Neisti - 27.03.1983, Blaðsíða 8
íNeisti a.tbl. i»oa, bis. 8
A Iþjóðam ál
Þýskaland:
Hægri öflin unnu sigur, þrátt
fyrir almenna andstöðu gegn
kjarnorkuvigbiinaði og
atvinnuleysi.
Þýsku kosningarnar fóru
illa. Kristilegu flokkarnir, hœgri
öflin i Vestur-Þýskalandi, hlutu
nœr helming atkvœðanna, og
skorti aðeins 10 þingmenn til að
hafa hreinan meirihluta á sam-
bandsþinginu i Bonn, sem skipað
er 498 þingmönnum. Auðvaldið
um allan heim andar léttara, en
andstœðingar vigbtínaðar og
baráttumenn i röðum verkalýðs-
ins spyrja sig: Hvernig stóð
á þessu?
Það var mikið i húfi í
kosningunum í Vestur-Þýska-
landi, sem fram fóru 6. mars
s.l. Skoðanakannanir höfðu leitt
í ljós, að um 60% þýskra
kjósenda eru andvigir því, að
nýjum kj arnorkuflaugum verði
komið fyrir í Þýskalandi, og
aðrar kannanir bentu til þess að
traust þýskra kjósenda á utan-
ríkisstefnu Bandarikjanna og
NATO færi dvínandi. Er dregur
til úrslita í baráttunni um
nýtt skref í kjamorkuvigbún-
aðarkapphlaupinu, sem staðið
hefur undanfarið í Evrópu, var
'ekki nema von, að allra augu
beindust að kosningunum i
V-Þýskalandi.
Þar tókust á fyrst og fremst
kristilegu flokkamir, eindregnir
stuðningsmenn NATO og hem-
aðarstefnu Reagans Bandarikja-
forseta, og Sósíaldemókratar,
sem hvatt hafa til slökunar, og
ekki skuldbundið sig til að fara í
einu og öllu eftir fyrirmælum
herranna í Washington. Auk
þessara flokka buðu fram Fijáls-
lyndir Demókratar, sem þar til
nývérið höfðu myndað sam-
steypustjóm með Sósíaldemó-
krötum um árabil, en höfðu
hrossaskipti i september s.l.
og mynduðu stjórn með kristi-
legum. Þá buðu umhverfis-
verndarmenn fram sérstakan
lista.
Efnahagsmálin réðu
úrslitum.
Þó afvopnunarmálin hafi mjög
verið i brennidepli, og framá-
menn kjarnorkuveldanna reynt
að hafa áhrif á gang kosninga-
baráttunnar m.a. vegna þess,
réðu efnahagsmálin úrslitum.
Iðnframleiðslan í landinu
minnkaði um 9 lA % á seinni
hluta s.l. árs, og þjóðarfram-
leiðslan minnkaði á árinu öllu
um 1.2% frá því sem var
árið á undan, er hún minnkaði
um 0.2%. Atvinnuleysi jókst
geysimikið í framhaldi af þessu,
og samsvaraði 10.2% mannafl-
ans i janúar s.l.
Þrátt fyrir þessa þróun,
jókst vongleði auðjöfra eftir
valdatöku kristilegra í septem-
ber, og var því óspart beitt
i kosningabaráttunni, að sigur
Kristilegra og Kohls kanslara
myndi leiða til betri tiðar, þar
sem efnahagspólitík hans myndi
vænlegri til hagsbóta fyrir
«atvinnuvegina» og mundi draga
úr atvinnuleysinu.
Það fór og eftir, að daginn
eftir kosningarnar lifnaði yfir
verðbréfamörkuðum í Þýska-
landi. Sósíaldemókratar áttu fá
svör við þessum áróðri kristi-
legra. Margra ára stjómartið
þeirra án þess að lát væri
á kreppuþróuninni var síst
til þess fallin að vekja traust
kjósenda á flokknum, en kristi-
legir gátu vísað til þess hve
skammt er um liðið síðan þeir
tóku við stjórnartaumunum. Þó
nutu sósíaldemókratar vaxandi
fylgis fyrst eftir stjómarskiptin,
og tengdist það viðtækum mót-
mælaaðgerðum. I fylkiskosn-
ingum í Hessen, Bæjaralandi og
Hamborg unnu kratar á, og
nutu þar róttæks áróðurs er
þeir brugðu fyrir sig fyrst
eftir valdamissinn. En Adam
var ekki lengi í paradis, og brátt
óaði leiðtoga sósialdemókrata
við því, að efna til alls-
herjarvakningar gegn kreppu-
ráðstöfunum og kjamorkuvig-
búnaðinum, sem erfitt gæti
orðið að hemja, ynni þeir sigur
i þingkosningunum. Þeir hurfu
því aftur til fyrri loðmullu-
stefnu sem byggir í stómm
dráttum á að reyna að leysa
vandamálin með hallabúskap
rikisins, styrkjum til fallítfyrir-
tækja o.þ.h., án þess að
hrófla við fámennisstjórn auð-
magnseigenda. Þessi lausn
hefur reynst illa, og því fór sem
fór.
