Stéttabaráttan - 11.08.1976, Síða 2
Stéttabaráttan 11. ágúst. 197.6.
□□
Stéttabaráttan 14. tbl.
5. árg. 11. 8.1976.
Ctg. : Kommúnistaflokkur Is-
lands m-1.
STfiTTA BARATTAN kemur út
hál ts m á naðarlega.
l’ósti'ang: l'ósthólf 1357, Rvfk.
Sími: 27H 10.
liitstj. K ábm: Olafur Ingólfsson
Gfró:27bl 0.
Eflum baráttuna
gegn Sovésku
sósialheimsvaldastefnunni
Þann 21. ágúst eru 8 ár llðin síðan sovéskir skrið-
drekar héldu innreið sfna í Prag. Þá var hulunni
svipt af hinu rétta eðli sovésku endurskoðunarstefn-
unnar og örvæntingarfull frelsisbarátta tékknesku
þjóðarinnar opinberaði fyrir alheimi að sovéski
"Rauði herinn" var ekki lengur tákn sigursins yfir
nasistum, heldur arftaki blóðherja Hitlers. Brésn-
eff-klíkan hikaði þá ekki við að brjóta frelsisvið-
leitiii tékka á bak aftur með nöktu vopnavaldi, her-
nám Tékkóslóvakíu var f senn órækt vitni um stríðs-
fyrirætlanir sósíalheimsvaldasinnanna og viðvörun
til austantjaldslandanna um að Sovétríkin mynduekki
þola sjálfstæða þróun þeirra eða vinslit við sig. Ál-
þýða heimsins hefur ekki gleymt hetjulegu viðnámi
tékkneskrar alþýðu, hún hefur ekki gleymt Jan Pal-
ach og félögum hans, sem hikuðu ekki við að fórna
lífi sfnu til að vekja samlanda sína til meðvitundar
um nauðsyn 'vopnaðrar baráttu gegn sovésku inn-
rásarherjunum. Jafnframt sýndu atburðirnir f
Tékkóslóvakíu 1968, að sovésku kúgararnir munu
ekki hörfa frá A-Evrópu nema fyrir byssustingjum.
Það þarf alþýðustrfð til að sigrast á glæpaherjum
Sovétríkjanna og tryggja sigur verkalýðsins í A-
Evrópu. Hinir örlagaríku atburðir í Prag fyrir 8
árum leiða hugan ósjálfrátt að þeirri frelsisbaráttu
sem fram fer f Póllandi nú. Undir forystu Komm-
únistaflokks PólLands (m-1) reis pólsk alþýða sam-
huga gegn tilraunum sovésku heimsvaldasinnanna og
leppa þeirra f Gierek-stjórninni til að lögfesta
stjórnarskrárákvæði þess efnis, að vináttan við
Sovétríkin skvldi vera ævarandi. Efnahagsörðug-
leikar pólsku endurskoðunarsinnanna, sem valdið
hafa mikilli verðbólgu og versnandi kjörum almenn-
ings, sýna að kapitalisminn hefur enn að nýju náð
undirtökunum f efnahagslffi landsins.
Kommúnistaflokkur Islands ml lýsir fullum stuðn-
ingi sínum við réttmæta og hetjulega baráttu verka-
mannanna f Varsjá, Radom og annars staðar og
hvetur íslenska alþýðu til að virks stuðnings við
frelsisbaráttu pólskrar alþýðu. Og pólskur verka-
lýður sker sig ekki úr nema hvað snertir fórnfýsi
og hetjulund í baráttumii. ÍUngverjalandi, Búlgaríu
A-Þýskalandi og Tékkóslóvakíu fer baráttan vaxandi
þótt hún hafi enn ekki náð sömu útbreiðslu og styrk
og í Póllandi. Jafnvel f Sovétríkjunum sjálfum
eykst andspyrnan dag frá degi og sovésku sósfal-
heimsvaldasinnunum reynist örðugra en fyrr, að
blekkja verkalýð heimalandsins til fylgis við hern-
aðaraðgerðir sfnar. Það er skylda íslenskrar
verkalýðsstéttar að styðja þessa baráttu með öllum
ráðum og efla baráttuna hérlendis gegn útsendurum
sósfalheimsvaldastefnunnar. Þeir sem hérlendis
nefna sig andheimsvaldasinna, en lúta þó svo lágt,
að þiggja heimboð hinna fasfsku stjórna a-evrópu-
ríkjanna, eru engir andheimsvaldasinnar. Þeir
eru í sömu sporum og íslenskir þjóðernissinnar,
sem gistu Hitlers-Þýskaland á fjórða áratugnum.
