Neisti - 27.03.1983, Blaðsíða 9
Alþjóðam ál
r— Viet-nam
Neisti 3.tbl. 1983, bls.9
E1 Salvador
Stuðningur við tillögur
FDR/FMLN um viðræður fer
vaxandi
Bandaríkjastjórn berst eins og ljón á móti
Ríkisstjórn Bandaríkjanna mun
aldrei styðja það að hafnar verði
viðræður milli stjórnarinnar i E1
Salvador og frelsishreyfingarinn-
ar.
Þetta var inntak yfirlýsingar
George Schultz utanrikisráð-
herra Bandarikjanna á fundi með
utanríkisnefnd Bandaríkjaþings
16. febrúar siðastliðinn.
Tillögur FDR/FMLN
um viðræður.
26. október á síðasta ári lagði
frelsishreyfingin FDR/FMLN
fram tillögu um að tafarlaust
yrðu hafnar viðræður milli FDR/
FMLN, ríkistjórnar E1 Salvador
og Bandarikjastjórnar. Ekki yrðu
sett nein fyrirfram ákveðin skil-
yrði og allar spurningar yrðu
opnar. Alþjóðlegir áheyrnarfull-
trúar yrðu viðstaddir og niður-
stöðurnar yrðu bomar undir
þjóðina. Hugmyndin var sú að
þessar viðræður yrðu fyrsta
skrefið í átt að samningavið-
ræðum.
I viðtali við franska
blaðið Le Monde 9. feb. sagði
Guillermo Ungo leiðtogi bylt-
ingarsinnuðu lýðræðisfylkingar-
innar (FDR):
«Á sama tíma og við gerum
þetta tilboð er að koma i ljós að
að frumkvæðið er í okkar hönd-
um. Við gerum þetta tilboð ekki
vegna veikrar stöðu okkar. Hins
vegar er okkur ljóst að með tilliti
til óska þess sívaxandi fjölda sem
þráir frið megum við ekki sóa
timanum.»
Stuðningur við hug-
myndina um viðræður
fer sivaxandi.
Nátttröllin í Hvíta húsinu og
Pentagon er i þann veginn að
daga uppi. Meðan þau ítreka það
að þau hafni öllum tillögum um
viðræður fá þessar tillögur stöð-
ugt meiri stuðning, bæði í E1
Salvador, Bandaríkjunum og
annars staðar í heiminum.
f E1 Salvador hafa ýmsir aðilar
tekið undir tillögur FDR/FMLN
og má þar nefna verkalýðs-
samtökin CUS, kaþólsku kirkjuna
og æskulýðssamtök Kristilega
demókrataflokksins. Einnig hef-
ur hópur ungra herforingja birt
opið bréf þar sem þeir hvetja
stjómina til að ganga til samn-
inga.
Rikisstjómir Mexíkó, Venezú-
ela, Panama, Kúbu, Nicaragua
og fleiri rikja svo og Samtök
óháðra ríkja hafa hvatt til við-
ræðna.
Bandarikjastjórn berst
gegn viðræðum.
Á runai meo utmiríkis
nefnd öldungardeildar Banda-
rikjaþings 2. feb. sagði Thomas
Enders, sem fer með málefni
Ameríku í ríkisstjórninni: «Ef við
reynum að beita áhrifum okkar
til að rikisstjórn E1 Salvador
gangi til samninga við skæru-
liða á jafnréttisgrundvelli eigum
við á hættu að hún falli.»
En fall ríkisstjómar E1 Salva-
dor er lika yfirvofandi verði ekki
gengið til samninga - nema að-
stoð Bandarikjanna aukist til
muna og bein hemaðaríhlutun
gæti jafnvel reynst nauðsynleg.
Bandaríkjastjóm óttast líka að
gangi stjórnin í E1 Salvador til
viðræðna muni það hafa i för
með sér meiri alþjóðlega viður-
kenningu á frelsishreyfingunni,
sem aftur muni gera Bandaríkja-
stjórn torsóttara að auka aðstoð
sína.
Það er þó nógu torsótt þótt
viðræður verði ekki hafnar.
Nýtt Vietnamstrið,
þegar tapað?
Innan Bandarikjanna fer and-
staðan við aðstoð við E1 Salvador
stöðugt vaxandi. Æ fleiri líkja
ástandinu við Vietnamstriðið og
vara við að Bandaríkin fari aftur
út i sams konar ógöngur.
Margir líta svo á að striðið sé
tapað. Blaðið Miami Herald
hafði 3. feb. eftir herforingjanum
Wallace Nutting «að þótt hann
vildi ekki hvetja til beinnar íhlut-
unar bandariskra hermanna áliti
hann að hernum í E1 Salvador
mundi aldrei takast að vinna al-
geran hernaðarsigur án slíkrar
íhlutunar.»
