Stéttabaráttan - 28.08.1975, Blaðsíða 6

Stéttabaráttan - 28.08.1975, Blaðsíða 6
6 STÉTTABARATTAN 28.8. 8.tbl. 1975 Á tiunda aldursári byltingarinnar: Hvað vilja Palestinumenn ? A þröskuldi 11. aldursárs hinnar vopnuðu byltingar, lítaBalestínu- menn fullir vona fram á veg, ákveðnir í að halda hinni erfiðu bar- áttu sinni áfram, uns sigur vinnst. Liðið ár var góðæri fyrir pales- tfnska alþýðu, en á því náðist veru- legur árangur og áþreifanlegir sigr- ar unnust í þágu málstaðar þeirra. Kórónan á sigra Palestínumanna árið 1974 var atkvæðagreiðslan á 29. fundi Allsherjarnefndar Sameinuðu þjóðanna, en þar var ákveðið með 105 atkvæða meirihluta að bjóða PLO að taka þátt í umræðunum um Pal- estinuvandamálið á fullskipuðum fundi þess. Leiðtogi palestinsku byltingarinnar, Yasser Arafat.hafði hótanir sfonista að engu og hélt til New York framhjá tálmunum haturs og óvildar. Að umræðum um Palest- fnu loknum, samþykkti Allsherjar- nefnd SÞ réttmæta yfirlýsingu með 89 atkvæða meirihluta, þar sem þjóð- leg réttindi palestinsku alþýðunnar eru viðurkennd. í þessari viður- kenningu felst rétturinn til að snúa aftur til heimalandsins, Palestínu, að njóta sjálfsákvörðunar á ættjörð sinni og til að koma á fót sjálfstæðu þjóðriki, sem og rétturinn til að berjast fyrir lögmætum þjóðarrétti sínum með öllum ráðum, þar með talinni vopnaðri baráttu f sérhverri mynd. Þannig urðu tilraunir síonista og heimsvaldahringa, til að brenni- merkja þjóðernisbaráttu Palestínu- manna sem hermdarverk, að engu. Að auki viðurkenndi Allsherjarnefnd SÞ, PLO sem lögmætan fulltrúa palestinskrar alþýðu með miklum meirihluta, og veitti PLO varanleg- an rétt til áheyrnar í SÞ og öllum nefndum þeirra. Með þessari al- þjóðlegu viðurkenningu hefur PLO rutt öllum öðrum þjóðfrelsishreyf- ingum brautina, til þess að verða varanlegir áheyrnarmeðlimir Sam- einuðu Þjóðanna. Það var engin tilviljun, að daginn áður en Allsherjarnefnd SÞ ákvað að bjóða PLO að taka þátt f umræðunum um Palestínuvandamálið, var kyn- þáttastefnu-og nýlenduríkinu S-Afriku meinuð þátttaka f 29. fundi hennar. Að okkar hyggju er ákvörðun Alls- herjarnefndar SÞ mikilvægur vísir þeirrar atburðaþróunar, sem endur- speglar upphafið að langri niðurleið fsraels, samtímis þvf ,sem hún markar framsækni Palestinumanna á þeirri braut, að endurheimta þjóð- legan rétt sinn f heimalandinu. Þess- ir atburðir hafa sérstaka þýðingu, því þetta er f fyrsta sinn sfðan Pale- stina komst undir hervald sfonista 1948, sem Allsherjarnefnd SÞ ræðir Palestinuvandamálið sem sérstakan dagskrárlið, en ekki sem þátt í deil- um Araba og ísraela, eða einfald- lega sem "flóttamanna"vandamál. Þó ber að harma það, að enn eru SÞ ófærar um að neyða Israel til að fara að alþjóðlegum vilja, en þetta atriði er afdrifaríkt fyrir stöðu þessara alþjóðasamtaka. Með tilliti til áfram- haldandi brota ísraels gegn öllum alþjóðlegum yfirlýsingum og sam- þykktum, verður það að nauðsyn fyrir SÞ og stofnanir þeirra, að gera þennan hefðbundna yfirtroðanda allra alþjóðlegra yfirlýsinga brottrækan og taka einnig til athugunar heppilegar aðgerðir til að neyða hann til að fara að alþjóðalögum. Arið 1974 þjáðust lönd heimsvalda- herbúðanna - bandamenn síonísku fjandmannanna - af alvarlegum efna- hagslegum og pðlitfskum kreppum, sem ollu þvf, að valdahlutföllin í heiminum snerust öflum þjóðfrelsis- hreyfinga