Stéttabaráttan - 10.05.1972, Side 4

Stéttabaráttan - 10.05.1972, Side 4
5 Sósíaldemókratíið er þjóðfélagsleg höfuðstoð borgarastéttarinnar Það er ekki ólíklegt, að þetta vígorð, sem sett var fram á 12. fundi Framkvæmdanefndar Alþjóðasambands Kommúnista 1933 komi óþyrmilega við kaunin á stéttasamstarfsmönnunum og tækifærissinnunum úr gamla Kommún- istaflokknum, sem tókst með moldvörpustarfsemi sinni og klíkubrögðum, að sundra K.F.I. og sameina leifar hans tækifærissinnunum úr gamla krata- flokknum í nýjan og öflugri krataflokk, sem hlaut 1938 nafnið Sósíalista- flokkurinn - sameiningarflokkur alþýðu. Þegar nafnið var orðið of róttækt var hann síðan skírður upp og kallast nú Alþýðubandalagið. Einn af marxistum-leninistum K.F.I, Hjalti Arnason, lýsir þessari þróun á spá- mannlegan hátt þegar 1934: "Með þvi að vinna að klofningi á fylkir.gum hins byltingarsinnaða verkalýðs,eru liðhlauparnir og tækifærissinnarnir (hér er átt við hinn illræmda stéttsvikara Stefán Pétursson, ennfremur Einar Olgeirsson, sem hvatti til skilnings, sátta og samstarfs við sósíalfasistana) að veita auðvaldinu bezta stuðning, sem hægt er að veita því á yfirstandandi tima. Og þessi starfsemi stefnir I þá átt að skapa nýjan krataflokk með margfalt skæðari blekkingarmeistara á oddinum, heldur en Alþýðuflokkurinn hefir á að skipa." (Verklýðsblaðið, 29. maí, 1934). Og vissulega eru blekkingarmeistarar Alþýðubandalagsins skæðari en raunin var um Alþýðuflokkinn á sinum tíma. Þeir hafa eins og fyrirrennarar þeirra barizt með oddi og egg gegn byltingarstarfi verkalýðsins og i staðinn breitt út um þjóðsöguna um, að einungis þingræðisleg barátta henti við islenzkar aðstæður, og þeir halda geysilega mörgum verkamönnum í viðjum sósialdemókratískrar hugsunar og hindra þá þannig frá byltingar- starfi. Þegar við setjum fram eftirfarandi vígorð í dag, beinum við þvi gegn blekkingarmeisturum Alþýðubandalagsins: Sósíaldemókratíið er þjóð- félagsleg höfuðstöð auðvaldsins á Islandi! A KVERN HATT ER SÓSlALDEMÓKRATllÐ ÞJÓÐFÉLAGSLEG KÖFUÐSTOÐ AUÐVALDSINS? Deilurnar í K.F.l. 1934 sem lykt- uðu með því, aö samfylkingarmenn urðu ofan á, en marxistarnir-lenín- istarnir lutu £ lægra haldi, sner- ust einkiim um baráttuna gegn sósíal- demókratíinu. Stéfán Pétursson o.fl. héldu því fram, að sósíaldemó- kratíið væri höfuðstoð borgarastétt- arinnar innan verkalyðsstéttarinnar. Gegn þessari röngu stefnu stóÓu marxistar-lenínistar, studdir af Al- þjóðasambandi Kommúnista, sem settu fram hina réttu stefnu, að sósíal- demókratíið væri þjóðfélagsleg höf- uðstoð borgarastéttarinnar. Hin hugmyndafræðilega barátta sem átti sér stað innan K.F.I. var stéttabar- átta milli þeirra er stóðu á grund- velli sögulegs hlutverks öreiga- stéttarinnar og hinsvegar þeirra er túlkuðu borgaralega hugmyndafræði £ l£ki sósialdemókratískrar undan- sláttarpólitikur og stéttasamvinnu. I Verklýðsblaðinu 3. okt. 1933 seg- ir: "Það eru yfirráð Alþýðuflokks- foringjanna yfir meirihluta verka- lýðsins á þýðingarmestu stöðunum, sem hindrar hagsmunabaráttu verka- lýðs á þessum stöðum, sem svikja hana og kæfa £ hvert sinn, sem verkalýðurinn þrátt fyrir þá r£s upp til baráttu. Það eru völd og drottnun þeirra, sem hindra barátt- una ^egn launalækkunum, atvinnuleysi og r£kislögreglu, fyrir kauphækkun, styttingu vinnutimans, fyrir at- vinnuleysistryggingum og verulegum atvinnubótum." Ef við berum þessa tilvitnun saman við yfirráð sósialdemókratanna £ Al- þýöubandalaginu og baráttu þeirra gegn launahækkun og fyrir kauplækk- unum og rikislögreglu, er augljóst að Alþyðubandalagsforingjarnir hafa axlað þær