Stéttabaráttan - 28.08.1975, Blaðsíða 8

Stéttabaráttan - 28.08.1975, Blaðsíða 8
STÉTTABARATTAN 28.8. 8. tbl. 1975 Umræáurnar innan Vietnamnefndarinnar Nú þegar vietnain;ika þjóðin hefur unnið sigur yfir bandarísku heimsvalda- stefnunni og har> 'hendum hennar í þjóðfrelsisbaráttu sinni, hafa eðlilega verið teknar upp umræður innan Vietnamnefndarinnar um hvert skuli vera framhald þess starfs, sem nefndin hefur unnið. Starfsemi nefndarinnar fram til þessa hefur í fyrsta lagi verið fólgin í stuðningi við þjóðfrelsis- baráttu vietnömsku þjóðarinnar og í öðru lagi baráttu gegn bandaríska her-' num á íslandi og NATO, ásamt stuðningi við frelsishreyfingar annars staðar í heiminum, þó það starf hafi aldrei verið öflugt líkt og Vietnam starfið. Af þessu getum við séð að nefndin hefur starfað á mun vfðari grundvelli, en nafn hennar gefur til kynna. Þessa staðreynd verðum við að hafa í huga þegar við ræðum framtíð nefndarinnar. Það er okkar álit að mikilvægast sé fyrir þá, sem að nefndinni standa og ekki síður fyrir þá sem nefndin vinnur fyrir, að varðveita einingu hennar og hafa það ætíð íhuga, að "sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér". Til þess að umræðurnar geti orðið sem gagnlegastar og markvissastar, teljum við nauðsynlegt að greina umræðuefnið í þrjá þætti og ætlum við að rekja hér á eftir hverjir þeir eru, og reyna í sem stystu máli að gera grein fyrir afstöðu okkar. FRAMTÍÐ VIETNAMSTARFSINS. Mikilvægasta atriðið, þegar við vinn- um stuðningsstarf fyrir þjóðfrelsis- öflln í heiminum, er að við gerum okkur ljósa grein fyrir hver afstaða viðkomandi aðila er til þess hvernig þetta starf verði best af hendi leyst og á hvern hátt það geti komið að sem mestu gagni fyrir viðkomandi þjóðir. Þetta hefur Vietnamnefndin alltaf gert og þetta verður hún eins að gera í dag þegar hún markar stefnu sína við breyttar aðstæður í Vietnam. Tillögur þær sem fulltrúi EIKm-1 f nefndinni setti fram í bréfi til for- og leyfum okkur að birta þær hér í megindráttum. 1. Tilgangur sambandsins er að efla öll vináttu-, stjórnmálaleg og menn- ingarleg tengsl hinna íslensku og vietnömsku þjóða. 2. Aðild er einstaklingsbundin og öll- um frjáls, sem þess óska, enda sýni þeir hvorki í orði né verki ó- vináttu gagnvart vietnömsku þjóð- inni, menningu hennar eða þjóðfél- agsháttum,, 3. Sambandið starfar að samskiptum við bæði ríki Vietnam, þar til þau verða sameinuð, sem er lokatak- mark beggja. samfélagsins. 5. Fyrsta verk sambandsins er að berjast fyrir þvf, að íslenska rikis- stjórnin viðurkejmi formlega og taki upp full stjðrnmálasamskipti við BBS í Suður-Víetnam. Jafnframt mun sambandið styðja uppbyggingar- starfið í Vietnam að megni. En hvað þá um starfsémi VN ? Hver á að verða framtíð hennar ? Eins og áður sagði er það mjög árfð- andi a<5 fara í einu og öllu eftir leið- sögn viðkomandi þjóðfrelsisafla, þeg- ar unnið er stuðningsstarf við þjóð- frelsisbaráttu kúguðu þjóðanna. Þessari leiðsögn verðum við að leita eftir og starfa samkvæmt til að árang- ur geti orðið af starfi okkar. Við verðum f þessum tilfellum að leita til