heimsins, sem eru banda- menn palestinsku byltingarinnar, f vil. Þannig hefur félagsleg og efna- hagsleg kreppa færst í aukana f sfonista-ríkinu sem afleiðing Oktober- styrjaldarinnar 1973 og sem fylgi- nautur þess, að öionistaleiðtogar Israels þverskallast ekki við að halda áfram strfðspólitík sinni, árásar- stefnu og útþenslu, og eyða geysi- legum fjárfulgum í vopnabúnað - meira en 5000 milljónum US-dollara síðan Oktoberstyrjöldin stðð 1973. Sjálfstraust Palestinumanna hefur aukist f takt við vaxandi stuðning frá frelsishreyfingum heimsins við rétt- látan málstað þeirra. Erfiðu árin kringum 1950og 1960 eru liðin, þegar heimurinn olli okkur djúpum sársauka með því að gleyma Palestinumönnum og skilja þá eftir eina síns liðs, til að mæta þjáningum af örðugum lífsskil- yrðum f úlfakreppu, þegar heimurinn lokaði augunum fyrir glæpum og sam- særum síonxsku ðvinanna gagnvart óskum Palestinumanna og annarar arabískrar alþýðu. Sjálfstraust Palestinumanna er stórum aukið nú, þegar þeir horfa á síonísku ðvinina aðþrengda í einangrun eftir að hið rétta andlit þeirra hafði verið afhjúp- að - andlit kynþáttakúgunar, árásar- girni og útþenslustefnu Israels, sem nærir hernaðarandann með sér og er verkfæri bandarískrar heimsvalda- stefnu í Miðausturlöndum, í tilraun til þess að gera að engu vonir ara- bískrar alþýðuum frelsi, þjóðlegt og efnahagslegt sjálfstæði og félagslegar framfarir. Einangrun og örvænting síoníska óvinarins eykst, jxegar þeir uppskera afraksturinn af arásarstefnu sinni, á meðan Palestinumenn njðta í vaxandi irfeli mannlegrar samhyggju eftir þvf, sem stuðningsmönnum við r.étt þeirra og málstað fj ölgar með hverjum degi sem líður. Eieir eru ánægðir af því að þeir sjá að hin erfiða barátta þeirra hefur uppskorið stuðning hinnar miklu alþjóðlegu sam- fylkingar forvígismanna friðar, frelsis og réttlætis. Palestinumenn, sem hafa háð og heyja enn eina af erfiðustu baráttum heims, sökum illskeytni þeirra afla, sem hafa sam- einast gegn þeim, æskja meiri stuðn- ings frá vinum sínum og bandamönn- um í frelsishreyfingu heimsins. Palestinska byltingin, sem sigrast hefur á illvígum samsærum, hefur fest sig í sessi og unnið mikla sigra. Vegna þessa er hún ákveðnari en nokkru sinni að halda baráttunni áfram í áratugi sem framundan eru, þar til réttindi Palestinumanna í heimaland- inu hafa verið endurheimt. Pale- stinska byltingin byggir ákveðni sína á einurð smárrar þjóðar, sem hefur stælst f meira en fimmtíu ára langri baráttu gegn samsærum heimsvalda- stefnunnar, zionismans og arabíska afturhaldsins. A árinu 1974 breiddist vopnuð barátta Palestinumanna út, fyrst og fremst með djörfum og víðtækum aðgerðum í öllum hlutum hinnar herteknu Palestinu. Þrátt fyrir allar tilraim- ir síonista til að kæfa baráttu Pale- stinumanna, festist hún í sessi, bæði hvað varðar eðli og umfang. Sömu- leiðis hefur pólitíska baráttan styrkst með degi hverjum á herteknu svæð- unum undir forystu palestinsku þjóð- fylkingarinnar - stjórnmálahreyfingar PLO í hinni hernumdu Palestinu. Þjóðfylkingin nær sífellt betri árangri f leiðsögn ijöldans á herteknu svæð- unum og við að skipuleggja andstöðu- öflin gegn ísraelska hernámsliðinu á allan hugsanlegan hátt: með útbreið- slu áróðurspésa, skipulagningu verk- falla ,kröfugangna o. s.frv. A hinn bðginn halda hernámsyfirvöldin áfram að handtaka grunaða