byrðar, sem gömlu krata- foringjarnir báru á kreppuárunum. Þeir eru þjóðfélagsleg höfuðstoð borgarastéttarinnar með þvf að þeir halda meirihluta verkalýösins frá byltingarbaráttu og £ viðjum stétta- samvinnupólitfkurinnar. Með þvf að vinna gegn byltingarsinnuðu starfi verkalyðsins og beina baráttunni inn á svið þingræðislegs örverpisháttar og með þv£ að styrkja valdatæki borg- arastéttarinnar og stuðla að hertu arðráni á verkalýðnum, á allan háttl "LÆRISVEINAR HITLERS A MANNAVEIÐUM" Þessi fyrirsögn er tekin úr Verk- lýðsblaðinu 29. mai 1934 og fjallar greinin um 4ra ára áætlun Alþýðu- flokksins, sem var sett fram til að veiða atkvæði og var að meira eða minna leyti hrein eftirmynd 4ra ára áætlunar þýzku nazistanna. Áætlun- inni er lýst svo £ greininni: "Þungamiðjan £ þessari kosningatál- beitu krataforingjanna eru blekking- ar um að unnt sé að "endurbæta" auð- valdsskipulagið, að hægt sé að skapa "atvinnu-lýðræði" innan þess og út- rýma mótsetningunum milli auðmanna og öreiga. Þessar blekkingar eru ný útgáfa af kenningum útlendra og inn- lendra fasista og krataforingja um "skipulagt auðvald"." Enn finnast þeir menn, sem kalla sij| sósfalista og verkalýðssinna, en lýsa þv£ jafn- framt yfir að þeir séu fylgjandi slfkum 4ra ára plönum £ anda nazism- ans. 1 Rétti 4, 'VI, bls. 210, er farið lofsyrðum um 4ra ára áætlunina og hún kölluð liður £ baráttunni fyrir áætlunarbúskap á íslandi.'’ Inntakið £ stefnu Alþúðubandalagsins er einmitt áætlunarbúskapur fyrir auðvaldið, "skipulagt auðvald" eins og kratarnir létu það heita fyrr á áruml Það kemur þess vegna engum á óvart, að það eru sömu mennirnir, sem ausa lofsyrðum yfir þessar gömlu kosningabrellur og stéttasamstarfs- áætlanir sósialfasistanna £ Alþýðu- flokknum og hafa predikað hlé á stéttabaráttunni og "samstarf með öflugustu stéttum landsins". Þessa menn er að finna £ forystusætum Al- þýðubandalagsins og til samanburðar við 4ra ára plan sósfalfasistanna f Alþýðuflokknum er fróðlegt að lfta á eftirfarandi skilgreiningu úr Drögum að stefnuskrá Alþýðubandalagsins: "1 háþróuðum auðvaldslöndum hefur auðvaldinu tekizt að draga £ bili nokkuð úr þeim mótsögnum, sem bein- ast ógnuðu tilvist þess. Þar hefur verið komið meira skipulagi (svol) á hina þjóðfélagslegu framleiðslu, og vinnandi stéttir hafa knúið fram innan rikjandi þjóðfélagskerfis stórfellda breytingu til hins betra(I) á efnalegum lffskjörum s£n- um og félagslegum réttindum." Þetta er furðu djarft að bera á borð fyrir verkalýð, sem fær. daglega fréttir um gffurlegt og vaxandi atvinnuleysi f hinum "háþróuðu auðvaldslöndum" eins og USA, Englandi o.fl., eða horfir á stéttarbræður sina skotna niður eins og skepnur i sjónvarpinu af brezku heimsvaldasveitunum á N.-írlandii Þessari klausu er ætlað að slá ryki f augu verkalýðsins og reyna að sannfæra hann um að barátta hans gegn kúgun og arðráni auðvaldsins sé þýðingarlaus, vegna hins "skipulagða auðvalds" og aö félagsleg réttindi séu möguleg £ borgaralegu þjóðfélagi undir forystu Alþyðubandalagsins. Þetta er borgaralegur.áróður til að fegra borgaralegt þjóðfélag! Einu félagslegu réttindi, sem verkalýðnum eru tryggð án hatrammrar pólitfskrar baráttu innan hins borgaralega þjóð- félags, eru réttindin til að vera arðrændur og kúgaður af auðvaldinu. FRA MARXISMA - TIL DJARFRAR SAMFYLK- INGARPÓLITÍKUR. K.F.l. var kommúnfskur byltingar- flokkur, sem tók afstöðu gegn at- kvæðaveiðurunum £ Alþýðuflokknum og afstaða hans til þátttöku £ alþing- iskosningunum '34 gefur okkur lif- andi dæmi um afstöðu marxista-lenfn- ista til hins borgaralega þingræðis. Sjónarmið K.F.l. var sett svona fram f Verklýðsblaðinu 29. ma£ '34: "Engu að sfður mun K.F.l. taka þátt £ borgaralegum kosningum, til þess að nota, ■£ þágu verkalýðsins, þann orustuvöll, sem þingræðið kostar. Nota hann til þess að afhjúpa frammi fyrir alþýöu landsins lýð- skrum allra hinna borgaralegu flokka og fjandskap þeirra við raunveruleg- ar hagsmunakröfur alþýðunnar, en um leið að fylkja verkalýð og bændum til virkrar baráttu fyrir slfkum kröfum, utan löggjafarsamkundu hins borgaralega rikisvalds." Einstaka meðlimum K.F.