Spegillinn - 30.06.1944, Blaðsíða 6

Spegillinn - 30.06.1944, Blaðsíða 6
SPEGILLINN XIX. 13. H.f Hamar VélavorkstæSi — Járnsteypa Kctilsmiðja TrygKvagötu 54, 45 43, Rvk. Framkvstj. Bcneilikt Gröndal Símar: ■2880, 2881, 2882, 2883, 2884. Tcicgr.adr.: IIAMAR. íslenskt fyrirtæki Styðjið inniendan iðnað HiMIUyMiMMBi Þeir, sem ganga .) / //fSfrA// / eru i fötum frá kvnn & Bjarna Biireiðavai aniuiir Bifreidaviðgerðir Bifreiðasmurning Mun það ek£i, vera,. svo um bændastéttina, að ef ekki tekst aS sameina hana um sameigin- leg verkefni, sáímeiginlega ást á viðfangsefnum sinum, sameigin- lega starfsemi og hagsmuni, — og sameiginlegar lífsskoðanir og íé'lagshygsjónir, þá verði það | frámunalega tilgangslítið að ætla að „hraðfrysta" alla bænd- ur i eina kippu, með hræðslu við önnur öfl og aðrar stéttir i þjóðfélaginu — og kuldann til þeirra. Steingr. Steinþórsson. _ Bjarni Ásgeirsson. , -—— Sveinbjörn Högnason. S u m ur þáttui' Meðan þjóð og SPEGILL lifðu enn í skjóli konungsvaldsins, var það siður að blaðið birti sumarþætti á sumrin, og þótti ekki nema sjálfsagt. Við tilkomu lýðveldisins mætti halda, að þessu yrði eitthvað breytt, en ég hugsa nú sem svo, að meðan vér not- um hina ágætu gömlu dönsku krónumynt í öllum viðskiptum, sé ekkert því til fyrirstöðu að nota líka sumarþáttsnafnið á þessum hug- leiðingum mínum. Já, vel á minnst: krónan. Það má næstum merkilegt telja, að varla og kannske alls ekki hefur verið á það minnzt, að hið unga lýð- veldi þyrfti nýja mynt, til -þess að aðgreina sig frá danmörku. Eins og nú stendur, för- um vér bil beggja, þannig, að önnur hliðin á þeirri mynt, sem notuð er í landinu, er ís- lenzk, en hin dönsk. Er þetta í rauninni miklu sniðugra en því hefur nokkurntíma verið ætlað að vera, því að með þessu erum vér að sýna samúð vora með fyrrverandi sambandsþjóð vorri — þessa, sem sambands- þjóðin vill ógjarna leggja mikinn trúnað á — og ennfremur erum vér að leggja vorn litla skerf til hinnar margumræddu norrænu sam- vinnu. Ættum vér því ekki að fara neitt að breyta myntinni, að minnsta kosti ekki fyrr en norræna höllin. eða eitthvað, sem gerir sama gagn, er komið upp, enda höfum vér víst í nógu að snúast að saga kórónuna af Fálkaorðunni og gefa sendimönnum vorum ný erindisbréf, þar sem kóngurinn er ekki nefndur á nafn. Jafnskjótt sem lýðveldishátíðin var af staðin, var hin nýja Valhöll á Þingvöllum opnuð fyrir almenning og var.pressu vorri boðið þangað í matarveizlu, sem vér teljum, að slái allt flatt, sem í því fagi finnst, og geti sómt sér hvar sem er á heimsmarkaðinum, enda var mikið étið og minnti þetta mest á matarborðin í Þúsund og einni Nótt, nema hvað þar er hvergi nefndur harðfiskur, en hann var bæði mikill og góður í Valhöll. Vil .ég ráðleggja öllum, sem einhverja verzlun stunda og vilja plata viðskiptamenn sína í stórum stíl, að fara bara með þá í Valhöil og láta þá borða þar og mun mátulegt að láta þá undirskrifa pappírana um það leyti, sem komið er að ostinum. Nýlega hefur Gísli Halldórsson komið fram með tillögu, sem vafalaust má telja met — jafnvel hjá Gísla. Vill hann láta stofna útibaðstað við syðri enda Tjarnarinnar í höfuðstaðnum, og væri það út af fyrir sig eklti neitt, ef þessum baðstað ætti ekki að fylgja ýmislegt annað, svo sem æskulýðs- höll, músíkhöll og yfirleitt flestar þær hallir, sem mest hefur verið talað um síðustu árin. Virðist Gísli hafa drukkið í sig lífsspeki Eg- ils: ,,Allt á sama stað“, og er vel farið. Er 110

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.