Spegillinn - 01.07.1955, Side 20
164
BPEGILLINN
II.
Morg-uninn eftir var'sagan í blöðunum eins og hún lagði sig, og
meira til, því þar var líka getið um „álit“ ýmissa leynilögreglu-
manna á málinu, bæði um það, hvernig- þjófnaðurinn hefði verið fram-
inn, og hvert þjófarnir hefðu flúið með herfang sitt. Þessi „álit“
voru ellefu talsins og auðvitað bar engum tveim saman, en það
sýnir ekki annað en það, hversu sjálfstætt leynilögreglumenn hugsa.
Sem sagt voru öll álitin hvert öðru fjarstæð, en þó bar þeim saman
um eitt atriði, öllum ellefu, sem sé: að, þótt bakhliðin á skúrnum,
sem fíllinn var geymdur í, væri rifin úr, en dyrnar á framhliðinni
harðlæstar, hefði ekki verið farið með fílinn út um opið, heldur gegn
um einhvern útgang, sem enginn hafi enn fundið. Ollum kom saman
um, að þjófarnir hefðu rifið gaflinn eingöngu til þess að villa lög-
regluna. Þetta atriði hafði mér eða öðrum leikmönnum náttúrlega
ekki dottið í hug, en spæjararnir voru ekki lengi að uppgötva það —
allir sem einn. Þannig var það, að hið eina atriði, sem mér virtist
alls ekki dularfult, hafði ég einmitt hrasað um. í öllum ellefu álit-
unum voru þjófarnir nafngreindir, en engin tvö nefndu sömu nöfn,
og alls voru 37 menn nafngreindir. Blöðin enduðu öll greinar sínar á
áliti höfuðpaurans sjálfs Blunts lögreglustjóra. — Hér birtist kafli
úr því:
„Lögreglustjóranum er kunnugt, hverjir aðalmennirnir tveir eru,
sem sé, „Múrsteins“-Duffy og „Rauði“-McFadden. Tíu dögum áður
en þjófnaðurinn var framinn, vissi hann, að hann myndi verða fram-
inn, og hafði gert ráðstafanir til þess að hafa eftirlit með þessum bóf-
um, en til allrar ólukku týndust spor þeirra einmitt þessa nótt, og þegar
þau fundust aftur, var fuglinn floginn — eða, réttara sagt fíllinn“.
„Duffy og MeFadden eru einhverjir ófyrirleitnustu bófar í sinni
grein. Meðal annars hafði lögreglustjórinn ástæðu til að halda, að
það hafi verið þeir, sem stálu glóandi ofni út úr varðstofu lög-
reglunnar, eina frostnóttina í fyrra vetur, svo að vitja varð læknis
til lögreglustjórans og undirmanna hans, áður en morgunn var kominn;
sumir voru kalnir á tám eða fingrum, aðrir á eyrum eða öðrum
útlimum".
Þegar ég hafði lesið fyrri helminginn af þessari grein, varð ég
hrifnari en nokkru sinni áður af hinum undraverða skarpleik þessa
einstaka manns. Hann sá ekki að eins yfirstandandi atburði með sínu
eigin, skarpa auga, heldur og fram í tímann. Eg fór brátt til skrif-
stofu hans, og sagði, að ég vildi, að hann hefði látið taka bófana
fasta í tæka tíð, og koma þannig í veg fyrir vandi-æði mín og tjón.
Svo einfalt sem svar hans var, rak það mig algjörlega á stampinn:
„Það er ekki okkar verk að hindra glæpi, heldur að refsa fyrir þá.
Og við getum ekki refsað fyrir þá, fyrr en þeir eru framdir".
í}g ympraði eitthvað á því, að þögnin, sem átt hefði að ríkja
yfir málinu, væri farin út í veður og vind fyrir aðgerðir blaðanna, þar
sem ekki einungis öll atvik, þar að lútandi heldur einnig allar ráða-
gerðir lögreglunnar hefðu verið birtar almenningi, og auk þess hefðu
allir þeir, er grunaðir voru, verið nefndir á nafn, svo að þeir myndu
nú auðvitað forða sér hið fljótasta.