Í., sem ekki báru hags- muni verkalýðsins fyrir brjósti fannst þessi afstaða að vonum slasm. Við skulum sjá hvernig samfylkingar- páfinn Einar Olgeirsson lýsir hrifn- ingu sinni yfir þróun K.F.l. £ átt að sósíaldemókratfskum flokki, i Rétti 4 '71: "K.F.l. leið i kosning- unum 1934 hins vegar enn undir áhrifum einangrunarstefnu, en tók upp djarfa(.') samfylkingarpólitfk eftir kosningar." (bls. 210). Marxistarnir f K.F.l. skildu mæta vel stéttareðli hins borgaralega rfkisvalds og þeir gerðu sér ljóst, að hið borgaralega r£ki var tæki auðvaldsins til að kúga og arðræna verkalýðinn, þess vegna var þátttaka £ borgaralegu rfkisvaldi óhugsandi. En samfylkingarmenn innan K.F.I., sem vildu leggja K.F.Í. niður og stofna krataflokk með "vinstri armi" Alþýðuflokksins, kölluðu þetta einangrunarstefnu og börðust hat- rammlega gegn henni. Fyrir til- stilli þeirra var K.F.l. lagður nið- ur og hin "djarfa" samfylkingarpóli- t£k tekin upp eftir kosningar og hefur hún haldizt sfðan. Við getum skoðað ávöxtu þessarar "djörfu" samfylkingarpólitlkur eins og þau birtast okkur £ dag. Mál- efnasamningur "Alþýðustjó rnarinnar" eins og blygðunarlausustu tækifæris- sinnarnir kalla hana, flettir ofan af hlutverki hennar og £ hvers þágu hún starfar. Er þar nóg að minnast á hið "stranga verðlagseftirlit", sem átti að tryggja verkalýðnum að kjör hans yrðu ekki skert meira en oröið var. Það er hverjum verka- manni ljóst, sem hefur reitt sig á loforð þessara "alþýðuherra", og orðið að þola hverja kjaraskerðing- una á fætur annarri, £ formi verð- hækkana og aukinnar skattpfningar, hverjum þeir raunverulega þjóna. Þeir eru framverðir auðvaldsins £ kjaraskerðingarsókn þess og hertu arðráni á verkalýðnum. 1 málefna- samningnum segja þeir beint út um fyrirætlanir sfnar ög lofa "að beina auknu fjármagni til iðnaðar- ins með það fyrir augum, að hann verði færi um að taka við verulegum hluta þess vinnuafls (og væntanlega fær m að arðræna það á sem hrotta- legastan hátt lfka.' - m£n aths. ) , sem sjá þarf fyrir atvinnu á næstu arum." Nýju fötin sósfalfasistanna megna ekki að slá ryki £ augu stétt- armeðvitaðra verkamanna. Alþýðu- bandalagið og "alþýðustjórn" þess eru þjóðfélagslegar höfuðstoðir £sl- enzkrar borgarastéttar.' ÞJÓÐREMEINGSSÓSÍALISMI - SÖSÍALFAS- ISMI. Svo ósvffnir eru broddar Alþýðu- bandalagsins og öruggir með tök sfn á fslenzkum verkalýð, að þeir tala kotrosknir um að stjórn þeirra leiði nú ekki til sósfalisma, en hún hreki burt erlent auðvald og auðveldara sé að berjast gegn innlendri borgara- stétt.' Utan a Rétti trónar slagorð nazistanna frá 1937: "Island fyrir Islendinga" og hvarvetna £ málflutn- ingiþeirra er talað um samstöðu Is- lendinga gegn erlendri ásælni og er- lendum her. Það er aldrei vikið orði að þv£, að ísland er stétta- þjóðfélag og að mótsetningar milli fslenzkra auðmanna og Islenzks ör- eigalýðs _eru ósættandi.' Gamla kratalygin um eina þjóð og eitt r£ki sk£n £ gegnum þjóðrembingssósfalisma herranna £ Alþýðubandalaginu. "Is- lenzka iðnvæðingarforystu" fyrir hvern? Það er ekki um að ræða eitt r£ki og eina