Spegillinn - 30.06.1944, Blaðsíða 5

Spegillinn - 30.06.1944, Blaðsíða 5
XIX. 13. iMiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii|iiii|iiiii|||||||||||||||l,|l|||, ni„n, „iinmimiiiiuiiiiiMHHnumiiutmmMmmmuimnmmmmmmi Landgræðslusjóði gefinn skaulbún- ingur ur, hversvegna vér erum svo ósammála sem raun er á og þurfum alltaf að hafa „einn mann úr hverjum flokki“ um alla skapaða hluti, sem framkvæma skal. Þarna eru og margar sannanir þess, sem allir vita, að sagan endurtekur sig. Sýnd er sendiför Þórarins Nefjólfssonar, er hann vildi fá Grímsey fyrir flugvöll handa Ólafi konungi hinum digra, en sú för minnir á sendiförina, sem Hitler gerði út hingað þús- und árum síðar og með betra árangri, þótt einnig hann fengi afsvar á pappírnum. Allir þeir, sem séð hafa gestabækur hinna ýmsu gististaða landsins, munu hafa gaman af því að sjá þarna blaðsíðu úr gestabókinni frá Reichenau við Bodenvatn, en þar hefur ver- ið hópur íslendinga á ferðinni á 12. öld, sennilega í einskonar farfuglatúr í páfagarð, til þess að fá aflausn fyrir hegðunina í sigl- ingunni. Er einkum eftirtektarvert, hversu réttritunin er á svipuðu stigi á báðum þess- um tímabilum. Einnig eru þarna myndir af nokkrum giftum mönnum í siglingu, en slíkt myndi ekki líðast nú á tímum, og er þó myndatæknin á hærra stigi nú en þá var. Síðan heldur sagan áfram, stig af stigi. Þarna cr rnynd af innréttingarhúsunum í Reykjavik, en hinsvegar engin af Gefjun og Álafossi og er það mikill bagi. Einnig má sjá þarna garnla reizlu frá einokunartímun- um, eins og þeir notuðu til að vigta af lands- mönnum með, í skjóli þess, að þá var lög- gildingarstofan enn ekki komin á fót. Sér- stök sýning er helguð Jóni Sigurðssyni, þar sem sltrifborðið hans og fleiri munir eru sýndir, svo og þokumynd af Þjóðfundinum, sem þó er ekki af Þjóðfundinum, að því er Moggi lcollega upplýsir. Það væri ógerningur að rekja sýninguna rækilega, jafnvel þótt næstu blöð vor yrðu alveg undirlögð til þeirra hluta, en þessar línur eru aðeíns til þess að benda mönnum á að skoða hana og skoða hana vél. í lok máls síns scgir nefndin, að síðan ís- lendingar urðu sjálfstæðir, hafi þeir gert þúsund axarsköft. Athugandi væi'i, hvort ckki mætti leggja vísitölu þar ofan á. JJandalay íslenzkra Stúdenta hefur nýle.a'a verið stofnað og' hefur kosið sér stjórn. Ekki mun enn ákveðið, hvað það eigi að gera fleira. Hámarksverð hefur nýlega verið sett á líkkistur, og mun eig'a að vera spor i áttina til þess að lækka hinn óhóflega jarðarfarakostnað. Hefur verðlag'S- nefndin sýnilcga verið hrædd uni, að viðskiptamenn hennar myndu leg'g'ja i óþarfa kostnað, ef það skyldi korna í þeirra hlut að jarða hana. SPEGILLINN 11111111111111111111111111111111111111111111111111111111 ■ 111111111111111 ■ i ii ÁVAÍJ/T NÝJASTA TÍZKA TR t LÁRUSI 109

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.