Spegillinn - 01.08.1947, Qupperneq 18
14-4
SPEGILLINN
„Ég ætti ekki annað eftir. Þetta er ailt þér að kenna, kelli mín. Ef
þú ekki hefðir þennan leiða vana að þurfa að hirða upp af götu
þinni flökkuketti og hunda og Austurlandabúa og prakka þeim upp
á vini þína, værum við úti á sjó í dag, á leiðinni í almennilegt lofts-
lag. I næsta sinn sem þú verður altekin af náunganskærleika, ættirðu
heidur að læsa þig inni hjá þér og fleygja lyklinum út um glugga“.
En Tobba var alls ekki að hlusta á mig. Hún hafði bæði augun og hug-
ann á kökunni.
„Ef þú vildir bara borða hana og taka svo nokkra magadropa á
eftir .. .“ vogaði hún sér að segja. En ég leit svo einbeittlega á hana,
að hún hafði þá sómatilfinningu að roðna. „Honum þykir svo gaman
að búa þær til“, sagði hún, „og hann var alveg ljómandi að gleði
þegar hann kom með þær. Hann kann aðra tegund, sem hann er að
búa til núna — úr muldum baunum eða einhverju þessháttar. Hlust-
aðu bara!“ Ég hlustaði. Utan úr eldhúsinu heyrðust hamarshögg og
svo rödd Túfiks, sem var að fara með eitthvert sorgarlag í hálfum
hljóðum. „Hann segir, að þetta sé söngur um dali Líbanons", sagði
Tobba vesældarlega. „Borðaðu nú helminginn af henni, Lísa mín, ég
skal borða hinn helminginn".
Ég svaraði með því að taka diskinn og bera hann inn í baðherbergið.
Hér dugði ekki annað en láta verkin tala, enda var Tobba ekki eins
einbeitt og hún var vön, eða réttara sagt, sýndi það sig í allri þess-
ari Túfiks-sögu, að hún var ekkert annað en strá í vindi, ef í
hart fór.
Hún gat sér til um tilgang minn og elti mig að baðherbergis-
dyrunum.
„Skildu eftir ofurlitla mola á diskinum", sagði hún lágt. „Það lítur
eðlilegar út. En fleygðu steikta brauðinu um leið“.
„Tobba!“ sagði ég og var ströng í rómnum, „þetta er hræsni, og
eins og þú veizt er hún lítið betri en lýgi. Þetta er fyrsta sporið
niður á við. Ég finn það á mér, að þessi drengur er farinn að spilla
okkur. Við verður að losna við hann með einhverju rnóti".
„Eins og til dæmis hvernig?“ spurði hún kaldhæðnislega.
„Senda hann heim til sín“, svaraði ég, ósveigjanleg. „Hann á alls
ekki hér heima,. og hann er ekki vanur neinu, sem gengur hraðar en
úlfaldi. Hann kann ekkert verk — fremur en aðrir landar hans. Hann
er úr landi, þar sem fólk getur étið mat eins og kökurnar þarna, af
því að það hefur ekki annað að gera en melta“.
Ég hafði á réttu að standa, og það vissi Tobba. Jafnvel Túfik
féllst á þetta, þegar við nefndum það við hann. Hann glennti greipar
að Austurlanda sið og yppti öxlum.
„Ef móðir mín heldur það sé bezt“, sagði hann lágt. „í mí-nu eigin
landi er Túfik þekktur — ég sel knipplingana, sem systir mín býr til.
Ég drekk vín — ekki vatn. Maginn minn -— ég get ekki étið í þessari
Ameríku. En — ég á enga peninga".
„Við skulum útvega þér peninga“, svaraði Tobba hægt. En þú
verður að lofa einu, Túfik. Þú mátt ekki verða Múhameðstrúarmaður".
„Ég dey heldur", svaraði hann hreystilega.
„Og svo var annað, Túfik — það er dálítið persónulegt, en ég vil,
að þú lofir mér því. Þú ert ekki nema unglingur, en þegar þú ert
orðinn maður ...“. Hér stanzaði Tobba og leit á mig, sér til full-
tingis.
„Tobba á við, að þá megirðu ekki eiga nema eina konu, Túfik. Við
ætlum ekki að fara að borga undir þig til þess þú farir að setja upp
kvennabúr. Við erum eindregið andvígar ... öllu svoleiðis".