meðlimi palest- insku þjóðfylkingarinnar og gera þá útlæga með því að þvinga þá til að fara yfir landamærin til Libanon eða Jórdaníu, þvert gegn öllum alþjðða samþykktum og yfirlýsingum Iiin umfangsmikla fjöldauppreisn, sem braust út hinn 13. nóvember á her- numdu svæðunum, daginn sem Yasser Arafat hélt hina söguleru ræðu sína f SÞ, hélst í meira en 10 daga. Hún var besta sönnunin fyrir styrk palest- insku þjóðfylkingarinnar og staðfestu palestinsku alþýðunnar á hernumdu svæðunum í að hrinda ísraelsku kúgun- inni eins fljótt og unnt er. Alþýðu- uppreisnin sýndi einnig ákveðni pale- stinsku alþýðunnar á herteknu svæð- unum að hafna jórdönsku Hashemite kúguninni ogjíoma á fót sjálfstæðum palestinskum þjððlegum yfirvöldum á ættjörð þeirra undir forystu PLO, eina lögmæta fulltrúa palestinsku þjóðarinnar. Þjáning palestinskrar alþýðu, sem býr f útlegð eða undir hernámi, felur ein sér í sér næringu fyrir palestinsku byltinguna og trygg- ingu fyrir því, að öll samsæri heims- valdasinna, síonista og arabísks afturhalds verða yfirunnin. Israel heldur daglegum árásum sfnum á þorp í S-Líbanon áfram og einnig loftárásum á flðttamannabúðir Palestinumanna í Líbanon. Að auki heldur Israel áfram að styrkja her- afla sinn að því marki,að vopnafluttn- ingar Bandarikjanna til Israels hafa næstum tæmt skriðdrekabirgðir og aðrar vopnabirgðir Bandaríkjanna, samkvæmt heimildum Pentagons A sama tíma hóta ísraelsmenn að hefja kjarnorkuárás, og öll verks- ummerki sýna, að sfonfska forystan í Tel Aviv er raunverulega að fhuga það f fyllstu alvöru að reyna að brjóta af sér fjötra ríkjandi pólitfskr- ar og efnahagslegrar kreppu með því að hefja nýtt árásarstríð gegn arabfskri alþýðu. Palestfnumenn fara ekki fram á annað en að réttur þeirra verði stað- festur í yfirlýsingum SÞ og að þess- um yfirlýsingum verði þegar f stað framfylgt að fullu. Enn halda síon- istaklíkur því fram, að palestínu- menn vilji koma af stað allsherjar- slátrun gyðinga f Israel. Leiðtogi palestfnsku alþýðunnar, Yasser Ar- afat, lýsti Jxvíyfir úr fundarstól SÞ þann 13. nov. 1974, að palestfnsku byltingarsinnarnir ætli sér að koma á fót sérstöku lýðræðisríki í Palest- ínu, þar sem gyðingar, kristnir og múhammeðstrúarmenn gætu lifað saman í friði, bróðurhug og jafn- rétti. Hinn raunverulegi fjandmað- ur gyðinga f Israel og evðinga.um heimsbyggðina er sfonísk forystu. sem ræður ríkjum í Israel og heims- hreyfingu síonista. Þvf síoníska , forystan f Israel er sá aðili, sem fylkir gyðingum f Israel og annars staðar í heiminum til árásarstyrj- aldar gegn palestínumönnum og ar- abfskri alþýðu, til þess að þjóna heimsvaldasinnaðri útþenslupólitík sinni í þágu síonískra milljónamær- inga og bandamanna þeirra - banda- rfska fjármálaauðvaldsins. Það er síoníska forystan sem er að leiða gyðinga f Israel og annars staðar inn f blindgötu árásarstefnu og hernaðarlegrar ævintýramennsku. Palestfnskir byltingarsinnar rétta samt sem áður hönd friðar og bræðra lags til gyðinga f Israel og annars staðar, svo þeir megi starfa saman að þvf að byggja nýja og blómstr- andi Palestínu; lýðræðislega Palest- ínu þar sem allar myndir misréttis verða afnumdar, hvortsemjjær eru trúarlegs eðlis, vegna kynþattar eða hörundslitar. Æðsti draumur palestínsku bylting- ar mannanna er að líta gyðinga í Is- rael og annars staðar f heimlnum frjálsa undan hinni illskeyttu