Neisti - 08.03.1984, Blaðsíða 34

Neisti - 08.03.1984, Blaðsíða 34
1. maí 1983 í Managua. 1 " §l!l I m i IffliJ h& * íil^lÉlÉÍilÍ sama tíma og Kirkland er hinn ánægð- asti með niðurstöður nefndarinnar, kall- ar Jack Sheinkman forystumaður í sam- tökum verkafólks í fata- og vefjaiðnaði, skýrsluna „tillögur um áframhald stefnu, sem aldrei mun sigra!‘ Innrásin á Grenada sýnir svart á hvítu að Bandaríkjastjórn mun ekki veigra sér við hernaðaríhlutun óháð skoðun þjóð- arinnar. Samt sem áður telur ríkisstjórn- in skýrslu Kissingernefndarinnar og önnur áróðursbrögð mikilvæg til þess að mæta andstöðu verkafólks í Bandaríkj- unum gegn stríði, og gera þann toll eins lítinn og frekast er unnt, sem Banda- ríkjastjórn verður óhjákvæmilega að greiða fyrir innrás í E1 Salvador og Nicaragua. Ógnun frá Sovétríkjunum og Kúbu Rauði þráðurinn í skýrslunni er sam- hljóma þeirri skoðun stjórnarinnar að hernaðaraðstoð sé nauðsynleg til að mæta ógnun Sovétríkjanna, Kúbu og Nicaragua við öryggi Bandaríkjanna. í skýrslunni segir, að þótt félagslegt og efnahagslegt óréttlæti geti gefið tilefni til uppreisna í Mið-Ameríku, þá hefðu þær aldrei getað ógnað ríkisstjórnum Mið- Ameríku, hvorki í E1 Salvador né annars staðar ef ekki hefði notið „stuðnings Kúbu, Nicaragua og Sovétríkjanna. Áætlun Sovétríkjanna og Kúbu að koma Mið-Ameríku undir áhrifavald sitt, hef- ur gert það að verkum að baráttan í Mið- Ameríku er orðin að hernaðarlegu og pólitísku vandamáli fyrir Bandaríkin og alla álfuna!* Þá segir að ekki einungis öryggishags- munir Bandaríkjanna í Mið-Ameríku og Karabíska hafinu séu í veði, heldur sé um að ræða trúverðugleika Bandaríkja- stjórnar hvar sem er í heiminum. Sovét- ríkin og Kúba noti Nicaragua sem stökk- pall til frekari áhrifa í Mið-Ameríku, þar sem E1 Salvador sé næsta markmið og þar með eru átökin þar orðin að hernað- arlegum miðpunkti. Eintómar lygar í þessari 132 blaðsíðna skýrslu er eng- in tilraun gerð til þess að koma með sannanir fyrir þessum fullyrðingum. Ástæðan er einföld: Þær eru ekki til. Það eru hvorki kúbanskar né sovéskar herstöðvar í Nicaragua og Reagan hefur engar sönnur getað fært á staðhæfingar sínar um að uppreisnarmönnum í E1 Salvador berist vopn frá Nicaragua. Hér má minnast þess að næstum allar vopna- birgðir þjóðfrelsishersins í Nicaragua voru á sínum tíma eftir byltinguna 1979, bandarískar annaðhvort keyptar á al- þjóðlegum svörtum markaði eða hertek- in vopn. Allt frá siðustu öld og fram til dagsins í dag er þetta „utanaðkomandi afl“ sem hefur „lagt undir sig“ og rænt Mið- Ameríku verið bandaríska heimsvalda- stefnan. Á sama tíma og engar sovéskar eða kúbanskar bardagasveitir eru stað- settar í Mið-Ameríku eru 5000 banda- rískir hermenn í Hondúras auk flotans sem sætir færis fyrir utan ströndina. Þá er stöðugt 10.000 manna herlið við Pan- amaskurð og „hernaðarráðgjafar“ í E1 Salvador, auk fjölda leyniþjónustu- manna á vegum CIA við landamæri Nicaragua. Ef einhver vafi leikur enn á því hvert hið „árásargjarna afl“ sé, má minnast þess er Bandaríkjastjórn sendir þúsundir sjóliða í innrás og hernám á Grenada í október síðastliðnum. Arðrán, ekki samvinna Samkvæmt skýrslunni er samband Bandaríkjastjórnar og Mið-Ameríku talin vera „saga samvinnu“. Einkum eftir 1961 hafi stefna Bandaríkjastjórnar gagnvart Mið-Ameríku birtst í hvatningu um „ýmsar umbætur i félagsmálum, stjórnmálum, skattamálum og Iandbún- aði!‘ í skýrslunni segir ennfremur að vax- andi fjárfesting bandarískra fyrirtækja hafi „valdið verulegum vexti á þessu svæði!‘ Staðreyndin er sú að áratugadrottnun Bandaríkjanna í Mið-Ameríku hefur ekki leitt til umbóta, friðar, lýðræðis eða velmegunar. Hún hefur leitt til hins gagnstæða. Fjárfestingar Bandaríkj- anna hafa aukist gífurlega síðastliðna hálfa öld. Fjármálaöflin í New York hafa stórhagnast og sömu sögu er að segja um fámennan hóp ríkra kapítalista, stór- jarðaeigenda og stjórnendur hersins á svæðinu. Um leið hafa drottnungaráhrif Bandaríkjanna stóraukist. Þessi drottn- un hefur leitt óbærilega fátækt, harð- stjórn, niðurlægingu og efnahagslega vanþróun yfir verkalýð og bændur í Mið- Ameríku. í bók sinni „Efnahagsleg og félagsleg heimskreppa“ bendir Fidel Castró leið- togi Kúbu á, að fyrir hverja krónu sem Bandaríkjamenn hafi fjárfest í þriðja heiminum á árunum 1970—1979, hafi þeir náð aftur verðmætum fyrir 4,25 krónur. Til þess að vinnuaflið í Mið- Ameríku þjóni betur efnahagslegum hagsmunum Bandaríkjanna, hefur Bandaríkjastjórn lagt kapp á að draga úr baráttunni gegn ólæsi, framförum á sviði heilbrigðismála, réttindum verka- lýðshreyfingar og öðrum félagslegum réttindum og umbótum. Skýrsla Kissingernefndarinnar neyðist til að viðurkenna að á sama tíma og fjár- festingar Badaríkjanna blómstruðu hafi „ekki verið nægilega mikið gert til þess að minnka bilið milli ríkra og fátækra, 34

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.