Spegillinn - 01.07.1955, Page 15

Spegillinn - 01.07.1955, Page 15
SPEGILLINN 159 GT-gr jótgarðurinn brotinn. Verið er að brjóta niður grjót- garðinn við suðurmörk lóðar góð templara við Vonarstræti. Hafa m. a. verið notaðir til þess vörubílar, og var sums stað- ar brugðið kaðli á garðinn, en siðan toguðu vörubilar i, og féllu þá stykki úr honum jafnrétti við hina. En andlegur þroski fólksins er mér hug- stæðastur, nú sem fyrr. Það eru ávörp snjallra forystu- manna og kvenna, sern alltaf eru og verða áhrifaríkust. Auðvitað höfum við söng og lúðraspil, að ógleymdri leik- fimi, ef þurrt verður, en ávörpin verða samt sem áður innsti kjarninn. — Væri þá ekki snjallræði að fá einhvern, sem er mátu- lega rappkjeftet, eins og þeir kalla það úti í Noregi? spurði nú ein frú, sem ekki er vert að nefna, en hún liefur sjálf eitthvað af þeim eiginleika er hún nefnir, enda oft talin vera hinn svarti sauður (eða öllu heldur ær) Klúbbsins. Svona lagaðar spurningar fara vanalega í taugarnar á Hallbjörgu og er hún þá vön að gefa viðkomndi móðurlega áminningu. — Mér finnst sosem engin þörf á að vitna í það, sem lakast er í samnorrænunni, eins og þann dónaskap í Nordisk kontakt, sem Helgi Sæm. telur samboðið að kalla kurteislega hreinskilni. En hann um það. Það er nú líka áberandi ljóður á menningu vorri, sem losna þarf við, að við getum aldrei tekið ábendingrun okkar beztu manna með samúð og skilningi. Þegar þeir benda oss á, að gæta liófs í kröfum og stunda áframhaldandi þróun sögunnar með iðkun sparsemi, nægjusemi og siðsamlegri deilna, en af- neitun ruddaháttar og heimtufrekju, þá bara snúum við uppá okkur, í stað þess að fylgja fögru fordæmi. Svo vitum við hversu gott er að vera Islendingur í Noregi og það segir Árni Óla eindregið líka, en liann fann tvö mikilsverð sannindi í síðustu för sinni þangað, ef ekki fleiri. Hann heyrði þar, að heztu mennirnir til að efla kynningu þjóð- anna væru blaðamennirnir og væri því rík nauðsyn á, að láta þá fljúga án afláts milli landanna. I Hringaríki kom það í ljós, að Norðinenn eru komnir af Islendingum og það í kvennlegg. Haraldur harðráði var svo sannarlega Norðmaður, enda konungur þeirra, en hann var sonur Ástu, er var dóttir Ulfhildar, en móðir hennar var Þóra mosháls Auðunardóttir skökuls, sem var tslendingur í húð og hár. Hallbjörgu var orðið svo mikið niðri fyrir að hún þagnaði, svo Díalín gat komizt að með smáspurningu: — Eigum við ekki að senda special invitation til Tent City fyrir af- mælið? Frúrnar þóttust ekkert lieyrt hafa, en tóku upp léttara hjal. Bob á beygjunni

x

Spegillinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.