Spegillinn - 01.04.1927, Blaðsíða 3

Spegillinn - 01.04.1927, Blaðsíða 3
S P E GI L L IN N 23 stranglega haldið leyndu. Getur þetta því verið eitt af afbragðsverkum þeirra Lax- ness’s, Davíðs, Jóns Björnssonar, Þórbergs eða Hagalíns, því varla þorir maður að v°na, að hjer sje á ferðinni eitthvað af ^ttirskildum pappírum Símonar Dalaskálds. Wefarinn mikli frö Kasmir, ^ék Halldórs Kiljan Laxness’s, heldur áfram koma út undir þolinmæði rjettvísinnar. *Tíminn« telur hana svívirðilegustu bók, er út hefir komið á islensku, og má af því raða, að einhver ljós punktur sje í henni. Vjer munum bíða með ítarlegan ritdóm Nr til er bókin er öll komin út; ekki dug- ar að kasta til hans höndunum, þar sem fyer er um að ræða höfuðverk Halldórs, Sem hann hefir gengið með árum saman. Þórður á Kleppi Spegilsins. Flnöantino. Þegar fer að dimma dölunum í, þá fer jeg að spyrja Spegilinn að því, hvað sólin sje að ráfa rökkrinu í. ^egar sólin drattar bak við draugaleg ský, þá er hún að gráta með Gubba yfir því, hvað Bolsar eru magnlausir mannheimi í. ^egar sólin situr bak við sauðmóruð ský, Þá er hún að kjökra með kjósendum af því, úvað þorskurinn er þunnur orðinn þinginu í. ^egar sólin læðist bak við ljósfælin ský, þá er hún að skemta sjer með skrattanum að því, ^vað Kiljan er lesinn kotunum í. ^egar sólin keifar bak við kolmóruð ský, þá er hún að hlæja með Hjalta yfir því, að Hegrinn er bitvargur borginni i. ^egar sólin ferðast bak við fáránleg ský, Þá er hún að inna Indriða að því, hvort Kamban eigi’ að stjórna kotinu í. ^egar sólin líður bak við litfögur ský, þá er hún að gleðjast með Guði yfir því, hvað Davíð hefir mannast mannheimum í. Strigo. c. Fífl5kaparmál. fíthafna5k rá fyrir hátíðahölðin á t?inguelii á ÍOOO ára afmceli Rlþingis, árið 1930. (Frh.) 7. dagur. Kl. 8 f. h. Timburmenn. Kl. 1 e. h. Hestaatí Öxarárhólma: Tryggvi Þórhallsson og Garðar Gíslason. Dómnefnd: Hæstirjettur, ef ekki er völ á öðru skárra. Kl. 3 e. h. Nautaat: Metúsalem Stefáns- son og Sigurður Sigurðsson. Dómnefnd skal skipuð af Slát- urfjelagi Suðurlands. Kl. 5 e. h. Pjetur (Jón) Jakobsson ber tilbúinn áburð á Mjólkurfjelag Reykjavíkur. Að því loknu verður samþykt traustsyfirlýs- ing til forstjóra fjelagsins og honum greiddur ágóðahluti hans í brotnum flöskum. Kl. 8—12. Látbragðalist. 8. dagur. Kl. 8 f. h. Forseti Fiskifjelags íslands, Kristján Bergsson, les upp sam- úðarkveðju frá kollega sínum, fiskimálaráðherranum norska. Kl. 12 á h. Konsúl-at: Pjetur A. Ólafsson og Gunnar Egilson. Dómnefnd: 1 fullverkaður þorskur, 1 7/s verkaður steinbítur og 1 úld- inn marhnútur af aflanum 1927. Kl. 3 e. h. Fálkakrossum útdeilt á nokkra kaupsýslumenn. Við útdeilingu þessa verður viðhöfð sú ný- breytni að fara eftir mann- kostum, en ekki eftir frúkostum. Kl. 5 e. h. Óskar Halldórsson heldur fyrir- lestur um efnið: »Hvenær er betra að vera Dani en íslend- ingur?« Kl. 8—? »Hús í svefni«. Skrautöskiur með inndælu munn- gæti, mest úrval i bænum. WMDmflRNHN Merry er viðt æki hinna vandlátu. Simar 807 & 1009 — Simn.: Shipping. G. Hristjánsson skipamiðlari, Hafnarstrætil7. Hefir ætíð bírgðír af góðtim og ódýrtim koltim tíl skípa- og húsa- notkttnar.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.