Spegillinn - 28.03.1931, Blaðsíða 7

Spegillinn - 28.03.1931, Blaðsíða 7
6., VI. S p e g i 11 í n li 47 fi. Daguó4. Frá hærri stöðum er oss sirnað: Hinn 14. þ. m., rjett þegar Daniel var að enda við að lakkera klaufarhófana ri þeim nðsótta, sem liann ríður vanalega inn að Kleppi og Laugarnesi, hló hesturinn snögglega. Varð Daníel litið upp, og sá þá, að kviknað var út frá leiðslunni, sem hestaryksugan var i sambandi við. Var samstundis sent eftir slökkvi- liðsmanni með kúbein, og var eldurinn fljótlega kæfður. Aths. vor: Þetta hefir, eftir öllum sóiarmerkjum að dæma, skeð rjett á meðan Nikulás var að skrifa um alt blessað öryggið, sem hann hefir á raflögnum bæjarins. Frá FB. Spegilsins er oss símað: Morgunblaðið talar í dag mikið um Ólaf Helga og Ólaf skinhelga. Aths. vor: Vonandi er, að Moggi ætli ekki að fara að skera upp herör til neinnar Stiklastaðaorrustu. Oss finnst nóg hjaðningavigin millí fyrv. og núverandi fjármálaráðherra og viljum beina þangað þeim, sem langar í blóðuga bardaga. Frá Alþingi er oss símað: Ula gengur að komast að því með nokk- urri vissu, hvort ríkisreikningar vorir sjeu falsaðir eða ekki. Aths. vor. Oss finnst það ekki standa á miklu, þegar þeir eru til skammar, hvort sem þeir eru falsaðir eða ekki. Frá Tímanum er oss símað: Moggi grandar fiðurfje. Hæna i Vest- mannaeyjum varð undir poka fylltum Morgunblaði, sem útvarpað var úr flugvjel. Beið hænan bana. Aths. vor: Þetta þykir oss mesta fúl- mennska, að granda sinum eigin a.kvæmum. Og hvað ætli haninn segi? Frá Visi er oss simað: Skrá yfir vita og sjómerki hefir nýlega ver- ið gefin út. Fyrirspurn vor: Kemur þá ekki bráðum skrá yfir hálfvita og landmerkikerti, svo einhvers jafnaðar sje gætt? Mætti prenta hana á glanspappir og dreifa út meðal bænda, eins og eftirmælunum eflir Kaupfjelag Eyfirðinga. Frá Morgunblaðinu er oss simað: Flóttalegir ráðherrar. Síðan Al- þingi settist á rökstóla, hafa þeir Jónas og Tryggvi verið all-flóttalegir, og komið sem minnst i sæti sín, og látið sem minnst til sín heyra. Aths. vor: Oss finnst ekkert við það að athuga, þótt þeir, sem spara rökin, spari lika rökstólana. Frá Alþingi er oss símað: Mikil rimma varð hjer fyrir skemmstu milli Sig Eggerz og fjármálaráðherra út úr eyrum þjóðarinnar. Kvað hinn síðarnefndi hinn fyrrnefnda vilja þrýsta sjer inn i eyru þjóðarinn- ar, en hinn fyrnefndi kvað ráöherrann vilja skera eyrun af þjóðinni Aths. vor: Spegillinn hefir verið beðinn að segja álit sitt á þessu máli. Teljum vjer Eggerz hafa á alveg rjettu að standa, því fáum dög- um eftir, að þetta skeði, kom fram frumvarp um eyrnamörk, sem borið var fram af flokki ráðherrans. Vill hann því sýnilega skera eyrún af þjóðinni, eða af fje hennar. Og meira að segja á að setja upp allsherj- ar fjármarkastjóra fyrir landið, með aðsetri í Reykjavík. Ekki hefir hann samt enn verið skipaður, og mun það stafa af því, að þeir hafi enn ekki komið sjer saman um, hver af flokknum sje markverðastur. Frá FB.'. Spegilsins er oss símað: Mikið er talað í blöðunum um þessar mundir um pólitíska kirkjugarða. Aths. vor: Oss fyndist nær að stofna pólitíska bálstofu, því vjer höfum ekki að gera við meiri rotnun í jijóðfjelaginu, en þegar á sjer stað. IflllllllllllllllKWlllimilllllllllllllllinillllllllllllllllllllltllllMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIM-IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIItOTfllllMllllltllllllllllllllllllllllllllllllllllllll illIII11ilillIIIIIIIIIlllllllllIIIIIIIIIIIIIIIIIIII1111111111111111111IIIII' að taka viðurkenninguna hjer upp oi-ðrjetta: „Yiðstaddir voru hundruð þúsunda manna, m. a. fulltrúar frá ýmsum ríkjum, þar á meðal einn frá Þjóðabandalaginu“. Kunnugir telja þetta vita á enn meiri tíðindi, sem sé að Morgunblað- ið sjálft muni innan skamms birta sína fullveldis-viðurkenningu, því að varla muni það vilja verða minna en Lesbókin, en drátturinn muni stafa af því, segja menn, að ennþá viti rit- stjórarnir ekki almennilega, hvers- konar ,,ríki“ Þjóðabandlagið sje. Oss finst þetta mjög skiljanlegt, því að margskonar ríki eru til á jörðu hjer, svo sem: Kóngsríki (í æf- intýrunum), ofríki, ráðríki, ráðstjórn- arríki (alt í Rússlandi), kotríki (þar sem stóra X-ið er), Svíaríki, Austur- ríki, bandaríki, kotungsriki, og ennfr. konuríki, dýraríki, jurtaríki, steina- ríki og andríki (hjá oss). Þá má og nefna nokkur merk ríki ,,framliðin“, svo sem: Persaríki, Rómaríki, Rauma- ríki, Himnaríki, Garðaríki, Skilríki og Tilkomiþittríki. Vonandi, að þessi upptaldning vor geti ljett undir með Morgunblaðsrit- stjórunum í sínu „annríki“. Um líkt leyti sagði Moggi frá því, að fisktökuskip, jeg held það hafi heitið „Breamer“ eða eitthvað líkt því, hafi komið „utan af 1 a n d i“. Það var sama daginn sem Vísir skýrði frá því, að hestur hefði druknað í höfninni „að vörmu spori“. s.-s.-s. Leiðrjetting. í síldarhantötunni, sem" birt var í síðasta blaði, etu þessar villur: I II. kafla, 7. linu bliknndi ci sjónatn, ú að vera í sjónum. í VIII. hafla, þeir leggja nt ó djúpið, ú að vera menn leggja. I IX. kafla á sennilega að vera Hannes stutti því þó Húkon stutti sje að vísu til, þú er Hannes þó bæði styttri og kunnari. Úr írjettabrjeíi 8. mars 1931. .... Við ljetum í vetur fram fara prufukosningu á þingmannaefnum fyrir flokkinn. Komumst við þá að þeirri niðurstöðu, að Hólastjórinn og Brynleifur væru líklegastir, enda sjálfkjörnir fyrir sakir mannkosta og mannrauna, sem báðir hafa staðið í, að minsta kosti Brynleifur, samanber stjórnmálaferil hans. Gísli í Holti kemur varla til mála ennþá, en þó mun hann hafa fengið nógu mörg at- kvæði til að verða þingskrifari eða eitthvað slíkt, máske Þórólf úr Mý- vatnssveitinni vanti annan aðstoðar- mann, þá er Gísli góður til þess; ein- hvern bita verður maðurinn að fá. En þetta getur alt saman lagast fyrir honum, þegar hann er búinn að bjóða sig eins oft fram eins og bróðir Bryn- leifur. !

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.