«Það má vera hverjum þeim
ljóst sem les blöðin að banda-
menn okkar eru ekki að sigra i
þessu striði» er haft eftir þing-
manni nokkrum og annar sagði:
«Við höfum eytt 748 milljón doll-
urum, við nálgumst einn milljarð
og hvaða árangur getum við
sýnt? »
I siðasta mánuði greiddu 93
þingmenn atkvæði með ályktun
þess efnis að algerlega yrði látið
af hemaðaraðstoð við E1 Salva-
dor, enda hefði Reagan mistekist
að sýna fram á framfarir i mann-
réttindamálum.
Forysta verkalýðshreyfingar-
innar i Bandaríkjunum hefur ekki
verið þekkt fyrir róttækni og t.d.
gagnrýndi hún aldrei stefnuna í
Víetnam á sinum tíma. En í bréfi
frá 19. jan. hvetja þrír af helstu
forystumönnum bandaríska
alþýðusambandsins AFL-CIO til
að bundinn verði endir á alla
hernaðaraðstoð við E1 Salvador.
Einn þessara manna, • Jack
Sheinkman, er þekktur sem einn
helsti talsmaður afturhaldsamrar
og heimsvaldasinnaðrar utan-
rikisstefnu innan AFL-CIO.
Fjölmiðlar í Bandarikjunum
verða einnig stöðugt gagnrýnni á
stefnu stjómarinnar í Mið-Ame-
ríku og í leiðurum fjölmargra
meiriháttar blaða hefur stjómin i
Washington verið hvött til að
hafna ekki möguleikanum á
samningaviðræðum.
Enn sem komið er er þó engan
bilbug á stjóminni að finna. Hún
stefnir að aukinni aðstoð við E1
Salvador, bæði efnahagslegri og
hernaðarlegri, m.a. með þvi að
senda þangað fleiri hernaðarráð-
gjafa.
Opinberlega eru þeir nú 40-50
en að öllum líkindum eru þeir
miklu fleiri. Bandarikjastjóm
hefur fram að þessu neitað því að
þeir hafi tekið þátt i bardögum,
þótt margir fullyrði að í raun
stjómi þeir hemaðaraðgerðum.
Erfiðara hefur reynst að neita því
eftir að einn ráðgjafinn særðist í
bardögunum um bæinn Berlín í
byrjun febrúar. Þó var rejmt að
klóra i bakkan með þvi að veita
yfirmönnum ráðgjafans ákúmr.
Sýnum alþýðu E1 Salvador
samstöðu
Eins og Guillermo Ungo sagði
er frelsishreyfingunni mest í
mun að binda endi á átökin og
ógnirnar sem fyrst. «Við hófum
ekki þetta strið. Það var stjómar-
klikan og herinn sem þröngvuðu
þvi upp á okkur» er haft eftir
skæruliðaforingjanum Fremán
Cienfuegos. Og stjórnarklikan og
herinn geta ekki unnið þetta
strið. En það getur tekið frelsis-
hreyfinguna langan tíma að
vinna endanlegan sigur.
Bandarikin munu hafa það eitt
upp úr krafsi sinu að draga átök-
in á langinn, draga þjáningar
salvadorönsku þjóðarinnar á
langinn.
Það er ekki sist andstaðan i
Bandarikjunum og viða um heim
sem hefur komið i veg fyrir beina
hernaðaríhlutun I E1 Salvador og
viðar i Mið-Ameriku. Mikilvægi
virkrar samstöðu með alþýðu E1
Salvador hefur sannast nií þegar.
Með enn öflugra samstöðustarfl
getum við komið i veg fyrir að
þetta strið dragist enn á langinn,
valdi dauða þúsunda manna,
valdi hundruðum þúsunda
ómældum þjáningum. Jafnvel
liðveisla þin sem þetta lest getur
skipt máli.
Intercontinental Press/eó
Árangur þrátt fyrir erfiðleika
Efnahagslíf Viet-nama tók
uppörvandi framförum á
siðastliðnu ári, þrátt fyrir
gífurleg vandamál, sem herj-
að hafa á þá frá lokum
stríðsins 1975.
Tu Huu, aðstoðarfor-
maður rikisráðsins, lét svo
um mælt í september síð-
astliðnum: «í fyrsta skipti
hefur okkur tekist að full-
nægja þörf okkar fyrir fæðu
að miklu leyti, án þess að
þurfa að flytja verulega mik-
ið inn af matvælum.»
Uppskeran 1982 sló öll
fyrri met-var 16.3 millj. tonn.
Áður hafði hið árlega meðal-
tal 1976-80 verið um 13 millj.
tonna. Ef tekst að ná þvi
marki, sem sett hefur verið á
þessu ári, sem er 17 millj.
tonna, verður Viet-nam orð-
ið sjálfu sér nægt um korn-
mat i fyrsta sinn siðan i siðari
heimsstyij öldinni.
Fiskurinn, sem skipar
fastann sess i mataræði Viet-
nama, hefur ekki verið til,
nema í litlu magni. Árið
1982 var hins vegar hafinn
útflutningur á fiski.
