Neisti - 27.03.1983, Blaðsíða 2

Neisti - 27.03.1983, Blaðsíða 2
Alþingi samþykkir stjórnarskrárbreytingu. Þingmönnum fjölgað og þingmannatölu kjördæma breytt Kosningaaldur lækkaður. Framkvæmdanefnd Miðstjórnar Fylkingarinnar. Afstaða Fylkingarinnar til kosninganna 23. april n.k. Á lokaspretti þingsins á dögun- um var samþykkt breyting á stjórnskipunarlögum, eða stjórn- arskránni, á ákvæðum um kosn-, ingar til Alþingis. Þessar breyt- ingar ganga þó ekki í gildi fyrr en þær hafa verið samþykktar af næsta þingi. Helstu breytingarnar eru, að þingmönnum er fjölgað um þijá, og þingmannatölu kjördæma breytt. Þá er kosningaaldur lækkaður í 18 ár, og «óflekkað mannorð» fellt niður sem skilyrði kosningaréttar, en er áfram skilyrði kjörgengis. Tillaga um að fella brott lögheimili hér á landi sem skilyrði kosningaréttar náði þó ekki fram að ganga. Breytingar á þingmannatölu Ákvæðin um þingmannatölu kjördæma eru nokkuð flóknari skv. stjórnarskrárbreytingunni en nú er. Nú er 49 þing- mönnum skipt á milli kjördæm- anna, en 11 þingmönnum síðan úthlutað eftir ákveðnum reglum. Skv. stjómarskrárbreytingunni munu kjördæmi hafa tiltekna þingmannatölu, sem er óbreytt meðan þessi ákvæði eru við lýði, alls 54 þingsæti. 8 þingsætum verður svo úthlutað til kjör- dæmanna fyrir kosningar, skv. ákvæðum í kosningalögum, og er fyrirhugað að þessi úthlutun ráðist af fjölda kjósenda í kjör- dæmum í næstu kosningum á undan. Þá verður einu þingsæti úthlutað til kjördæmis eftir kosn- ingar. Ef tekið er mið af þeim drögum til kosningalaga sem fylgja í greinargerð með stjórnar- skrárbreytingunni mun þing- mannatala kjördæmanna verða sem hér segir: KJORDÆMI ÁÐUR EFTIR Reykjvík 15 18 Reykjanes, 7 11 Vesturland ® 6 Vestfirðir 6 5 Norðurl. vestra 6 5 Norðurl. eystra 7 7 Austurland 6 5 Suðurland 7 6 Þó nú hafi verið samþykkt breyting á kosningaákvæðum stjómarskrárinnar, er endur- skoðun hennar engan veginn lokið, þó frestað sé að sinni. Það er þvi ekki úr vegi að rifja hér upp stefnu Fylkingarinnar í þessum efnum. Byltingarsinnaðir sósialistar beijast f.o.f. fyrir þvi, að sósíaliskt lýðræði leysi af hólmi hið borgaralega lýðræði. Það þarf að brjóta niður aðskilnað stjómmála og framleiðslu, með því að byggja lýðræðið á ráðum, sem skipulögð era á vinnustaðagrundvelli. Slíkir full- trúar eiga ekki að hafa fast kjör- tímabil, heldur á að vera hægt að skipta um þá hvenær sem er. Tryggja þarf að almenningur fái Er þá miðað við kosningamar 1979, og hvort tveggja talið saman, «föstu»sætin og upp- bótar/j öfnunarsæti. Miðað við kosningalagadrögin og kosningarnar 1979 breytist þingmannatala flokkanna þannig: FLOKKUR ÁÐUR EFTIR Alþýðuflokkur 10 11 Framsóknarfl. 17 16 Sjálfstæðisfl. 21 23 Alþbandalag 11 13 Með þessum breytingum er þingmannatala kjördæmanna nokkuð færð í átt til aukinnar samsvörunar milli þingmanna- fjölda og íbúafjölda kjör- dæmanna, og eins fæst með þessu móti betri samsvörun milli atkvæðafjölda flokkanna á land- inu öllu, og þingmannatölu þeirra Lækkun kosningaaldurs Merkasta nýmæhð i stjórnar- skrárbreytingu þessari er þó lækkun kosningaaldurs. Þessi lækkun hefur þegar átt sér stað viða í nágrannalöndunum og löngu tímabært að hún kæmist einnig á hér á