þjóðfrelsisfylkinga viðkomandi landa sem eru þá fulltrúar yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar. Það verður að skipuleggja starfið fyrir hinar ýmsu þjóðir eftir séraðstæðum hverr- ar þjóðar. Þess vegna eru allar hug- myndir um að hægt sé að stofna eina allsherjar fylkingu sem hafi það að manns nú nýverið eru í fullu samræmi 4. Sambandið telur ekki hlutverk sitt við afstöðu vietnama til málsins og að hafa f frammi neina gagnrýni á þess vegna styðjum við þessar tillögur þjóðskipulag og þróun vietnamska Alþýða Danang fagnar frelsun borg- ariimar úr höndum Saigonhersins síðasliðið vor. SONGBOK VERKALYÐSINS Söngfoók verkalýðsins Söngbók verkalýðsins er nú komin út. Þar er að finna um 40 verka- lýðssöngva, bæði gamla og nýja. Nðtur og gítargrip eru sýnd með mörgum textanna. Verð bðkarinn- ar er kr. 400 og fæst hún í bðka- búðinni Rauðu Stjörnunni Lindar- götu 15, Reykjavík. Hér til hlið- ar birtum við svo eiim hinna nýju texta í bókinni, "Segið mogganum upp." SEGÐU MOGGANUM UPPj Ð Eitt sinn var Hítler helsta goðið, & f ' fí? ZZ sem hampað var í Morgunblaðinu. Gr f?? ZZ En gyðingunum sem 1 gasofna var troðið /Zm ^ var getið öllu minna f blaðinu. 0?-?^Q*CTinn dáðist líka að I'Yankó forðum Ulangistaböðli og kapellán. En þo var al'drei miðlað mörgum orðum um morðín sem þeir frömdu um allan Spán. Kennedy og Nixon voru næstir í náðiríni og fengu moggans hrós. En hvað þeir voru vissu vfst fæstir fyrr en Votergeit leiddi það í ljós. Og Saigon-klíkan sigraði minnst þrisvar á síðum mo^gans með yfirburðum og glans. Öll þjóðin fell minnst fimmhundruðogtvisvar ef fara á eftir utreikningum hans. Og Thieu var helsti fánaberi frelsis og friðar sem mogginn vissi til. Þvf að losa mannsins sál úr líkamshelsi hann lék á hverjuin degi um árabil. En þannig hefur það ævinlega orðið um alla þá sem mogginn heldur vel. Þeir verða uppvfsir að meinsæri eða morði, þótt mogginn reyni að þegja slíkt f hel. Þvf að baki moggans blundar afturhaldið. Hann býr til lognar fréttir handa þér. Hrósar og lofar heimsauðvaldið, en hallmælir þvf sem sannast er. Nú segðu þessum mogga upp á morgun.. Þú missir ekki neitt ef svfnið fer. Vald sitt fær hann byggt á þinni borgun. Þú borgar fyrir að lát'ann ljúga að þér. ~/<a markmíði að berjast fyrir allt og alla alls ekki réttar. Það er í flestum til- fellum nauðsynlegt að stofna sérstaka nefnd til að annast stuðningsstarfið fyrir hinar einstöku þjóðir. Þetta hefur þó að engu leyti í för með sér, að ekki geti verið um að ræða sam- vinnu að vissu marki, milli hinna einstöku nefnda. En hi ð mikilvægasta er að varðveita sjálfstæði nefndanna vegna sérstöðu þeirra. Þetta veitir starfinu meiri festu og kemur f veg fyrir að nokkur misskiln- ingur geti komið upp um rnarkmið og starfsaðferðir í v iðkomandi baráttu. Einnig veitir þetta nefndinni sterkari stöðu út á við, bæði gagnvart íslensku þjóðinni og eins gagnvart frelsishreyf- ingunum. En þrátt fyrir að stuðningurinn við baráttu kúguðu þjóðanna geti ekki verið unninn af breiðri andheims- valdasinnaðri fylkingu, er alls ekki verið að segja, að slík fylking