Spegillinn - 28.03.1931, Síða 3

Spegillinn - 28.03.1931, Síða 3
6., VI. S p e g i 11 i n n 43 iiiiimiiiiiiiiiiimmmmimimimiimmiiiiiiiiiimimiimimiiiiiimmiimiiimiiiiiiimiiimimiiimmimiimimimimmmmmiiimiimimiriiiiiiiiimmiiiii grunur um, að hann sje liðsforingi einn glæsilegur og kvenhollur, sem Brynjólf- ur Jóhannesson leikur, og nokkuð er um j)að, að frændi stúlkunnar (Sigr. Magnúsd.) og fjárhaldsmaður (Haraldur Björnsson) boðar delann á fund sinn og ætlar held- ur betur að fá hann til að meðganga, en hinn neitar algjörlega vendingu, og eins þegar hann sjer stulkuna augliti til auglitits, en hún stendur fast á sínu. En nú kemur það skritna: að stúlkan veit sjálf ekki betur en hún sje að segja satt, og hefir það til síns máls, að dag- inn, sem um gat verið að ræða, hefir liðsforinginn verið staddur þar í bæn- um (á heima alt annarsstaðar), og hafa þau hittst þrisvar um daginn af hend- 'ngu; fyrst fyrir framan búð þar sem giftingarhringir voru úti í glugga — úr því gerir hún trúlofun — og síðar inni í kirkju einni þar sem þau falla bæði á knje til þess að látast vera guðrækin — úr því gerir hún giftingu. Við sama tækifæri verður henni litið innan i ein- kennishúfu manngarmsins, og það gerir gæfumuninn, því þar sjer hún nafn hans skrifað. Viljum vjer stinga því að mönn- um, að vinna það heldur til að týna höfuðfati sínu, ef svo ber undir, heldur en merkja það, með þessum árangri. Loks hittast þau í þriðja sinn í leikhúsi um kvöldið, og úr því gerir húnjskemti- kvöld eftir brúðkaupið. í fþessu mun liggja »Denkspiel«-ið, en oss finnst það nálgast meira yfir-fantasíu eða hysteríu hjá stúlkugarminum. En þá er eftir að vita, hvernig hún konstrúerar upp brúð- kaupsnóttina, og þar verðum vjer að játa, að stúlkunni var nokkur vorkunn eftir það, sem á undan var gengið. Svo stendur á, að Qestur slátrari Pálsson, sem er vanur að koma með ket í húsið er í þingum við vinnukonuna, og hefir einmitt þessa nótt ætlað sjer að fá ein- hverja tilbreytingu frá sínum venjulegu drápsstörfum, en svo illa tekst til, að áður en hann er kominn á hreppðtenda, nær ungfrúin í húsinu í hann, og er þá náttúrlega ekki að sökum að spyrja, þvi hún heldur vitanlega, að þetta sje liðs- foringinn, sem hún hafði altaf verið að hitta hvað eftir annað, allan daginn. Það kann ef til vill að þykja dálitið hæpið að þetta geti gerst í veruleikanum, en oss finnst þegar sjeu komnar nægar sann- anir fyrir þvi, að stúlkan sje yfirspenni og hysterisk — svo verður líka að að- gæta, að dimmt var, og hvernig segir ekki góðskáldið okkar: »Því ef að úr buxunum fógetinn fer, og frakkanum dálitla stund, þá má ekki greina hver maðurinn er. . .«. Hjermeð gæti nú leik- urinn passandi verið búinn — en þá er eftir það eftirspil, að liðsforinginn verð- ur dauðskotinn í stúlkunni, og vill endi- lega eiga hana, en hinsvegar vill slátr- arinn pressa út úr þeim peninga fyrir að þegja, svo hann geti keypt sjer slát- urhús og giftst kærustunni, sem hann sveik svo geypilega nóttina góðu. En hingaðtil hefir hann unnið hjá Slátur- fjelagi Suður-Frakklands fyrir lítið kaup. Er Gestur hinn grimmasti og hótar að gera skandala, en Brynjólfur vill hins- vegar ekki af með aurinn, og þegar alt annað bregst, tekur Brynjólfur upp kinda- byssu, sem hann notar annars í stríðinu, og firar á Gest. í fyrsta umgangi klikk- aði byssan að vísu, en slátrarinn var llinlllllllllllMIIIIIIIIIHIIIMIIIIIUIIIIimUUIIIUUIIUUUUMk •Mllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll "> NY4A m Börn yngri en 14 ára og alt eldra fólk fær ókeypis aðgang en aðgangur fyrir aðra er 1 kr.

x

Spegillinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.