Spegillinn


Spegillinn - 21.04.1928, Side 7

Spegillinn - 21.04.1928, Side 7
8., III § p e gií 1 i níi 63 Brautryðjenður XII. (Qrykkju- og kuennamenn). Páll pjakkur. R. Dagbók. Frá frjettastofu Spegilsins er símað: Hinar nýkjörnu mentamála- ráðsmanneskjur, Ragnar Ásgeirsson, bróðir mentamálastjóra, Ingibjörg H. Bjarnason, kvenmentabústýra og Stefán Jóh. Stefánsson, fyigdarmaður mentamálaráðharra, munu innan skamms flytja erindi um mentamál. Sagt er að erindin muni geta orðið fræðandi, ef þau verða samin af starfsbræðrum þeirra í ráðinu, Árna Pálssyni og Sig. Nordal. Frá sama stað: Upplýst er, að það er með öllu rangt, að mjólkur- salan í Laufási hafi nokkur áhrif á synjun forsætisráðherra um Titan- sjerleyfið. Hitt talið sennilegra, að þar um hafi ráðið, ekki með öllu ástæðulaus ótti um það, að járnbrautarlagning gæti orðið hvöt fyrir erlendar þjóðir til þess að brjóta hiutleysi vort, ef til ófriðar kemur, með því að leggja undir sig Flóann, þar sem þannig yrði mun hægra fyrir þær að komast yfir Fjallið. Frn Alþýðubrauðgerðinni er símað: Mikil óánægja hjer út af þvi, að Jón Baldvinsson skyldi ekki komast í mentamálaráðið, þar scm hann mun áreiðanlega vera einn af rjómakökumentuðustu mönnum landsins. Frá gengisnefnd Spegilsins er símað: Teljum ófært að Halldór Stefánsson gengisfræðingar, skyldi ekki vera kosinn í mentamálaráðið, þar sem telja verður hann manna líklegastan til þess að geta haldið sprúttpeningum í rjettum »kúrs«. Tilkynning frá Speglinum: Vjer erum algerlega sammála Haraldi um það, að mjög ósennilegt er, að Englendingar vogi sjer að brjóta hlutleysi vort, vegna Shellgeymanna, eftir að Landsverslunin er búin að slá eign sinni á þá og taka alla oliusöiu í sínar hendur. Frá útlöndum: Spegiilinn hefir átt kost á að sjá erlend blöð, þar sem minst er á islensku sýninguna í Þýskalandi. »Berliner Tageblatt« flytur Iofgrein um Jón Stefánsson eftir danskan mann, en þar með er ekki sagt með vissu að enginn þýskur maður hafi fengist til að skrifa lof um hann. í greininni er sagt að Jón hafi fengið áhrif frá fornsög- um vorum, og ber vafalaust að skilja það svo, að hann máli líkt og t. d. Grettir og Njáll og þessir kallar; en þó kvað gæta mest áhrifa frá Cesctnne, sem greinarhöf. auðvitað tekur fyrir (Gísla) Súrsson, og er ekki nema von að útlendingar, og sjer í lagi danir, rugli saman svona skyldum nöfnum. Og úr því danir segja að Jón sje svona afskaplega íslenskur í anda, þá getur alls ekki verið að ræða um útlend áhrif. Annað Berlínarblað hefir það eftir þýska spekingnum Georg Gretor að Kristín Jónsdóttir og Knud Hamsun sjeu andlega náskyld. Þetta mun og rjett vera, þegar þess er gætt, að Kristín hefir málað sildarkerlingar »paa sin Post«, og Hamsun skrifaði »Konerne ved Vandposten«. Frá Hvammstanga er oss símað: Þar eð liklegt er talið, að kaup- fjelaginu hjer verði breytt í pöntunarfjelag, og Hannes þingmaður missi við það atvinnu, hefir komið fram tillaga um að gera hann að yfir- hundahreinsara sýslunnar, eftir að hann hefir lokið prófi á námskeiði í læknadeild Samvinnuskólans. Frá togarastofu vorri erum vjer beðnir fyrir eftirfarandi skeyti til togara vors: Dikke-dikk. (Það er útlagt: Fylla verður hjer um kyrt fram yfir helgi). Frá Alþýðublaðinu er oss símað: Haraldur Björnsson leiðbeininga- maður Leikfjelagsins Ijek á afmælissýningu Ibsens, með öndina í háls- inum. Er það i fyrsta sinn, sem menn leika með Villiönd í hálsinum, hjer i bæ. — Frá hinni sönnu list er oss shnað: Það er bara lýgi, að Haraldur leiðbeiningamaður hafi skrifað kritíkina um Fylliöndina, sem kom í Morgunblaðinu. Frá íslandsbanka er oss símað: Ólæti Steinþórs Guðmundssonar, útaf leikdómi Morgunbiaðsins, hafa verið þögguð niður í bili. Alt með kyrrum kjörum í Leikfjelaginu. Steinþór heldur betri sem stendur, búist við að hann verði látínn ganga laus fyrst um sinn.

x

Spegillinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.