eigi ekki fullan rétt ásér. Þvert á móti er það aðkallandi verkefni nú þegar starf vietnamnefndarinnar er skoðað og framhald þess ákveðið, að taka af- stöðu til stofnunar slíkrar fylkingar og skilgreina hver starfsemi hennar þarf að vera. HLUTVERK ANDHEIMSVALDA- SINNAÐRAR FYLKINGAR. Starfi andheimsvaldasinnaðrar fylk- ingar má á grófan hátt skipta í fjóra megiiiþætti. I fyrsta lagi baráttu gegn veru íslands f NATO og baráttu gegn FRH. á bls. 4 STUÐMENN Fyrir skömmu birtust stuðmenn a markaðinum með braki og brestum. Mjög góður flutningur tónlistarinnar og afbragðs söngur fleytti þessari .hljómsveit strax upp á vinsældalist- ann og kannske hefur leyndin og grímubúningur þeirra félaga gert sitt til að hjálpa upp á. Það virðist annars vera orðin tíska popphljóm- sveita, að dulnefna sig eða gefa út plötur undir tilbúnu nafni. Hljómar, sem fyrir löngu hafa spilað út, kom- ust aftur í umferð svo um munaði, aðeins með því að kalla sig Lónlí blú bois og með því að nota íslenska texta við annars ágæt lög sin. Það sem veldur vinsældum þessara hljóm- sveita, sem skera sig ekki svo mjög úr öðrum grúppum hvað varðar tón- list og flutning, er fyrst og fremst umbúðalaus og oft hnyttinn texti við lögin. Angurværðin og Þrastarlundar- rómantikin sem svo lengi loddi við íslenska dægurlagatexta er horfin eins og dögg fyrir sðlu og f staðinn er komin opinská og kannske dálítið bersögul lýsing á umsvifum æskunnar í nútíma þjóðfélagi. Draumadísin víkur fyrir "Stfnu stuð", tunglskins- gangan eða sólsetursástin fyrir "sva- ka partí" eða "sveitaferð". Þessi breyting er ekkert íslenskt fyrirbrigði hún hefur viðgengist í lengri tíma er- lendis, undir nafninu prógressfft popp. Og þar ytra hefur hún gengið mikið lengra. Erlendir popptónlistarmenn hafa í æ ríkari mæli farið að skil- greina samfélagslegan veruleika kapitalismans, firringu og umkomu- leysi nútíma æsku, gróðabrallið og arðránið á verkalýðnum. Sömuleiðis hefur þjóðfrelsisbarátta alþýðunnar í þriðja heiminum orðið yrkisefni popptónlistarmanna. Þessi nýja stefna f músíkinni var fyrst kynnt með plötu Þokkabótar í fyrra, sem náði miklum vinsældum. Eneins og ytra virðist prógressíft popp ætla að klofna f tvær meginstefnur - fram- farasinnaða músík sem tekur afstöðu með frelsisbaráttu alþýðunnar, og dópboðskap. Hið síðarnefnda er á- berandi í textum Stuðmanna. Hassið er "traust og hald í lífsins leik" og "guðinn Lýsergíð (LSD) er voldugast- ur allra guða." þó að Stuðmenn skili góðri tónlist og fari yfirleitt vel með sönginn, er boðskapurinn í textum þeirra bæði afturhaldssamur og afvegaleiðandi. Kapitalisminn býður æskunni upp á drykkjusvall,^ eiturlyfjaneyslu og aumingjadóm í frfstundum hennar og kallar allt sam- an "skemmtanir." Að fara út aö skemmta sér, merkir að drekka sig fullan og eyða fé í sviknar blöndur öldurshúsanna. Qg pí'ssi uppbyggj- andi skemmtun, sem æskan dregst inn f , heldur henni óneitanlega frá framfarasinnaðri hugsun og starfi fyrir frelsun verkalýðsstéttarinnar. Allir hafa tíma til að byltast um í drykkjusölum vínveitingahúsanna og peninga til að kaupa