þjóð á Islandi, heldur rfki borgarastéttarinnar til að kúga og arðræna verkalýðsstéttina - þess vegna rekur Alþýðubandalagiö iðnvæð- ingarforystu Islenzks auðvalds.' Eitt skýrasta dæmið um algjör svik Alþýðubandalagsins , þ jóðfel'agslegrar höfuðstoðar borgarastéttarinnar, er viðleitni "alþýðuherranna" til að koma á fót rfkislögreglu.' Þeir vinna að þvf að styrkja ofbeldistæki borgarastéttarinnar gegn verkalýðn- um, lögregluna, með þv£ að bera fram frumvarp um rfkislögreglu á alþingi. Hvers vegna kom Stéttabaráttan ekki út 1.maí? KHML hefur það að markmiði að vekja islenzka öreigastétt til meðvitund- ar um sögulegt hlutverk sitt, sósia- líska byltingu, og stefna markvisst að stofnun. kommúnistaflokks, sem einn getur leitt öreigastéttina til sigurs i stéttabaráttunni. Hreyfing- in starfar að þessum markmiðum með því að reka kommúnískan áróður fyrir skipulagningu verkalýðsins á byltingargrundvelli og mun ekki láta neitt tækifæri sér úr greipum ganga svo framarlega hreyfingin sé þess megnug. Það vakti þvi undrun margra stuðn- ingsmanna og velunnara KHML, að ekkert eintak af Stéttabaráttunni skyldi koma út 1. maí s.l. Forsaga þess er sú, að KHML hugðist ganga til samstarfs við Sósíalista- félag Reykjavikur á jafnréttisgrund- velli um blaðaútgáfu 1. mai. Var stofnuð sameiginleg ritnefnd, sem skyldi vinna að blaðinu, ræða efni þess og frágang. "SAMSTARFIÐ". "Samstarfið" náði þó aldrei að verða annað en nafnið tómt, SR ritnefndin sýndi i verki, að hún var alls ófær um að skilja merkingu orðsins sam- starf, hvað þá samstarf á jafnrétt- isgrundvelli. Eftirtalin atriði ættu að nægja til að sýna hversu öfugsnúinn skilningur þeirra reynd- ist á samst'arfinu. KHML lagði fram allar greinar í handriti, en SR sýndi sínar greinar ekki fyrr en þær voru fullsettar i blý. Þessi vinnubrögð sýndu, að það var ekki ætlun þeirra að láta KHML hafa nein áhrif á það efni, sem þeir birtu. Annað var uppi á tening- num hvað viðkom greinum KHML, þær lúslásu þeir og gagnrýndu einstaka orð og setningar. SR neitaði tveimur greinum KHML (af fimm) um birtingu og neitaði að taka til greina gagnrýni KHML á greinar SR. Auglýsing frá SlS var sett í blaðið, þrátt fyrir mótmæli KHML, en annarri af greinum KHML var hafnað sökum "plássleysis". Ritnefnd SR setti greinar i blaðið, sem aldrei voru bornar undir KHML fulltrúana, þeir sáu ekki greinar- nar fyrr en þær birtust fullfrá- gengnar í blaðinu. Þegar blaðið kom úr prentun var fátt, sem ber.ti til, að aðrir en félagar SR hefðu lagt hönd á plóg- inn, m.a. var hætt við að hafa rauða fána ásamt hamri og sigð i haus blaðsins eins og ntnefndin hafði ákveðið. Báru SR fulltrúarnir við tæknilegum örðugleikum, þrátt fyrir yfirlýsingar starfsmanna prent- smiðjunnar um að hægt væri að prenta rauða litinn. Ofangreindar aðgerðir ritnefndar- manna SR leiddu til þess að blaðið stóðst ekki þær kröfur, sem KHML gerir til kommúnisks blaðs og þvi varð ekkert úr sölu á 1. maí af hálfu KHML. KOMMÚNISTAR PRIVAT - SOSlALISTAR 0T A VIÐ! Ritnefndarmenn SR höfnuðu i upphafi tillögu KHML um að kalla blaðið 1. mai blað kommúnista og báru þeir þvi við, að þeir væru ekki opinber- lega kommúnistar, en i privat við- ræðum myndu flestir þeirra gangast við, að þeir væru kommúnistar. Væri svo að i stjórn SR væru komm- únistar myndu þeir haga starfi sinu töluvert á annan veg en fram kemur i Nýrri Dagsbrún, en i skrifum sin- um þar fara þeir yfirleitt eins og köttur i kringum heitan graut og nefna byltinguna sjaldan á nafn, þeir varast að taka til meðferðar klofninginn i alþjóðahreyfingu kommúnista (sósialheimsvaldastefn- una