Spegillinn - 01.07.1955, Qupperneq 9

Spegillinn - 01.07.1955, Qupperneq 9
SPEGILLINN 153 Látið hin'nýju tæki verða ykkur til örvunar í starfi sagði mennfamaiaráðherra við opnun kennslu- fækjasýningartiinar á uppeldisþinginu Ólafur Tliórs. Og í því sambandi dettur mér í hug, hvort nýyrðið toppfígúra muni vera dregið af toppur í þessari nvju og endurbættu merkingu, eða er það kannski öfugt, toppur, dregið af toppfígúra? En burt séð frá því, þá er hitt þó staðreynd, að nú er sumarleyfatíminn senn á toppi. Daglega má lesa í blöðunum tilkynningar, þess efnis, að ákveðnir menn verði fjarverandi um tíma vegna sumar- leyfa. Þetta finnst mér ágætur siður, einkum þar sem í rnörgum tilfellum tekur fólk ekki eftir því, að menn séu fjarverandi, nema þeir auglýsi það. Þannig var það t. d. um einn ágætan fulltrúa á enn á- gætari skrifstofu. Hann var tvo mánuði í sumarfríi, og heilsaði samstarfsfólkinu innvirðulega, þegar liann kom aftur. En þá ráku blækurnar, livað þá héldur viðskipta- vinirnir, upp stór augu og héldu að hann hefði dottið í það, eða væri eittlivað tjúllaður. Það hafði sem sé enginn veitt því athygli, að hann var fjarverandi. Sýnir þetta bezt, hve eftirtekt fólksins er orðin sljó. En það er fleira á toppi núna en sumarfríin; nefnilega kartöfluinnflutningurinn. Nú eru kartöflur fluttar inn frá liinu blauta Hollandi, og eru þær ekki sem beztar, enda gamlar. Segja sumir, þetta muni vera sömu jarðeplin og við vorum önnum kafnir við að fleygja í sjóinn í fyrra. Hafi þau rekið austur um liaf og skolast inn í Holland með stórstraumsflóði. Ef þetta skyldi vera rétt, má búast við því, að Hollendingar geri bráðum kröfu um styrk (jarðræktarstyrk) á hendur okkur. Yrði það skemmtilegur krókur á hinni undursamlegu hringrás styrkjakerfisins. Til vonar og vara ætla ég að út- skýra styrkjakerfið dálítið fyrir ykkur. Eins og þið vitið, byggist þjóðarbúskapur okkar fyrst og fremst á bílainn- flutningi. Ef maður kaupir nýjan bíl, þá styrkir maður um leið sjávarútveginn, sem er á hausnum. Sjávarútvegur- inn er aftur á móti rekinn til þess að afla styrkja til lianda landbúnaðinum, sem er líka á liausnum. Styrkjagreiðslurnar annast Ríkissjóður. Hann fær peninga með brennivínssölu, brennivínssektum og sköttum. Þannig má segja, að fyllibytt- urnar haldi í raun réttri þjóðarbúskapnum gangandi. En til þess að fullkomna kerfið, fá templarar ákveðinn ágóða- liluta af vínsölunni, til þess að berjast gegn skaðsemi þess áfengis, sem í rauninni er undirstaða efnalegs sjálfstæðis hjá okkur. „Yarðar mest til allra orða, undirstaðan sé réttlig fundinn“, var einhvern tíma ort, og virðist hafa verið nokk- uð rétt athugað. Nú liafið þið þá fengið skýringu á tap- rekstri þjóðarbúsins, að vísu aðeins ófullkomna skýringu, en vonandi skiljið þið samt, livað ykkur ber að gera. Þig eigið að kaupa nýjan bíl, fylla hann síðan af brennivíni, og keyra út í dreifbýlið og selja það. (Yitanlega þurfið þið bensín á bílinn líka, það kaupið þið hjá Shell eða Esso, sem eru olíufélög, og selja olíu og bensín á vélakost þjóðarinnar við sanngjörnu verði). En þó að þið hafið í mörgu að snú- ast, megið þið ekki gleyma að gerast áskrifendur að Al- menna bókafélaginu, sem siglir nú hraðbyri á toppinn. Helztui toppar félagsins eru Bjarni Ben, Jóhann Hafstein, G. G. Hagalín og Kristmann; eða helztu skáld og bókmennta- menn landsins“, eins og eitt dagblaðið orðaði það svo spaklega. Sézt af þessu, að hér hafa þrautreyndir andans menn og valinkunnir bókmenntavinir tekið saman höndum til að bjarga andlegu lífi þjóðarinnar, enda tæplega vansa- laust að láta þá Andréssyni eina um að stofna bókmennta- félög hérlendis. Ekki veit ég livort tilgangur félagsins er fremur að útrýma hasarblöðum eða slæva ábrif Andréssona á bókmenntasviðinu, nema livort tveggja sé. En strax og ég frétti, að Bjarni Ben þýði fyrir félagið, skáldsögu eftir kommúnistískan rithöfund, helst rússneskan, þá ætla ég að gerast áskrifandi, og vona að þið gerið það líka. En nú verð ég því miður að liætta þessu spjalli, því að ég þarf að mæta í giftingarveizlu í ráðherrabústaðnum við Tjarnar- götu. Vona ég að aðstendur veizlunnar liafi ekki sparað brennivínskaupin, svo að veizlugleðin komist á toppinn áður en lýkur, og Ríkissjóður liafi nokkurn ábata af til- dragelsinu. Rabbi.

x

Spegillinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.