Spegillinn - 01.01.1953, Blaðsíða 9

Spegillinn - 01.01.1953, Blaðsíða 9
SPEGILLINN ! s — Nei, sagði 67 og dró seiminn. Ég var fréttamaður í brennivínsmálum, en það voru engin vínveitingaleyfi lengur til að skrifa mn. — Jæja, frændi, sagði hershöfðinginn og klappaði 67 á öxlina. Það er nú samt fallegt af yður að vilja falla fyrir föðurlandið. Síðan hófst hersýningin. Yfirhersliöfðingi og höfuðs- maður stóðu á svölum herskálans og liorfðu á hergönguna með liljómsveit. Síðan komu skriðdrekarnir frá vörubíla- stöðinni Þrótti og síðast flugu flugvélar Loftleiða og Flug- félagsins yfir Austurvöll. Ég fyrirskipaði að lokum heræfingu og skipti hernum í tvo flokka, annar átti að „hertaka“ Alþingishúsið en hinn útvarpsstöðina. Allt gekk vel. Sumir röðuðu sér fyrir utan með rjúpnabyssur um öxl, en aðrir þustu inn. Allir áttu að vera komnir út eftir 5 mínútur. En þegar æfingin var á enda kemur nr. 27 með mann á öxlinni út úr Landsíma- húsinu. — Heyrðuð þér ekki skipunina, 27, sagði ég byrstur. Það átti ekki að hertaka neinn. — Veit ég vel, sagði 27 og lagði manninn frá sér, það kostar mig sólarlirings varðhald, en ég gat nú samt ekki stillt mig um að taka hann með mér í leiðinni upp á gamlan kunningsskap. Nú fór fanginn að ybba sig. — Ég kæri til hernaðaryfirvalda þessa lands, að Jónas Þorbergsson (nú benti hann á 27) liefur rofið á mér hús- frið og vinnufrið og slitið mig frá hljóðnemanum í miðjum fréttalestri. Ég krefst hér með skaðabóta og hálfs árs leyfis frá störfum á fullum launum. — Það er við lierstjórnina að eiga, sagði ég. — Eg heiti Helgi Hjörvar, sagði fanginn. — Jafnvel þótt þér hétuð Jón Jónsson, þá ættuð þér að vera þakklátur Islandsher. Þér megið fara. Hersýningunni var lokið og 27 gekk brosandi í fangavistina. Þegar þjálfun íslandshers var lokið, gekk ég á fund yfir- hershöfðingjans, Bjarna, og baðst frekari fyrirskipana. ^tjcrhut' Vinur minn er vænsti karl, en virðir mikils hrós og skjall, er einn af þessum ofmetnaðargjörnu. Allt frá því að ungur var þá einu von hann stöðugt bar, að eignast kross og stórriddarastjörnu. Mér finnst það helber hégómi að heita þannig riddari, en oft ég hef á æviskeiði förnu óskað þess, þá óx mér vit, að ætti ég fjörugt, rautt að lit, vakurt hross með stórri, hvítri stjörnu. Á óskastund við höfum hitt, nú hafa báðir fengið sitt, — hann gengur skrýddur gylltri stjörnu og krossi svo allir megi sæmd hans sjá, en sjálfur berst ég nokkuð á, og ríð nú um á rauðstjörnóttu hrossi. — Ég kenni í brjósti um krossberann, og kjörum gæti ei skipt við hann, þótt ýmsa sjái ég á djásn hans blína. Eigulegt það ýmsum lízt, en allir líta — það er víst — hýrri augum hana Stjörnu mína. Balli. AV. í kvæðinu „Ort í sláturtíðinni" eftir Balla, í s.l. nóvemberblaði voru, varð meinleg prentvilla þannig, að fyrsta vísuorð 2. erindis er einnig í 1. erindi. En rétta visuoröið, sem burt féll, hljóðar þannig: Hugsa ég títt með trega í lund, og eru lesendur, en þó fyrst og fremst höfundur, beðnir velvirðingar á þessu. Ritstj. — Þú ert hér með útnefndur liðsforingi, sagði Bjarni, og leggur af stað með herinn í fyrramálið. Er það Kórea eða Miðevrópa? — Það er Keflavíkurflugvöllur, sagði Bjarni. — Þar höfum við ameríska herinn, sagði ég. — Einmitt. íslandsherinn tekur að sér vörnina. — Heyr, yfirhershöfðingi, hrópaði ég. Eigum við að leysa ameríska herinn af hólmi? — Nei, þvert á móti, sagði hershöfðinginn. Þið farið þangað sem varnarher varnarliersins. Nú hætti ég að skilja yfirhershöfðingjann, en þá liélt liann áfram. — Bandaríska varnarliðið eru verndarar okkar, en þið eigið að vera verndarar þeirra. — Eigum við þá að vernda hvorn annan á víxl? — Nei, sagði Bjarni. Bandaríski herinn verndar okkur fyrir Rússum, en Islandsherinn verndar þá fyrir kvenfólki. Heiðursmerki verða veitt fyrir hernaðarafrek og hugdjarfa framgöngu. Sælir!

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.