og nútima endurskoðunarstefnu leiðtogakliku Sovétrikjanna) af hræðslu við klofning i eigin röðum. Þeir lýstu þvi yfir i viðræðum við KHML, að ekki mætti segja "vissa hluti" við verkalýðinn (i grein KH ML um Dagsbrúnarforystuna var geng- ið of langt að mati SRmanna) og kemur það greinilega fram i greinum þeirra um skatta- og verðhækkana- stefnu "alþýðustjórnarinnar", þar sem þeir bölsótast yfir aðgerðum núverandi rikisstjórnar, án þess að setja þær i pólitiskt samhengi eða benda á hvað beri að gera. Með þessu lýsa þeir vantrausti á verkalýðinn og afhjúpa sig sem ökónómista, þvi "kommúnistar hirða ekki um að leyna skoðunum sinum og ætlunum. Þeir lýsa þvi yfir afdrátt- arlaust, að takmarki þeirra verði þvi aðeins náð, að allri þjóðfél- agsskipan verði steypt af stóli með valdi. Leyfum hinum drottnandi stéttum að skjálfa fyrir kommúnista- byltingu. Þar hafa öreigarnir engu að týna nema hlekkjunum. Þeir eiga heilan heim að vinna." (Kommúnista- ávarpið) RITSKOÐUN 1 STAÐ FRÆÐILEGRAR BARATTU Greinarnar, sem SR neitaði um birt- ingu birtast hér á opnunni og getur hver og einn kynnt sér efni það, er ritnefnd SR telur óbirtingarhæft. Orsakir ritskoðunarinnar eru tengsl þessara manna við þá atburði, sem talað er um í greininni um sósíal- demókratíið, þeir hafa aldrei svo vitað sé birt nein skrif, sem varpað gætu ljósi á öfugþróun þá, sem hófst 1938, er KFI var lagður niður, né heldur hafa þeir tekizt á hendur neitt það starf, sem stefnir að því að eindurreisa byltingarbaráttu öreigastéttarinnar. Þeir hafa gegn- um árin hvorki hreyft legg né lið til baráttu gegn hægriþróuninni svo dugur væri i, þeir hafa jafnvel ekki þorað að nefna þá menn á nafn, sem bera höfuðábyrgð á svikunum og skýra hvert gerðir þeirra leiddu. Það verður lítið mark tekið á yfir- lýsingum þeirra um að þeim séu ljós verk hentistefnumannanna, ef þeir gera svo ekkert til að birta sann- leikann um þá og afhjúpa þá fyrir verkalýðnum, sem þeir sviku í hendur auðvaldinu. Við samanburð á afstöðu SR til höfuðmóthverfunnar á Islandi og afstöðu Alþýðubandalagsins verð- ur ekki greindur neinn munur þar á, né heldur er merkjanlegur munur á starfi SR og AB hvað eigind snertir. SR er hluti af Sósialistaflokknum sem var lagður niður 1968, hluti sem neitaði að ganga í AB, en hefur ekki megnað að sýna í starfi ástæður þess að þeir héldu sig utan við stofnun Alþýðubandalagsins. ★ Tilgangur þessarar greinar er m.a. sá, að gefa félögum SR kost á að kynna sér vinnubrögð forystu SR gagnvart KHML sem hugðist koma til samstarfs á jafnréttisgrundvelli. Reynslan af "samstarfinu" sýnir KHML að kommúnistar geta ekki gengið til samstarfs með báðar hendur bund- nar. Við gengum til samstarfs við SR, með það fyrir augum að sameina þá krafta, sem báðir höfðu til eins átaks gegn auðvaldinu. Það er for- ystu SR að kenna að það mistókst. Hvítflibbarnir í Dagsbrún Eðvarð Sigurðsson og Guðmundur J. Guðmundsson hafa árum saman haldið Dagsbrúnarmönnum niðri. Einstaka sinnum þegar háværar raddir innan verkalýðshreyfingarinnar (A.S.I.) hafa krafizt bættari kjara, hafa brotizt út verkföll, sundurlaus og óskipulögð og meira £ þv£ formi, að um sumarleyfi sé að ræða frekar en verkfall. Undanþágur á öllum sviðum hafa verið leyfðar og almenningur ekki orðið þess var, að um verkfall sé að ræða. Þetta hefur orðið til Þetta er engan veginn nein nýjung, sóslalfasistar allra landa hafa á öllum t£mum stutt auðvalaið með ráði og dáð £ árásum þess á verkalýðinn. I Verklýðsblaðinu 3. okt. 1933 segir svo: "íslenzku sósfaldemókratarnir hafa hjálpað borgarastéttinni til að efla kúgunartæki hennar. Þegar