Græningjar og kratar
Það átti og nokkurn þátt i
ósigri krata, að bæði forystu-
menn þeirra og umhverfisvemd-
armanna gáfu lítið út á samstarf
vinstri flokkanna eftir kosningar.
Umhverfisverndarmenn eða
«græningjarnir» settu fram
ákveðin skilyrði fyrir því að taka
krata fram yfir kristilega
sem samstarfsaðila, en Vogel
kanslaraefni sósialdemókrata
svaraði þvi til að flokkur hans
gæti ekki lofað neinu fyrirfram.
Vinstri flokkarnir voru því ekki
sameinaður ríkisstjórnarvalkost-
ur gegn samsteypu kristilegra
og frjálsra demókrata, og varð
það ekki til að treysta fylgi
sósialdemókrata. Græningjar
nutu hinsvegar andúðarinnar á
fjölgun flauga i Þýskalandi, sem
fyrr er getið, en þeir eru
ákveðnir andstæðingar aukins
kj arnorku vígbúnaðar, auk
annars.
Það olli því að í fyrsta
sinn frá þvi rétt eftir seinni
heimsstyijöld tókst stórnmálaöfl-
um til vinstri við sósíaldem-
ókrata að koma þingmönnum að,
og má það vera sósíalistum
nokkur huggun harmi gegn að
þessu sinni.
-/as
Nú er ljóst að Israelsher
fer ekki sjálfviljugur út úr
Suður Líbanon. Herinn hefur
hafið framkvæmdir við varan-
leg hernaðarmannvirki og
fréttir hafa borist um undir-
búning að landnámi gyðinga í
Suður Líbanon. Trúarleiðtogar
gyðinga hafa sett fram kröfur
um að Suður Líbanon verði inn-
limað í Ísraelsríki vegna
þess það hafi verið á yfir-
ráðasvæði Salomóns.
Þrátt fyrir að nokkuð hafi
kastast í kekki með síonistum
og Bandarikjastjórn upp á sið-
kastið vegna framkomu isra-
elskra hermanna gagnvart
bandariskum i Beirút, virðist
þessi stefna þó að minnsta
kosti njóta þegjandi samþykkis
Bandaríkjastjórnar sem sannar
þar meþ rétt einu sinni;að allt
atferli sionista hvort heldur er
fjöldamorð á Palestínumönnum
eða innlimun nágrannaríkjanna
í augum Bandaríkjastjómar
nauðsynlegur kostnaður af því að
viðhalda þessum útverði banda-
rískrar heimsvaldastefnu
að vera einn hinn harðasti
í manna minnum. Matur er
mjög af skornum skammti og
læknisþjónusta engin.
Pyntingar og misþyrmingar
a föngum eru regla frekar en
undantekning og alls ekki
bundnar við yfirheyrslur heldur
miklu fremur skaplyndi og and-
legt ástand fangavarða. Enn
fremur eru fangar sem haldið
er innan Israels stundum fluttir
inn á Kibutsa -þar sem land-
nemarnir fá að betja þá að
vild. Konur og börn eru ekki
síður áhugasöm en hermennirn-
ir og taka virkan þátt í
þessari skemmtun.
Öðru hvoru koma sveitir
kristinna manna inn í fangabúð-
irnar og hafa á brott með sér
fanga og þarf enginn að fara
í grafgötur með hver séu
örlög þeirra. Einnig munu
ísraelsmenn sjálfir framkvæma
fjöldaaftökur öðru hvoru þótt
þeir beiti yfirleitt falangistum
fyrir sig til slíkra verka. Það
má því með sanni segja
að fangabúðir ísraelsmanna séu
útrýmingarbúðir.