plágu sfonismans sem skapar aðskilnað milli gyðinga og annarra manneskja, og fæðir af sér and-semitismann með öllum afleiðingum þess. Israel sem grundvallast á kynþátta- hatri, þar sem sérhver þjóðahópur fyrirlítur hina, þar sem misréttið er ekki takmarkað við palestfnubúa, sem farið er með eins og þriðja flokks mannverur, teygir misréttið einnig yfir á austurlenska gyðinga. Israel samtfmans er ekki takmark gyðinganna. Lausn ísraelsku gyð- inganna felst f Palestínu mannúðar- innar, bróðurþelsins, jafnréttisins og friðarins - hinni lýðræðislegu Palestínu. Þýtt úr Palestine - upplýsing- arriti PLO - vol. 1, no. 1 janúar-febrúar 1975. Nýtt blað: PALESTÍNA Nýtt,blað er ber nafnið Palestína hef- ur hafið göngu sína. Eins og áskrif- endur Stéttabaráttunnar er kunnugt um keypti Stéttabaráttan nokkurn hluta upplagsins til að styrkja útgáf- una og sendi áskrifendum sínum. Blaðið er gefið út af undirbúnings - hópi að stofnun íslenskrar palestínu- nefndar. Meðal þátttakenda f þessum undirbúningshóp eru félagar í KSML sem fóru ásamt fleirum til Líbanon fyrr í sumar í boði PLO. Undirbún- ingshópurinn hefur í bígerð að kalla saman til fundar eða ráðstefnu um baráttu palestínuaraba þar sem stofn- uð verði palestínunefnd. Meðal efnis í blaðinu eru; Viðtal við yfirmann evrópudeildar PLO um sögu palestfnuaraba á þessari öld, Grein um vopnuðu baráttuna, grein um Rauða Hálfmána Palestfnu (Sams kon- ar og Rauði Krossinn), viðtöl við palestfnuaraba, saga PLO, grein um loftárásir ísraelsmanna á ffóttamanna- búðir palestínumanna o. fl. Leiðari blaðsins ber yfirskriftina: Stofnum fslenska PalestínUnefnd. Þar segir m. a.: "Heimurinn er í dag vitni að gffur- legum umbrotum og breytingum, Undanfarin ár hafa verið tímabil auk- innar og sívaxandi baráttu kúgaðrar alþýðu og undirokaðra þjóða um all- an heim..." "Palestínska þjóðin hef- ur nú um hartnær 30 ára skeið barist fyrir tilveru sinni og réttindum gegn síonismanum. Hún hefur barist gegn því að vera gerð útlæg úr eigin landi, gegn því að vera svipt sjálfsákvörð- unarrétti um eigin mál, gegn þvf að vera svipt öllum mannréttindum, og gegn því að menningu hennar sé stol- ið og hún gerð að menningu innrásar- aðilans. Enginn málstaður er fegurri en málstaður palestínsku þjóðarinn- ar og engum málstað hefur verið ráð- ist jafnt gegn af vestrænu pressunni og fylgismönnum síonisma og heims- valdastefnu. Palestfnumönnum hefur verið líkt við óargadýr er helgi Iff sitt morðum og hryðjuverkum og fjölmiðlar á Vestur- löndum hafa haldið þeirri skoðun hátt á lofti, að sem slíkir skilji þeir ekk- ert annað en mál sverðsins. Reynt hefur verið að vinna hylli almennings við loftárásir og önnur hryðjuverk Israels gegn palestínsku þjóðinni með þessum árððri. En fjölmiðlarnir hafa forðast eins og heitan eldinn að minnast á hvers vegna palestínska þjóðin varð að sæta hlutskipti flótta- manna eða lifa sem þrælar í eigin landi, sviptir öllum mannréttindum. I augum þeirra sem styðja síonism- ann verður glæpur að dyggð og loft- árásum á flóttmannabúðir er fagnað, árásarstrfðum Israels gegn aröbum er líkt saman við krossferðirnar til forna og útþenslustefna síonismans réttlætt á allan hátt. " Síðan dregur greinin saman hvers vegna það er svo aðkallandi að stofna palestmunefnd á fslandi, og gerir grein fyrir grundvelli slíkrar nefnd- ar. KSML styðja stofnun fslenskrar