landi. Minnstu skiptir í þessu sambandi, hvort þessi breyting veldur einhveijum fylgisbreytingum hjá borgara- legu stj órnmálaflokkunum. Aðalatriðið er að þessi breyting verður ungu fólki mikil hvatning til stjórnmálaþátttöku, ekki aðeins við kosningar, heldur yfir- leitt. Verkalýðsöflunum og bylt- ingarsinnuðum sósíalistum sér- staklega gefst þar með færi á að snúa við þeirri öfugþróun sem vart hefur orðið undan- farið, að ungt fólk, sem á annað borð hefur skipt sér af stjómmálum hefur í vaxandi mæli skipað sér undir merki íhaldsins, en þeir sem hneigst hafa að vinstari stefnu hafa litið haft sig í frammi. -as jafnan greinargóðar upplýsingar um öll sfjómarmálefni, í stað þess laumuspils sem einkennir borgaralegt þingræði.Embættis- menn og dómara á að kjósa. Til að þetta geti orðið verður auðvitað að afnema séreign fárra á atvinnutækjum og fjár- magni, sem er undirstaða alls þess misréttis sem viðgengst nú, í félagslegu og pólitísku tilliti. Þá þarf að stytta vinnutimann vemlega til að alþýðu gefist raunveruleg tækifæri til að stýra eigin málum, og eru allar tækni- legar íorsendur tii þess þegar til staðar. Að sjálfsögðu getur slikt lýðræði ekki staðist án mál, funda og félagafrelsis, þ.á.m. frelsis til að mynda pólitíska flokka og samtök. I. Stjórnmálaástandið á Islandi markast einkum af dýpkandi efnahagskreppu auðvaldsþjóð- félagsins og undanhaldi verka- lýðshreyfingarinnar og flokka hennar gagnvart kjaraskerðing- aröflunum, ásamt úrræðaleysi þeirra frammi fyrir þessari kreppu. Umbótastefna og stéttasamvinna hinna borgara- legu verkalýðsflokka, - Alþýðu- flokksins og Alþýðubandalags- ins, - hefur leitt þá til samábyrgðar og þátttöku í því að ráðast á lífskjör verka- lýðsins auðvaldinu til hags- bóta. í því sambandi nægir að minna á að báðir þessir flokkar samþykktu hin svoköll- uðu Ólafslög i febrúar 1979. Þessi lög skertu kaupmátt launa verkafólks reglulega á þriggja mánaða fresti. Alþýðuflokkurinn barðist hatrammlega fyrir frekari kjaraskerðingu innan þeirrar rikisstjórnar sem þá sat við völd, og Alþýðubandalagið hefur í tvigang tekið þátt í því á vegum núverandi ríkisstjórnar að ráðast á visitölutryggingu launa og skerða kaupmátt, sérstaklega á síðari hluta sið- asta árs. Þessi framganga hinna borgaralegu verkalýðs- flokka kemur til af þvi að öll starfsemi þeirra og úrræði mið- ast við ævarandi tilvist auð- valdsþjóðfélagsins. Þeir verða því að taka fullan þátt í «að tryggja rekstrargrundvöll atvinnuveganna» og «berjast gegn verðbólgunni». Á kreppu- timum krefst það árása á kjör verkafólks á meðan allar ráðst^fanir miðast við gróða- hagsmuni auðvaldsins. Þessar aðstæður kalla á póli- tískan valkost sem gengur út frá þörfum verkafólks og meiri- hluta almennings i þessu landi, en ekki gróðahagsmunum auð- valdsins. Fylkingin telur að slik- ur valkostur hljóti að vera bylt- ingarsinnaður valkostur, þar sem kjör verkafólks verða ekki varð- veitt og bætt við núverandi kreppuaðstæður nema barist verði fyrir pólitískum og fél- agslegum ráðstöfunum sósial- ismans, sem umbylta auðvalds- Þó Fylkingin stefni þannig að afnámi borgaralegra stjórnar- hátta, er ekki þar með sagt að hún hafi enga afstöðu til bess, hvemig bæta má