Spegillinn - 01.11.1927, Page 8

Spegillinn - 01.11.1927, Page 8
92 SPEGILLINN Frá Bergen 5/1, 19/1, 2/2, 16/2, 1/3, 15/3 o. s. frv. Frá Þórshöfn 7/1, 21/1, 4/2, 18/2, 3/3, 17/3 o. s. frv. Frá Vestmannaeyjum 9/l,|23/l, 6/2, 20/2, 5/3, 19/3 o. s. frv. í Reykjavík 10/1, 24/1, 7/2, 21/2, 6/3, 20/3 o. s. frv. Frá Reykjavík 12/1, 26/1, 9/2, 23/2, 8/3, 22/3 o. s. frv. Frá Vestmannaeyjum 13/1, 27/1, 10/2, 24/2. 9/3, 23/3 o. s. frv. Frá Þórshöfn 15/1, 29/1, 12/2, 26/2, 11/3, 25/3 o. frv. í Bergen 17/1, 31/1, 14/2, 28/2, 13/3, 27/3 o. s. frv. Uerslunartíðinöi. ÍDartcaÖshorfur i Rfríku fyrir íslenskar afurðir.. Níc. Bjarnason. Altaf fyrirlíggjandi á skrifstofu vorri: Farmskirteini, Skipadagbækur, Uppruna- skírteini, Manifest, Stefnur, Sáttakærur og afrit, Ávísanahefti, Kvittanabækur, Fæðingar- og skírnarvottorð, Þinggjalds- seðlar, Gestabækur gistihúsa, Lántöku- eyðublöð og Reikningsbækur sparisjóða. Allskonar pappír og umslög. Prentun á allskonar eyðublöðum og öðru prentverki er hvergi betur nje fljótar af hendi leyst. Ísafoídarprentsmíðja h.f. Kaupmenn! Munið eftir ráðningarstofunni í Eimskipafjelagshúsinu! DOOflODDDDDDDDDODDDDDDDDa S Huglýsingadagbók g S Spegilsins S □ D DDD _ DDO Gútemplar óskar eftir herbergi, sem slagar ekki. Tilboð, merkt »Hófsemi«, send- ist til A. S. S. Þingmaður óskar eftir rakalausu her- bergi. Tilboð (í umslagi) sendist A. S. S. Stúlka óskast á skrifstofu. Æskilegt, að hún leiki á hljóðfæii. Upplýsingar á A. S. S. Ritstjórar: Páll Skúlason. Sig. Guðmundsson. Tryggui Magnússon. ísafoldarprentsmiðja h.f. Skrifað stendur í „Ljósvakanum“ (V. ár, 2. hefti, bls. 38) : „Mannæturnar í Afríku biðja um trú- boða!“ En vegna þess að menn hafa enga vísindalega sönnun fyrir því, að trúboðar sjeu öðruvísi á bragðið en ann- að fólk, má kalla þetta sjerstakt lítil- læti og hugulsemi af mannætunum að auglýsa eftir jólaglaðningi með tilliti til þess í hvaða mannflokki væri minstur skaði. Speglinum er sönn ánægja að beina athygli alþjóðar að auglýsingu þessari, og vonum vjer að menn verði fúsir til að gefa sig fram. Raunar höf- um vjer ekki heyrt að mikið kveði að- bjargræðisskorti í Afríku, en di’ögum. þó ekki í efa að það sje satt, sem Iesai má út úr orðum jafn hákristilegs blaðs og „Ljósvakinn“ er. Vjer vonum að þessu verði gaumur gefinn, því hjer er urm merkilegan hlut að ræða. Hingað til! hefir oss þótt gott að geta flutt út þær afurðir lands vors, sem vjer sjálfir höf- um nóg með að gjöra, t. d. ull, skinn o. fl„ en hjer opnast möguleikar til að; losna við þá vöru, sem engan hefði grun- að að hægt væri að hafa hin minstu not af. í sama blaði stendur (sömu bls.) afr blámennirnir hafi „reynt að stela trú- boða“. Það munu eflaust margir segja að slíkt gjöri lítið til, en það er þó altaf betra að reyna að fá' eitthvað fyrir þá heldur en að láta stela þeim. Ekki er heldur víst nema mannæturnar kynnu að færa sig upp á skaftið og taka þá menn sem vel mætti nota til annars, þvf á mjóum þvengjum læra hundarnir að. stela. (Athugið þetta, góðir hálsar!)

x

Spegillinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.