Spegillinn - 01.01.1953, Blaðsíða 5

Spegillinn - 01.01.1953, Blaðsíða 5
UefffneHH ýAlawdá Þar kom að því. Nú eigum við að fara að dre'pa menn. Tveir ráðherrar hafa boðað stofnun íslenzks hers, í nýárs- kveðjum sínum til þjóðarinnar, og varla eru þeir búnir að sleppa orðinu, þegar hingað er kominn norskur stríðsmaður, til þess að kenna oss sláturstörfin. Og hér er ekki um að ræða neina liðþjálfabullu, með röddina miður í miðjum lungum, heldur alvöruhershöfðingja, sem mun kunna sitthvað fyrir sér. Er þetta haft svona með tilliti til þess, hve fínir soldát- amir eru, sem sé sjálf ríkisstjómin, en hún á aftur að kenna frá sér, næstu virðingamönnum og svo koll af kolli, þangað til öll þjóðin er í herváðum. Er vonandi, að Vilhjálmi Þór takist að svæla til sín þær pantanir á þeim, handa Gefjuni, og má Álafoss vera vel á verði. Heræfingar munu þegar hafnar í Amarhváli, í stofu, sem kölluð er „skrifstofa“ hers- höfðingja7is, en þetta er bara herbragð, því að þarna- er ekk- ert skiúfað, heldur eru stjórnimii kenndar þarna undirstöðu- æfmgamar, og ku ganga misjafnlega. Sagt er, að Hjálpræðisheiúnn líti alla þessa stai'fsemi held- ur illu auga, enda má það ekki vera sársaukalaust að gefa frá sér ái'atuga einokunaraðstöðu. Eins mim vera. orðið grunnt á því góða milli Herópsins og Lögbirtings. Hvað SPEGILINN snertir, mun hann bíða með að taka afstöðu, þangað 'til hann sér, hvort nolckurt gagn verður í stjórninni til maimvíga, en væntanlega mun hann framvegis hafa sér- stalca síðu um hermál. / bili verður hann að láta sér nægja að segja: Gleðilegtnýár! — H eilir hildar til!

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.