Framleiðsla útflutningsaf-
urða hefur einnig aukist, og
iðnaðarhráefni, eins og t.d.
gúmmí og sojabaunir, fóru
yfir markið, sem menn
höfðu sett sér.
Framfara varð einnig
vart i iðnaðinum á ýmsum
sviðum. Rafmagn, kol, eína-
framleiðsla .steypa .málmiðn-
aður, vélafr amleiðsla, áburð
ur, og neysluafurðir falla hér
undir. Smáiðnaður og hand-
iðja hafa einnig aukið fram-
lag sitt til heildarafkasta
þjóðarinnar.
Utflutningur hefur einnig
vaxið hröðum skrefum- úr
369 millj. dollara 1981 í
430 millj. dollara 1982, og
dreifing afurðanna innan
Vietnam hefur einnig aukist
vegna framfara sem orðið
hafa orðið á samgöngum á
milli norður- og suðurhluta
landsins.
(ICP/IP)
Hverjir borga brúsa
frjálshyggjunnar?
Á síðastliðnu ári var meir
en 70.000 tonnum af
ávöxtum, grænmeti og öðrum
landbúnaðarafurðum fleygt á
Bretlandseyjum, til að draga
úr framboði og halda uppi
verðlagi. Þessum jarðar
gróða var ekið á haug að til-
lögum Markaðsnefndar land-
búnaðarins, að því er segir
í skýrslu frá Efnahagsbanda-
lagi Evrópu.
Fyrir skömmu skýrði
UNICEF, eða Bamahjálpar-
sjóður Sameinuðu þjóðanna
frá þvi, að á þessu sama
ári hafi 40.000 böm dáið
á degi hverjum að meðal-
tali, vegna næringarskorts.
(Granma)
Frakkland:
Stjórnin fékk slœma útreið i
sveitarstjórnarkosningunum.
Fyrri umferð sveitarstjórnar-
kostninganna i Frakklandi
lauk með ósigri stjórnar-
flokkanna, sósíalista og
kommúnista, en borgaraflokk-
anrir unnu á. I Frakklandi
er kosið i tveim umferðum,
og því fyrri umferðin helst
til frásagnar um flokkafylgi,
þar sem kjósendur haga mjög
atkvæðum sinum í seinni
umferðinni eftir vinningslik-
um kjósenda.
Atkvæðahlutföllin vom sem
hér segir; i bæjum með
yfir 30.000 ibúa, skv. út-
reikningum stórblaðsins Le
Monde; og eru siðustu sveitar-
stjórnarkosningar árið 1977
hafðar til samanburðar:
rekið grimmilegan áróður
gegn henni um leið og hún
hefir ráðist að lifskjörum
verkafólks.
Frakklandsdeild Fjórða
Alþjóðasambandsins bauð
fram lista viðsvegar um landið
ásamt samtökunum «Lutte
Ouvriere» (Verkalýðsbaráttan)
og náðu þessi samtök svip-
uðum árangri og í fyrri
kosningum. I 33 bæjum
hlutu listar byltingarsamtak-
anna milli 3 og 6%, og á
stöku stað meira, í borginni
Hérounville var byltingarsinn-
aður borgarfulltrúi kjörinn. í
Paris náðu byltingarsinnar
ekki nema u.þ.b. 1% at-
kvæða. Athygli vekur þó að
1977 1983
Verkalýðslfokkamir 44.77% 51.74%
Borgaraflokkarnir 52.98% 46.74%
I seinni umferð forseta-
kosninganna 1981 fékk Mitter-
and, frambjóðandi sósíalista
54.27% atkvæða.
Af úrslitunum er ljóst
að frammistaða vinstristjórn-
arinnar i Frakklandi hefur ekki
aukið henni fylgi, enda miðar
litt í baráttunni við atvinnu-
leysið, og kaupmáttur launa
hefur rýrnað. Þetta hefur
gerst þrátt fyrir það að
rikisstjómin hefur undanfarið
tekið upp á því að styrkja
fyrirtæki í stórum stil til
að auka framleiðni og bæta
samkeppnisaðstöðu þeirra.
Franska auðvaldið hefir
reyndar ekki launað þessar
gjafir með velvild í garð
vinstristjórnarinnar, heldur
þessu sinni, að byltingarsinn-
aðir listar náðu nú mjög góð-
um árangri i verkamanna-
hverfum i iðnaðarborgunum.
Atkvæðin virðast með öðrum
orðum koma úr annarskyns
félagslegu umhverfi nú en
fyrr, þó fylgið sé svipað
í tölum talið. Félagar okkar
voru að vonum ánægðir með
það, og er þetta visbending
um vaxtarmöguleika bylt-
ingarsamtakanna meðal
verkalýðsins.
I seinni umferð kosninganna
hvöttu byltingarsinnar stuðn-
ingsmenn sina til að kjósa
frambjóðendur umbótasinn-
uðu verkalýðsflokkanna.
(Rouge)