Spegillinn - 01.01.1953, Blaðsíða 16

Spegillinn - 01.01.1953, Blaðsíða 16
12 SPEGILLINN Mannraunir skilja á ræðumanni en að raf- magnið skyldi tekið af allri Keykjavík. andi rótargati, skuli samt geta fengið tvö stig, í stað þess að fá núll eða mínus, eins og forfeður uppvaxandi kynslóðar urðu að gera sér að góðu, þegar þeir klikkuðu á vísindunum. Um þessar mundir er Skugga-Sveinn á fjölunum hjá Rósinkransi, við misjafnar undirtektir leikhússgeSta. Sumir eru meira að segja svo kaldranalega raunsæir að finna að því, að Gudda gleymi öðru hvoru að vera hölt. Nær væri þeim að gleðjast með Guddu yfir því, að henni skuli hafa batnað gigtin í mjöðminni síðan seinast. Aðrir hafa á orði, að Rósinkrans muni hafa í hyggju að bæta við sig einu ráðunauti upp úr áramótum, til þess að gera leikritavalið fjölbreyttara. Sennilega fer það ráðunaut — ef úr þessu verður — á bás Lárusar, og fær hann allan til umráða, ásamt hlöðuplássinu — þ. e. auðvitað bókhlöðuplássinu. Umráða, sagði ég, já, vel á minnst. Sumir segja, að Vilhjálmur hafi nú umráðin yfir AB-flokknum, sem einu sinni hét svo. Hér er vitanlega átt við Vilhjálm í Sambandinu, allt annan mann en liinn Vilhjálminn og í vissum skilningi miklu verri. AB, sem nú lieitir aftur Alþýðublaðið, til þess að spara ekki setjaravélina, — segir, að þetta sé hrokalýgi. Það má svo sem meira en vera; einhverntíma hefur verið logið því, sem meira er. Líklega er sannleikurinn alveg þveröfugt, að Alþýðublaðið hafi umráðin yfir Vilhjálmi og Sambandinu. Eðlilegra þætti mér nú samt að vita kratana undir handarjaðri Vilhjálms, enda álitamál, hvort þeir væru í vissum skilningi betur staddir annarsstaðar, úr því, sem komið er. Sem svampbolti hugur minn hoppaði fylltur af kæti er heyrði ég að hér kæmu amerískar meyjar, ég vissi í Skjólum, Hlíðum og Hafnarstræti hvergi fundust samkeppnisfærir peyjar. Því mundi ég koma, sjá og sigra, sem forðum ég sagði: veri þá mínum teningum kastað og kvaddi íslenzka vinkonu vel völdum orðum, ég veit það núna, því hefði ekki neitt hastað. En athuga þurfti þó allt, svo héldi ég velli og enskukunnátta mín var með dálitlum götum. Linguaphon námskeið lét mér senda í hvelli, I love you my darling og kiss me fannst ekki á þeim plötum. Þá vissi ég plataður var ég í fyrsta sinni og vaknaði nokkur efi í mínum huga hvort norrænt víkinga yfirbragð endast mér kynni, en ef til vill mundi rúm-enskan líka duga. Einn lúxusbíl ég leigði mér svo sem snarast, leit inn í Ríkið og fékk mér hæfilegt nesti, þó klikkaði enskan, eitt ég skyldi þó varast, að eiga ekki neitt til að dreypa á mína gesti. Með titrandi hjarta ég gekk til þess fyrsta fundar, fann, að senn mundi höfuðorustan standa, dokaði aðeins við dyr míns Edenslundar og dreypti á sjúss til að styrkja minn norræna anda. En allt í einu hermanns handleggur styrkur hóf mig á loft, er sæluna hugði ég að kanna, og svo var mér varpað út í hin yztu myrkur, þar emjan heyrist og gnístran falskra tanna. Og nú er það aðeins eitt, sem gleður minn huga, um opinn glugga ein meyjan mér fingurkoss sendi, og ,,ef að ég væri orðin lítil fluga“, já, ef — en slíkt er nú tæplega fyrir hendi. Grímur. TRUMAN forseti — fyrrverandi, þegar þetta er lesið — hefur þegar fengið mörg tilboð um lífvænlega atvinnu, m. a. sem stjórnarlimur í olíufélög- um og margt fleira, en hefur, enn sem komið er, hafnað öllum þessum gylliboðum. Þykir velunnurum hans nóg um, er eftirlaun hans eru inn- an við 100 dollara á mánuði, og telja hann aldrei munu lifa á því, jafn- vel þótt hann seldi dollai-ana á svörtum. Ýmsar getgátur eru um fram- tíðarstarf Trumans, m. a. eru sumir farnir að nefna hann sem væntan- legan ritstjóra Alþýðublaðsins, ef um allt þrýtur. Rabbi.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.