Spegillinn - 01.08.1947, Blaðsíða 11
SPEGILLINN
137
Mynd: Bína í brekkunni.
mig, þar sem ég er farinn að gera mér vonir um, að RM
birti einhverntíma einhverja úrvals smásögu eftir mig og
láti einhvern úrvals listamann myndskreyta hana duglega.
Mér þykir svo gaman að myndskreytingu og álít að mér væri
mikill heiður sýndur með slíku tiltæki. En samt ætla ég ekki
að fjölyrða meira um sjálfan mig og þessa veiku von mína
um viðurkenningu, en snúa mér aftur að hjónunum, degi
þeirra og vegi.
Frú Hallbjörgu þykir líka ákaflega gaman að myndum,
hún er svo iistræn og reynir að fylgja öllum stefnum, eins
og efni standa til. Þess vegna varð hún svo einstaklega glöð
þegar hún frétti um myndirnar, sem þjóðinni voru færðar
að gjöf. — Nú fáum við að sjá myndir eftir frægan mann,
sagði hún við mann sinn.
— Ætli það verði nú af því fyrst um sinn, anzaði Hálfdán.
— Það á að varðveita þær í háskólabyggingunni, því allt er
svo vel varðveitt, sem þjóðinni áskotnast. Svo verða þær
máske látnar í Listasafnið, sem er allstaðar og hvergi. —
Ég gæti þá kannske fengið eitthvað til varðveizlu, ef ég næ
réttum samböndum, sagði Hallbjörg.
Líf hjónanna var yfirleitt friðsælt og rólegt. Hina fróð-
leiksfúsu konu langaði einn daginn til þess að kynna sér siði
og háttu slafneskumælandi þjóða, sem hún hafði heyrt getið
um í útvarpinu, en næsta dag fóru hjónin á Landbúnaðar-
sýninguna, eins og hálf þjóðin gerði.
—Það er ekki slorlegt að fást við búskap nú á tímum, með
öllum þessum fínu tækjum, sagði frúin.
— Hann Högni faðir minn í Dalverpi hefði getað orðið
meiri sveitarhöfðingi en hann var, ef hann hefði haft svona
nýsköpunaráhöld, og þá um leið fengið að gegna fleiri trún-
aðarstörfum fyrir sveitina, en þetta með hundana.
-— Þessi tæki voru bara til sýnis þarna og eru ófáanleg,
nema með leyfum, sem eru ófáanleg fyrr en batnar í ári með
nýjum innstæðum.
— Er þá verið að plata sveitamanninn ? Og ég sem hélt að
þetta væri nýsköpun.
— Sumt á sýningunni var nú ósvikinn landbúnaður, svo
sem eins og nautin, og ekki sagði Páll annað en staðreyndir
um þau.
— Oj. Minnstu nú ekki á það hérna inni, Hálfdán minn.
Svona bar margt á góma.
Eitt kvöld sátu hjónin við blaðalestur og ræddu um það,
sem þau lásu, því Hálfdán var óvenjulega rólegur, eins og
allt væri í lagi hjá honum, sem hann hélt að væri.
— Þeir hafa verið að gera ýmsar uppgötvanir á þessum
þingum, sem nú hafa staðið yfir, sagði frúin. — Hérna
stendur að I. S. 1. hafi nú komið auga á, að sárfátt æsku-
fólk stundi íþróttir, og að ekki sé hollt að- hugsa eingöngu
um stjörnurnar og metaslátt þeirra. Svo hafi þeir mörgu,
sem engar íþróttir stunda og ekki eru stjörnur, ekki annað
fyrir stafni en að stunda óreglu, en vitanlega er aldrei óregla
á stjörnunum. Þetta kalla ég nú aðkallandi vandamál.
— Til þess eru víst þessi þing að koma auga á vandamálin,
en svo þarf sennilega að kalla önnur saman til þess að finna
'úrbæturnar, sagði Hálfdán. — Það fólk sem getur ekki orðið
nógu góðar stjörnur til þess að fara utan til landkynningar,
verður þá að snúa sér að öðru nærtækara. En sjáðu nú til.
Hérna rekst ég á aðra uppgötvun, sem ekki er síður aðkall-
andi vandamál. Einhverjir skólastjórar hafa haldið þing og
fundið út, að íslenzkan sé annað og meira en punktar og
kommur, sem þeir hafi einkum reynt að troða í nemendur
sína undanfarin ár, með þeim árangri, að nú séu orðin sjálf
alveg að hverfa úr málinu.
— Ósköp eru að heyra þetta. Hvar ætli þetta lendi? spurði
frúin andaktug.
— Ja, ef þeir halda svona áfram, þá verður alls ekki heil
brú eftir í menningunni okkar. Og valútan uppurin.
— Þvílíkt og1 annað eins.
Aldrei er ein báran stök, stendur einhversstaðar. Hálfdán
kom heim eitt kvöld og var mjög æstur.
— Hvað hefur nú hent þig, Hálfdán minn? spurði frúin.
— Kjallarinn! Það er allt að eyðileggjast í kjallaranum!
— Ekki getur þó sjór verið að ganga inn í hann. Okkar
hús stendur töluvert hærra en Pósthúsið.
— Sjórinn er svo sem ekki verstur. En ég á við það sem
er í pokanum vinstra megin í vestri ganginum í norðurálm-
unni. Það geta þeir nú ekki lengur séð í friði.
# — Á.ttu við skótauið sem við höfum safnað okkur til hörðu
áranna? spurði Hallbjörg.
— Það er í suðurálmunni, manneskja. Ég á við krónurnar
og túkallana, sem ég var svo öruggur með. Þeir ætla nú að
ógilda þetta allt saman. Skilurðu það?
— Hamingjan góða!
— Það er enginn barnaleikur að tryggja efnalegt sjálf-
stæði sitt nú á dögum.
— Þú finnur sjálfsagt eitthvert ráð eins og endranær,
sagði frúin einstaklega mildum og liuggandi málrómi.
— Ég veit ekki. Það er erfitt að finna alltaf ný og ný ráð,
þegar öll þessi ráð eru sett manni til falls og hindrunar.
— Þú meinar ráðin, sem taka af þér ráðin, sagði frúin.
Bob á beygjunni.