Spegillinn - 01.07.1955, Side 11
SPEGILLINN
155
Bandaríkin vernda Ingólf,
Ingólfur verndar Riissa
Hiít sakar minna. 'pótt
einhver plotti aó vernd
Ingólfs Jónssonar; sem aftup
stendur svo undir vernd
bar.daríska se*uii(Ssins. sv»
að. staðan ^ taflborðinu Iík —
■ist helzt bví, berar hald-
teipið er neð . hróksvaldi.
— Jæja, hvernig gekk þér? spurSi Bjarni, þegar ég
mætti daginn eftir frammi fyrir augliti lians.
— ílg vona, að þú takir tilbærilegt tillit til þess, aS
þetta er allt í byrjun, sagði ég. — Eg hitti nú ekki nema
einn mann. og komst ekki nema eina spurningu með hann.
Meira afl segia Itefði hann verið heltningi langorðari, ef ég
hefði ekki tekið til fótanna, þegar mér fannst nóg komið.
FYrst voru nú allir, sem ég spurði um, þunnir eða þá í
siglingu, en loks liitti ég einn, sem var livorugt. Það var
Pétur Jak. og hann svaraði fyrstu spurningunni, nfl. um
það, hvort ráðherrar ættu að nota ráðherrabústaðinn undir
prívatveizlur. Hvort sem það liefur verið af því, að það
skein út úr mér hvaðan ég kom, þá svaraði Pétur, að þetta
væri alveg sjálfsögð hlunnindi, sem ráðherrar ættu að liafa,
þó væri sanngjarnt, að þeir horguðu sjálfir skúringuna á
eftir. Máli sínu til sönnunar benti hann á ýms dæmi uppá
illa meðferð á ráðherrum; þannig hefði Gina Lollobrigida
12 milljónir á ári, og væri þó kvennmaður, sem aldrei þyrfti
að borga fyrir sig á knæpunum, en hinsvegar hefði aumingja
Anthony Eden ekki nema 300 þúsund, sem væri sultarkjör,
þar sem liann þyrfti sjálfur að halda allan kostnað af kosn-
ingarbrennivíninu og auk þess væru þeir alltaf með auka-
kosningar ....
— Þú hefðir nú getað bent Pétri á, að þetta voru Fram-
sóknarráðherrar, sem notuðu ráðherrabústaðinn svona . .
skaut Bjarni inn í.
— Heldurðu að ég liafi ekki liaft vit á því? En það sér
á, að þú hefur aldrei talað við Pétur þegar andinn kemur
yfir hann.
— I stuttu máli sagt, hefur þessi fyrsta tilraun til að
hafa gagn af Gallöppinum orðið — okkar á milli sagt —
dúndrandi fíaskó.
— Engu skaltu kvíða, herra, sagði ég. — Næst þegar
ég flýg út af örkinni, ætla ég að leyfa mér að gera smá-
formbreytingu á spurningunni þinni.
— Ætli það geri mikinn mismun?
— .Tæja, við sjáum nú til. Næst ætla ég að fara til stjórnar
Heimdallar og spyrja svona: „Er það viðeigandi að Fram-
sóknarráðherrar séu að darka með brúðkaupsveizlur í sal-
arkynnii'in íslenzka ríkisins?
— Þú ert ekki eins vitlaus og ég lief haldið, Faraldur,
sagði Bjarni.
PÁFINN í RÓM
hefur undanfarið átt í útistöðum nokkrum við Perón Argei;tínu-
forseta, og jafnvel sagzt próður með að bannfæra hann, ef hann
sé nokkuð að brúka kjaft. Ástæðan er sú, að Perón vill aðskiljá ríki
og kirkju í Argentínu, en það er hans heilagleika fjandalega við,
og hugsar til þess með hryllingi að fá alla Argentínukirkjuna eins og
hún leggur sig á páfakassann. í bili hefur hann því látið sér nægja
að setja Perón út af sakramentinu, svo sem í tilraunaskyni, en vitan-
lega hlær Perón aðeins að svoleiðis káki, enda er það alkunna, að
í kaþólskum sið drekka prestarnir allt messuvínið sjálfir, og láta
syndarana horfa á, þurrbrjósta.