palestínunefndar af heilhug, og skora á alla and-heimsvaldasinna að leggja hönd á plóginn við uppbvggingu stuðn- ingsstarfs fyrir málsti palestfnu- araba á Islandi. Blaðið er hægt að kaupa m. a. í Bóka búðinni Rauðu Stjörnunni, Bókabúð Máls og Menningar, Bóksölu stúdenta, hjá sölumönnum Stéttabaráttunnar og sölumönnum Verkalýðsblaðsins. Þeir sem áhuga hafa á að fá nánari upp- lýsingar geta skrifað til: Astvaldur Astvaldsson Efstalandi 10 Reykjavík. Þar er hægt að fá áskriftir að blöðum um málefni palestfnuaraba á ensku, og allar upplýsingar. -/ritstj. Hlutverk sósialheimsvalda- stefnunnar i Kambódiu Strax eftir sigur þjóðfrelsisaflanna í Kambódíu, lýstu endurskoðunar- sinnarnir f Moskvu því yfir, að þeim bæru þakkir fyrir sigurinn. Þeirra stuðningur hefði verið afgerandi og væri það raunar í öllum þjóðfrelsis- stríðum. Þeir lýsa því yfir, að þeir hafi alla tíð litið á "þjóðfrelsisfylkinguna og konungstjórn þjóðfrelsisfylkingar- innar, sem löglegan stjórnanda Kambódíu." Þetta má lesa í greinum, sem Novosti Press, áróðursvél þeirra dreifði, í apríl síðastliðnum. En hvernig var málum háttað ? Eftir valdatöku Lon Nols 1970, viðurkenndu sovétheimsvaldasinn- arnir stjórn hans. Stuttu síðar neituðu þeir Sihanouk prins um leyfi, til að setja upp útlagastjórn í Moskvg sem væri jafiirétthá þeirri í Peking. En 28. mars 1975, sendi Sovét- stjórnin diplomatíska orðsendingu til stjórnar Sihanouks, þess efnis að frá og með þeim degi, liti Sovét- stjornin a hana sem einu löglegu stjórn Kambódfu. - 1 lok mars voru meira að segja amerisku heimsvalda- sinnarnir búnir að missa trúna á hinni spilltu stjórn Lon Nols. Þetta var allur stuðningur Sovétríkj- anna. Að styðja Lon Nol þar til hann var að falli kominn; söðla þá yfir, veita hinni sigrandi þjóðfrelsisfylk- ingu viðurkenningu, til að geta kraf- ist áhrifa í landinu, í skjóli stuðn- ings, sem alls enginn var. Sihanouk sagði í desember 1972, í viðtali við blaðamann The Guardian, um afstöðu Sovétríkjanna til barátt unnar í Kambódíu, að "ef þjóðfrelsis- öflin sigruðu, væri stuðningur Kína mikilsverður þáttur. Þetta hafa endurskoðunarsinnarnir túlkað sem útvíkkun á áhrifasvæði Kína. " Hann sagði einnig, að þjóðfrelsis- fylkingin hefði fengið mikilsverða, en algerlega skuldbindingar- og - endurgjaldslausa aðstoð frá Kína, en ekki "eina einustu krónu" frá Sovét- ríkjunum. Endurskoðunarsinnarnir eru undrandi vegna sigursins. Ekki er langt síðan þeir sögðu, að stjórn Sihanouks ríkti yfir engu og engin trygging væri fyrir því, að hún nokkru sinni gerði það. Þess vegna studdu þeir þá ekki. Þeir meira að segja gerðu því í skona að'Sihanouk, Lon Nol, USA og Kína, væru að gera samkomulag, sem fæli í sér stöðvun byltingarinnar." En núna segjast þeir hins vegar alltaf hafa stutt Sihanouk, og þjóðfrelsis- fylkinguna. Það er varla hasgt að álasa þeim fyrir það. Þeim er mikið í mun að breiða yfir þessa miklu afhjúpun að hlutverki sínu í þjóðfélagsbaráttu 3. heimsins. Þjóðfrelsisfylkingarnar um allan hein hafa séð, að "stuðningur" sósíal- heimsvaldasinnanna, er aðferð þeirra til að ná undir sín yfirráð, öðrum löndum. Kambódía er einnig lifandi fordæmi þess, hvernig þjóðir geta sigrað allar tegundir heimsvaldastefnu, þegar al- þýðan er sameinuð og tilbúin til fórna eb/byggt á Guardian.

x

Stéttabaráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.