Yfirlýsingum Þjóðviljans um að Alþýðubandalagið
styðji Sovétríkin ekki verður ekki trúað, fyrr en
blaðið tekur upp virka baráttu gegn grimmdarverk-
um sovésku sósíalheimsvaldastefnunnar. Orð
slíkra manna eru ómarktæk þegar haft er f huga, að
AB-forystan erí nánum tengslum við Sovétríkin og
tekur málstað þeirra í hvívetna.
Kommúnistafiokkur Islands ml hvetur alla alþýðu
til að sýna hug sinn til myrkraverka sósíalheims-
valdastefnunnar í Tékkóslóvakíu og Póllandi með
því að taka þátt í fyrirhuguðum mótmælaaðgerðum
við sovéska sendiráðið þann 21. ágúst næstkomandi.
Fullan stuðning við frelsisbaráttu tékkneskrar
alþýðuj -
Fordæmum kúgunaraðgerðir endurskoðunarsinna
f Póllandi!
8/8
Gerist áskrifendur
að
STÉTTABARÁTTUNNI
Hvar geturðu keypt Stéttabar-
áttuna ?
SUÐUELAND:
Reykjavík: Rauða stjarnan,
Lindargötu 15.
Bóksala stúdenta í Félags-
stofnuninni v/ Hringbraut.
Einnig fæst blaðið nú í mörg-
um söluturnum.
Suðurnes: Jónas H. Jónsson,
Holtsgötu 26, Njarðvík.
Ilafnarfjörður: Fjóla Rögn-
valdsdóttir, Vitastíg 3.
Vestmannaeyj ar: Guðrún
Garðarsdóttir, Þorlaugsgerði.
HVERNIG KEMST Þt I SAM-
BAND VIÐ KOMMtTNISTA-
FLOKK ÍSLANDS/ML ?
Miðstjórn: Pósthólf 1357
Reykjavík, einniyf síma 27810,
Ritstjórnir Stéttabaráttumiar
og Rauða fánans: Pósthólf
1357, Rvík, einnig Ísfma27810
Reykj avikurdeild: Lindargötu
15, sími: 27810.
Akureyrardeild: Guðvarður
M. Gunnlaugsson, Helga-
magrastræti 23, einnig póst-
hólf 650, Akureyri.
Suðurnesjadeild: Jónas H.
Jónsson, Holtsgötu 26 Njarð-
vík, sfmi; 2641.
Hafnarfjörður: Ijóla Rögn-
valdsdóttir, Vitastíg 3.
Neskaupstaður: Stuðnings-
deild c/o Messíana
Tómasdóttir, Miðhúsum.
Snæfellsnes: Sigfús Almars-
son, Skólabraut 10, Hellis-
sandi.
Eiðar, S-Múl,: Stefán Jó-
hannsson.
Kveðja til Chu Teh
Einn af mikilhæfustu leiðtogum mönnunum. Hann gekk í
kínverskrar alþýðu , Chu Teh kínverska kommúnistaflolckinn
marskálkur er látinn. Chu Teh árið 1922 og varð yfirhers-
var elskaður og virtur af höfðingi 8. fastahersins árið
kínverskri alþýðu fyrir óeigin- 1937. A 4.þjóðþinginu 1975 var
gjarnt starf í þágu byltingarinnar hann kjörinn forseti fastaráðs
og fólksins. Hann var ásamt Maóþjóðþingsins og gengdi þeim
formanni stjórnandi göngunnar störfum til dauðadags.
löngu sem kínverski alþyðuherinn Ævistarf félaga Chu Teh í þágu
fór á árunum 1934-36, og á hinni byltingarinnar og heimskommún-
12. 500 km. löngu leið stýrði ismans mun lifa í hjörtum allra
hann frelsishernum fram hjá saimra marx-lenfnista. Við
fjölmörgum hættum og til ótalinnakveðjum félaga Chu Teh með
sigra yfir herjum Kuo Min Tang. söknuði og f þeirri vissu að lífs-
I styrjöldinni gegn japönsku imi- starf hans verði áfram öllum
rásarseggjunum vann hann marga byltingarsinnum hvatning til dáða.