brennivín fyrir þúsundir um hverja helgi. En fæstir álfta sig hafa tíma til að starfa fyrir sósíalismann eða lýðræðið, hvað þá að þeir eigi aura til að leggja fram til baráttunnar! Nei, Stuðmenn skjóta langt yfir markið með plötu sinni. Þeir eru óneitanlega "hress- ir" en það út af fyrir sig er ekki nóg. Þeir eru boðberar niðurlægingar fs- lenskrar æsku, talsmenn eiturlyfja og vesaldóms - svo lengi sem þeir halda sig við núverandi afstöðu. Sem sagt góð músík - ógeðslegur boð- skapuri ÚR PEKINGI REYIEWl Um Angola Jafnhliða því að alþýða Angólu berst fyrir sjálfstæði sínu ýta sovésku end- urskoðunarsinnarnir stöðugt undir innri deilur og vopnuð átök í landinu. Markmið þeirra er: að grafa undan sjálfstæði Angðlu og ná tökum á þessu hernaðarlega mikilvæga landi. Hugprúð alþýða Angóiu hefur háð lang- vinna vopnaða baráttu fyrir þjóðlegu sjálfstæði. Með dyggum stuðningi annarra þjóða Afríku tókst henni að lokum að brjóta á bak aftur her portúgala og gera samning við port- úgölsku ríkisstjórnina þar sem lýst var yfir sjálfstæði Angólu f. o.m. II. nóvember og brottflutningi allra portúgalskra hersveita fyrir lok febr- úar 1976. Þessi mikli sigur var ár- angur baráttueiningar angólskrar al- þýðu. Hinar 6 milljónir angólubúa munu aldrei líða rússum að stela ávexti þess sigurs sem þeir hafa unnið eft- ir áralanga baráttu. Það eru engin grundvallarvandamál sem skilja á milli frelsishreyfing- anna í Angólu. Fortfð þeirra er sam- eiginleg, nýlendustefnan og heims- valdastefnan eru sameiginlegir óvin- ir þeirra og allar vilja þær leysa innri deilur með friðsamlegum um- ræðum. Með stuðningi Samtaka Afríkuríkja höfðu frelsishreyfingarnar náð ein- ingu og samstöðu. Þær undirrituðu samkomulag við portúgölsku stjórn- ina um sjálfstæði sameiginlega. Afríkuþjóðir Fögnuðu þeirri einingu sem frelsishreyfingarnar höfðu náð og veittu þeim öllum fullan stuðning, jafnt MPLA, FNLA sem UNITA. Eining frelsishreyfinganna var eitur í beinum risaveldanna og þau hafa á allan hátt reynt að grafa undan henni. Til að ná tökum á Angólu hafa sov- ésku heimsvaldasinnarnir reynt þá aðferð að sá klofningi og deilum á milli frelsishreyfinganna. Þeir tóku ekkert tillit til stefnu Samtaka Afríku- ríkja, sem virtu frelsishreyfingar- nar sem jafnréttháa aðila. Þvert á móti bjuggu þeir til klofning milli þeirra, gerðu sumar að byltingar- sinnuðum samtökum en aðrar að gagnbyltingarsinnuðum o. s. frv. Þann- ig hlutuðust Sovétríkin til um innan- ríkismál Angólu og ýttu undir innri klofning. Jafnvel eftir samkomulag frelsis- hreyfinganna og Portúgal skipuðu rússar á land í Angólu mörgum skips- förmum af þungavopnum. Þetta var beint tilræði við einingu alþýðunnar. Þessi glsepsamlega klofningsstarf- semi mun án efa opna augu angólskr- ar alþýðu á sviksamlegum áformum rússneska risaveldisins. Það eru sovésku endurskoðunarsinn- arnir sjálfir sem kynt hafa stríðs- eldana f Angólu. Til að dylja þetta reyna þeir að beita dæmigerðu bragði sfnu: Þjófurinn kallaði "stöðv- ið þjófinn." Þeir hafa sett alla áróð- ursvél sína í gang til að ráðast gegn og rægja Kína og þjóðir