Spegillinn - 01.01.1953, Blaðsíða 6

Spegillinn - 01.01.1953, Blaðsíða 6
2 SPEGILLINN „Ríddu þig út í lundinn“ til Rannveigar, mig grunar, að hún lumi enn á loforSum þar. Gegnum Okraramyrkrið og Mangaraskóg ferðast hún á taglskelltri framsóknardróg, og sjö hundruð þúsund sinnum í sama knérunn hjó; — gerðarleg voru höggin, en geiguðu alltaf þó. Gírugasti heildsalinn úr greipum hennar smó, skömmin sú arna, og skellihló. En fjáraflamenn brýndu fjáraflaplóginn, — frýsaði þá taglskellta framsóknardrógin. „Ríddu þig út í lundinn og bittu þar þinn hest“. — Andskoti er hún fúl þessi framsóknarpest! Sjáðu þessa þingmenn hér, þeir eru að fara úr hárum. Ljót er hjörðin, Eysteinn er aumari en nokkru sinni fer (fyrr). Bjarni hreif hann í hramma sér heljartökum klárum og fleygði honum upp á flœðisker flakandi í sárum. Um báða vanga bylta sér býsnin öll af tárum. — Blóðugum grcetur hann brennivínstárum. Á gagara vagara kjaftœðinu er gamalt hundavað; ekki trúi ég framsóknarmenn forakti það. Tíminn er þeirra helgidómur og heimilisblað. — „Agara vagara, ambara vambara“, eins og skáldið kvað. Andagift þeirra Tímamanna er ekki néinu lík. — „Hafið þið heyrt um ána“ frá Herdísarvík? Bragðmiklar fréttirnar ber þar oft að garði. — Hafið þið heyrt nýjasta nýtt um Nasa frá Skarði? Fallinn er hann í valinn, fölur og bleikur nár. — Far vel, gengni graðhestur og gœðaklár! •— Hins vegar kvað frú Bergmann vera með barni í ár. Framsókn kallar á börnin sín, nú á að fara að sjóða: — „Komið þið hingað öll til mín“ með ólöglegan gróða, Braskarakíkir, Bitlingasníkir, Leppur, Skreppur, Luntapoki og Leiðindaskjóða. „Ríddu þig út í lundinn“ þar sem Rannveig situr hljóð og blces inn í fölskvaða framsóknarglóð, kveðandi í hálfum hljóðum kvenfrelsisljóð: — Einu sinni barðist ég við braskarcdýð, og forherta mangara, — „ég man þá tíð“. í flatsœnginni hjá íhaldsmönnum ekki er vistin blíð. Láttu þá aldrei fífla þig, „mín liljan fríð“. — Kratahjörðin kyrkingsleg kring um Framsókn vappar, á báða vanga Vilhjálmur Þór vesalingunum klappar. Viti menn og viti menn, viljið þið bara sjá! Hann klappar þeim öllum, svo kaupir hann þá. Ekki veit sá höfðinginn aura sinna tal. Hann munar ekki um að kaupa einn kjaftforan Hannibal. Gakktu þig út í lundinn, þar sem Rannveig blundar rótt. Framsóknarhugsjónirnar flugið lcekka skjótt. Eins og bleik &g liðin lík liggja þcer nú í hrönnum, rúnar allri rómantík, reisn og krafti sönnum. Pað er af sem áður var, er þcer voru skapaðar og flugu vítt um fold og mar; „fagrar heyrði ég raddirnar“. — Fagrar heyrði raddirnar í Framsóknarmönnum. D ó r i .

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.