„Lofum þeim bara að fela sig. Þeir skulu sjá, að þegar minn tími
er kominn, sleppa þeir ekki undan mér fremur en forlögunum. Hvað
blöðin snertir, verðum við að standa í nánu sambandi við þau. Frægð,
álit og stöðugt opinbert umtal, er matur og drykkur lögregluspæj-
arans. Hann verður að opinbera það, sem hann veit — annars álítur
almenningur að hann viti ekkert, hann verður að láta í ljós álit sitt,
því ekkert er jafn eftirtektarvert og álit leynilögreglumanns, og
ekkert gerir hann jafn undraverðan; eins verður að láta uppi fyrir-
ætlanir okkar, því það heimta blaðamennirir, og við gætum ekki
neitað þeim um þær, án þess að móðga þá. Við verðum stöðugt að lofa
almenningi að vita, hvað við höfumst að, annars er álitið, að við
höfumst ekkert að. Það er æði miklu viðkunnanlegra að lesa í blaði:
„Álit Blunts lögreglustjóa ber vott um óvenjulega snilli og er eitt-
hvað á þessa leið . . .“, heldur en að lesa um sig skammir, eða — sem
verra er — háð“.
„Eg skil yður fullkomlega. En ég tók eftir því, sem haft er eftir
yður í blöðunum í morgun, að þér neitið að láta uppi skoðanir yðar
á einu aukaatriði“.
„Það geri ég allt af, og það vekur tiltrú. Auk þess var ég alls
ekki búinn að mynda mér skoðun um þetta atriði“.
Ég skildi eftir talsverða fjárhæð hjá lögreglustjóranum, til þess að
standast þau útgjöld, sem fyrir kynnu að koma, og settist síðan nið-
ur til að bíða eftir fréttum.
Við bjuggumst við símskeytum á hverju augnabliki. Ég las aftur
yfir greinamar í blöðunum og eins lýsinguna á filnum, og lét þess
getið við lögreglustjórann, að svo virtist, sem verðlaununum væri heitið
leynilögreglumönnunum einvörðungu, og að mér fyndist réttara að heita
verðlaunum þessum hverjum þeim, er fyndi filinn. Lögreglustjórinn
sva.raði:
„Það verða lögreglumennirnir, sem finna fílinn, og þar af leiðandi
koma verðlaunin á réttan stað. Ef einhver annar fyndi hann, væri
það bara af því, að hann nasaði uppi þau spor, sem lögreglan væri
þegar búin að finna, eða stæli upplýsingum frá spæjurunum — svo,
að þeir ættu verðlaunin með réttu, undir öllum kringumstæðum.
Verðlaunin eiga heldur ekki erindi til þeirra, sem kynnu að detta
ofan á fílinn af tilviljun, heldur til þeirra, sem leggja fram tíma
sinn og fyrirhöfn, kunnáttu og snilli".
Það var nokkuð til í þessu. Nú fór ritsímatólið úti í horni að hreyf-
ast, og eftirfarandi skeyti kom til lögreglustjórans:
Flower Station, N.Y., 7.30.
Er lcominn á sporiö. Fann djúp för, sem lágu yfir bóndabæ hér
rétt hjá. Fylgdi þeim tvær mílur árangurslaust, lield aö fíllinn hafi
haldið í vesturátt, og mun elta hann í þá átt. Darley.
„Darley ér einn af mínum beztu mönnum“, sagði lögreglustjórinn.
„Við fáum áreiðanlega að heyra meira frá honum áður en langt um
líður“.
Þá kom skeyti nr. 2:
Barlcers, N. J., 7.K0.
Nýkominn. Glerverksmiöja hér brotinn upp í nótt og 800 flöslcum
stolið. Eini staður með nægilegu vatni er 5 mílur héðan. Fer þangað.
Fillinn verður þyrstur. Flöskurnar voru tómar. Baker.