. ÞJÓÐVILJINN OG 8. MARS Athygli hefur vakið að Þjóð- viljinn og Alþýðubandalagið (Abl.) sýndu Rauðsokkahreyfing- unni stuðning i kringum 8. mars aðgerðimar. Fundurinn var vel auglýstur með viðtali við félaga í miðstöð hreyfingarinnar En skýring er til • á . þessu sem og öðrum undrum og stór- merkjum. Abl. hefur beðið tækifæris til að skjóta á kvenna- framboðið í Reykjavík, -þarna eru nokkur atkvæði i húfi- en hefur verið ragt við að taka frumkvæði í þá átt. Gripa Alþýðubandalagsmenn því fegins hendi þegar gagnrýnis- raddir um kvennaframboðið fara að berast frá Rshr. og aug- lýsir það. Þetta er skýrt dæmi um það hvernig Abl. hegð- ar sér gagnvart sjálfstæðu starfi hópa og hreyfinga fyrir utan það. Stuðningur kemur til greina þá og því aðeins að hann þjóni stjórnsýslulegum og þing- legum hagsmunum flokksins. Þrátt fyrir að þessi stuðningur hafi komið sér vel, þá lá flokkssérgæskan hér að baki sem og endranær. SG Nokkrir aostandendnr kvennaframboðs f Reykjavfk. Talffl frá vinstri: Guflrún Erla. Snlrún dóttir, Elisabet Guðbjartsdóttir, Sigriður Dúna Kristmundsdóttir og Krístin Jónsdóttir. BRÉF TIL NEISTA UM KVENN AFRAMBOÐIÐ «Þeim var ég verst er ég unni mest» - Sagði hún Gudda gamla Ósvifurs þegar hún leit yfir farinn veg i elli sinni. Þegar litið er yfir skrif Neista um borgarstjórnarkosningarnar i Reykjavik á vori komanda virðist me ga heimfæra þessi orð upp á hann. Aðeins eitt framboð til þessara kosninga hefur þótt um- ræðuvert og þvi hefur verið helgað gott pláss i hverju blaði. Þetta er kvennaframboðið og þar sem það hefur ekki átt sér neitt sjálfstætt málgagn hingað til má segja að framlag Neista sé virð- ingarvert. Þegar litið er yfir skrif blaðs- ins um málið kemur í ljós að þau eru mjög á eina bókina lærð og beinast fyrst og fremst að því að gagnrýna hugmynda- fræðilegan grundvöll framboðs- ins. Þetta á sér reyndar þær skýringar að hér er um að ræða mesta deiluefnið sem upp hefur komið innan sem utan Kvenna- framboðsins og er raunar eina opinbera stefnuplaggið sem það hefur sent frá sér fram að þessu. Ég ætla mér síst að fara að veija hugmyndafræðigrundvöll- inn en vil hins vegar fjalla um hinar jákvæðu hliðar þessa framboðs, en þær eru ófáar. Fyrst ber auðvitað að nefna, að það kryddar vel annars grautfúla og dauðstaðlaða kosn- ingabaráttu. Ég er svei mér farinn að halda að kosningamar 'verði bara bráðskemmtilegar i ár. Mér sýnist sú umræða sem Kvennaframboðið hefur vakið verða jákvæð i heild sinni. Fólk hefur í víðtækara mæli en áður farið að taka afstöðu til málefna kvennabaráttunnar og velta fyrir sér þeim leiðum sem konur hafa úr að velja i sókn sinni út á vigvöll þjóðmálabaráttunnar. Það hefur oft heyrst talað um það að kvennaframboð sé alger tima- ■skekkja, það sé jafn fráleitt nú og það var eðlilegt i byijun þessarar aldar. Þetta er rök- stutt með því að sókn kvenna inn á hin hefðbundnu karla- svið hafi aldrei verið hraðari en á síðustu árum. Ég tel hins vegar að kvennaframboðið sé fullkomlega eðhlegt tímanna tákn og stafi af sjálfstrausti og baráttuvilja sem kviknað hefur vegna þess að barátta undanfarandi ára hefur sýnt sig i þvi að skila árangri. Einmitt þess vegna verður kynjamisréttið i valda- og áhrifastöðum þjóð- félagsins svo himinhrópandi og óbærilegt. Þennan árangur má Rauðsokkahreyfingin að nokkru leyti þakka sér og sinni rauðu pólitik. Menn verða svo að horfast stilhlega í augu við það að sú hreyfing sem þannig fór af stað er hvorki rauð né byltingarsinnuð. Áhrif Kvennaframboðsins á uppstillinga, og málflutning hinna hefðb dnu framboðs- flokka eru ein.iig jákvæð. Sér- staklega er þetta áberandi með Alþýðubandalagið. Konum hefur reynst auðveldara en áður að komast i sæti sem máli skipta. Jafnframt hefur þetta örvað kvennapólitíska umræðu á þeim vettvangi. Kvennapóli- tik er ekki heilsteypt alhhða stjórnmálastefna eins og sumir kvennamenningarpostular hafa verið að halda fram. í raun- veruleikanum birtist hún sem þung áhersla á ákveðna mála- flokka, sérstök hagsmunamál og réttlætismál kvenna. Þetta eru mál sem reynslan sýnir að konur verða að bera fram til sigurs, enginn gerir það fyrir þær. Lang oftast kaha þau á félags- legar lausnir og félagshyggju. Þess vegna er kvennabarátta jafnframt stéttabarátta. Þær konur sem nú komast til áhrifa innan flokkanna (Og enn er þá fyrst og fremst átt við Abl.) verða hvort sem þeim likar betur eða verr að taka aukið tillit til þessara mála og berjast fyrir bættri stöðu kvenna á félagsmálasviðinu. Þæy geta ekki jafn auðveldlega og áður tekið upp sjónarmið og áherslur karlveldisins jafn skjótt og þær komast til pólitískra áhrifa, eins og við höfum svo oft séð gerast. Framtið Rauðsokkahreyfingar- innar kemur til með að verða nokkur mælikvarði á pólitíska og sögulega þýðingu kvennafram- boðsins. Ef framboðið gengur að hreyfingunni niðurbrotinni eða dauðri er hætt við. að hinn endanlegi dómur yfir því verði harður. Ef Rshr. hins vegar fjörgast og eflist í þeim sviptingum og umræðum sem framboðið elur af sér, þá er engin þörf að kvarta. 8. mars baráttufundur Rshr. bendir til þess að seinna til- fellið sé liklegra. Þar smjaðr- aði allur vinstrivængurinn fyrir hreyfingunni og tók umkvört- unarlaust á sig spælingar og skeyti sem rauðsokkur dúndruðu í ahar áttir. Hún hefur verið ástsæl upp á síðkastið Rauðsokkahreyfingin. Kvennaframboðið hristir svo- litið upp í hinu staðnaða og dauðyflislega islenska flokka- kerfi og losar víða um rembi- hnúta flokksbandanna. Fyrir Fylkinguna eru þetta jákvæð áhrif. Hún á framtið sina undir því að stokkfreðin klaka- bönd islenska flokkakerfisins nái ekki að drepa i dróma allar þær pólitisku hræringar sem upp koma utan þess. Húrra fyrir helvitis kvennafram- boðinu! foxtrott R AUÐSOKKAHRE YFIN GIN

x

Neisti

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.