Spegillinn - 01.01.1953, Blaðsíða 17

Spegillinn - 01.01.1953, Blaðsíða 17
SPEGILLINN 13 — Eins og hlustendum er kunnugt, þá hefur þessi þáttur náð miklum og ákaflega víðtækum vinsældum og liefur því áreiðanlega bætt úr aðkallandi þörf. Að sjálfsögðu mun alla tónlistarunnendur, það er að segja alla unnendur góðrar tónlistar, fýsa að heyra það, sem bezta fólk þjóðarinnar og undirstaða liennar í margs konar menningarmálum, fýsir helzt að heyra. Hingað kemur vitanlega bara intelligent fólk, sem á útlenclum málum er kallað élite, og við eigum ekki síður en aðrar og stærri þjóðir. Með öðrum orðum það, sem ómissandi er, þar sem einhver menningarathöfn fer fram, svo sem opnun sýningar á menningarverðmætum, hátíðlegir tónleikar eða fyrsta skóflustungu fyrir hugsaðri byggingu einhverrar framtíðarhallar í þágu vaxandi menn- ingar þjóðarinnar, hvort sem er til andlegra eða líkamlegra nota. Hér er nú komin ein slík kona, er stendur mjög framar- lega í meistaraflokki íslenzkrar menningar og vill veg hennar mestan í hvívetna, enda sýnt það margvíslega í orði og verki á fleiri undanförnum árum, en máske er fullkomin kurteisi að greina. Verið velkomnar hingað á þessu ný- byrjaða ári, frú Blindskers. Ég þarf víst ekki að taka það fram, að bæði ég og hlustendur væntum mikils af að lieyra, hvað þér óskið að heyra og hvers vegna val yðar verður svo ágætt, sem raun mun bera vitni um. — Ég þakka yður ástsamlega fyrir fögur orð um mig og menninguna, Jón minn. Og svo óska ég yður og hlustend- unum góðs árs með vaxandi menningu, en alltaf lief ég reynt að vinna fyrir hana eftir beztu getu, en skilyrðin liafa ekki alltaf verið eins góð og æskilegt hefði verið og ég liefði kosið, en til þess þarf líka nokkuð mikið. Það er líka ein- hvern vegin svona, að til þess að eftir manni sé tekið og starfseminni veitt nauðsynleg athygli, þá þarf maður að vera í vissum klassa, ef svo mætti segja. Málefnisins vegna er mér það óblandin ánægja, að allt hefur gengið vel hjá mér, hvað þetta snertir og það má maðurinn minn eiga, að hann hefur hið ágætasta vit á öllu, sem að velmegun lýtur, þó ýmsu sé máske áfátt hjá honum með annað, en þá má fremur segja að ég liafi tekið það að mér og höfum við þannig náð hinni ákjósanlegustu verkaskiptingu og þá er allt í lagi. — Þetta er víst alveg rétt athugað hjá yður, frú Blind- skers. Við vonum að listainenn okkar njóti vaxandi vel- megunar í framtíðinni. En ættum við nú ekki að snúa okkur að lagavalinu, því margt gott liggur yður sjálfsagt á hjarta. —- Mér þykir nú alltaf mest til þjóðlegra verðmæta koma og þá líka í tónlist. En valið verður ákaflega erfitt, því hann Jón minn Leifs segir, að við eigum tónsmíðar til 100 klukkustunda. Það er nú reyndar nokkuð langt síðan liann kom fyrst fram með þann útreikning og eitthvað liefur þetta aukizt síðan, svo sem um ýms ágæt danslög fyrir atbeina hans Freymóðs og annarra í þeim prýðilega klúbb, svo reikna megi með allt að 105 stundum. Þetta vildi ég gjarnan heyra nú, en það er víst ekki hægt. Ég vona líka að lista- mennirnir megi verða vaxandi velmegunar aðnjótandi og mér finnst að nú standi meiri vonir til þess en áður, þar sem Stef er búið að koma svo ágætu skipulagi á f járreiðurnar. Þið fenguð víst góðan glaðning fyrir jólin? — Það var nú svona upp og ofan og allt miðað við lengd, en ekki gæði. — Það finnst mér lireint ekki rétt, en til þess að bæta úr því þyrfti sennilega að koma gæðamati á. Það væri líklega ekki á annarra færi en færustu tónlistarráðunauta. Eins og horfir finnst mér útlit á, að við munum eignast fleiri löng verk en stutt. Það hlýtur að borga sig betur að setja saman langt óratóríum en lítið ljóðalag, þótt hreinasta perla sé. Þetta getur reyndar líka verið gott, en samt mætti gera til- raunir með mismunandi verðflokka. En getur flutningur verkanna ekki haft sína þýðingu? Hvernig er t. d. hlutur þess söngkórs, þar sem allar raddir hafa að mestu misst röddina, ég meina svona vegna breyttra starfshátta eða svoleiðis? — Nú megum við vara okkur, því óðum styttist sá tími, sem okkur er ætlaður að þessu sinni, svo úrval yðar getur ekki orðið mikið úr þessu, en vafalaust gott eigi að síður. — Ég hefði nú hugsað mér fyrst af öllu einn meiri háttar ljóðaflokk, því mér þykir alltaf svo gaman að Ijóðaflokkum, en þennan vildi ég gjarnan heyra æ ofan í æ. Efni kvæðisins er víst eitthvað rómantískt og ég má segja að það sé líka á útlendu máli, en það gerir ekki svo mikið til, því enginn veitir textanum athygli hvort sem er. Þessi tónsmíð hugsa ég að sé í nokkuð háum lengdarflokki, svo að Stef hlýtur

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.