„Túfik á ekki nema eina konu“, sagði hann. „Mín þjóð á ekki nema
eina konu. Fyrsta barnið mitt á að heita Tobba, næsta Lísa og þriðja
Agga. Svo kalla ég eitt Kalla frænda og eitt Hönnu. Til þess að
gleyma ekki Ameríku.
Agga varð hálf hvumsa, þegar hún heyrði, hvað við höfðum gert,
en eftir að hafa borðað eina köku úr muldum baunum og sykri, og
látið Túfik herfa á sig gera það, játaði hún, að svona væri ef til vill
bezt að fara að. Um kvöldið fór Túfik með fötin sín í pressun til lítils
skraddara, sem gerði við fyrir Tobbu, en á meðan fórum við allar
þrjár fram í eldhús, til þess að reyna að laga þar eitthvað til. Þar
var hræðileg aðkoma ■— mél og brunnin feiti flóði um allt, hver panna
óhrein, fötin úti um allt og hálfreykt sígaretta í sykurdollunni. En
eitt var sem hrærði huga okkar allra: Hann hafði fundið mynd af
okkur öllum þremur og búið sér til einskonar altari með því að setja
hana á hilluna, fyrir framan klukkuna og hafði íaðað blómum kring
um myndina, í glösum.
HALLDÓR PÉTURSSON og TRYGGVI MAGNÚSSÖN
Smáragöíu 14 . Reykjavllc . Sími 2702 (kl 12-13 dagl.).
Argangurinn er 12 lölublöð - um 240 bls. - Askritíaverð': kr. 30,00 á ári.
Einsiök ibl. kr. 4,00 . Áskriífir greiðisl fyfirfram. - Árifun: SPEGILLINN,
Pósfhólf 594, Reykjavik - Blaðið er prenfað í ísáfoldarprenfjmiðiu h.f.
Meðan við vorum að horfa á myndina og Agga var við vaskinn að
setja vatn í blómaglösin — því hafði Túfik gleymt -— kom nágranni
Tobbu, gamall piparkarl, sem bjó ó hæðinni fyrir neðan, og barði að
dyrum, bakatil. Tobba opnaði.
„Humm!“ sagði nágranninn. „Er hann farinn?“
„Er hver farinn?“
„Þessi sýrlenzki þjófur yðar“.
Tobba varð stíf eins og kerti. „Kannske vilduð þér vera svo góður
að gefa skýringu .. .“.
„Kannske vilduð þér þá skýra, hvað þér hafið gert við blómin mín.
Þér ættuð heldur að rækta blóm handa yður sjálf“.
Tobba var alveg agndofa, og ég líka. En það var Agga, sem bjargaði
sóma okkar. Hún skellti lokinu á teketilinn og smellti honum svo á
vélina, svo að glumdi í.
„Ef þér eigið við, að við höfum hér einhver blóm frá yður ...“.
„Já, ætli ekki það. Eins og eldakonan mín hafi ekki séð sýrlenzka
þjófinn stela þeim úr kassanum, sem er úti á brunastiganum“.
„Þá viljið þér kannslce vera svo góður að leita að þeim hér í íbúð-
inni, og það vandlega, svo að þér getið séð, hvort þau eru hér“.
Við Tobba vorum með öndina í hálsinum. Það var ekki fyrr en
komumaður hafði leitað af sér allan grun í íbúðinni, að við áttuðum
okkur. Teketillinn sauð á vélinni og nú lagði frá honum ilm, sem við
könnuðumst við. Agga tók hann ofan og lyfti lokinu. Þar voru blómin,
soðin í graut.
„Heim til Sýrlands með strákinn!“ sagði Tobba og horfði á þessar
sorglegu leifar af blómunum. „Hann gerði þetta af kærleika til okkar,
svo að við megum ekki skamma hann fyrir það. En við höfum okkar
ódauðlegu sálir að sjá um . ..“.
Næsta morgun skeði tvennt. Við gáfum Túfik 120 dali, til þess
að kaupa sér farveðil til Sýi'lands og greiða fæði sitt. Og Tobba fékk
bréf frá Hönnu: —
Kæra ungfrú Tobba!
Ég heyri, að þér havið tartarann enþá hjá iður — eða
eins og mágur minn orðar það: hann hevur iður. Ég er reiðu-
búinn til að halda minn hluta af samningnum, ef þér gerið
slíkt hið sama.
Iðar
Hanna.
P.S. Ég er búin að læra eitt nítt sallat — mjög' Ijúvfengt.
H.
Framh.