og tryggja lýð- réttindi og jafnræði hér og nú. Fylkingin er á móti hverskyns takmörkunum á kosningarétti, og fylgjandi kröfunni um algert jafnvægi atkvæða í kosningum. Fylkingin er einnig andvíg þing- rofsrétti rikisstjórna, ákvæðum um útgáfu bráðabirgðalaga og öðru því, sem gerir fámennum valdahópum kleift að stjóma án lýðræðislegs umboðs. Fylkingin er fylgjandi rýmri ákvæðum um þjóðaratkvæðagreiðslur og berst fyrir því að öll meiri háttar mál, t.d. herseta Bandarikjanna hér á landi, verði lögð fyrir þjóðina alla. Fylkingin er einnig andvíg öllum tilraunum til að skerða réttindi verkalýðsins til að skipuleggja sig, efna til aðgerða og yfirleitt ráða málefnum sínum, hvort sem slíkar skorður er að finna í stjórnarskrá eða sérstakri löggjöf. þjóðfélaginu. Þótt Fylkingin sé ekki stór og máttug, er hún eigi að siður einu stjórnmálasamtökin á Islandi sem fylgja verkalýðs- stefnu sem er sjálfri sér sam- kvæm; berjast fyrir byltingar- sinnaðri sósíalískri stefnu. Það er auðvitað mikilvægt að þessi stefna sé boðuð sem víðast, einnig í þingkosningum, og hún þarf sem fyrst að eignast ötula málssvara á Alþingi. Því er það mjög miður að Fylkingin telur sér ekki fært að bjóða fram í Alþingiskosningunum 23.april næstkomandi. II. Fylkingin hefur boðið fram í öll- um Alþingiskosningum siðan á árinu 1974. Hvers vegna ekki nú? Staðreyndin er að aðstæður og starfsskilyrði Fylkingarinnar hafa breyst töluvert frá því hún bauð fram 1974,1978 og jatn- vel 1979. Á þessum árum var hin svokallaða vinstri hreyfing enn þá til staðar og verulegt lífs- mark með henni á fyrri hluta timabilsins. Hér var fyrst og fremst um að ræða róttæka náms- og menntamenn sem vöknuðu til róttækrar baráttu á árunum 1967 - 1973, og báru uppi hreyfingar einsog Vietnam - hreyfinguna, Samtök Herstöðva- andstæðinga, Rauðsokkahreyf- inguna. maóistasamtök róttæka hópa í menntaskólum og Há- skólanum, að ógleymdri Fylk- ingunni sjálfri. Fylkingin sótti liðsmenn í þessa hreyfingu, og hún gat sótt i hana krafta og stuðning, þegar mikið lá við. Ljóst er að mikill hluti kjör- fylgis Fylkingarinnar kom úr þessum hóp. Þessi hreyfing er nú öll i upplausn og margir liðsmenn hennar, sem hafa ekki gengið til liðs við Fylkinguna leita nú á önnur mið, ymist utan stjórnmálanna eða á vett- vangi Alþýðubandalags, kvenna- framboða og jafnvel innan Bandalags Jafnaðarmanna. Önn- ur sambærileg hreyfing æsku- fólks hefur ekki vaknað til pólitiskrar baráttu. Þessi þróun hefur sett svip sinn á Fylkinguna, og óneitanlega veikt hana um sinn, þar sem hún byggði á styrk þessarar vinstrihreyfingar náms- og menntafólks. Fylkingin gerði sér grein fyrir þessari þróun, og reynt var að bregðast við henni, t.d. í framhaldi af 33. þingi samtakanna, þar sem bent var á kreppu gömlu vinstrihreyfingar- innar. En Fylkingunni tókst aldrei i raun að rífa sig lausa frá gömlu vinstri hreyfingunnu, einkum þar sem óljóst var , hvert annað hún ætti að beina sér, og hvernig það ætti að gerast. Á nýafstöðnu þingi Fylkingarinn- ar var ákveðið að bregðast við þessari þróun, með því að snúa sér endanlega frá gömlu vinstri hreyfingunni, og byggja samtökin þess í stað upp innan verkalýðshreyfingarinnar og meðal ungs skólafólks, sem