Spegillinn - 01.07.1955, Síða 10

Spegillinn - 01.07.1955, Síða 10
154 SPEGILLINN — Hver er vilji þinn, herra? spurði ég, er ég sté inn í Ráðið að loknum þjóðhátíðardegi, eins og Arngrímur myndi sagt hafa. Meira að segja hefði mátt lialda því fram með nokkrum rétti, að ég væri afbrigðilegur, því að svo stendur á, að ég hef alla tíð verið eindreginn aðdáandi Teresíu og hagað mér eftir spám hennar; þannig hafði ég verið ofur- lítið rakur á þjóðhátíðardaginn, en þó ekki um of, og nú var ég í hæsta lagi léttskýjaður. — Ég ætla að setja þig í sannleiks og frelsisins þjónustu- gerð, eins og skáldið kemst svo meinlega að orði, svaraði Bjarni og ekki stökk honum bros. — Ég þakka það traust, sem fjölhæfni minni er sýnt með slíku tiltæki. En ef trúa má sama skáldi, þarf að sjóða mig til þess, og af tvennu illu vil ég heldur vera hrár. En hvað hefur sannleikurinn gert þér? Ekki ertu þó undir áhrifum af ræðunum þeirra Ólafs og Gunnars? — 0, allt er það í hófi. Þú ættir að minnsta kosti að vita, að þegar þeir voru látnir tala, var það af taktiskum og liern- aðarlegum ástæðum, en ekki til þess að heyra nein ný sannindi boðuð. Við sáum okkur lieldur vafasaman liag í því, ef einhver framsóknarblesi færi að belgja sig á svona degi og tala þá um Morgunblaðshöllina í staðinn fyrir fóst- urjörðina og Jón Forseta. Reyndar nefndi ég það nú við þá að nefna Jón Forseta ekki með nafni, ef það skyldi minna einhvern á, hvernig komið er fyrir togaraútgerðinni okkar. En annars er þetta hreint ekki á dagskrá í dag. Nóg að hafa það í gær. En þú hefur kannske heyrt því fleygt, að hér er kominn merkilegur gestur, lánaður af uppáhalds- frændþjóð vorri? — Já, þú meinar hann Martínus. Sá þarf nú ekki að kvarta yfir þrengslunum í þjóðkirkjunni okkar; ekki var svo illa tekið á móti honum á sýnódus. Eg heyrði sagt, að þeir játningartrúu hafi skotið á sérstökum fundi, til þess að hlæja að þessu og séu jafnvel sumir komnir á þá skoðun, að hláturinn lengi lífið. — Þú tekur eitthvað skakka pólíhæðina, Faraldur sæll. Ég kannast ekkert við þennan Martínus, nema eftir út- í þjónustu sannleikans varpsauglýsingum og ekki hefur biskupinn neitt komið með hann til mín hérna í Ráðið. — Nei, það get ég eftir atvikum vel skilið. — Þetta er, sem betur fer, norskur maður .... — Nú, einhver úr skógræktarhópnum, sem hefur orðið strandaglópur? — Farðu nú ekki að líkja beztu frændum okkar við Hermann. Nei, kall minn, þetta er hvorki minna né mjórra en forstjóri — og það aðalforstjóri — norsku Gallöpps . . þú veizt . . þessar stofnunar, sem snuddar upp álit „mannsins á götunni“ á því sem er að gerast með þjóðinni hverju sinni, til þess að þeir sem enga meiningu hafa, en þurfa kannske að fara í selskap, geti spurt stofnunina og haft meininguna tilbúna, ef á þarf að halda. — Já, nú kannast ég við þetta allt, þegar þú segir það. Eg var að lesa um það í Mogganum um daginn, og meðal annars það, að allir, sem spurðir eru, segi satt. Getur það ekki verið dálítið varasamt? — Læt ég það vera. Það er nú meiningin, að svona stofn- un heyri undir kennslumálaráðuneytið, svo maður ætti að liafa á henni töglin og hagldirnar. En það sem þú átt fyrst að gera, er að hitta liann Björn og liann leggur þér Hfsregjurnar um það, hvernig þú átt að spyrja. — Hver er Björn? — Auðvita norsarinn, sem ég var að tala um, hann heitir Björn; það munar eins og þú sérð ekki nema einum, að hann sé nafni minn. Hann býr á Borginni, það er að segja ef þeir hafa ekki selt hana ofan af honum síðan í gær. Hérna er spurningarlistinn, og svo kemurðu til mín aftur, þegar þú ert búinn. Og ég eins og faraldur niður á Borgina. Margar fór ég ferðir glæfra fyrir föðurlandið og Bjarna, en fáar hafa lagzt verr í mig en þessi. Ég hefði þó ekki þurft að kvíða, því þegar ég kom á Borgina, var hún enn óseld og Björn frændi var hinn altilegasti maður og sannaði enn spak- mælið, að það er gott að vera Islendingur í Noregi. Hann hafði lífsreglurnar allar fjölritaðar, svo að viðtalið varð stutt.

x

Spegillinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.