Stéttabaráttan - 28.08.1975, Blaðsíða 1

Stéttabaráttan - 28.08.1975, Blaðsíða 1
ÖREIGAR ALLRA LANDA SAMEINIST! Hækkun lausasöluverðs Ritstjórn hefur ákveðið að hækka verð blaðsins í lausasölu. Síðast hækkuðum við blaðið (úr 40kr í 50) í júní 1974. En einsog allir vita þá hafa orðið geysilegar verðhækkanir á öllum hlutum síðan þá. Við höfum beðið með að hækka lausasöluverðið þar til f sfðustu lög. En lengur verður ekki beðið ,nú kostar-blaðið 70 krónur. Ríkisstjórnin svikur loforðin ASÍ-forystan hefst ekkert að Það fer ekki milli mála að samningar verkalýðsfélaganna fyrir rúmum þrem mánuðum síðan voru staðfesting ASÍ-forystunnar á kjaraskerðingaráformum auðherranna og rfkisstjórnarinnar. Talið er að þessir samningar hafi falið f sér 11% launahækkun hjá verkafólki að jafnaði, en samkvæmt útreikningum Hagstofunnar er þessi launahækkun nær uppurin. Loforð ríkisstjórnarinnar frá 26. mars um skattalækkun hafa einnig reynst einskis verð. Til að tryggja að samið yrði, lofaði ríkisstjórnin að búvöruverðshækkunin sem koma átti í júní kæmi ekki til framkvæmda, en yrði greidd niður. Eins og önnur loforð var þetta einnig svikið og niðurgreiðslum frestað á meðan verið var að hækka búvörur. I júlí sfðastliðnum kórónaði ríkisstjórnin svo kjaraskerðingarárásir sfnar ^eð 12% vörugjaldi, sem kemur á 40% af innflutningnum. Það dylst fáum eftir síðustu kjara- samninga, að ASÍ-forystan er ekkert annað en lágsigld þerna atvinnurek- enda og ríkisstjórnarinnar. Þaðað síðustu samningar forystunnar voru ekkert annað en þjónusta við atvinnu- rekendur verður æ fleirum ljðst nú þegar 'nokkuð er um liðið frá samn- ingunum. Það atriði sem ASl taldi vera eitt mikilvægasta atriðið við samningana, skattalækkunin, hefur nú komið í ljós sem tómt fals. Eins og öllum er kunngt, ákvarðast tekju- skattur óg útsvar f ár af tekjum árs- ins f fyrra, en tekur ekki tillit til greiðslugetunnar á árinu sem tekn- anna er aflað. Þannig varð 51% hækkun framtaldra tekna milli áranna 1973 og 1974 væntanlega til að hækka skatta um 51% 1975 fram yfir það sem þeir voru 1974. Tekjuaukningin milli aranna 1974 og 1975 mun ekki ná þess- ari skattaaukningu, en áætlað er að hún verði aðeins um 30% . Afleið- ingarnar eru því augljósar, nú á að greiða 51% hærri skatta með 30% hærri tekjum. Niðurstaðan er því stóraukin skattbyrði, sem ríkisstjórn- in lofaði að leiðrétta. Gert var ráð fyrir á fjárlögum að skattar lækkuðu um 700 m.kr., en samtfmis voru út- svör hækkuð um 600 m.kr. og um 300 m.kr. með þvf að lækka útsvars- frádráttinn ekki í samræmi við skatt- vfsitölu. Þannig var loforðið um lækkun skatta svikið en almenningur verður nú að borga hærri skatta með minni heildartekjum. Niðurstaðan er því raunverulega sú, að skattar 1 hafa hækkað stórlega fram yfir launa- hækkanir. Það skyldi því engan undra þó að skattar hafi hækkað um 70% eins og varð í Suðurlandskjör- dæmi. Sannleikurinn um skattalækk- anirnar var nefnilega sá, að þær voru hreinn tilbúningur af hendí rík- isstjórnarinnar og til þess naut hún stuðnings ASl-forystunnar. Hveriir svfkja undan skatti? Hverjir skyldu það nú vera sem verða látnir borga þessar auknu skattbyrð- ar. Ef við förum f