Afríku. En staðfastur og ákveðinn stuðningur Guðmundur J GuctmuiK Móafcúni 26 Reitur til áskriftarmerkingar. FÉLAGAR ASKRIFENDUR. Nú hafið þið sem skuldið enn fyrir 1975 fengið f hendur sérstaka áskor- un um að greiða sem fyrst áskrift- ina. Margir hafa brugðist vel við og greitt, en þeir eru fleiri sem hafa trassað að skjótast í næsta pðsthús eða banka og stinga fénu inn á gíró blaðsins (nr. 27810) - hafið hraðann á. Framkvæmið þetta í dag, blaðið þar á fénu að halda! Tilkynnið bústaðaskipti. Nú hefur STÉTTABARATTAN fengið póstgfróreikning, nr. 27810. Það auðveldar ykkur að greiða áskriftirnar- nú getið þið gengið bæði í banka og pðsthús og greitt þar. Askriftargjöld eru sem hér segir: Venjuleg áskrift Stuðningsáskrift Baráttuáskrift 600 kr. 800 1000 kínversku þjóðarinnar við viðleitni- angólsku alþýðunnar til að berjast sameinuð fyrir . þjóðlegu sjálfetæði er öllum kunnur. Hægt er að spyrja: Hvers virði eru þær dylgjur, sem sovét-endurskoð- unarsinnarnir birta í árásargreinum sínum á Kína ? Finna þeir nokkurn sem gleypir við þeim á heimsmarkað- inum ? Almenningsálitið í nokkrum afrískum löndum hefur bent á, að það eru Sovétríkin sem hindra fram- gang sjálfetæðisbaráttunnar f Angðlu. Æskulýðurinn í Angólu hefur lýst afstöðu sinni til "sovésku sósíal- heimsvaldasinnanna, sem skipta sér af málum Angólu". þ. e. að "harm- leiknum í Prag verði ekki svo fljótt gleymt" og að ekki sé hægt að gleyma því hvernig sovésku sósíalheimsvalda sinnarnir brugðust við sigri kambðd- ísku alþýðunnar. Alþýða Angólu mót- mælti fyrir skömmu harðlega, þegar sovésk skip affermdu brynvarða bfla og vopn f Luandahöfn, undir þvf yfir- skini að hér væri um að ræða "heil- brigðisvörur." Þessi andstaða sýnir fram á, að enginn lítur við hinum sovésku fleðulátum. Hún er gott svar við spurningunni um, hvers virði dylgur sovésku enduskoðunar- sinnanna eru. Sovésku sósíalheimsvaldasinnarnir munu aldrei ná árangri f áformum sínum um að vinna skemmdarverk, sá klofningi og hlutast til um innan- ríkismál Angólu. Þeir munu aðeins lyfta steininum til að missa hann aft- ur á tær sér. Angólsk alþýða hefur gengið f gegnum eldraun langvinnrar vopnaðrar bar- áttu. Hún mun sjá f gegnum áætlan- ir óvinarins, auka samheldnina f röð- um sínum og halda áfram á leið bar- áttunnar gegn heimsvaldastefnu, ný- lendustefnu og drottnunarstefnu risa- veldanna og fyrir fullu þjóðlegu sjálf- stæði. hefjum við lokasóknina Sumarið hefur sagt til sín. A- skrifendafjölgunin hefur geng- ið hægar nú í sumar en í vet- ur og vor. En nú er sumarið svo til liðið og þá er kominn túni til að bretta upp ermar- nar og taka til við að safna nýjum áskrifendum. Það er ekki mikill tími til stefnu, nú er aukningin orðin 57% og við höfum fjarlægst 100% línuna. En það má bjarga þessu, ef llir velunnarar taka á honum tóra sínum. Við skorum hér með á alla lesendur að taka fullan þátt f sókninni að 100% markinu, talið við vini og vinnufélaga, rekið áróður fyr ir blaðinu og skorið á þá að gerast áskrifendur nú! GERIST 'ASKRIFENDUR!

x

Stéttabaráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.