Neisti - 08.03.1984, Síða 40
Framkvæmdanefnd Fylkingarinnar:
Verjum
alþýðubyltingarnar
í Mið-Ameríku
Eftir innrás Bandaríkjanna á eyríkið
Grenada í Karabíska hafinu hafa átökin
milli byltingarafla alþýðu og heims-
valdastefnunnar i þessum heimshluta
hafist ■ æðra veldi.
Árás sex þúsund hermanna á 110 þús-
und íbúa eyríkisins sýnir, að stjórn
Bandaríkjanna er reiðubúin til að grípa
til meiriháttar hernaðaraðgerða til að
stöðva alþýðubyltingarnar í Mið-Amer-
íku, og er jafnvel vís til að ráðast á Kúbu.
Ef einhver efast um þetta, þarf ekki
annað en að lita til hinna stöðugu heræf-
inga Bandaríkjanna í ríkjum Mið-Amer-
íku, ítrekaðra ögrana og árása gagnbylt-
ingarsinnaðra skæruliða í Nicaragua,
sem eru gerðir út af stjórn Bandaríkj-
anna, og hina vaxandi hernaðaraðstoð,
sem veitt er ríkisstjórnum E1 Salvador,
Honduras og Guatemala.
Þá vinnur stjórn Bandaríkjanna stöð-
ugt að því að undirbúa almenningsálitið
heimafyrir undir bein styrjaldarátök, og
vinna bug á eftirverkunum Vietnam-
stríðsins.
Frammi fyrir þessum ógnunum þjapp-
ar alþýða Nicaragua og E1 Salvador sér
saman um forystu sína. Landsfólkið gerír
sér mætavel grein fyrir því að amerísk
innrás mun leiða til endurreisnar hataðr-
ar borgara- og landeigendastéttar, sem
getur ekki unnt alþýðu manna einföld-
ustu mannréttinda, hvað þá annað.
Frammi fyrir þessum ógnunum og eft-
ir inrásina á Grenada hefur stuðnings-
starfið í Bandaríkjunum sjálfum og öðr-
um heimsvaldalöndum einnig tekið
kipp, og vex nú hröðum skrefum. Oft var
þörf en nú er nauðsyn brún, og fleiri
og fleiri skilja hversu mikilvægt það er að
styðja með ráðum og dáð brjóstfylkingu
heimsbyltingarinnar í dag, FMNL/FDR
í E1 Salvador, og FSNL í Nicaragua. Það
á bæði við um þá, sem styðja stefnu al-
þýðuforystunnar í þessum löndum, og
hina, sem finna að einu og öðru í fram-
kvæmd byltingarbaráttunnar, en vita um
leið, að engir vankantar hennar geta fal-
ið kjarna málsins — nefnilega að þarna
eru nú stigin af fátæku bændafólki og
verkamönnum risaskref fram á við fyrir
mannkynið allt.
Fylkingin er meðal þeirra, sem álíta
stuðningsstarf við byltinguna í El Salva-
dor og Nicaragua eitt mikilvægasta verk-
efni sósíalista á líðandi stund. Slíkt starf
getur verið með ýmsum hætti, og Fylk-
ingin hefur fyrir sitt leyti ákveðið að
helga þessum málum meira rúm í blaði
sínu en hingað til, og jafnframt ákveðið,
að taka eins mikinn þátt í herferðum El
Salvadornefndarinnar á íslandi og henni
er fært.
Jafnframt munu Fylkingarfélagar
leita eftir því innan verkalýðshreyfingar-
innar, þar sem þeir eru niður komnir, að
hreyfingin styðji á áþreifanlegan hátt
baráttu stéttarsystkina íslensks verkalýðs
í El Salvador og Nicaragua.
Fylkingin skorar á alla lesendur Neista
að leggja sitt lóð á vogarskál byltingar-
innar með þvi að styðja byltinguna í
Mið-Ameríku með einhverjum hætti.
Takið málið upp í stéttarfélögum ykkar,
stjórnmálafélögum og takið þátt í starfi
El Salvadornefndarinnar á íslandi og
styðjið hana með fjárframlögum ykkar.
Framkvæmdanefnd
miðstjórnar Fylkingarinnar
Sex ára afmæli kvennasamtaka sandinista fagnað.