lagt var fyrir þingið á þessu ári laga- frumvarp um stofnun rfkislögreglu, gerðu þeir allt til að hindr'a bar- áttu verkalýðsins gegn þessum lögum og framkvæmd þeirra.” Hér hefur lauslega verið drepið á eðli sós£aldemókrat£sins og á hvern hátt það er þjóðfélagsleg höfuðstoð auðvaldsins og hlutur AB að nokkru verið tekinn upp. Barátta öreiganna gegn borgarastettinni verður ekki háð undir leiðsögn endurbótasinna og sósfalfasista. Þess vegna er öllum stéttvfsum verkamönnum nauðsynlegt að hefja skipulega og markvissa bar- áttu á grundvelli marxismans-lenin- ismans, gegn Alþýðubandalaginu, þjóðfélagslegri höfuðstoð Islenzkrar borgarastéttar. Alþýðubandalagið er hinn taktfski höfuðóvinur £ dag, af þv£ að innan vébanda þess er meiri- hluti verkalýðsins £ viðjum borgara- legrar umbótastefnu og undir leið- sögn svikullar forystu sóslalfasism- ans-/ K.G. þess, að borgarastétt Islands, eig- endur framleiðslutækjanna, hefur tekizt að þjarma meir og meir að verkamönnum. Einmitt fyrir tilstilli þessara stéttarsvikara, Eðvarðs og Guðmundar J. ásamt Hannibal og Birni £ ASÍ. Þessum "höfðingjum" er al- gjörlega fyrirmunað að skilja hlut- verk sitt sem þeir eru kosnir til af verkamönnum, til að veita baráttunni gegn auðvaldinu forystu og benda verkamönnum á höfuðóvininn. Það hafa þeir aldrei gert, enda varla von þar sem þeir eru á mála hjá borgarastétt- inni.' Verkamenn, höfuðóvinur okkar er borgarastéttin.' Við hvern erum við að berjast f verkföllum? Jú, ör- eigastéttin berst við borgarastéttina sem er fulltrúi heimskapltalismans. Verkföll eru óbeint strfð og til þess að geta unniö str£ð, er nauösynlegt aö vita hvar og iiver óvinurinn er - öðruvisi er óhugsandi að taka sér vopn £ hönd og berjast. Við erum dæmdir til að tapa, ef við ekki þekkjum óvininn. "Hershöfðingjar" þessa strlðs á Islandi £ dag er Dags- brúnarforystan og ASÍ. Þeir dreifa liði sfnu sem mest þeir mega, sitt f hverja áttina og tapa hverri orust- unni á fætur annari. 1 sérhverju strlði væru slfkir "hershöfðingjar" kallaðir svikarar og það eru þeir tvfmælalaust.' Þessir "leiðtogar" sitja áratugum saman og læðupokast á skrifstofum sinum og koma ekki til fundar við verkamenn, nema þeir megi til. Þeir eru ekki í neinum tengsl- um við vinnandi fólk, tengslin við atvinnurekendur eru meiri og betri. Á samningafundum sfðustu ára hafa þeir kumpánar Eðvarð og Guðmundur J. haft þann háttinn á að boða til funda £ ýmsum biósölum bæjarins; þess.ir salir hafa fengizt til tveggja til þriggja t£ma. Af þeim t£ma hafa formaður og varaformaður venjulega tekið 1 1/2 - 2 t£ma, s£ðan hefur ræðutfmi verið styttur £ 15 mfnútur, 10 mlnútur, 5 minútur og jafnvel niður £ 3 m£n., svo menn hafa ekki haft t£ma til að komast f púltið áð- ur en tfminn var úti. Á félagsfífrid- um hafa þeir jafnvel verið með per- sónulegar svfvirðingar á þá meðlimi, sem dirfast að gagnrýna þá; sbr. þegar Eðvarð "formaður" fyrir nokkr- um árum réðist á kunnan verkajnann og sagði m.a. að "hann hefði þó getað þegið sjúkrastyrk af félaginu, þegar hann varð veikur." (Verkamaðurinn hafði slasazt illilega við vinnu sina og var frá vinnu langan tfma.') Þeir Eðvarð og Guðmundur halda, að þeir séu heilagar kýr og verk þeirra ógagnrýnanleg og þeim beri skylda til að sitja að völdum ævilangt (vonandi verða þeir ekki 100 ára). Þetta er stórhættulegur hugsunar- gangur og ættu þeir að endurskoða hug sinn áður en þeir verða reknir fra með skömm. Þvf að sá dagur rennur upp - það er aðeins spurning um t£ma. Verkamenn, það er staðreynd, að þessir menn vilja alls ekki fá á sig neina gagnrýni. Þess vegna þora þeir ekki að