skattskrána þá sjáum við að skattar verkafðlks hafa ðhjákvæmilega hækkað. Þannig hef- ur heildarskattheimta rfkis og sveit- arfélaga hækkað úr 32,5% af þjððar- framleiðslunni í fyrra f 34,5% af henni í ár (þrátt fyrir minni þjððar- framleiðslu og "skattalækkun" rfkis- stjðrnarinnar). Þessi aukna skatt- byrði kemur til með að leggjast fyrst og fremst á herðar launafðlks eins og allt að 70% tekjuskattshækk- un á Suðurlandi sýnir meðal annars. Eins og áður er það verkalýðurinn sem verður látinn borga milljðna skattsvik auðherranna. Verkamað- urinn hefur ekki sömu tök á að svíkja undan skatti og kapitalistinn sem Framhald á síðu 7. BERJUMST GEGN STRIDS- ÓGNUNUM RISAVELDANNA! Tveir stærstu heimsvaldaræningjarnlr, Bandarikin og Sovétrflún, ógna í dag heimsfriðnum með vígbúnaðarkapp- hlaupinu og tilraunum sínum til að stjórna þróun mála um heim allan. Eins og böðlar með hunang í munninum tala þeir um "frið" og "afvopnun", meðan barátta þeirra um heimsyfirráð harðnar stöðugt og hernaðaruppbygging- in vex. Undanfarin ár hafa sýnt að risaveldin svífast einskis í baráttunni um heimsyfirráð. Réttur þjóða til sjálfstæðis og sjálfsákvörðunar er að engu hafður standi hann í vegi hagsmuna risaveldanna. Risaveldin standa að og viðhalda svartasta afturhaldi um allan heim. Bandaríkin ógna frið í Asfu með hótunum um árás á N-Koreu og Sovét- ríkin reka stórfellda útþenslustefnu á Indlandsskaga. Flotar risaveldanna hringsóla mn öll heimshöf, auðvitað "allt í þágu mannkynsins og minnkandi spennu" eins og hugmyndafræðingar heimsvaldastefnunnar nefna það. Þannig reyna risaveldin allstaðar að ná fótfestu með arðráns-og kúgunar- klðm sfnum. Hagsmunir risaveldanna eru í óleysan- legri mótsögn við hagsmuni yfirgnæf- andi meirihluta mannkynsins. Þjóðir vilja frelsi, þjóðlönd vilja sjálfstæði, alþýðan vill byltingu. Risaveldin reyna allt sem þau geta til að stahda f vegi þessarar þróunar, því hún stefnir gegn arðránshagsmunum þeirra. Nauðsyn aukinnar baráttu gegn risa- veldunum er knýjandi. Sjá nánar grein bls. 4 \ ^tíf Ý o< & Eins og komið hefur fram f fréttum eru heimsvaldaríkin full ótta um að þróun mála kunni að leiða til "stjðrnleysis". Vestrænir fjölmiðl- ar sem ekkert fundu að meðan f landinu rfkti fasismi, barma sér nú yfir "hinu alvarlega ástandi". Allir heimsvaldasinnar gera sitt til að hafa áhrif á gang mála f Portugal. Jafnaðarmenn í V-Ev- rðpu hafa lýst yfir að þeir vilji að stjðrnarfar landsins verði sniðið eftir vestrænum lýðræðisháttum, og Ford Bandarfkjaforseti hefur lyst því yfir að Portugal sé á hefðbundnu áhrifasvæði Banda- ríkjanna og auk þess mikilvægur liður f Nato sem ekki megi fara forgörðum. Eins og önnur heimsvaldaríki reyna Sovétmenn að tryggja ahrif sín í Portugal. Kommunistaflokkurinn í Portugal rekur mikinn pðlitfskan árðður fyrir Sovétrfkjunum og í- tökum þeirra, en Sovétríkin reyna sjálf að ná efnahagslegum ítökum í landinu með "efnahagsaðstoð". Risaveldin bítast á um Portugal, og hvort þeirra reynir að hafa á- hrif á gang mála á kostnað hins. Sjá nánar grein bls. 5. STÉTTABARATTAN byggir fjárhag sinn á því sem lesendur láta af hendi rakna. Við höfum ekki opin- bera sjóði til að ausa úr, og við byggjum ekki reksturinn á auglýs- ingum. Með þessu móti er blaðið eingöngu háð lesendunum. Og það er þannig sem við viljum hafa það. Engir hagsmunir, annarra en ís- lensks verkalýðs, eiga að hafa áhrif á málflutning blaðsins. 