Spegillinn - 30.06.1944, Blaðsíða 7

Spegillinn - 30.06.1944, Blaðsíða 7
XIX. 13. SPEGILLINN lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll»ll*:illlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Úður ástandsins „Mikill er máttur andskotans“ varð ferða- lang einum að orði úti fyrir KRON í gær- morgun. Þarna stóð þriflegur ungmeyjahóp- ur eins og síld í tunnu utan við bókabúðina og náði mergðin að Laugavegi öðrum megin, en út á miðja Hverfisgötu hinum megin. — Störðu þær allar ástaraugum á amerísk leik- arablöð í gluggunum. „Ertu ekki að verða of sein í skólann“, sagði leggjamjó, bláfrosin búðarstúlka við hávaxna, svarthærða ungl- gott til þess að vita, er ungir menn og áhuga- samir fá góðar hugmyndir og þora að koma fram með þær, því að engin hætta er á því, að bæjaryfirvöldin láti þá komast upp með neitt feigðarflan, sem geti minnt um of á framfarir, enda er ekki nema rétt, að hið unga lýðveldi vort og þá einkum höfuðborg þess sjái fótum sínum forráð. Þjóðviljinn er nýlega eitthvað að tala um, að síldarsala landsmanna hafi nú verið af- hent bröskurum. Sízt hefði ég búizt við að heyra úr því horni, að hingað til hefði hún verið í höndum einhverra guðsbarna, en betra er seint en aldrei að vita það. Annars er mér svo sem sama, hverjir braska með síldina — hún er heldur auðvirðilegur mat- ur, hvernig sem henni er velt og snúið. Sennilega er það eitthvað í sambandi við hið nýstofnaða lýðveldi vort, að hvalir hafa hlaupið á land í Gilsfirði, en blöðin segja, að það sé einsdæmi. Voru þetta háhyrningar, 5—10 metra langir. Er gott til þess að vita, að oss berast svo frumleg samúðarskeyti, sem eru eitthvað áþreifanlegri en orða- skvaldrið. Það mun gleðja alla Frámsóknarmenn, að nú mun verða bílfært til Krísuvíkur í næsta mánuði, og mun þess þá ekki langt að bíða, að menn geti farið um Hafnarfjörð austur í Ölfus. Er þetta einkar þægilegt fyrir þá, sem hafa fengið ofstóran benzínskammt, og svo trúi ég vegurinn kosti ekki neitt — eða svo til. Menn hafa undanfarið gert mikið veður út af forsetakosningunni á Þingvöllum og er meira að segja helzt að sjá, að ýmsir að- standendur hennar hafi hálfgert samvizku- bit út af henni. Þessa má hugga með því, að kosningin var í öllu lögleg og forsetinn fékk meira að segja fjórum atkvæðum ofmikið, eða að minnsta kosti til óþarfa. Stundum hafa þingmenn komizt að á einu vafaatkvæði og engum þótt mikið. ingsstelpu, málgefna mjög. „Það gerir ekk- ert — ég skrópa bara úr fyrsta tímanum. Ég er nú búin að standa hérna síðan klukkan sex í morgun til þess að ná í sex appílin mín. Ó! þeir eru svo yndislegir Kanarnir. Það klæðir þá svo vel að tyggja gúmmið sitt og skjóta með þessum himnesku augum. Ég sá barn með Ameríkukrakka í gær, en hvað það var sætt. Það er alveg satt, sem hún sagði hún Thorsteinsson, sem hann Kalli ísfeld var að skandalisera á í Alþýðublaðinu, íslenzkar stúlkur eiga að giftast Könum til að bæta kynið, þær kváðu líka bíða tvö hundruð eftir skipsferð vestur núna. Ég öfunda þær, en verð víst að ljúka skólanum fyrst“. Rétt hjá Mentó rakst ég á sleikivörubúð í fullum gangi. Er hún kappsamlega sótt af pelabörnum skólanna í grennd. „Það er eng- inn vandi að egna fyrir þessi grey“, sagði búðarlokan með fyrirlitningu. „Þau gleypa hvað sem er, ef sætabragð er af því. Sálin er ekki alltaf stór, þótt skrokkarnir séu það stundum“. Ástandið notar líka epli og súkkulaði í beitu og veiðir vel. Þær bíta gráðugt á, enda ekki amalegt að láta gyllta hnappa faðma sig og gulan bíl sækja sig á braggaball á kvöldin. Eftir vinnutíma má þekkja ástands- húsin á kvennabílunum hersins úti fyrir. Á morgnana hafa vinnukonurnar timburmenn og það bitnar á húsverkunum. „Við getum ekki verið þekktar fyrir að vera í vist í sum- ar“, segja þær með lítilsvirðingu, þegar vor- ilmurinn fer að kitla þær í brjóstin. Lífið er ólíkt göfugra í búð eða á knæpu. Og nýja silkisokka þarf ég daglega — það er ekkert að marka þó að frúrnar noti sína lengur, þær eru útgengnar hvort sem er“. Ecjcjert gosi. er bezta skemmtibókin. s. 0) Ö C ~o C) S •= >. .2 fií V O aj -Q. > c ö o » c 2 S H H (II BKg H m h m h m m 40 tö ö X v. ig !2 5 s- JQ- u 3 u «5 i s 8 » % <U u E ° ö m <4- <U C sx x Aðaljón. 111

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.