halda fleiri félags- fundi en þeim er nauðsynlegt. Þeir finna vel þá ört vaxanai gagnrýni innan félagsins, sem á sér stað. Sú gagnrýni er eðlilegur ávöxtur svika þeirra i þágu borgarastéttarinnar, sem hefur farið vaxandi með ári hverju. Verkamenn eiga skýlausan rétt á byltingarsinnaðri forystu og þannig forystu vilja þeir, þv£ allt borgaralega samfélagskerfið berst, gegn hagsmunum þeirra. Þvf verða verkamenn eins og nú er háttað að hefja skipulagt nám £ ör- eigavfsindunum, reka af hö.ndum sér þá forystu, sem starfar samkvaant borgaralegu hagsmunakerfi og taka frumkvæðið £ sinar hendur. Verka- menn, við verðum að gera okkur það Frh.af forsíðu VERKALÝÐSEINING... 50 m£lna útfærslu landhelginnar, án samkomulags, án eftirgjafar viö er- lenda imperialista, þar sem fulltrú- ar islenzku þjóðarinnar (les: borg- arastéttarinnar) væru v£sir til að semja af sér og gefa eitthvað eftir af 50 mllunum. Eftir nokkrar umræð- ur og skoðanaskipti létu Fylkingar- menn loks til leiðast að leggja landhelgismálið á hilluna, er þeir mættu til þátttöku £ göngunni rauðu. Þess £ stað var krafan Rauð verka- lyðseining - gegn stéttasamvinnu sett á oddinri. (Um afstöðu KHML til landhelgismálsins og gagnrýni hennar á afstöðu Fylkingarinnar til þess má lesa annars staðar i blaðinu). Iðnnemasambandið og Stúdentaráð drógu sig til baka sem formlegir að- ilar að einingunni, en skipulagstil- laga Kommúnistahreyfingarinnar var samþykkt af Sósfalistafélaginu og Fylkingunni. ÞÖGN FJÖLMIÐLA. Vegna þess hversu fjölmennur rauði hluti göngunnar var og vel skipu- lagður, er athyglisverð sú tilraun hérlendra fjölmiðla til að þegja al- gjörlega um þátt rauðrar verkalýðs- einingar þennan alþjóðlega baráttu- dag verkamanna eða geta sem minnst um hann - allavega var hvergi minnzt á hversu margir hefðu tekið þátt i umræddum hluta göngunnar. Sjónvarpið birti engar myndir af einingunni rauðu; á skerminum 1. ma£ trónuðu einungis tölurnar 50 og aft- ur 50. Þó sást til nokkurra sjón- varpsmanna á sveimi kringum útifund- inn við Miðbæjarskólann - en ef til vill hafa þeir hætt við alla mynda- töku, er £ ljós kom, hve mikill fjöldi var þar saman kominn. Út- varpið lét svo l£tið að geta okkar £ fárn orðum; lásu þeir m.a. upp nokkur vigorð Fylkingarinnar, en slepptu hins vegar slagorðum Kommúnista- hreyfingarinnar algjörlega. Má vera þeim hafi fundizt áróður hreyfingar- innar helzti kommúniskur til að bera á borð fyrir hlustendur á slikum há- tfðisdegi. Eitt dagblaðanna gat um útifund við Miðbæjarskólann, sem Fylkingin hefði staðið fyrir. Þjóð- viljinn birti svo ljósmynd af "bylt- undir vlgorðinu Rauð verkalyðsein- ing - gegn stéttasamvinnu. Það er vissulega engin tilviljun að svo er. Um áratuga skeið hafa það verið sós£aldemókratar og alls kyns um- bótasinnar og hentistefnulýður, sem hafa haft forystu á hendi i baráttu verkalýðsins fyrir bættum kjörum og ýmis konar þjóðfélagslegum aðbúnaði. Þessir smáborgaralegu sosfalistar og tækifærissinnar hafa afvegaleitt isl. verkalýð frá sögulegu hlutverki s£nu, þ.e. valdatöku öreiganna og uppbyggingu sósfalismans. Þessir menn, sem hafa gert alþjóðlegan bar- áttudag verkalýðsins á íslandi að innihaldslausri hátlðarsamkundu, s£- fellt gjammandi, að nú þurfi að bæta kjör hinna lægst launuðu, hrópa hvaö hæst á stéttasamvinnu og aftur stéttasamvinnu.' Hagur allra stétta - þeirra, sem arðræna og þeirra, sem eru arðrændir - skal tryg^ður.' Það er þess vegna, sem Kommunistahreyfingin marxistar-len- fnistar setur fram kjörorðið: RAUÐ VERKALÝÐSEINING - GEGN STÚTTASAM- VINNU' Lenfn lýsir þessum stéttarsvikurum mæta vel £ formála