Spegillinn - 28.03.1931, Blaðsíða 5

Spegillinn - 28.03.1931, Blaðsíða 5
6., VI. S p e g i 11 i n n 45 Já, nú er í sveitum sælt að njóta síc/ildrar fræðslu-menningar; á kvöldin ei framar Jcarlar hrjóta, krakkanir hlusta á sögurnar, prjedikanir og prestatón, og plötusláttinn á grammófón. \Nú henda prestar hvíta kjólnum; kirkjan er þarflaus, luktar dyr. Einstakir tala úr útvarpsstólnum, þó allmargir sjeu kallaðir. Á það ber Jónas eflaust skyn, að atvinnuspursmál er guðfræðin. . . . Frjettapistlarnir fæstum leiðast; menn finna, að þar er á rölcum bygt. Af því má fólkið ekki reiðast, þó að af þeim sje liálfgerð fuggulylct. Þeir fara króka á ferðinni fram úr stjórnarráðs-skúffunni. Já, þar er á boðstólum manna-menning, — mælikvarðinn er: „Hriflukot“ —, stórborgarandi og kaupstaðakenning kemst þar eflaust í ráJðaþrot. Sveitamenningu er markið sett, hún myndi einlita bændastjett. Þá er sjálfstæði á Fróni fengið, ef framleiða allir handa sjer; súrsað og hangið sauðaslengið, síður og keppi, mjólk og smjer; öll yrði þjóðin eflaust horsk, ef afnumið væri að jeta þorsk. Þá yrðu bústnari yngismeyjur, allar þær grönnu fjellu úr móð, og taðlyktin, er sjerliver sveijar, sýndist fjöldanum lioll og góð; þá sæist ei lengur sápubland, en sjerhver nota sitt eigið .... Það dugðu líka á dögum áður duggusolckar og kúskinnsskór, og yxi hitinn í átján gráður, úr ytri buxunum margur fór. Af því hlutust víst engin slys; þar augljóst er merki sjálfstæðis. En væru skúrir of forarfjandi, menn fóru í skinnsokka upp í lclof, og geta menn liugsað Gvendur á Sandi gæfi þeim annað eins heljar lof, ef að þeir sýndu ekki öryggi við óþægindum af bleytunni? Slíkum og þesskonar fræðum fornum færi betur að væri ei týnt. Og vjer þökkum! 1 útvarpsræðum okkur er fram á þetta sýnt, og vonum, að fljótt þeir finni mann, sem fær sje að rifja upp Grallarann. ............ ■ 111 ■ 1111111111 ■ ■ III1111 ■ 111IIIII11111IIIII111II111111 ■ III ■l>H ■ 11IIIII11.1111111111111111! 11111M 1111111IIP11111111 i 1111111II1111111111111111111 ■ 1111111111111111111111111 ■ 111111 Frá dögum Viðeyjarfisksins.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.