1 ljós þessa er ritstjðrn sannfærð um að hækkun lausasöluverðsins mæti skilningi hjá lesendum, og að þeim haldi á- fram að fjölga eins og að undan- förnu. Grein um húsnæðismál bls.3 Um Angóla sjá baksióu Framtið Vietnam- nefndarinnar sjá baksiðu Átök i Sjalfstæðisflokknum: Hægri armurinn med"NvÍaVísi" Þann 21 ágúst voru 7 ar liðin frá inn- rás Sovétrfkjanna f Tékkoslovakiu. Þar afhjúpaði sðsfalheimsvaldastefnan berlega árásareðli sitt með því að fðtumtroða rétt tékknesku þjððarinnar til sjálfstæðis og sjálfsákvörðunnar. Undir yflrskyni "hjálpar" og "sósíal- isks bræðralags" heldur sósfalheims- valdastefnan ríkjum A-Evrðpu undir hæl kúgunnar og arðráns, og skirrist, ekki við að beita hervaldi gegn verka- lýð og vinnandi alþýðu reyni bfin aS slfta sig undan oki Sovétrfkjanna. Þetta fékk alþýða Tékkoslovakiu að reyna á hinum dökku ágústdögum árið 1968. Þetta var lexia sem pðlskir verkamenn fengu frá sðsfalheims- valdastefnunni 1970 er þeir risu upp til baráttu gegn kúgun og misrétti. Þessir lærdðmar ættu að vera verka- lýð og vlnnandi alþýðu íslands til að- vörunnar um eðli sósfalheimsvalda- stemunnar. Myndin hér að ofan sýnir sovéskan skriðdreka í Prag í ágúst 1968 sem tékknesk æska hefur merkt hakakross- inum - alþjóðlegu tákni fyrir kúgun og villimennsku. Sjá nánar um atburðina í Tékkoslo- vakiu og baráttuna gegn sósfalheims- valdastefnunni í leiðara bls. 2. Rvík. 22.8. Þær væringar sem hafa að undanförnu staðið vegna út- gáfu og ritstjðrnar Vísis, hafa tæp- lega farið framhjá mörgum. Nú er svo komið að þeir sem urðu undir f baráttunni um ritstjórnina hafa á- kveðið að stofna nýtt sfðdegisblað, til höfuðs-Vísi. Nú þegar hefur það lið, sém stendur að baki Jðnasi Kristjánssyni safnað f sjóð um 50 milljðnum kr., og söfnun auglýsinga er stunduð af miklum krafti. Þess er að vænta að sú söfnun gangi vel, þvf að baki "Nýja Vísi" standa marg- ir af stærri.burgeisum f verslunar- og viðskiptalffihu. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Stéttabaráttan hef- ur aflað sér þá eru það þeir sem standa einna lengst til hægri f Sjálfstæðisflokknum sem styðja út- gáfu nýja blaðsins. Og jafnframt er það sá hluti flokksins sem er einna ðánægðastur með sinn hlut þessa dagana, þ. e. innflytjendur og heild- salar. Þessi hópur er f uppreisn, m. a. sökum þess að þeir telja hart að sér vegið með 12% vörugjaldinu og jrmsum fleiri aðgerðum rfkis- stjðrnar Geirs Hallgrímssonar.Sum- ir þessara aðstandenda "Nýja Vfsis" eru svo langt til hægri í skoðunum að þeir kalla hluta flokksbræðra sinna sðsfalista, eh einmitt Albert Guðmundsson varð frægur fyrir á landsfundi flokksins fyrir að ákæra hluta hans fyrir að fylgja sðsfalisma, Eitt er vfst, með tilkomu þessa blaðs aukast líkurnar á klofningi.a "flokki allra stétta." Hægri armur- inn hefur þá sitt eigið málgagn og er því óháðari núverandi flokksforystu en ella. -/hh

x

Stéttabaráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.