Spegillinn - 04.09.1942, Blaðsíða 2
SPEGILLINN XVII. 16.
niiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiiiiiiiliriiihliiiiiiimiimniii) .................................................................................................
Fricgasta skegg heimsins, til-
heyrandi hinum ágæta kvikmynda-
leikara Clark Gable, hefur nú ver-
i3 fellt, í tilefni af því, að eigand-
inn gerðist óbreyttur soldáti í her
Bandaríkjanna, en slíkum er bönn-
uð þessi ginprýði. Morgunblað
vort birtir fregn þessa og hefur
hana í svörtum ramma á heims-
viðburðasíðunni, í stað þess að
hafa hana óinnrammaða á kven-
síðunni, þar sem hún á heima.
Sniðmeistarafélag Reykjavíkur
heitir nýjasta félag hér í höfuð-
borginni og heíur verið stofnað af
tilskerum á klæði og feld. Eru
það spár manna, að þetta muni
verða sniðugasta félag landsins, að
frátöldu iMáli og Menningu.
Hitaveituborinn hefur verið í
fullum gangi undanfarið, inni við
Rauðará, og verið að leita að
vatni — heitu eða köldu, segir
Mogginn —- og virðist sem hvort-
tveggja muni verða jai'n vel þegið.
Sennilegast er því, að vatnið verði
hálfvolgt, þegar þar að kemur.
Bílastöðvar borgarinnar eru nú
lokaðar klukkan niu að kvöldinu
og' er látið i veðri vaka, að eftir
þann tíma sé ekkert að gera og
enga bíla að fá. A sömu íorsendum
gætu flestar þeirra viðeigandi ver-
ið lokaðar allan d&ginn.
Amerískur herforingi, C. Bar-
nes, sem er eiskonar verkfæraráðu-
nautur stjórnarinnar, svipað og'
Eylands hér, hefur látið svo um
mælt, að hann hafi leynivopn í
pckahorninu, sem Hitler muni
verða alveg steinhissa á, þegar
hann fær að sjá það. Vér höfum
hlerað á ólíkleg-ustu stöðum, að
leynivopn það, er, hér um ræðir,
muni vera haglabyssa og viljum
vér þá vel trúa, að hai'ðstjórinn
verði hissa og vel það.
Gjaldeyrismfnd. hefur nú aug-
lýst, að bílainnflutningur til ein-
staklinga sé stöðvaður. Er slíkt
röggsamleg ráðstöfun, einkum ef
þess er gætt, að skipaleysið var
'þegar orðið á undan nefndinni að
stöðva þennan innflutning. Auk
þess eru þeir einstaklingar orðnir
fáir, sem ekki eiga bíl; virðist oss
a5 minnsta kosti, ef vér þurfum að
fara yfir þvera götu.
Ríkisstjórn vor hefur nú sama
sem keypt nýtt strandferðaskip,
sem ekki er nema fimm ára g'amalt
J
og er slíkt út af fyrir sig' ótrúleg't.
Ennfremur er það grunsamlegt,
að Venzúelumenn, sem selja grip-
inn, vilji láta hann fyrir sama
verð, kominn til Nevv York, eins
og' þeim hefur boðizt í hann heima
hjá sér í Caracas, og bendir á,
að þeim sé þægð í að fá skipið sem
lengst burtu og sem fyrst. Ekki er
enn farið að skíra skipið, en von-
andi verður hallazt að þeirri til-
lögu vorri að það verði látið heita
Nýja Fornsalan.
Tíminn segir það eftir „Reyk-
víking“ nokkrum, að þeir Aki
Jakobsson og Jón Pálmason hafi
verið „illmenni í liði brennu-
manna“ i útvarpsumræðunum
sælu, hérna fyrir nokkru. Mega
hinir aðrir brennumenn þykjast
góðu bættir að vera þannig' óbeint
kallaðir góðmenni, en þetta bendir
til þess, að Framsókn muni ekki
vera eins leitt og hún lætur með
tilliti til hugsanlegrar samvinnu
við Olaf sinn.
, Skipi með um 1000 tonn af hita-
veituefni hefur nú verið sökkt á
leiðinni frá Ameríku hingað. Ekki
er enn vitað, hvort þetta veldur
miklum töfum á framkvæmd
verksins, en trúaðir menn sjá í
þessu huggun til handa Fram-
sóknarmönnum 5 leiðindum þeirra
út af afdrifum kjördæmamálsins.
Nýjum bíl var fyrir skömmu
stolið úr harðlæstu porti, skömmu
áður en honum skyldi úthlutað ein-
hverjum verðugum. Var honum
ekið upp að Árbæ, en þar þraut
einkasölubenzínið; annars var
hann auðvitað á leið upp að
Reykjum, hinum fyrirheitna stað
allra bílaþjófa.
Rrunnur einn í Vestmannaeyj-
um, sem hingað til hefur verið
botnlaus, hefur nú verið botnaður
og Iagðar í hann sjóleiðslui', en
það þætti nú annars galili á
venjulegum brunnum á landjörð-
inni. Er þá einni botnleysunni
færra á landinu og má slíkt gott
heita á þeim tímum, sem nú lifum
vér.
TJtkomubanninu hefur nú verið
létt af kommablaði Breta, Daily
Worker. Bendir þessi töf, saman-
boi'ið við Þjóðviljann, til þess,
að hér sé um kröftugra blað að
ræða.
H EB.IL/’
tfwdL kwiVC"
cr I?afiS ógókvm
HÁSKÓLA ISLANDS
pjéi7«xÉcirinn
byggir upp JanJu)
'Sm. og dáHpisJunnu verkm
‘ijM.fiturteom
■*- - r^n-ri v
QI6URÐAR
0MF5>0NAR
138