Neisti - 27.03.1983, Blaðsíða 6

Neisti - 27.03.1983, Blaðsíða 6
Neisti 3.tbl. 1983 bls.6 35.þing FBK «...þing sem getur skipt sköpum fyrir framtið Fylkingarinnar.» ♦ I tilefni af nýafstöðnu þingi Fylk- ingarinnar lögðum við fyrir Pétur Tyrfingsson fáeinar spurn- ingar, sem gera má ráð fyrir að stuðningsmönnum og velunnur- um Fylkingarinnar leiki hugur á að fá svör við. - Nú er þingi Fylkingarinnar lokið. Sumir kunna að spyrja hvort ekki hafi verið einhverjar hreinsanir og hvort samtökin hafi ekki klofnað eða munu klofna. Þetta var sameiningarþing og til klofnings kemur ekki. Það verða að sjálf sögðu engar «hreinsanir» i Fylkingunni. Við störfum ekki þannig. meiri- hlutinn rekur ekki minnihlutan á brott, bara vegna- þess að um minnihluta er að ræða. í okkar samtökum þvælist minni- hlutinn heldur ekki fyrir. Við sýnum öll samtökunum hollustu og minnihlutinn krefst þess að fá rétt til að leggja samtökunum lið. - Það yfirgefur þá enginn sam- tökin i kjölfar þingsins? Fylkingin er mjög fáliðuð. I flestra augum ætti það að vera auðveldara en ella fyrir fólk að yfirgefa hana, þennan fá- menna hóp með svo lítil áhrif. Fylkingin býður félögum sínum heldur ekki upp á nein forrétt- indi, bitlinga og síst af öllu er Fylkingin ákjósanlegur vettvang- ur til að svala framagimd og metnaði. Það er ekkert af þessu tagi sem heldur i félaga samtak- anna.Fólk furðar sig þá kannski á því hvers vegna minnihluti eða þeir sem lenda upp á kant í Fylkingunni, yfirgefa hana ekki samstundis. En þá er heldur ekkert tillit tekið til okkar póli- tikur og algerlega litið framhjá þvi hvers konar fólk er i okkar samtökum. Fólk er i Fylking- unni vegna pólitískrar sannfær- ingar og hollustu við byltingar- stefnu sósialismans, sem ekki er hægt að starfa fyrir nema byggja upp nýjan verkalýðsflokk i landinu. Fylkingin er að reyna að byggja upp þennan flokk. Það eru engin önnur samtök sem fást við það verkefni. Fólk sem tekur þetta verkefni alvarlega hverfur ekki frá, þótt það lendi i árekstmm og minnihluta. Og þeir sem fá meirihluta í slikum samtökum, haga sér ekki eins og furstar í smáriki gagnvart erfða- fjendum. Deilur okkar núna síð- asta eitt og hálfa árið hafa auð- vitað verið miklar, og átökin hörð og erfið. Það stafar af því að fólk hefur verið að deila um framtið samtakanna og hvemig þeim beri að starfa og bijótast út úr þeim ógöngum sem þau hafa hafnað í, - aðallega vegna ytri aðstæðna. Hér er fólk að deila um sitt eigið lif og hvemig það ætlar að verja þeirri starfs- orku sem það hefur aflögu þegar brauðstriti sleppir. Okkar félagar líta svo á að lif þeirra sjálfra sé bundið framtíð Fylkingarinn- ar. Þess vegna em okkar deilur alvarlegri og að sumu leyti harð- ari en í öðmm flokkum. En þær snúast ekki um auð, völd, for- réttindi eða persónulegan metn- að. Einmitt þess vegna eigum við lika auðveldara með að ná saman að nýju. Fólk gengur lika i okkar sam- tök af fúsum og frjálsum vilja, vitandi það að þau starfa að einni stefnu samkvæmt áætlunum og aðferðum sem meirihlutinn á- kveður. Ef einhverjir sætta sig ekki við það og gera annað, verða þeir að ganga til liðs við ein- hver önnur samtök eða flokk. Ée á ekki von á að slík mál komi upp. Þar að auki eru flestir dauð- fegnir að erfiðri þingumræðu er lokið og hægt er að snúa sér að starfi samtakanna út á við. - Þú segir að deilt hafi verið um framtið samtakanna og hvernig þeim beri að brjótast út úr þeim Ógöngum sem þau hafa hafnað i, einkum vegna ytri aðstæðna ? Hvað áttu við með þessu? Ég á við það, að hin svokallaða «vinstrihreyfing» sem samanstóð af pólitisku samtökunum til vinstri við Alþýðubandalagið, hreyfingum og samfylkingar- samtökum sem byggð voru upp í kringum baráttuna gegn Viet- namstriðinu, gegn hemum og NATO hér á Islandi, róttækum kvenfrelsishópum ó.sv.fr. — var hreyfing sem hvíldi fyrst oe fremst á róttækum stúdentum og menntamönnum.