er óspillt af fordómum og von- leysi hinnar gömlu vinstri hreyf- ingar. Það eru þessar breyting- ar og þau uppbyggingarverkefni sem tengjast þeim, sem Fylk- ingin mun takast við á næst- unni. Það er þetta starf, sem getur best búið Fylkinguna undir að taka þátt í siðari kosning- unum, hvenær sem þær kunna að verða. Ástæður þess, að Fylk- ingin tekur ekki þátt í kosning- unum 23. apríl næstkomandi, eru semsagt þær, að hún telur sig skipulagslega og starflega vanbúna til þess. Þáttaka í tvennum kosningum með stuttu millibili er mjög krefjandi fyrir lítil samtök, auk þess sem þátt- taka i kosningunum í april mundi falla illa að öðmm verk- efnum, sem samtökin hafa með höndum. Það fólst í ákvörð- unum síðasta þings Fylkingar- innar, að hún setti sér viðamikil verkefni, sem miða að þvi, að stórauka áhrif hennar og stétta- barattustefnu i verkalýðssamtök- unum. Þátttaka í Alþingis- kosningum getur auðvitað verið mikilvægur liður i sliku upp- byggingarstarfi. Eins og nú stendur á, mundi kosningaþátt- taka þó hafa f.o.f. truflandi áhrif á framkvæmd fyrstu verkefna Fylkingarinnar á þessu sviði, og því óheppileg. Fylkingin telur að hún muni styrkjast við það að sinna þessum verkefnum á næstunni í stað þess að bjóða fram, og gera um leið framboð Fylkingarinnar að vænlegri val- kost i þeim kosningum sem er að vænta siðar á árinu. Það er og eindregin viljayfirlýsing síðasta þings Fylkingarinnar, að boðið verði fram í síðari kosn- ingunum. III. I kosningunum er allt útlit fyrir, að hinir borgaralegu verka- lýðsflokkar tapi fylgi. Bæði kemur þar til langtimakreppa Alþýðuflokksins og klofningur smáborgaralegra lýðskrumara úr þeim flokki ásamt þrásetu Alþýðubandalagsins í ríkis- stjórnum.Þótt þessi fylgisrýrnun verkalýðsflokkanna sé til komin vegna stéttasamvinnu þeirra og almenns ræfildóms, boðar hún ekkert gott fyrir islenskt verka- fólk. Það er ljóst að sjálfstraust auðvaldsaflanna hefur aukist að undanförnu og þau tala nú opin- skátt um kjaraskerðingar eftir kosningar (t.a.m. Framsóknar- flokkurinn). Þvi verr sem verka- lýðsflokkarnir fara út úr kosn- ingunum og því betur sem borg- araflokkarnir koma út úr þeim, þess óhagstæðari verða styrk- leikahlutföllin fyrir verkafólk og aðra undirokaða hópa í þjóð- félaginu eftir kosningar. Kjara- skerðingarnar verða meiri. Niðurskurður félagslegrar þjón- ustu verður meiri. Líkurnar á af- námi réttar til fóstureyðinga vegna félagslegra aðstæðna verða meiri. Og þar frapi eftir götum, ef sjálfstraust og áræði borgaraaflanna aukast við kosn- ingasigur. I þessu sambandi skiptir fylgi Bandalags jafnaðarmanna eða kvennaframboða engu máli. Hvorugur hópurinn byggir á verkalýðshreyfingunni né höfðar til verkafólks. Þeir boða heldur ekki stefnu til lausnar efnahags- kreppunni verkafólki í hag. Bandalag jafnaðarmanna, eins og flestir lýðskrumsflokkar yfir- leitt, hefur í frammi vissa rétt- mæta afhjúpun á ríkjandi ástandi stjórnmálanna. Hins vegar eru allar lausnir þess meir eða minna fjandsamlegar verka- lýðnum, og nægir í þvi sambandi að minna á stefnu þess um að Framhald ó bls. 11. Hvað vill Fylkingin? Hvernig á að breyta stjórnarskránni?

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.