Spegillinn - 28.03.1931, Blaðsíða 2

Spegillinn - 28.03.1931, Blaðsíða 2
42 S p e g i 11 i n rt 6., VI. R ef nd. >Spegiíliuss (Samviska þjóðarinnar, góð eða vond, eftir áatœðum). Bltur tuisvar á mánuöi. — Áskriftaruerd kr. 10,00. Lausasala 50 aura blaöiO. Ritstjórn: Páll Skúlason, sími 1418 og 955, Sig. GuOmundsson, simi 1394, Tryggui Magnússon, sími 2176. AfgreiðslumaOur: Sig. Guðmundsson. Utanáskrift: Spegillinn P. O. Box 594 — Reykjaulk. PrentaOur l isafoldarprentsmiðju h.f. PIIIIIIIIIIIIIIIII illllllllllllllllllllllllllllli Avextír ferskir, þurrir og niðursoðnir, svo og ávaxtamauk, er heppi- legast að kaupa í Heíídverzltin Garðars Gíslasonar. Allir vita, hversu grátlega Kreug- er ljek okkur í fyrra sumar. Narraði Tryggva tvisvar eða þrisvar til Stokk- hólms, og ljet svo vinnukonuna segja, að hann væri ekki heima, þegar Tryggvi barði að dyrum. ,— Brjefum kastaði hann ýmist ólesnum í papp- írskörfuna eða svaraði með einhverj- um vífilengjum, svo að lokum gafst stjórnin hjer alveg upp og sannfærð- ist um, að þar væri ekki einn einasta eyri að fá. — Þetta var auðvitað háð- ung, sem vjer íslendingar gátum illa þolað bótalaust, jafnvel þó um jafn- voldugan mann væri að tala eins og Kreuger. Vitanlega var honum frjálst að neita um lánið, en hann gat sagt það strax skýrt og vafningalaust, enda erum vjer vanir því hjer heima, að fjármálamenn gefi fljót og ákveð- in svör. Þessarar háðungar varð því að reyna að hefna á einhvern hátt, sem væri eitthvað tilfinnanlegur fyrir Kreuger, og er nú loksins hefndin að koma fram, eftir afar langar og harð- ar umþenkingar frá stjórnarinnar hálfu. Voru það Bolsar, sem loksins hittu naglann á höfuðið, enda átti það líka best við, þar sem það er í þeirra verkahring að lægja rostann í bur- geisunum. Nú hafa þeir, flutt frumv. inn á þing um einkasölu á eldspýtum. Og einkasalan á áreiðanlega ekki að skifta við Kreuger, heldur vini vora Rússana. Ef þetta nú gengur í gegn, sem það eiginlega hlýtur að gera, að athuguðu þessu, sem hér er sagt, þá má nærri geta, hvort Kreuger litla sárni ekki að missa þennan spón úr askinum sínum, því sagt er, að hann vilji halda í aurana, gamli maðurinn. Er oss nær að halda, að Tryggva væri óhætt nú að berja að dyrum á vissu húsi í Stokkhólmi, honum myndi sennilega verða hleypt inn. En jafnvíst er hitt, að Tryggvi verður aldrei sá ræfill, að knýja þar á dyr aftur, jafnvel þótt Búnaðarbankinn þyrfti á einhverjum lánsaurum að halda, sem ekki er nú víst. Til þess munu honum fyrri ferðirnar of minn- isstæðar, sem líka er von. Annars leggjum vjer það til, að Tryggvi Mallstcinn og Dóro heitir nýtt leikrit eftir Einor H. Kvaran. Leikritið kemur í bóka- verslanir um mánaðamótin. * * * 5 k ó h 1 j ó ð, ljóðabók eftir Steindór Sic/urðsson fra Vestmannaeyjum. Bókin er prentuð í Vestmannaeyjum á kostnað höfundarins og er upp- lagið aðeins 230 eintök. * * * Gleymið ekki að eignast Mataræði og þjóðþrif. Isafolclarprcntsmiðja h.f. sendi Kreuger skeyti, þegar eld- spýtnafrumvarpið er orðið að lögum, svohljóðandi: Takk fyrir síðast. Tryggvi frá Laufási Spegilsins. LeikhÚ5Íð. Októberdagur, viskustykki í þrem þáttum, eftir Georg Kaiser. (Leikfjelag Reykjavíkur). Þetta leikrit og þvílík, ku heita á þýsku Denkspiel, og hvort sem það á við öll slík eða bara þetta, þá snýst það um lausaleikskrakka, sem óneitanlega er því aðalpersónan í stykkinu, en hefir það framyfir hinar persónurnar, að hann sjest alls ekki, og ekki einusinni getið um, hvort hann er strákur eða stelpa. Annars er krakkinn kominn í heiminn, þegar leikurinn byrjar, enda er það að mörgu leyti hampaminnst, en hisvegar er eftir að finna föðurinn. Þó er sterkur

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.