Spegillinn - 01.07.1955, Side 16
16D
SPEEILLINN
73 stunda samn-
ingafundur.
HANN reyndist langur
síðasti samningaf u nduri n n
j farmannadei'lunni, 73 klst.
sátu samningamenn á fund
uir> án þess að fá taekifæri
til þess að ieggja sig.
Þjóðhátíðarþankar
17. júní rann upp eins og fífill í túni, og vér gerðum oss
dagamun eins og venjulega. Þremur skrúðgöngum var hleypt
af stokkunum og komu þær saman á Austurvelli að lokinni
dauðyflislegri göngu um stræti borgarinnar. Þar talaði Ólaf-
ur Thors, og vonuðu þá sumir, að hann gerði grein fyrir
síðustu Lundúnaferð sinni, sem nokkur leynd hvílir yfir,
og jafnvel getsakir um, að ferðalagið Iiafi ekki verið eins
bráðnauðsynlegt og Stjórnin vill vera láta. En Ólafur átti
eftir að skamma verkalýðinn dálítið síðan í vor, þegar liann
strækaði, og notaði þetta einstæða tækifæri til þess að
koma skömmunum á framfæri. Fjórar gamlar konur klöpp-
uðu fyrir Ólafi, en þær liættu mjög fljótlega, þegar engir
fleiri tóku þátt í klappinu. Síðan kom Asgeir, sæll og
blómlegur eftir Noregsreisuna, og lagði blómsveiginn á
stéttina hjá Jóni Sigurðssyni, þá koín Fjallkonan, sem var
nú reyndar bara liún Gugga Þorbjarnar, og ávarpaði lýðinn.
Avarpið var nú reyndar hara flatrímað Ijóð, sem Tómas
dundaði við að raða saman aðfaranótt þess 17., og hefur
vonandi fengið sæmilega umbun frá bæ og ríki. Auk þessa
var svo messað eins og venjulega. Þá fór íþróttamót fram á
venjulegmn stað og tíma, og sömuleiðis útiskemmtun á
Arnarhóli. í restina var svo dansað á þremur götuhornum
eins og venjulega. Yfirleitt var þessi 17. júní nákvæmlega
eins og kollegar hans undanfarin 11. ár, síðan vér losuðum
oss til fulls úr dönsku hnappheldunni. Og af því að nú
er alltaf verið að tala um sparnað hjá bæ og ríki, dettur
oss í hug, hvort ekki væri heppilegra, upp á kostnaðinn að
gera, að taka hátíðarhöldin upp á plötu eða stálþráð, og
spila það svo bara í útvarpið þann 17. júní ár hvert. Upp-
takan yrði auðvitað að vera hárnákvæm, t. d. þyrfti hin
áhrifaríka þögn, sem varð hjá Guggu Þorbjarnar þegar hún
flutti fjallkonuávarpið, að koma greinilega fram á plötunni
(eða þræðinum). I annan stað mætti svo svindla dálítið
á þessu, þannig að magna þá liði, sem eru helzt til daufir,
eins og t. d. klappið fyrir Ólafi Thórs. Vitanlega væri
ómögulegt að láta þessar fjórar kerlingar einar um allt
þjóðhátíðarklapp um aldur og ævi, en ef engir fullorðnir
fengjust til að klappa, mætti fá afbrigðileg börn úr Mela-
skólanum til þess. Maður hvíslar bara að þeim: Klappa
saman lófunum, reka féð úr móanum, og þá klappa krakk-
arnir eins og þau eigi lífið að leysa. Og á stálþræði eða
plötu heyrist ekki, livort það er fullorðið fólk eða afbrigði-