Heimsvaldastefn- * unnar bls. 14: "Þessi borgaralegi verkalýður, eða "heldri verkamenn", sem i lifnaðar- háttum, tekjum og öllum skoðunum eru algerðir smáborgarar, er aðalstyrkur 2. alþjóðasambandsins og á vorum dögum eru þeir þjóðfélagsleg (ekki hernaðarleg) höfuðstoð borgarastétt- arinnar. Þessir "heldri verkamenn" eru £ reyndinni erindrekar borgara- stéttarinnar innan verkalyðshreyf- ingarinnar, handbenai atvinnurek- enda, raunverulegir formælendur end- urskóðunarstefnu oe bióðrembines- myndir af Marx, Engels, Lenfn, Stal- £n og Maó og að sögn blaðsins virt- jast þeir "hvergi smeykir við fall- gryfju persónudýrkunarinnar". Hvort allir þeir_, sem þátt tóku £ rauðu verkalýðseiningunni voru skólanem- endur eða ekki, skiptir l£klega ekki svo ýkja miklu máli fyrir Þjóðvilj- ann.' HVERS VEGNA RAUÐ VERKALÝÐSEINING? Það er kannski að bera £ bakka- fullan lækinn að fara að skýra frá þvf, hvers veena nokkur pólitfsk samtök komu ser saman um að skera sig frá hinu hefðbundna fyrirkomu- lagi varðandi 1. mai hátfðahöldin, en leggja þess £ stað fram bylting- arsinnaðar kröfur £ tilefni dagsins ljóst, hvaða stétt við tilheyrum og hvaöa stétt við berjumst gegn.' Viö lifum ekki £ stéttlausu þjóðfélagi, eins og fávlsir blaðasnápar og sumir aðrir vilja reyna að fá okkur til að trua, einfaldlega með þv£ að segja, að við getum átt samskonar spariföt og forstjórinn. Svonalagað kjaftæði ber að varast, eða halda þessir ágætu menn, sem prédika stéttlaust þjóðfélag, að forstjóri Eimskip (sem lætur jafnvel reka fullorðna verka- menn, semhafa starfað i áratugi hjá "óskabarni þjóðarinnar") og verka- maður, sem vinnur við affermingu skipa félagsins, sitji við sama borðið? Nei, þeim lygum trúum viö ekki.' Að sfðustu til athugunar fyrir verkamenn: borgarastéttin getur alls ekki lifað án okkar, en við getum lifað án borgarastéttarinnar. Verka- menn og öreigar allra lanaa sameinizt I baráttunni gegn bo rgarastéttinni .' Við höfum engu að tapa nema hlekkj- unum.' P. C. REYNSLAN AF RAUÐRI EININGU 1. MAl. Þaö mun áreiðanlega hafa skotið forystu Alþýðubandalagsins skelk £ bringu, hversu fjölmenn hin rauöa verkalýðseining var á 1. ma£. Þetta sannar, að þessum svikurum hefur ekki og mun ekki takast að svæfa stéttarmeðvitund verkalýðsstéttar- innar. Sá dagur kemur, að hún r£s upp gegn kúgurum sfnum og brýtur af sér fjötra auðvaldsins og þá mun þessari svikulu verkalýðsforystu einnig vera gerð skil. Þess vegna eru þeir óttaslegnir £ dag og þess vegna er þagað yfir rauðri verka- lýðseiningu £ öllum fjölmiðlum landsins. Kommúnistahreyfingin m-1 má vel una árangrinum við myndun rauðrar verkalýðseiningar 1. ma£ og að hafa sett fram byltingarsinnaða pólitfk f stað samfylkingarpólitfkur hægri- sinnana £ verkalýðsforystunni, sem fúsir flykkja sér undir helzta bar- áttumál þjóðlegu borgarastéttarinnar og fræknustu umboðsmanna hennar. Þessi tilraun til myndunar marx£skr- ar-len£n£skrar einingar 1. mal bar fyllilega árangur - jafnvel meiri en nokkurn hafði grunað. Félagar.' Minnumst þess, að þetta er aðeins uppnafið.' Af þessu getur Kommúnistahreyfing- in m-1 dregið þá lærdóma, að þrátt fyrir fámenni sitt, er hún þess um- komin að leiða hvers konar baráttu, sem beinist gegn stétt arðræningja og erindreka þeirra innan "sósfal- £skra" flokka og verkalýðshreyfingar og gegn heimsvaldasinnum og hand- bendum þeirra. STÉTTVlSIR VERKAMENN 0G STÉTTAR- FRÆNDUR ÞEIRRA, SAMEINIZT 1 BARÁTT- UNNI GEGN KAPITALISMANUM.' NIÐUR MED STÉTTASAMVINNUNA.' LIFI BYLTINGARSINNUÐ BARÁTTA ÖREIGANNA.' SJÓ.

x

Stéttabaráttan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.