Spegillinn - 01.01.1953, Blaðsíða 15

Spegillinn - 01.01.1953, Blaðsíða 15
5PEGILLINN 11 ISigeriumenn vilju selja okkur 7 En vilja kauj'.a hcðan alls konar iðnaðarvörur, svo scrv páíugauku Og alls konar dýr fla;;d 0* siiki Og agra vcfnaðarvöru. „NÚ ÁRIÐ ER LIÐIГ Árið 1952 er liðið, og þó í vissura skilningi ekki liðið, árið 1953 er gengið í garð, og þó í vissum skilningi ekki gengið í garð ennþá. Svo mælti Vilhjálmur, bráðum út- varpsstjóri, m. m., klukkan þrjú kort gengin í tólf á gamlárs- dags kvölcl. Vilhjálmur talar í útvarpið síðastur manna á gamla árinu og fyrstur manna á nýja árinu og er jafn- ánægðnr með sjálfan sig í árslok og ársbyrjun. Þetta er alltaf sama ræðan, en það er. einmitt bara betra, því að uppbaflega var hún mjög góð, og hefur furðu lítið fölnað og bliknað á þessum liðlega tuttugu árum, sem útvarpið hefur starfað. I raun réttri má segja, að Vilbjálmur liafi baldið útvarpsstarfseminni uppi, alla þessa tíð, ásamt sjálf- um Hjörvar. Vér göngum þá sem sagt út frá því, að árið 1952 sé liðið, og gefum öllum vissum skilningum dauðann og djöfnlinn í bili. Þetta var sæmilegasta ár til lands og sjávar, en þó auðvitað í vissum skilningi hábölvað, þar eð síldin gaf okkur langt nef, einu sinni enn, og grasleysi og Það er þjóðleikhússtjóri sjálfur og listaverkið heitir Ég bið að beilsa. 2. Austur: Er það ekki eftir Jónas? Nei, það er ballett. Jónas gat aldrei ort ballett. Urslitin liafa þá orðið þau að Austurbæingar hafa blotið 4 stig en vesturbæingar einn +. Þetta er ágætur árangur og þakka ég öllum fyrir þátttökuna. Verið þið sæl. Séra X óháöur. óþurrkar þjökuðu dreifbýlið. Á þessu nýkvadda ári hófst einhver harðsóttasta blaðadeila, sem hér hefur verið háð, og er þar auðvitað átt við brennivínsdeilu Tímans og Mogga. Veitti ýmsum betur lengi framan af, allt þar til ráðherrar fyrrnefndra blaða skárust í leikinn. Fyrst lét Eysteinn Framsóknarþingmenn fella uppáhaldsfrumvarp Bjarna, og virtist Framsókn þá ætla að hafa nokkurn sóma af málinu, áður lyki. Svo fór þó ekki, er til kastanna kom, og þótti raunar engiun mikið, með því að sómastrik Framsóknar týna nú mjög tölunni. Bjarni brá við snart og lögleiddi bæði héraða- og veitingahúsabönn, svo að nú ku Eysteinn iðrast mjög glópsku sinnar og sjá fram á þverrandi brennivíns- tekjur ríkissjóðs. En Bjarni er hinn gunnreifasti og segir, að þetta sé rétt mátulegt á þá Framsóknarmenn, fyrir alla þeirra flónskn og framhleypni. Þessi misklíð er þeim mun átakanlegri sem liún er það eina, sem aðskilur þessa tvo flokka, þ. e. Ihald og Framsókn, sem eru í vissum skilningi eini og saini flokkurinn. Eru sumir Framsóknarmenn sár- gramir við Halldór Kirkjubólsson, og segja, að þetta sé allt að kenna bindindisnöldrinu í honum, en Halldóri finnst að vonum ekki vanþörf á að hampa þessari einu hugsjón Framsóknar, sem ekki er búið að vængstýfa og halaklippa í sambúðinni við Ihaldið. Enn þá verður ekki séð fyrir endalok þessa máls, svo að maður verður að láta sér nægja að spyrja bara: „Hver veit?“, eins og farið er að gera í útvarpinn. Þetta er í vissum skilningi einn sérdeilis- lega þarfur þáttur, einkum er skólafólk lirifið af því, að sá, sem sýnir sig að vita ekkert í sinn haus og standa á hvín-

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.