Spegillinn


Spegillinn - 04.08.1928, Page 8

Spegillinn - 04.08.1928, Page 8
120 S p e g i 11 i n n 15., 111 Uiðbót uið Le5bókina. Þar að auki var jeg að verða tals- vert drykkfeldur sérstaklega á Egil og aðra Gútemplaradrykki, (og svo vildi þá annað slæðast með) en þar eð jeg er enn meðlimur (hróðir) í ýmsum stúkum vildi eg vera sjúr að skandalísera ekki eftir 1. þ. m. Hér var sólskin fyrstu 4 dagana eftir eg kom og fyrir taks veður til þess að vera latur og móka. En í gær kom bless- uð rigningin með krafti og vakti mig til andlegra dáða. Auðvitað datt mér fyrst í hug, kæru Páll og Sigurður eða Sigur- páll í einu orði sagt, að skrifa ykkur línu til þess að eitthvað yrði ætilegt í næsta blaði. Hjer er enginn sími og ekkert útvarp, hingað kemur enginn, héðan sést ekkert af heimsmenningunni svonefnda nema 2 símastaurar lengst niðurfrá og það aðeins í besta sjónauka. Og síðan eg varð þess var lít eg aldrei í sjónauka. Það sem eg heíi aðallega haft fyrir er að reyna að muna hvað hann heitir, litli flokkurinn sem eg er i. Mig langar semsé til að agitera dálítið eins og Ólafur Thors og Hannes dýralæknir, en eg sé engin ráð til þess fyr en eg man hvað flokksfjandinn heitir. Menn eru hér yfirleitt á móti Dönum og jafnvel Bols- um líka þótt þeir glæptust á að kjósa sýslumann í fyrra. Og Jónasarmenn eru eins og halakliptir hundar út af nýju tollunum, nýju em- bættunum. ísafjarðargjöfinni, letigarðinum o. fl. o. fl. Auk þess langar mig til að, eða réttara sagt þurfti eg að finna Sig- urð í bankanum þegar eg kem suður og segja honum fréttir af góðum horfum, því eg geri ráð fyrir að mér verði þá orðið illt í bullunnf. Eg þyrfti, sem sagt að agitera, Bravó! nú mundi eg það, fyrir Frelsishernuml Eg hætti strax þessu bréfí. Jón Jónsson. fT)e5ta unöur heimsins ú 5uiöi 5iglinga. ^PEGILLINN hefir til þessa staðið fremstur í röð að birta viðburði, en brást bogalistin er hann kom síðast út, vegna anna á myndagerð vorri. Ætluðum vjer að birta lýsingu með mynd af hinu mikla skipi »California«, sem er stærsta verslunarskip Bandaríkjanna, 22 þús. smálesta, um 15 sinnum stærra en »Goðafoss«, knúð með rafmagni, hefir um 36 björgunarbáta og flytur því fjölda farþega. En hjer sem í öðru setja Ame- ríkumenn met og í siglingum hefir aldrei annað eins spor til framfara verið stigið, þar sem eftir sögn »Morgunblaðsins« 8. apr. þ. á. Koinist skipið af með 9 — níu — manna skipshöfn í stað 120. Mun þar vera skipstjóri (liklega með punga- prófi, þar sem ekki má búast við, að hann hafi tíma til að mæla sól, tungl og stjörnur og er auk þess ódýrari maður), 1 stýrimaður, 4 hásetar, til að stýra, þvo þilfar og vera á verði, tveir menn í vjel og einn kokkur. Eru þá komnir 9 og eiga þeir að öllu leyti að annast hið mikla skip. — Vjer sendum skeyti til New- York til að spyrjast fyrir um þetta undur og fenguin það svar, að þar sem ómögu- legt væri að gera farþegum til hæfis, yrðu þeir að sjá fyrir sjer sjálfir á ferð- um, svo hvorki væri þjónustufólk nje ræstingamenn hafðir á skipinu. »Að vísu«, segir í skeytinu, »virðist örðugt að festa skipið er það leggur að bryggju, en há- setar eru fílefldir negrar og verða tveir, ásamt stýrimanni, þá fram á, en hinir tveir, ásamt skipstjóra, aftur á, en í lyft- ingu verður við þau tækifæri annar vjela- maður, til að blása með eimpípunni ef þarf; hinn stjórnar vjelinni. Á hana er borið þannig, að yfir hana er sprautað Gargoil olíu með garðslöngu og nægir því einn í vjel á vöku. Verði árekstur og þurfi að láta þá 36 björgunarbáta á sjóinn, er svo til ætlast, að það sje ekki ofverk 8—10 hundruð farþega, enda má búast við betri aga og minni hræðslu er þeim er fengið verk til að hugsa um«. Þannig segir í skeytinu, og mun þessi nýbreytni eiga að styðja dósametisiðnað Bandaríkjanna, þar sem kokkurinn einn getur aðeins sint eldamennsku fyrir skips- höfnina, en farþegar verða að búa sig út með nesti, sem mest mun verða dósa- matur. = Leyfi hefir skipatjóri til að fá tvo kvenmenn til að ræsta versta sóða- skapinn, en þó ekki nema á aðalhöfnum. Er því hjer um geysimikinn sparnað að ræða og ætti »Eimskip« og önnur skip að taka þetta upp hjer til sparnaðar og styrktar niðursuðuverksmiðjum landsins. — Siðar munum vjer skýra frá sigling- um þessa sjóferðaviðundurs. Siglingafrœðingur Spegilsins. c& ’óznaz- /oncJ. Suo ridda þá með mjer og fleirum úr „Fák“ um Framsóknar- og alþgðunnar lendur, þars Ihalds-grip hvert er hið aumasta kák og Árni' í Múla berlœraður stendur. :,: En heimskan og mannvonskan segja til sín, þær sveima þar um alla dali’ og bœi. Þeir selja þar áfeng og afar-dýr vín :,: og áhrifin þeir skatta sjer i lagi. :,: En þau eru lönd heldur þegjandalig, þar heyrast ekki af viti raddir neinar, þvi Jónas hann talar þar einn við sjálfan sig, en sjera Tryggvi skilur hvað hann meinar :,: Z. Allir, sem hafa verslunarviðskifti við Danmörku ættu að aug- lýsa í Kongeriget Danmarks Handels-Kalender.

x

Spegillinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.