Neisti - 08.03.1984, Page 32

Neisti - 08.03.1984, Page 32
El Salvador Salvador Cayetano Carpio. mála þessari stefnu, þ.e. Carpio og Rogelio Bazaglia. Þeirsöfnuðu síðan um sig klíku innan FPL og var hún í and- stöðu við markmið forystu samtakanna og gengu hagsmunir klíkunnar fyrir hagsmunur FPL. Þessi stefna Carpios leiddi út í ógöng- ur og til voðaverka því þann 6. apríl sl. stýrði Bazaglia hópi sem fór að einum foringja skæruliða FPL, Mélida Anaya Montes (Comander Ana María) og myrti hana. Carpio framdi síðan sjálfs- morð þann 12. apríl. Forysta FPL kom síðan saman í ágúst og fordæmdi þar morðið á Comander Ana Maria, sjálfsmorð Carpios og klíkuvinnubrögð hans og pólitíska stefnu sem leiddi til þess að morðið var framið og var alvarleg hindrun á leið til sameiningar. í fyrstu viku desember var opinberlega lýst yfir stofnun nýrra pólitískra sam- taka, MOR, (Byltingarhreyfing verka- manna — Salvador Cayetano Carpio). Hér er um að ræða klofning Carpiosinna út úr FPL. í annarri viku desember kom svo út yfirlýsing frá FPL þar sem klofnings- brölt MOR var fordæmt, og bent á að þeir sem að klofningnum stóðu hafi hafnað samþykktum FPL og stefni að því að halda áfram pólitík Carpios. Jafn- framt ítrekar FPL fyrri ályktanir. Staða FMLN nú Yfirlýsing FMLN um sameiningu kemur fram eftir að mál Carpios hafa verið rædd og afstaða tekin til pólitískrar stefnu hans og stöðu byltingarinnar í E1 Salvador. Sérstaklega skiptir afdráttar- laus afstaða FPL miklu máli í þessu sam- bandi. FMLN er nú sterkara en nokkru sinni fyrr bæði pólitískt og hernaðarlega. Þessi styrkur kemur hvað greinilegast fram í þeim hernaðarlegu sigrum sem unnist hafa í lok síðasta árs og byrjun þessa. Þar má nefna þegar hersveitir FMLN unnu. E1 Paraíso herbúðirnar og jöfnuðu þær við jörðu. Einnig þegar þær eyðilögðu Cuscatlan brúna og rufu þar með helstu umferðaræð milli austur- og vesturhluta landsins. Radio Vencer- emos telur að með þessum hernaðarlegu sigrum hafi verið markað upphaf að nýrri sókn sem það kallar „Sameinuð al- þýða gegn innrás heimsvaldasinna þar til sigur vinnstí* í Washington er nú verið að undirbúa hernaðarlega íhlutun í E1 Salvador til þess að reyna að púkka upp á riðandi stjórn landsins. Þessi staðreynd gerir hernaðarlega og pólitíska sameiningu byltingaraflanna enn brýnni. Yfirlýsing FMLN um sameiningu er mjög mikilvægur áfangi í sögu byltingar- innar í E1 Salvador. Byltingarhreyfingarnar eru tilkomnar sem einangraðir hópar, sem störfuðu neðanjarðar. Pólitískt liðu hreyfingarnar fyrir þetta ástand. Þær þurftu að starfa neðanjarðar undir mikilli ógnarstjórn og ofsóknum. Þær einangruðust hver frá annarri og tortryggni hindraði sameigin- legar aðgerðir þó ekki væri endilega um mikinn pólitískan ágreining að ræða. Sigur byltingarinnar í Nicaragua 1979 markaði nýtt stig í byltingarþróuninni í E1 Salvador. Þá sáu verkamenn og bændur hvers stéttasystkin þeirra í Nicaragua voru megnug og verkamenn og bændur í Nicaragua urðu fyrirmynd alþýðu E1 Salvador. Eftir því sem hreyf- ing fjöldans í baráttunni gegn ríkis- stjórninni óx, urðu kröfur byltingar- manna í hinum ýmsu hreyfingum fyrir sameiningu herafla byltingarinnar há- værari. Árið 1980 ákváðu fjórar hreyfingar, þ.e. FPL, kommúnistaflokurinn, ERP og FARN að samræma aðgerðir sínar og mynduð var „Sameinaða byltingar- stjórnin“. Seinna kom svo fimmta hreyf- ingin PRTC til liðs við hinar fjórar og upp úr því var FMLN stofnað. Samband sem skyldi sameina ýmis fjöldasamtök og hreyfingar, FDR var einnig mynduð og sótti það pólitíska leiðsögn til FMLN. Þegar verkalýðsstéttin fór að taka meiri þátt í baráttunni og fjöldi nýrra liðsmanna óx komst sameining bylting- araflanna í einn flokk á dagskrá. Stjórnir Nicaragua og Kúbu studdu þessa þróun og á ráðstefnu sem haldin var 1982 í Havanna fyrir byltingarmenn í Róm- önsku Ameríku var eitt meginmálið á dagskránni mikilvægi sameinaðrar bylt- ingarforystu. Við stefnubreytingu FPL á síðasta ári var stigið stórt skref til sameiningar. Þrátt fyrir klofning fylgismanna Carpi- os þá er FMLN nú sterkara en nokkru sinni fyrr og sameining byltingarhreyf- inganna í einn flokk er í sjónmáli. Alþjóðlegt stuðningsstarf Það er mikilvægt að jafnframt því sem byltingarhreyfingar í E1 Savador sjálfu sameinist, að það sama gerist meðal stuðningshreyfinga byltingarinnar í E1 Salvador, sem starfa um allan heim. í yfirlýsingu FMLN er varað við því að óvinir byltingarinnar þ.á m. CIA muni reyna að notfæra sér klofning MOR út úr FPL til að sundra hinni alþjóðlegu stuðningshreyfingu. Lygum muni verða beitt og Ijúgvitnum teflt fram til þess að gera sameinaða byltingarhreyfingu tor- tryggilega og grafa þar með undan stuðningi erlendis frá. En það var ekki aðeins þrýstingur frá fjöldanum í E1 Salvador sem kallaði á sameiningu heldur einnig þrýstingur frá hinni alþjóðlegu stuðningshreyfingu byltingarinnar í E1 Salvador.

x

Neisti

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.