Að lokum má geta þess
að fangar eru merktir eftir
þjóðerni, t.d. bera Líbanir
hvítann kross og Palestínumenn-
irnir, já lesandi góður það er
rétt til getið, þeir eru merktir
með gulri stjörnu.
-jaki-
i klóm Sionista.
Þegar skoðaðar erú frétta-
myndii frá Suður Libanon vekur
það strax athygli að á þeim
sést varla nokkur karlmaður
nema srnásveinar yngri en tólf
ára og karlægim öldungar. Hvar
eru karlmennirnir, spyrja margir
sig, eru þeir lifs eða liðnir?
Sem betur fer eru flestir þeirra
lifandi því að langflestir vopn-
færir karlmenn jafnt Libanir
sem Palestinumenn hörfuðu frá
Suður Libanon með herjum PLO
og sveitum líbanskra vinstri-
manna. Margir féllu þó og
að þvi talið er eru allt
að 15.000 manns í fangabúðum
síonista í Libanon og ísrael.
Fangarnir eru jafnt konur sem
ikarlar og' langflestir eru
óbreyttir borgarar sem hand-
teknir voru eftir að ísraelsher
tók Suður Líbanon.
Ailmargir Evrópu- og Asíu-
menn voru i hópnum og til-
kynntu síonistarnir því um hand-
töku fjöldamargra «þekktra
hryðjuyerkam.anna» og. var því
slegið upþ sTtorsíðum blaða á
Vesturlöndum. Lítíð hefur þó
farið fyrir slíkum uppslætti
upp á síðkastið vegna þess
að flestir«hryðjuverkamennimir»
reyndust starfsmenn ýmissa
hjálpar- og líknarféla&a og
afgangurinn var fréttamenn og
túristar sem lent höfðu i klóm
ísraelshers. Flestu þessu
fólki var sleppt ásamt börnum
yngri en tólf ára en öðrum
Líbanon
jafnt konum sem körlum, haldið
eftir.
Við fyrstu sýn virðist þessi
mikli fjöldi fanga vera mikill
sigur fyrir síonistana en það
eru einmitt þessir fangar sem
eru nú einn helsti höfuðverkur
Israelsstjórnar.
Israelsstjóm viðurkennir ekki
að þetta fólk sé stríðsfangar
og hefur því Genfarsáttmálann
um meðferð stríðsfanga að engu.
stjórnin heldur þvi fram að
fangarnir séu hryðjuverkamenn
og því ótýndir glæpamenn og
trúarleiðtogar gyðinga segja þá
af óæðri kynþætti og því
séu hrannvíg leyfileg - en það
er einmitt þessi fullyrðing
ísraelsstjómar sem er búin að
koma henni i vandræði, því
samkvæmt lögum i ísrael á að
leiða hryðjuverkamenn fyrir rétt
og dæma þá.
Andstæðingar Israelsstjómar
innanlands hafa þvi séð sér
leik á borði vegna þessarar
þverstæðu. Leah Tsemel lög-
fræðingur sem svo oft hefur
leikið ríkisstjórn og ráðandi öfl
grátt í réttarsölum, hefur nú
tekið að sér mál þeirra sem
handteknir hafa verið i Suðui
Líbanon. Alls hafa fjölskyldur
5000 palestinumanna og Lib-
ana sem ísraelsmenn eru taldir
hafa í haldi, falið Tsemel
að annast mál þeirra fyrir
rétti i ísrael og fleiri munu
fylgja i kjölfarið.
Fyrsta skret lögfræðinganna er
að fá úskurð hæstaréttar um
réttarstöðu þessara fanga og gaf
rétturinn ríkisstjórninni 60 daga
frest til að undirþúa málsvörn
sína. Þegar úr því fæst
skorið hvort fólkið er stríðs-
fangar og njóti réttar sem slíkir
eða afbrotafangar, munu lög-
fræðingarnir haga málssókn
sinni eftir því.
Það er eins gott að þessi
mál gangi fljótt fyrir sig fyrir
dómstólunum því ástandið i
fangabúðunum mun vægast sagt
bágt.
Þar er fyrst að telja að
margir fanganna hafa ekkert
húsaskjól heldur dveljast þeir
annað hvort í tjöldum eóa hafa
teppi til að breiða yfir sig.
Menn geta rétt ímyndað sér
hvernig aðbúnaðurinn er ef
tekið er með í reikninginn
að veturinn í Líbanon er búinn