Spegillinn - 01.02.1927, Side 6

Spegillinn - 01.02.1927, Side 6
10 SPEGILLINN Færist nær menningunni! uðumst, virtist okkur mylnuvængir vera á hreyfingu hingað og þangað kring um ein- hverja þúst. Er við komum að þessum undr- um var stöðvun á skurðgreftinum. Ferlíkið, sem snjóbíll er nefndur, gerði skrúfu, en allt liðið 20—30 manns var að berja sjer upp á landsins kostnað. Jeg komst á »Hól- inn« um kveldið en austur aldrei. Fimrn dögum síðar komst jeg heim, hangikjöts- laus, búinn með nestið og hina dýru snafsa, en mjer fanst jeg þó hafa grætt á því, sem jeg sá af hyggjuviti, verklagi og fram- kvæmdum landa minna, og hvað sem hver segir, þá er þeim trúandi fyrir landsins fje. Sagt er, að 14. apríl eigi að opna skurðinn og má þá búast við hátíðahöldum í Ölves- inu og balli á Sandhól. * * e. Umbótamál. Rukkarahczli. Eignist „Merry“-viðtæki! Þessir byltingatímar, sem vjer\nú lifum á, hljóta að vekja hvern hugsandi íslend- ing til andlegra umþenkinga og íhugunar um framtíð þessa lands og þessarar þjóðar. Hefir þegar verið reynt að hugsa um að segja og skrifa margt og mikið til þess, að ætla sjer að koma á margvíslegum um- bótum, sem kynnu kannske að geta leitt af sjer vakning meðal ef til vill dugandi og skynberandi manna, er hugsanlegt væri, að gætu haft áhrif á tilkomandi kynslóðir. Hjer hefir þegar verið komið á fót mörg- um hælum, og það síst að nauðsynjalausu,. svo sem vitfirringahæli o. fl„ og það sem nú ríður mest á — næst trúboðinu í Kína — er að koma upp þjóðkartöflugarði suður á Kartöflugarðsskaga og Stúdentagarði í Há- borgíslenskrarmenningar. Elliheimili og sjó- araheimili hafa þegar verið reist. En það hæli, sem mest lá á að reisa, næst vit- lausraspítalanum, er rukkarahœli. Þetta mál þarfnast engra skýringa, því hver heilvita maður hlýtur að sjá, hvílík mannúðarskylda þessari þjóð í þessu landi ber til að líkna þessum nauðstöddu með- eða mót-bræðrum vorum. Sennilega eru þetta þó manneskjur eins og hinir, eða hefir ekki Drottinn líka skapað þá kann- ske?????? Eða hver er sá á meðal vor,. að honum renni það ekki til rifja, að horfa upp á þessa aumingja hrekjast frá húsi til húss og vera alstaðar vísað á dyr — sum- staðar með ómjúkum orðum — og það stundum um hávetur, hvernig sem viðrar? Vjer viljum því fastlega skora á allar sann- kristnar manneskjur með þjóð vorri, að gangast fyrir samskotum til þess að koma á þessu bráðnauðsynlega fyrirtæki. »Það er lakur skúti, sem ekki er betri en úti«, segir Sjekkspír. — Þetta þyrfti ekki að vera nema ómerkilegur skúr úr bárujárni, sem tæpast þyrfti að kosta meira en t. d. kvistur á húsi. Að eins, að þessir vesalingar ættu einhvers staðar höfði sínu að að halla, og fengju blífanlegan samastað, svo þeir þyrftu ekki að vera á almannafæri. Vjer efumst ekki um, að hver skynsamur maður, sem les ofanskráðan greinarstúf. muni sjá sjer fyrir bestu, að styrkja þessa tillögu. Sjekkspír sagði: »í dag mjer, á morgun þjer«, og rataðist honum þá satt á munn. Það er tæplega hugsanlegt, að sva vitlaus maður sje til með þessari þjóð, að hann vilji ekki eitthvað til vinna, að þess- ari plágu verði ljett af þjóðfjelaginu, þar sem þetta líka er metnaðarmál, því bæði Kínverjar og aðrar þjóðir myndu taka sjer þessa íslensku framtakssemi til fyrirmyndar.. En þetta þarf að gerast fyrir 1930. Virðingarfylst H. C. Umbótasen.

x

Spegillinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.