Spegillinn - 28.03.1931, Qupperneq 8

Spegillinn - 28.03.1931, Qupperneq 8
48 S p tfi 11 in U 6., VI. íhaldið rær öllum árum að sínum málum. Það voru t. d. sendir 6 eða 7 legátar á þennan sambands-klíku- fund þeirra í Reykjavík, sem að vísu kvað ekki hafa verið sjerstaklega merkilegur, en það sýnir þó viðleitn- ina hjá þeim hálsum. Okkur fanst sjálfsagt, að gera allar ítrustu ráð- stafanir til þess að það, sem þeir höfðu gleypt í sig fyrir sunnan, breiddist ekki strax út á meðal lýðs- ins. Fengum við því heilbrigðisnefnd í lið með okkur og ljetum tafarlaust setja þá inn, en til þess nú að íhaldið risi ekki upp á aíturlappirnar, þá urðum við að gera það undir því yfir- skini, að þetta væri sóttvarnarráðstöi'- un, en vitanlega var þetta aðeins póli- tísk sóttkví. Svona þarf að hafa það við þessa karla, taka þá alvarlega við nefið. íhaldið ætti að minsta kosti eftirleiðis að láta sjer slíkt að kenn- ingu verða, og ekki að rasa um ráð fram, í þessu eður öðru. Sendi línu seinna við tækifæri. Þinn einl. Framsó knarskúmur. Skemdiinar við höinina. Gert er ráð fyrir að innan skamms muni draga til máls á milli hafnar- innar og pumpufjelagsins danska út af skemdum þeim, sem urðu við hafn- arbakkann. Eru lögfræðingar ekki á einu máli um það, hvernig því máli muni lykta. En þar sem hjer er um talsvert fjárhagsatriði að ræða, er ekki úr vegi, að hjer sjeu birtar skoð- anir eins af helstu lögfræðingum Speg- ilsins, ef vera kynni, að það gæti orð- ið eitthvað til leiðbeiningar. „V erkf ræðingur pumpuf j elagsins vildi ekki setja gai’ðinn niður þar, sem hann var settur, vegna þess að þar var bjarg undir, heldur vildi hann færa hann lítið eitt austar, þar sem sandur var í botni, en fjekk þessu ekki ráðið fyrir hafnarnefnd. Og á þessum grundvelli gæti fjelagið bygt málsvörn sína“, segir lögfræðingur- inn. ,,Það getur haldið því fram, að 13. Lýgi. 14. Elsku nafni! 15. Heyrðu besti boli ininn — bölvað hangs er á þjer — láttu ei tætis tuddan hinn, taka kúna frá þjer. 16. Sleiktu þá er þú finnur af lyktina mína. Stangaðu alla hina. 17. Jeg er hræddur við næstu kosningar, viltu ekki koma með mjer og vera lífvörður minn, jeg skal gefa þjer riflegann bita fyrir. 18. »Heyrðu tarfur, kunnger kænn karlinn, þarfur bósa. — Keyrðu djarfur. Valtýr, vænn vinur, skarfur fjósa. Háttu manna, framsókn fjáð finnur; skála-brotin. — Játtu sanna dóma-dáð drýgðu mála-þrotin. Símann sníktu flærðar, frjett feginn mýktu, snúðu. Tímann ýktu, rökin rjett rægðu, sviktu, ljúðu. Róginn játtu, berist bráttf — boðum áttu hlíta. Plóginn láttu fara flátt; — flórinn máttu skíta«. [Meira næstj. það beri ekki ábyrgð á Jrví verki, sem það er ekki sjálfrátt um, hvernig það framkvæmir. Þetta er alveg laukrjett og byggist á fornum lögum, og veltur því á, hvort til eru einhver eldri lög, sem gætu orðið þessu þröskuldur í vegi, og þar með pumpufjelaginu til falls, en hafnarnefndinni til lífs. Að vísu verður kannske ekki sagt, að það sjeu til bein gömul lagaákvæði, er þetta snerti, en það er til gömul kenn- ing, sem er miklu rjetthærri en áður- nefnd lög, og sem virðist beinlínis vera stíluð upp á tilfellið, sem hjer er um að tala, og sem sýnir, að hafnar- nefndin gerði það eina, sem henni bar að gjöra. Þessi kenning, sem allir Látið ekki sjá annað en ÍSLENSK SPIL á spilaborði yðar. kannast við, tmælir svo fyrir, að byggja skuli hús á bjargi en ekki sandi, og er þar lýst, hverjum afleið- ingum hvort um sig hafi, og hefir sú kenning náð almennri viðurkenningu. En um bryggjur og bólverk gilda auð- vitað sömu reglur og um hús. Hafnar- nefndin vildi láta byggja bryggjuna á bjargi, og fjekk því framgengt, en samt bilaði verkið. Hversu víðtækari og fyr myndu skemdirnar ekki hafa komið, ef bryggjan hefði verið reist á sandi? Það er svo auðskilið mál, að um það ætti tæplega nokkui' dóm- stóll að geta verið í vafa. Þar sem því hafnarnefnd hefir fylgt alment við- urkendri reglu, getur ekki annað kom- ið til mála en að hún hafi í fylsta máta rækt skyldu sína og gert það eina, sem rjett var. En sá, sem rjett gerir, ætti aldrei að vera skaðabóta- skyldur að lögum“. — Þannig fórust þessum lögfræðingi orð, en um gildi þeirra er ekki á ólöglærðra valdi að dæma.

x

Spegillinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.