Neisti - 08.03.1984, Qupperneq 29

Neisti - 08.03.1984, Qupperneq 29
Grenada Efst eru Kúbumenn á 1. maí s.l. í St. Georges, höfuðborg Grenada, í miðið fjöldafundur á Grenada, neðst undirbúa bandarískir landgönguliðar skot- árás. Upplausnarástandið innan hersins var svo alvarlegt að uppreisn hefði brotist út innan nokkurra daga. Þeir hefðu ekki verið færir um að stjórna landinu, því þó þeir hefðu náð landinu, höfðu þeir hvorki unnið fólki né byltinguna. Vinnandi fólk á Grenada hafði glatað ákafanum og orkunni og hætt áreynslunni og því sjálfboðastarfi sem það hafði lagt byltingunni til í fjög- ur og hálft ár. Byltingarherráðið gat ekki reiknað með meira en 2 prósent stuðningi, eftir at- burðina 19. okt. og útgöngubannið. Efnahagslífi hefði staðnað. Grenada hefði gjörsamlega einangrast frá um- hverfinu. Hvernig myndir þú draga saman helstu lœrdómana af falli verkamanna og bœndastjórnarinnar á Grenada? Það mikilvægasta er að hefja vísinda- lega og hlutlausa rannsókn, sem leiði í Ijós og skýri þær alvarlegu villur sem NJM gerði, greina í sundur huglægar og hlutlægar ástæður sem lágu til mistak- anna, draga saman Iærdóma og ályktan- ir af þessari greiningu og auðga með þeim byltingarsinnaða fræðikenningu og nýta í byltingarstarfi. Jákvæður árangur, ávinningar af for- dæmi byltingarinnar á Grenada verða enn að gefa okkur kjark og hugmyndir, og veita okkur leiðsögn þegar við höld- um áfram baráttunni gegn heimsvalda- stefnunni og handlöngurum hennar, gegn nýlendustefnu, ný-nýlendustefnu og fasisma. Við megum ekki láta hugfallast vegna hinna sorglegu áfalla 19. og 25. október. Heldur eigum við að efla bjartsýni og traust með því að halda áfram að krefj- ast hraustlega tafarlauss brottflutnings alls erlends herafla, og að yfirráðum Bandaríkjanna á Grenada ljúki. Það verður að binda endi á herferð ofsókna og ógnanna gegn NJM og fylgismönnum hennar og stuðningsmönnum byltingar- innar. Við eigum líka að fordæma her- ferð afturhaldsins um gjörvallar Kara- bísku eyjarnar, sem notfærir sér atburð- ina á Grenada til að berja niður öll fram- faraöfl í andheimsvaldasinnuðu- og verkalýðshreyfingunni. Sem stendur eigum við að leggja mikið af mörkum til að styðja félaga okkar í Nícaragúa sem standa frammi fyrir inn- rás sem Bandaríkjamenn styðja, eða taka ef til vill beinan þátt í. Það er tími til kominn að allt framfara- og byltingar- sinnað fólk í heiminum sameinist. Það er tími til kominn að rísa upp úr smá- flokkakrit og einangrunarstefnu og sam- einast í breiðri andheimsvaldasinnaðri einingarfylkingu um frið, réttlæti og fé- lagslegar framfarir. 29

x

Neisti

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.