VESTURLAND:
Hellissandur: Sigfús Almars-
son, Skólabraut 10.
NORÐURLAND:
Akureyri: Guðvarður Gunn-
laugsson, Helgamagrastræti 23.
Siglufjörður: Söluturnin við
Aðalgötu.
Húsavík: Þórarinn Ölafsson,
Sólbrekku 5.
AUSTURLAND:
Neskaupsstaður: Messiana
Tomasdóttir, Miðhúsum.
Islenskir námsmenn erlendis.
Nú getið þið keypt Stéttabar-
áttuna hjá umboðsmönnum okkar
í nokkrum borgum á norður-
löndum.
NOREGUR:
Oslo: Katrfn H. Andrésdóttir,
Sogn Studentby 1310, Oslo 8.
SVIÞJÖÐ:
SOLNA: Magnús Sæmundsson,
Kungshamra 23a, 17170, Solna.
LUNDUR: Jón Rúnar Sveinsson,
Kamnarsvágen 5 D: 218
222 46 Lund.
DANMÖRK:
ARHUS: Magnús Þorgrímsson,
Börglum Kollegiet v 444,
Börglumsvej 2, 8240 Risskov.
Myndin synir Mao Tsetung og Chu Teh er þeir unnu
saman að gerð hernaðaráætlanna f frelsisstrfðinu.
Nýkomnar eru í búðina byltingarsinnaðar hljómplötur frá norð-
urlöndum.
JS|Kinsk;i
moísfáiuls
siin<|er
Inspelode i Sponien >963/64
Einnig fyrstu bindin í ritsafni
Stalíns.
Heildarsafn verka Leníns
(Lenin Collected works) ,
45 bindi, er selt á góðum
kjörum.
Lítið inn og kaupið.
RauðaJStjarnan
* Bókabúð
luudioijai
A Bc
ik
VERKALYÐSFORLAGIÐ hefur
gefið út smábækling sem heitir
I inngangi að bæklingnum segir:
"Þessi bæklingur fjallar um
drög þau að frumvarpi um
breytingar á núgildandi lögum
um stéttarfélög og vinnudeilur,
sem félagsmálaráðherra hefur
látið semja. I honum er gert
grein fyrir helstu þáttum frum-
varpsins, hvernig þessar fyrir-
huguðu breytingar miða allar að
því að efla og treysta völd borg-
arastéttarinnar, múlbinda verk-
alýðshreyfinguna og skerða
sjálfsögð réttindi verkafólks
til að semja um kaup sitt og
kjör, Þá er og reynt að gera
grein fyrir orsökunum að baki
þessari nýju vinnulöggjöf, á
hvern hátt íslenskur verkalýður
hefur barist gegn öllum tilraun-
um ríkisvaldsins til að skerða
rétt hans með löggjöf - og síð-
ast en ekki síst er bent á þá
leið, sem Kommúnistaflokkur
Islands m-1 hyggst fara og
hvetur allt verkafólk til að fara
til að berjast gegn vinnulöggjöf
auðvaldsins. "
Við samningu bæklingsins var
m. a. stuðst við greinar sem
birst hafa I STÉTTABARATT-
UNNI um þetta mál.
Við viljum hvetja verkafólk til
að kynna sér innihald bæklings-
ins og nota hann sem tæki til
að koma af stað umræðum á
vinnustöðum og innan fagfélaga
um nauðsyn þess að berjast
gegn nýrri vinnulöggjöf.
Verð bæklingsins er aðeins
150 krónur, og er hægt að
kaupa hann hjá sölufólki Stétta-
baráttunnar um land allt, og
ennfremur hjá bókabúðinni
Rauðu Stjörnunni, Lindargötu
15, Reykjavík.