Þetta var svona víða um lönd. Það sem hefur svo verið að gerast frá þvi um 1976 til '78 er að stúdentarnir fyrrver- andi og menntamennimir nú- verandi hafa gengið til liðs við stóm umbótasinnuðu verkalýðs- flokkana, vinna að því að koma sér áfram á framabrautinni ýmist í ríkiskerfinu einhvers staðar, fjölmiðlaheiminum eða listinni. Sumir em allir i einkalífinu. Með öðrum orðum hefur það gerst að félagslegur gmndvöllur Fylk- ingarinnar er brostinn, að svo miklu leyti sem þessi gmndvöll- ur var myndaður af róttækni- þróun námsmanna og mennta- manna. Sem uppspretta liðs- manna til að ýta nýjum verka- lýðsflokki úr vör, þá er þessi hreyfing steindauð. Hún bjó yfir þróunarmöguleikum áður fyrr, en ekki lengur. Þessum nýju aðstæðum hefur Fylkingin ekki mætt sem skyldi. Hún hefur starfað eins og hún hefur alltaf starfað: gefið út Neista, verið með Rauða verkalýðseiningu 1. Maí, reynt að halda úti starf- semi og starfað eins og þessi gamla vinstrihreyfing væri enn þá til. Á meðan hefur hún eins og alltaf höfðað til verkafólks, en staðið utan við samtök þess að mestu. Þessu var nauðsyn- legt að breyta. í nokkur ár var ekkert aðhafst og samtökin störfuðu með það eitt i sigtinu að halda lífi og búa sig undir betri tíð. - ...og hvernig á svo að bregðast við þessu? Með þvi að samtökin beina sér að öðru félagslegu umhverfi. Við munum beina okkur beint og milliliðalaust að verkafólki; og við munum beina okkur að mjög ungu skólafólki. Hvort tveggja krefst sérstakra skipulagslegra viðbragða. I fyrsta lagi þurfum við að beina okkur til verkafólks. Þetta verður ekki gert með þvi einu að höfða til þess í okkar blaði en standa enn sem fyrr utan við skipulögð samtök verkafólks og vinnustaðina. Við verðum einfaldlega að staðsetja okkur^á heppilegum stöðum í atvinnulífinu 'og verkalýðshreyf- ingunni og vinna þar að okkar stefnumiðum. Það er engin önn- ur leið til. Þetta þýðir að félagar- samtakanna verða skipulagðir og hvattir til að skipta um vinnu og félagslegt umhverfi, þ.e. vinna verkamannavinnu. Við höfum kallað þetta «landnám i atvinnulifinu og verkalýðshreyf- ingunni». — I öðru lagi þurfum við að skipuleggja æskulýðs- starfið sérstaklega. Við munum ekki ná til ungs skólafólks eins og samtök okkar eru nú. Við erum orðin of gömul sjálf. Það unga fólk sem hefur gengið til liðs við okkur þarf að skipuleggja sér- staklega í samræmi við verk- efnin, starfstakt og félagslegt umhverfi. Fylkingin i heild getur ekki lagað sig að þessu umhverfi. I henni er nú fyrst og fremst launafólk með lífið í tiltölulega föstum skorðum og það getur Stefna Fylkingarinnar um «Landnám i atvinnulifinu» er I samræmi við alþjóðlega stefnu Fjórða Alþjóðasam- bandsins. Þessi mynd sýnir, hvernig hvernig hin alþjóð- lega greining og lína koma Teckning: LEIF ALMQVIST sænska teiknaranum Leif Malmquist fyrir sjónir, en hann teiknar fyrir «Inter- nationalen, blað Sviþjóðar- deildar Fjórða Alþjóðasam- bandsins. ekki starfað eins og námsmenn- irnir forðum; - nú getur maður ekki starfað í upphlaupum og skorpum, þar sem t.d. skróp í skólanum er miskunnarlaust notað í þágu samtakanna. - Er þetta landnám i verkalýðs- hreyfingunni ekki einhver patentlausn? Ég er viss um að margir spyrja þessa. Er það virkilega meiningin að breyta félögum Fylkingarinnar í verka- fólk með þvi að senda þá út til að vinna verkamannavinnu? Við ætlum okkur auðvitað ekki að byggja upp verkalýðsflokk með þeirri aðferð að taka alltaf inn nýliða úr röðum námsmanna en breyta þeim síðan í verka- fólk. Þetta er engin almenn lina sem fylgt verður hér eftir um alla framtið. En við getum ekki byggt upp verkalýðsflokk við núverandi aðstæður nema nota þann mann- afla og þann styrk sem við höfum núna, staðsetjum félaga mitt á meðal verkafólks til að afla sam- tökunum stuðnings og nýrra meðlima í krafti þeirrar stöðu. Það verkafólk sem við fáum með tímanum til liðs við samtökin verður það fólk sem framtíðar uppbygging verkalýðsflokks hvílir á, en ekki þessir fyrr- verandi náms- og menntamenn sem nema land í verkalýðs- hreyfingunni núna. - En leysir þetta eitthvert vandamál? Þetta leysir það vanda- mál að við náum yfirleitt til verkafólks með okkar stefnu. Við staðsetjum okkur meðal verka- fólks og í samtökum þess. Það hefur einmitt verið okkar vanda- mál að standa fyrir utan verka- lýðshreyfinguna með okkar stefnu og boðskap. - Glatast ekki menntafólkið ef það fer i verkamannavinnu, verður það ekki óvirkt i póli- tík eins og flest verkafólk er nú til dags? Að óttast að vera verkamaður eða verkakona og halda að maður glati hinni pólitísku hreyf- ingu gangi maður til liðs við og deili kjörum með verkalýðsstétt- inni, eru hleypidómar gagnvart verkafólki. Umhverfi verkafólks og alþýðufólks yfirleitt er langt- um uppbyggilegra umhverfi en fyrra umhverfi Fylkingarinnar. Eg hef verið verkamaður núna frá því ég hætti námi og mér hefur aldrei liðið betur á ævinni. Fólk þarf ekkert að

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.